Morgunblaðið - 22.05.1968, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.05.1968, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 196«. Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík, Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthias Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri: Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar: Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. f lausasölu: Kr. 7.00 eintakið. Áskriftargjald kr. 120.00 á mánuði innanlands. FRAKKLAND Á BARMI BYLTINGAR? Ástandið í Frakklandi um •í“' þessar mundir gefur greinilega til kynna, að stjórn de Gaulle er ekki eins sterk og margir höfðu haldið. Hinn aldni hershöfðingi hefur lagt á það höfuðkapp að sanna heiminum, að festa og öryggi ríkti í stjórnarháttum í Frakk landi undir forustu hans og hans manna. En þetta hefur reynzt blekking. De Gaulle tókst að vísu að forða Frakk- landi frá blóðugri byltingu, þegar Alsírmálið hafði stefnt öllu í öngþveiti. Ósanngjarnt væri einnig að viðurkenna ekki að ýmislegt skynsamlegt hefur verið gert í innanríkis- málum Frakka undir forustu de Gaulle. Það skiptir hins vegar megin máli, að de Gaulle og hans menn hafa ekki borið gæfu til þess að byggja upp hið franska þjóð- félag og stofnanir þess innan frá. Þeir hafa lagt megin- áherzlu á eflingu ríkisvalds- ins og framkvæmd stórveldis drauma de Gaulle út á við. Hershöfðinginn og stjórn hans hafa varið ógrynni fjár til þess að Frakkland gæti eignast sína atomsprengju. Og de Gaulle hefur ekki einu sinni viljað taka þátt í sam- vinnu Bandaríkjanna og Rússa um bann gegn kjarn- orkusprengingum í andrúms- loftinu. Hinn gamli hershöfð- ingi hefur látið Frakkland fara sínu fram og haldið áfram að sprengja atóm- sprengjur að eigin vild. Hann hefur glatt sitt hjarta við það, að Frakkland hefði öðl- ast stórveldisaðstöðu að nýju. En hann og stjórn hans hefur vanrækt að treysta innviði fimmta lýðveldisins. Þar hef- ur óánægjan haldið áfram að ólga. Þetta hefur greinilegast komið í ljós nú, fyrst með stúdentaóeirðunum og síðan með verkföllum og verkbönn- um. Athafnalíf Frakklands má nú heita gersamlega Iam- að. Samgöngur hafa að mestu leyti stöðvast, upplausnará- stand ríkir í landinu. Engum blandast hugur um að komm- únistar og fylgifiskar þeirra standa fremstir í flokki í þess ari baráttu. Þeir nota tæki- færið þegar það gefst. De Gaulle og stjórn hans hafa að mörgu leyti gert sig seka um hörmulega skamm- sýni. Þeir hafa reynt að grafa undan gjaldeyri Breta og Bandaríkjamanna. Þeir hafa ekki hikað við að reyna að veikja Norður-Atlantshafs- bandalagið um leið og þeir hafa verið að viðra sig upp við kommúnista. Allt kemur þetta hinum gamla hershöfð- ingja nú í koll. Frakkland er á barmi byltingar og vandséð er hvernig fimmta lýðveldinu verður bjargað frá hruni. MIKILVÆGT STARF ¥ gæt átti Félag ísl. stór- kaupmanna 40 ára af- mæli og var hér í blaðinu getið um ýmsa mikilvæga þætti í starfsemi þessa félags. Skal það ekki rifjað upp, en á hitt minnt, að störf verzl- unarstéttarinnar eru hin mik ilvægustu. Því heyrist stundum haldið fram, að störf verzlunar- manna séu miklu þýðingar- minni en annarra; verzlunin skapi ekki verðmæti heldur jafnvel eyði þeim. Hér er auð vitað um fáranlegar skoðanir að ræða, því að fólkið hefur lítið gagn af því, að vörur séu framleiddar, ef hvergi er unnt að fá þær keyptar. Auðvitað má deila um ýmislegt í verzl- uninni eins og öðrum atvinnu rekstri. Um það verður þó ekki deilt, að íslenzkir stór- kaupmenn hafa unnið stór- virki, allt frá því er frum- herjarnir hófust handa um að gera verzlunina íslenzka. Þar hafa margir af merkustu mönnum landsins komið við sögu. íslenzk verzlun á nú í mikl um erfiðleikum og hefur orð- ið að axla þungar byrðar vegna þeirra áfalla, sem þjóð in hefur orðið fyrir, en ís- lenzkir kaupsýslumenn munu standa af sér þennan