Morgunblaðið - 22.05.1968, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.05.1968, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 1968. Guðmundur Magnús Sigurgeirsson Minningarorð GUðMUNDUR var fæddur 15. júlí 1938 og var því tæplega þrítugur í blóma lífsins er''hann lézt 14. maí síðastliðinn. Ég ætl- aði varla að trúa orðum Lár- usar bróður hans, þegar hann kom og tilkynnti mér lát Munda, en það var hann kallaður á með- al vina og kunningja. Mundi var stór og þrekinn maður og hinn hraustlegasti, og hefði það þá ekki komið nokkrum manni t Eiginmaður minn, Ágúst Bjarnason, Njálsgötu 62, andaðist í Landspítalanum 21. þ. m. Helga Guðjónsdóttir. t Maðurinn minn, Bóas Sigurðsson Eydal, fyrrv. bóndi í Njarðvík, Borg- arfirði (eystra), andaðist í Landakotsspítala að morgni 20. þ.m. Fyrir hönd bama og tengda- bama. Anna Ármannsdóttir. t Elskuleg móðir okkar og amma, Lúvisa Henrietta Denche, til hugar að Mundi yrði ekki langlífari en raun varð á. En dauðinn spyr ekki um, hvort menn eru ungir eða gamlir, hraustir eða veikbyggðir. Nei, allir verða að koma, þegar Guð kallar, þótt manni virðist oft erfitt að skilja það kall. Áður en Mundi lézt hafði hann legið um viku í inflúensu, en upp úr henni fékk hann heilablóðfall, sem dró hann svo til bana. Mundi var stakur reglumaður, hafði aldrei bragðað tóbak, og ekki bragðað vín nema við sér- stök tækifæri. Mundi hafði stundað ýmsa algenga vinnu bæði til sjós og lands. Hann hafði siglt á millilandaskipum til fjölmargra landa. Einnig hafði hann unnið við bifreiða- akstur og viðgerðir svo oig ýmsa aðra vinnu hér í borginni, en alltaf var landbúnaðurinn hans aðaláhugamál. Hann vildi eiga sitt heimili í sveit, enda var hann oft við bústörf og var að miklu leyti alinn upp í sveit, þótt hann hafi verið mörg af sínum uppvaxtarárum hér í borginni líka. Síðast þegar ég hitti Munda, rétt áður en hann dó, sagði hann mér að nú væri hann að fá jörð og ætlaði að fara að búa í sveit, en sá stærsti draum- ur hans rættist aldrei. Mundi lætur eftir sig tvo drengi, t Eiginmaður minn og faðir okkar Ólafur Hallgrímsson Öldugötu 11, andaðist í Landakotsspítala 21. maí Vandamenn. lézt á Elliheimilinu Grund að faranótt 20. þ.m. Fyrir hönd aðstandenda. Elísabet D. Edilonsdóttir. t Maðurinn minn, Oddur Jónsson, Hliðarvegi 146, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju, föstudaginn 24. maí. Blóm afþökkuð. Fyrir hönd vandamanna. Ágústa Jónsdóttir. t Eiginkona mín, móðir og tengdamóðir, Magný Kristjánsdóttir, Snorrabraut 79, verður jarðsett frá Fossvogs- kirkju föstudaginn 24. maí, kl. 3 e. h. Arni Ingólfsson, Vigdís Arnadóttir, Ingólfur Árnason, Margrét Ingvarsdóttir, Jóhanna Amadóttir, Jóhannes Pálmason. t Hjartans þakkir færum við öllum fjær og nær, sem sýnt hafa okkur samúð og vinar- hug, við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður okkar, sonar, bróður og tengdasonar, Jóhanns Gíslasonar, deildarstjóra. Vilborg Kristjánsdóttir, Jóhann Gísli, Heiða Elín, Guðrún, Kristján, foreldrar, systkin og tengdamóðir. t Innilegar þakkir fyrir auð- sýnda samúð og vinarhug við fráfall og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, Sigurlaugar Jónasdóttur, frá Hróarsdal. Kristján Theodórsson, Þórdís Aðalbjörnsdóttir, Anna Theodórsdóttir, Zophanías Jónsson, Elísabet