Morgunblaðið - 22.05.1968, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.05.1968, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. MAf 190«. Tæknilegar breytingar á gatnakerfi Stór-Reykiavíkur HÆGRI umferð í Svíþjóð fylgdu margháttaðar breyt- ingar á gatnakerfi borga og bæja og í höfuðborginni, Stokkhólmi, svo tekið sé dæmi, má segja að um gjör- byltingu hafi verið að ræða. Hér á landi verða breyting- ar á gatnakerfi mjög óveru- legar miðað við það, sem var í Svíþjóð, og er áherzla lögð á að raska gatnakerfinu sem allra minnst. Reykjavík. Breytingar á gatnamótum eru einkum fólgnar í breyting um á eyjum til að auðvelda beygjur, gerð nýrra eyja og akreina. Alls verða 26 gatna- mótum breytt í Reykjavík vegna gildistöku hægri um- ferðar. Viðamiklar breytingar verða á gatnamótum Miklu- brautar og Kringlumýrar- brautar á mótum Suðurlands- brautar og Álfheima, en þar verður Suðurlandsbraut helmingi breiðari til suðurs, en nú er, á kaflanum frá Grensásvegi að Álfheimum. Verða þar tvær akreinar í hvora átt. Langstærsta breytingin á gatnakerfi Reykjavíkur er breikkkun Hverfisgötu, á kafl anum frá Snorrabraut að Þverholti. Á þessum kafla verður tekinn upp tvístefnu- akstur og verður sett mið- eyja þar á. Laugavegi verður lokað milli Þverholts og Rauðarárstígs og verða öku- menn, að koma vestur Lauga- veg og ætla aka hann niður í miðborg, að aka Hverfisgötu að Snorrabraut, taka þar vinstri beygju inn á Snorra- braut og síðan hægri beygju inn á Laugaveg aftur. Þessi breyting á Hverfisgötu er liður í aðalskipulagi Reykja- víkurborgar, að gera Hverfis- götuna alla að tvístefnuakst- ursgötu, og stendur því ekki beint i sambandi við hægri umferðina, þó gildistaka hennar hafi flýtt þessum framkvæmdum. Á þeim hluta Snorrabraut- ar, sem ekinn verður í suður, verða þrjár akreinar frá Hverfisgötu að Grettisgötu, en eru nú aðeins tvær. Þessi breyting hefur það í för með sér, að bílastæði á miðeyjum þessa kafla verða felld niður og er svo fyrirhugað með alla Snorrabraut í framtíðinni. Einstefnuaksturstefna á Brávallagötu og húsagötum Miklubrautar, Laugarnesveg- ar og Kleppsvegar verður snúið við og tekin verður upp einstefna á Hverfisgötu í aust ur frá Kalkofnsvegi að Ing- ólfsstræti. Aðrar breytingar á akstursstefnu verða ekki og verða því bílastöður við aðrar einstefnuaksturgötur Hins vegar verður að breyta öllum skábílastæðum til sam- ræmis við hægri umferð og um 120 stöðumælar verða fluttir, aðallega við gatnamót og þar sem rýma þarf til vegna biðstöðva strætis- vagna. Ný umferðarljós verða tek- in í notkun á sex gatnamót- um og verða þá ljós á sam- tals sextán gatnamótum í borginni. Ný umferðarljós verða á eftirtöldum gatna- mótum: Miklubraut—Kringlu mýrarbraut, Miklubraut-Háa- leitisbraut, Miklubraut-Grens- þarf að flytja 1050 merki, 50 verða tekin niður og 210 ný sett upp. í þessari fjölgun er aðallega um að ræða akbraut- armerki og einstefnumerki. Skipt verður um merkin: innakstur bannaður, og verða nýju merkin stærri og höfð bogin, þannig að þau sjást betur frá hlið, en þau merki, sem nú eru notuð. Yfirborðsmerking gatna er mikið öryggi fyrir vegfarend- Breikkun Hverfisgötu er ein mesta breytingin, sem verður á gatnakerfi Reykjavíkur, ásvegur, Suðurlandsbraut- Álfheimar, Suðurlandsbraut- Kringlumýrarbraut og Suður- landsbraut-Grensásvegur. Öll umferðarljósin verða með sérstökum fasa fyrir vinstri beygju af Miklubraut. Þá verða umferðarljósin á Miklubraut og ljósin á Suður- landsbraut við Grensásveg og Álfheima þannig samtengd og samstillt, að unnt verður Á mótum Suðurlandsbrautar og Álfheima verður Suðurlandsbraut breikkuð til suðurs, þann ig að tvær akreinar verða í hvora átt. Á þessum gatnamót um verða ný umferðarljós tek- in í notkun á H-dag. (Ljósm. Mbl. Sv. Þ.). að aka eftir „grænni bylgju" sé ákveðnum meðalhraða haldið. Tekið verður upp alþjóða- merkjakerfi á umferðarljós- um fyrir gangandi fólk. í stað orðanna „bíðið — gang- ið“ koma alþjóðatáknin, þ.e. mynd af manni í kyrrstöðu með rauðu ljósi og mynd af gangandi manni með grænu ljósi. Þá verður og gerð sú breyting á gula fasa Ijósanna, að gult ljós logar ekki sam- tímis í báðar áttir eins og nú er. ur og í sambandi við merk- inguna fyrir hægri umferð hefur verið farið inn á nýjar brautir. Fengnar voru að láni frá Danmörku vélar, sem ým- ist grópa eða líma hvítan as- faltmassa á yfirborð gatnanna og á þessi merking að vera varanlegri en gatnamálning- arnar, sem hingað til hafa tíðkazt. Ef vélar þessar reyn- ast vel, verða þær keyptar. —O— Kópavogur. Gatnakerfi Kópavogs er ekki nema að litlu leyti end- anlega fullfrágengið, en sá hluti þess, sem svo er, þarf engra breytinga við samfara skiptingunni yfir til hægrL Engar breytingar verða því á gatnakerfi Kópavogs, en þar verða flutt um 80 umferðar- merki. Garðahreppur. f Garðahreppi verður kom- ið fyrir biðreinum á mótum Hafnarfjarðarvegar og Vífils- staðavegar og Hafnarfjarðar- vegar og Reykjanesbrautar. Þá verða umferðarmerki flutt til samræmis við breyting- una. Hafnarfjörður. Veigamesta Hafnarfirði er verður um Strandgötu breytingin í sú, að skipt eintstefnuátt á og verður hún Unnið breikkun Snorrabrautar, Ein breyting verður í sam- bandi við aðalbrautir og . er það Langholtsvegur, sem verður aðalbraut eftir 26. maí. Umferðarmerki í Reykja- vík eru nú um 2000 talsins. Vegna hægri umferðarinnar ekin í vestur. Fjarðargata verður áfram tvístefnuaksturs gata, en í framtíðarskipulagi Hafnarfjarðar er gert ráð fyr- ir, að hún verið aðalumferðar æð, en Strandgata leggist nið- ur. Önnur breyting samfara hægri umferðinni er, að Lækjargata verður aðalbraut frá Strandgötu að Reykja- nesbraut. Engin umferðarljós eru í Hafnarfirði og heldur ekki neinir stöðumælar. Ekkert slíkt verður sett upp, en 97 umferðarmerki verða færð yfir á hægri kant.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.