mótbyr og halda áfram hinu þýðing- armikla starfi í þágu þjóðar- innar, enda þess vonandi skammt að bíða, að íslenzkur atvinnurekstur fái búið við betri hag en nú er. MARGT VERIÐ GERT npíminn reynir í gær í rit- stjórnargrein að telja mönnum trú um, að lítið sem ekkert hafi af stjórnarvalda hálfu verið gert vegna erfið- leika þeirra, sem steðja að byggðunum norðanlands og austan, vegna hafíssins. Sann leikurinn er samt sá, að rík- isstjórnin hefur haft vakandi auga með þessum málum. uk mm F. Schubert og kvenfólkið BEZTU sön'gfuglar tjalda sjaldnóist litríku fjaðraskarti. Þeir eru undaratekningarlítið ósjálegir og fátæklegir og oft lokaðir inni í þröngu búri. En þrátt fyrir það þagnar ekki gleðikvak þeirra heldur verður það enn fegurra og hreinna; það er eins og fá- tæktin og fjötrarnir gefi þján ingunni og þránni útrás í und- ursamlegri hljómblæ en ella mundi. — Og þannig var þessu líka varið um söngskáld í mannsmynd, ef til vill þann mesta sem veröldin hefur al- ið — Franz Schubert. Aðeins örfáir sam'tíðarmenn hans, líitill vinahópur, hafði hugmynd um hve mikið tón- Skáld hann var. Hann barðist vonlausri baráttu við fátækt, skilningsleysi, sinnuleysi og við útgáfugrúta, sem reyndu að gera hann sér að féþúfu. Að vísu átti hann nokkra sök á þessu sjálfur, hann var svo ótrúlega lítillátur, vildi um- fram allt halda sig í skugg- anum — þegar söngvari fór með hin yndislegu ljóð hans, var það hann sem fékk lófa- klappið og þóknunina, en skapari lagsins faldi sig. f vexti og að útliti var Schubert fremur ósjálegur og enginn fríðleiksmaður, gild- vaxinn kubbur með nabbanef, og nærsýnn var hann. Augun starandi en tindruðu aðeins þegar hann heyrði fagra tón- list eða hann var að tala um tónlist. En aldrei var hann í slæmu skapi, aldrei var hann glaðari en þegar hann fékk að setjast við hljóðfærið í vinahóp, og kunningjar hans og fylgikonur þeirra fóru að syngja og dansa. Það ræður að líkum að svona maður, fátækur og ósjá legur klunni, gat ekki orðið neitt kv-ennagull. En hann lagði etóki fæð á kvenfólkið fyrir það, þráin eftir ást, við- kvæmni og skilningi kemur óspart fram í tónsmíðum hans. Hann og vinir hans hittust oft yfir vínglösum eða fóru skemmtiferðir út í töfralunda Wienar-skóganha, og þessar ferðir voru kallaðar „Schub- ertiader", svo að hann mun hafa verið potturinn og pann- an í þeim. Schubert kynntist ungur — aðeins átján ára — stúlkunni sem hann vonaði að fá sam- fylgd með á lífsleiðinni. Hann hafði þá samið „Messu í F- dúr“, sem faðir hans flutti. í þessari tónsmíð fór sextán ára stúlka, Therese Grob, með eitt sópran-hlutverkið. Schu- bert játaði síðar, er talið barst að kvenfóllki: „Það er ein sem ég hef elskað innilega, og henni leizt vel á mig. Hún var kennaradóttir og yngri en ég. Hún söng sópran-sólóna í messu, sem ég ha'fði samið og söng dásamlega og með mik- illi tilfinningu. Hún var etóki beinlínis falleg, var bólugraf- in, en góð var hún — yndis- ' lega góð. í þrjú ár vonaði hún að ég mundi giftast sér, en ég fékk enga stöðu, sem hægt væri að lifa á. Svo gift- ist hún öðrum, að ósk for- eldra sinna, og það tók mig sárt. Ég elska hana ennþá og hefur aldrei fundizt nokkur eins góð eða betri en hún. En hún var líka etóki ætluð mér.“ Sumarmánuðina 1818 og 1824 var Schubert tónlistar- kennari í Zelesz-höllinni í Ungverjalandi hjá Esterhazy greifa. Heimasæturnar voru tvær, Marie og Karoline. Fjölskyldan var öll mjög tón- elsk og mikið var sungið í höllinní, ekki sízt þegar ungi baróninn von Schönstein kom í heimsókn. Hann hafði ljóm- andi fallega, bjarta barýtón- rödd og fór meistaralega vel með ljúflingslög Schuberts. Enda tileinkaði Schubert hon- um hinn dásamlega laga- flotók „Fallega malarastúlk- an“. Schubert var enginn Beet- hoven, kunni etóki að vekja lotningu keistarafólks eins og hann. Fyrra sumarið í Zelesz var hann oft einmana: „Hér er