Theodórsdóttir, Rögnvaldur Bjarnason, Hjálmar Theodórsson, Stefanía Jónsdóttir bamaböm og barnabarnabörn. heita þeir Björn og Þórir og foreldra, þau Hildi Magnúsdótt ur og Sigurgeir Bjarnason. Fyr ir nokkrum árum skruppum við Mundi austur að Kirkjubæjar- klaustri, Mundi ætlaði að heim- sækja pabba sinn, sem býr þar rétt hjá. Við komum þangað rétt eftir miðnætti og voru all- ir á bænum farnir að sofa. Mundi vildi þá ekki vekja upp og sváfum við í hlöðunni um nóttina. Þetta lýsir bezt hæv- ersku Munda, hann vildi ekki láta neinn neitt fyrir sér hafa. Annars var Mundi mjög róleg- ur og dulur maður, þótt hann væri samt alltaf hress og glað- ur í vina hópi, sérstaklega, þeg- ar hann var kominn út í sveit- ina. Þar undi hann sér og þar vildi hann vera. Ég votta að- standendum mína innileg- ustu samúð. Kristján. Mig lát, Jesú, með þér ganga, mega rekja fótspor þín, svo í lífsins stríði stranga styttist þrautasporin mín. Lát mig ganga á ljósum degi, lát mig ganga á kærleiksvegi, gakk þú æ á undan mér, ég svo megi fylgja þér. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð við fráfall, Marínar Pétursdóttur. Helga Guðmundsdóttir, Pétur Ágústss#n og aðrir aðstandendur. t Þökkum af alhug auðsýnda samúð við andlát og jarðarför litla sonar okkar og bróður, Hjálmars Þorbjörns Hjálmarssonar. Foreldrar og systkin. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfall og jarðar- för fö'ður okkar, tengdaföður og afa, Gunnars Erlendssonar, Lokastíg 20. Sérstakar þakkir færum við læknum og öðrum starfsfólki Borgarspítalans fyrir frábæra alúð og umhyggjusemi á síðustu ævistundum hans. Hildigunnur Gunnarsdóttir, Gunnar Sigurjónsson, Jónas Gunnarsson, Sigríður Þórarinsdóttir, Sylvía Sigfúsdóttir? Sigurður Jóhannsson, og barnabörn. SJÖTUG: Sigurlína B jörnsdóttir Hofi ó Höfðaströnd f DAG er húsfreyjan á Hóli á Höfðaströnd Sigurlína Björns dóttir, sjötug. Sigurlína giftist Jóni Jónssyni í Stkagafirði 22 maí 1968, dóttir hjónanna Björns Bjamaoonar, bónda þar, og síðari konu hans, Stetfaniu Ólafsdóttur. Þeiim hjón um varð 7 bama auðið, sex dætra og eins sonar Andrésar Björns- sonar útvarpsstjóra. Aður hafði Bjöm eignast tvö böm, Andrés skáld og Sigurbjörgu húsifreyju í Deildarbungu. Þrátt fyrir þröngan kost á æskuheimilihiu komust öll börn- in til góðs þroska og urðu hið mestia gáfu- og dugnaðarfó'Lk. Sigurlina giftist Jóni Jónssyni frá Nautabúi í Skaigaifirði 1921 og hófu þau þegar búskap að Hofi á Höfðaströnd, sern verið hefur eitt af höfuðbóiLum Skaga fjarðar um iangt skeið. Er skemmist frá því að segja að í tíð Sigurlínu og Jóns á Hofi, varð Hof á Höfðaströnd stórbýli. þar sem mörg mikilsverð mál fyrir sveit og sýslu voru rædd og ráð- in. Var Jón á Hofi milkill félags maður, oddviti sveitar sinnar og sýsLunefndarmaður um áratuigi, sem lét sig skipta ölil þau máþ er máttu verða Skagaíirði til heilla og hagsbóta. Á Hofi á Höfðaströnd var því um langt skeið miðstöð rök- ræðna og fundarhalcia og bar margt manna að garði, bæði úr héraði og utan. Þessi gömul höf- uðból sveitanna, sem nú era því miður víðaist hvar að þoika um set, voru „á hvers manns vegi“, þar sem skyldir og óskyldix fengu beina og gistingu án end- urgjalds- Það hefur oft gleymst að minnaist og þakka, sem veirt er, hlutverk húsfreyjanna í sveit um landsiins, og þá ekki