Morgunblaðið - 22.05.1968, Síða 26

Morgunblaðið - 22.05.1968, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 196«, Að minnsta kosti 6 landsleik ir í handbolta næsta vetur — Rœtt um Evrópukeppni landsliða og Evrópukeppni liða 23 ára og yngri ÞÓ keppnistímabil handknatk- leiksfólks sé nú lokið innanhúss, hefur stjórn HSÍ ýmis járn í eld inum, að því er Axel Einarsson, form. sambandsins, upplýsti á fundi með blaðamönnum á sunnudaginn. Ákveðið er, að næsta vetur komi Spánverjar hingað til tveggja landsleikja, auk þess sem ísland mun leika 4 landsleiki að minnsta kosti vegna þátttöku í undankeppni heimsmeistarakeppninnar. Ekki hefur enn verið samið um ákveðna leikdaga fyrir Spán verjana, en HSÍ vill helzt að þeir komi í nóvemberlok eða þá um mánaðamótin janúar-febrúar. í undankeppni HM-keppninn- ar leika íslendingar við Dani og Belgíumenn bæði heima og heiman. Samkvæmt leikjaröð Evrópusambandsins er gert ráð fyrir, að íslendingar fari tvær ferðir utan til leikjanna við þess ar þjóðir á þeirra heimavelli. Hjá því vill HSÍ komast og lík- legt má telja — þó ekki sé um það samkomulag enn — að allar þjóðirnar leiki sína „útileiki" í sömu ferðinni. Það lið er sigrar í þessum 3 liða riðlum undankeppninnar Berjast um sæti í 2. deild í KVÖLD fer fram á Mela- vellinum mikill baráttuleikur í knattspyrnu milli liðs ísa- fjarðar og liðs Siglufjarðar. Baráttan stendur um það, hvort liðið fái áfram að sitja í 2. deild og hvort falla eigi í 3. deild. Leikur þessi varð eftir í fyrrahaust — gleymdist að einhverju leyti, en barátt- an um „tilverurétt" í 2. deild verður ekki minni nú í vor- blænum. Leikurinn hefst kl. 8 i kvöld. gengur beint í lokakeppni HM, en lið er verður nr. 2, leikur í milliriðli, og ef að líkum má ráða, lendir það lið er verður nr .2 í „okkar riðli“ á móti Sviss í milliriðlinum. Verði fsland í 2. sæti, bætast tveir landsleikir við leikjaskrá ísl. liðsins og þeir verða að fara fram á tímabilinu marz til 20. apríl 1969, að sögn Axels. Norðurlandamót íslendingar hafa átt hugmynd að Norðurlandamóti landsliða karla og tvær tillögur um fram- kvæmd komið fram: 1. Að keppnin stæði í 4 ár með 2 leikj- um fyrir hvert land á ári og 2. Keppni með sama sniði og ung- lingamótin eru nú, þ.e.a.s. að landslið þjóðanna hittist á ein- um stað og mótinu sé lokið á 3—5 dögum. Norðmenn hafa lagst á móti annarri tillögunni, en Svíar á móti hinni, en hinar þjóðirnar þrjár stutt hvora sem er. Er óvist hvað af verður. Næstu mót Næstu Norðurlandamót ung- Litli bikarinn TVER síðustu leikir Litlu bikar- keppninnar fóru fram um helg- ina. í Hafnarfirði unnu Hafnfirð in-gar lið Breiðabliks 2-1 — en í fyrri uimtferðinni unnu þeir sáðar- netfndu með 6:0. Á Akranesi léku Keflvíkingar sem þegar höfðu unnið sigur í keppninni. Leikurinn varð all söguleguir, því Keflvíkingar mættu ekki með allla sína beztu menn, en snemima í leik vísaði dómiarinn, sem var Akuimesing- ut ein-um Keflvíkinga af vel-li, svo þeir léku 10 lerug-st af. Kom- u-s't þeir þó í 3-1. En þ áhófst þátt uir Akurnesinga og skoruðu þeir 6 síðustu mör-kin og unnu 7-3. Ketflavík hefur