enginn skilningur á sannri list, nema kannske hjá greifa- frúnni", skrifaði hann vini sínum. „Ég er hér aleinn með minni elskulegu list og verð að efla hana í herberginu mínu, í hljóðfærinu, í brjóst- inu“. Reyndar var hann ekki al- veg einmana. í höllinni var ung og bráðfalleg stofustúlka, ósmeik við smáævintýri. Og gagnvart henni var Schu'bert enginn Jósep. Fyrra skiptið sem hann var í Zelesz hjá Esterhazy var yngri dóttirin, Karoline, tíu ára. Þegar hann kom aftur, sex árum síðar, var hún blóm leg ungfrú og hjartað í tón- skáldinu bráðnaði eins og smér. Um ástir þeirra veit enginn — þar er ekkert við að styðjast nema likur. En að Sohubert hafi elsikað hana má ráða af svari hans, er hún spurði hann hversvegna hann hefðí aldrei tileinkað henni neina tónsmíð. Vinir Schuberts fóru oft með hann í samkvæmi þar sem margt fríðra kvenna var saman komið. En engin þeirra varð ástfangin af honum þó mörgum þeirra fyndist mikið um hann vert og þó enn meir um tónsmíðar hans. Og engin þeirra kveifcti í honum, en þær ljómuðu af fögnuði hve- nær sem hann settist við hljóðfærið. Hvergi var Schubert jafn óspar á að „taka lag á hljóð- færið“ eins og á heimili fjög- urra fallegra og tónelskra systra, sem hétu Frölich. Ein þeirra, Kathie, sem var köll- uð „eilíf brúður“ skáldsins Grillparzers, sagði um Schu- bert: „Hann átti dásamlegt skap. Aldrei var hann af- brýðisamur eða öfundsjúkur eins og svo margir aðrir. Hann var alltaf glaður þegar hann heyrði fallega tónlist. Þá spennti hann greipar eða þrý'sti höndunum upp að munninum og sat eins og í leiðslu“. Önnur Frölich-systirin, sem hét Anna og var tónlistar- kennari, varð síðust til að votta honum hollustu. Hún gaf honurn oft góð ráð og hvatningar, og þegar hann dó var það hún sem beitti sér fyrir fjársöfnun til þess að koma upp legsteini á gröf hans. Hún getókst fyrir hljóm- leika'haldi sem var endurtek- ið, og fyrir það sem inn kom lét hún gera fallegan legstein á gröf hans. En ennþá dásamlegra ,lif- andi og ævarandi minnis- merki setti Schubert sér sjálf- ur með hinum guðdómlegu tónum sínum sem hljóma munu til eilífðar. Og ást hans á tónlistinni gat engin jarðn- es'k kona bætt honum upp. (Sk. Sk. þýddi). Hún hefur gert ráðstafanir til að tryggja að nægar fóð- urbirgðir yrði í þessum lands- hlutum. Fylgzt hefur verið með fóðurbirgðum og flutn- ingamöguleikum, flugvélar fengnar til að leiðbeina skipum og jafnframt hefur verið athugað að fá ísbrjót til landsins, ef þörf krefur, og á vegum almannavarna hefur verið fylgzt með olíubirgðum. Hafísnefndin, sem kosin var á síðasta Alþingi, hefur einnig komið til fundar og rætt vandamálin. Vegna allra þessara að- gerða er ekki bein vá fyrir dyrum, þrátt fyrir hið erfiða árferði, og er sannarlega ástæðulaust að ásaka ríkis- stjórnina fyrir aðgerðarleysi. LÍDÓFUNDURINN UM MENNTAMÁL í hinum fjölmenna fundi um skólamál, sem hald- inn var í Lídó á laugardag- inn, kom glögglega í ljós hinn mikli áhugi manna á umbót- um í skólamálum. Á fundin- um hlutu þær raddir, sem undanfarið hafa krafizt skjótra umbóta á skólakerf- inu, hljómgrunn. Augljóst er, að viðleitni þeirra, sem sett hafa fram skoðanir um nýja stefnu í menntamálum þjóð- arinnar, er farin að bera árangur. Skólafundurinn í Lídó er eitt gleggsta dæmið um það. Þriggja dra telpa fyrir bíl ÞRIGGJA ára telpa handleggs- brotnaði og hlaut höfuðhögg, þegar hún varð fyrir bíl skömmu eftir hádegi á sunnudag. Missti telpan meðvitund og var flutt í Slysavarðstofuna, en þaðan í Landakotsspítala. i gærkvöldi kom stúlkan til meðvitundar og var liðan hennar góð í gær. Telpan hafði verið að leik ásamt fleiri börnum og var á leið yfir Laugarnesveginn, áleið is heim til sín, þegar óhappið varð. Lenti hún fyrir Volkswag- en-bíl, sem kom norður Laugar- nesveginn og mældust hemlaför hans yfir 30 metra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.