sízthús freyjanna á stórbýlunum, sem voru hálfgerð félagsheimili á sinni tíð. Ein þessara kvenna er Sigur- Mna á Hofi. Ung að árum tók hún við húsfreyjuistörfum á stór býli, með öllum þeim umsvifum sem því fylgdi, er margt vinnu- fólk var á heimilunum auk sjálfr ar fjölskyldunnar. En þar voru oftaist þrjár eða fjórar kynslóð- ir undir sama þaki. Þarnnig var þetta á Hofi á Höfðaströnd. Með Sigurlínu fluttu að Hofi foreldrar hennar, Bjöm og Stefanía, með yngsta bara sitt Andrés og þar andað- ist Bjöm nokkrum árum 3Íðar. Þá vora tengda foreldrar Sigur- línu Sólveig og Jón Pétursison, á Hofi í fjölda ára og önduðust þau bæði þar. Þessu aldraða fólki reyndist Sigurlína afburða. vel Þau hjóniin, Sigurlína og Jón t Innilegar þakkir fyrir auð- sýnda vináttu og samúð vfð andlát og útför mannsins míns, fósturföður, tengdaföð- ur og afa, Guðvarður Sigurðsson. Málfríður Sigurðardóttir, Sigurður Benediktsson, Norma Nordahl og börn. á Hofi, eignuðust þrjú börn. Stúlkubarn, sem andaðist á fyTsta ári og tvíburasysrtikinin Sólveigu sem gift er Ásbergi Sigurðssymi sýsliuimanni á Patrefcsfirði og Pálma, lögfræðingi, eiganda fyr irtaekisins Hagkaup í Reykjavilk sem kvæntur er Jónínu GísOa- dóttur. Aufc barna sinna ólu þau hjón in upp að mestu leyti fraenda Jóns, Friðrik og son hans, Sigurð. Siðair komu svo barnabörnin til, sem oft dvöldu sumarlangt að Hofi. Þessu stóra heimili stjónnaði Sigurlína mildri móður hendi, hægliáit en þó föst fyrir. Öll framkoma- hennar hefur mótast af ljúfmennsku og rósemi, þann ig að ölílum hefur liðið vel í ná vist hennar. Sigurlína hafði gieði af þvi að taka á móti gestum og láta þeim líða vel. Varð hún oft að leggja nótt við dag, er frændur og vini bar að garði, sér staklega að sumrinu, og varð þá oft að koma heimafálfci fyrir í tjöldum eða hlöðu. En Sigurfána var ekfci aðeins dugleig og verklagin húsmeðir. Hún hafði yndi af að ræða við gesrti sína, enda bráðgreiind, víð lesin og fjölminmug. Sérstaklega er hún ljóðelsk og kann feikn af kvæðum höfuðskálda þjóðar- innar og þær munu ekfci margar laiuisavísurnar í Skagafirði, sem ortar hafa verið á þessari öld, sem hún ekki man og kann. Er mifcilfl skaði að því, að sh'kar konur skuli ekki hafa tíma til að koma þessum fróðleik á blað og varðveita þannig frá glötuin. Fyrir tveim árum missti Sigur lína mann sinn. Hjónabamd þeirra hafði verið ástúðlegt svo af bar og þau samhent í öllu. Við búinu á Hoíi hefur nú tefcið uppeldissonur þeirra hjóna Sig- urður Friðriksson en jafnframt býr Sigurlína þar áfram með móð ur sinni. í dag dveist Sigurfína hér 1 Reykjavik hjá Pákna, syni sín- um. Hugur hennar mun þó leita heim að Hofi og til sveitunga og vina sinna í SkagafirðL Ég vil á þessum tímamótum óska tengdamóður minni alls hina besta á komandi áram um leið og ég þafcfca henni umhyggju hennar fyrir mér og fjölskyldu minni á liðnum tíma. ÁSberg Sigurðsson. t Innilegt þakklæti til allra þeirra, sem sýndu fósturmóð- ur minni, Ólöfu frá Rauðamel, hjarthlýju og vinarþel, bæði lífs og liðinni. Ingibjörg Friðgeirsdóttir, og aðrir vandamenn. t Þökkum innilega aúðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, frú Lilju Guðmundsdóttur, frá Litla-Kambi. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnaböm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.