unnið Litla bik arinn í ár, hlotið 9 stig, Akranes 7, Hafnarfjötfrður 5 og Kópavog- ur 3. Ármann lagði alla — og vann Clímuhornið í 3. sinn í röð FJÓRÐUNGSGLÍMUMÓT Sunn lendingafjórðungs fór fram í um sjá Ungmennasambands Kjalax- nesþings, í íþróttahúsinu í Kópa- vogi sunnudaginn 19. mai sl. Keppendur voru 7 frá tveimur samböndum, 5 frá Héraðssam- bandinu Skarphéðni og 2 frá Ungrmennasambandi Kjalarnes- þings. Gestu-r Guðmundsson formað- ur UMSK setti mótið. Glímustjóri var Lánus Salómonsson, yfirdóm ari Sigtryggur Sigurðteson, með- dómarar Lárus Lárusson og Gatrð ar Erlendsson, ritarar Ómar Úlf- arsson og Rögnvaldur Gunnla-ugs son, tímaverðir Elías Árnason og Hlyniur Þórðarson, læknir Kjart- an Jóhannsson, fánaberi Ár- mann J. Lárusison. Keppt var um ©límuihorn það sem Mjólkurbú Flóamanna gaf í þessa keppni fyrir þremur árum. Árm-ann J. Lárusson frá Ung- mennasamibandi Kjalarnesþings vann þessa glímiu nú í þriðja sinn í röð og vann því til eignar þetta glímuihorn. Úrslit voru þessi: 1. Ármann J. Lárusson, UMSK 6 vinningar. 2. Steindór Steindórsson HSK 4+1=5 vinningar. 3. Guðmundur Steindórsson HSK 4 vinningar. 4. ívair Jónsson, UMSK 3% vinn. 5. Skúli Steinsson, HSK 2% vinn. 6. Þórarinn Öfjörð, HSK 1 vinn. 7. Einar Magnússon, HSK 0 viinn. linga verða í Danmörku fyrir pilta 21.—23. marz 1969, og í Svíþjóð á sama tíma fyrir stúlk- ur. Norðurlandamót pilta verður hér 1972 .Næsta NM kvenna verður 1970 og næsta kvenna- mót hér á landi verður 1979. Ýmis mál í ágúst verður ráðstefna al- þjóðasambandsins í Hollandi og sækja fslendingar hana. Þar verður rætt um 2 dómara kerfið, sem nú virðist eiga færri for- mælendur en áður. Þar verður og rætt um Evrópukeppni lands- liða og EM-keppni liða undir 23 ára, en á henni hefur HSÍ mik- inn áhuga, sagði Axel að lok- um. Honnes Þ. dæm- ir HM-leik HANNES Þ. Sigurðssoin hefur verið valinn til að dæma ledk Norðmanna og Finna í hand- knattleik, en leikorinn er liður í undankeppni HM og fer fram 9. febr. í Noreigti. Er þetta í fyrsta sinn sem ísl. dómiari dæmir í HM- lieik. f sömu ferð dæmir Hannes einnig landsleik Svía og V-Þjóð- verja (liðsmenn umdir 23 ára) en leikurinn fer fram í Stokkihólmi. Axel Einarsson forim. HSÍ sagði að með þessu vali væri gamalt baráttumál HSÍ tifl. lykta leitt, þvi samibandið hetfði beitt sér fyrir því að M. dómarar fengju tækitfæri á þessum vett- vangi eins og í venjulegum lands leikjnm þjóða í milli. Þann 9. maí sl. var Gísli Halldórsson, forseti fþróttasambands íslands, sæmdur íþróttaheiðursmerki Finnlands úr silfri með gull- krossi. Heiðursmerki þetta var veitt sem viðurkenning fyrir stuðning við aukið samstarf Finnlands og íslands á sviði íþrótta- mála. Heiðursmerkið var veitt af menntamálaráðherra Finnlands, en afhent af forseta fþróttasambands Finnlands við athöfn, sem fram fór í aðalskrifstofu þess í Helsingfors. Viðstaddir athöfn- ina voru borgarráðsmenn frá Reykjavík, sem voru þá í opinberri heimsókn í Helsingfors. Golfið æ vinsælla 35 tóku jbátt í fyrsta móti CR og keppt á öllum 18 brautunum KEPPNISTlMABIL golfmanna í Reykjavík hófst síðastliðinn laugardag 11. maí með 18 holu höggleik með forgjöf, er háð var um svonefndan Arnesonskjöld. Veður til keppni var sæmilegt til að byrja með en undir lokin Gamlar stjörnur í Laugardalnum Á UNDAN afmælisleik Fram á Laugardalsvellinum á fimmtu- daginn, fer fram leikur á milli „old boys“ frá Fram og KR. Eru liðin skipuð þekktum leikmönn- um frá fyrri tíð og má þax þekkja marga fræga landsliðsmenn eins og t.d. Garðar Ámason, Hreiðar Ársælsson og Örn Steinsen frá KR og hjá Fram Reynir Karls- son, Guðjón Jónsson, Skúli Niel- sen og fleiri. Lið Fram verður skipað þess- um leikmönnum: Guðjón Jónsson, Hauikur Bjarnason, Guðmiundur Guð- Badmintonmót fyrir yngri keppendur Reykjvíkurmót í badminton fyrir sveina, drengi og unglinga verður haldið í Valsheimilinu á miðvikudag og hefst kl. 8 sið- degis. Úrslitaleikir mótsins verða leiknir á sama stað kl. 2 á fimmtu daginn (Uppstigningardag). Badmintondeild Vals sér um mótið, en þátttakendur eru frá Val og TBR. mtundsson, Reynir Kanlsson, Steinn Guðmundsson, Haildór Lúðvíkisson, Karl Bergmann, Guðmundur Óskarsson, Dagbjart ur Grímsson, Hinrik Lárusson og Skúli Nielisen. Lið KR verður skiipað þessum leikmönniuim: Gísli Þorkelsison, Reynir Söhmith, Garðar Árna- son, Hörður Felixson, Helgii C. Jónsson, Leifur Gíslason, Örn Steiinsen, Þorbjörn Friðrilksson, Gunnar Guðmiannisson og Atli Helgason. Þessi leikur hefst kl. 3 á fimmtudaginn, en strax á etftir leika 1. dei'ldar lið Fram og úr- vállslið, sem íþróttablaðamenn hafa valið. Verð aðgöngumiða er kr. 25 fyrir börn, stæðismiðar kr. 60 og stúkumiðar kr. 75. (Ath. aðeins eitt verð). Sundmeistnra- mótinu frestnð AF ófyrirsjáanlegum ástæðum verður sundmeistaramóti Reykja víkur, sem halda átti 21. maí, frestað til miðvikudagsins 5. júní. Þátttaka tilkynnist Pétri Kristjánssyni, sími 35735, fyrir 30. maí. S.R.R. var kominn norðanstrekkingur með éljagangi. Leikfð var á öll- um 18 brautum vallarins og mælt ist það mjög vel fyrir meðal keppenda, sem voru 35 að tölu. Augljóst er að golfíþróttin er stöðugt að vinna á hér á lanéti hvað vinsældir snertir. Fjöl- margir nýir félagar bætast á þessu vori í hóp kylfinga í G.R., er hafa hinn glæsilega golf- völl í Grafarholtslandi ti) um- ráða. Eins og vænta mátti varð árangur almennt í lakara lagi í keppni þessari. Einkum var það kuldanepjan, sem háði mönnum enda kemur völlurinn mun bet- ur undan vetri nú en í fjrrra. Úrslit urðu annars sem hér seg- ir: Með forgjöf 1.—2. Ólafur Skúlason og Sveinn Gíslason báðir á 72 höggum. 3. Einar Guðnason á 73 högg- um. Ólafur og Sveinn léku 18 hol- ur til úrslita og sigráði Ólafur glæsilega á 72 h. gegn 87. Ólaf- ur er aðeins 16 ára og er ört vaxandi golfleikari, sem mikils má af vænta. Án forgjafar 1. Einar Guðnason 81 högg 2. Ólafur Skúlason 89 — 3. Eirikur Helgastm 91 — Hafsteinn Þorgeirsson, sem lék með sem gestur lék á 87 höggum án forgjafar. ÍBR-þingi lýkur í kvðld SÍÐARI fu!nidur ársþings I.B.R. verður í kvöld í húsi Slysavama félags íslarudls á Grandagarði og hetfst hann kl. 20.30. Fyrir fund- iiruum liggja tillögur uim laga- breytingar og breytingar á regiu- gerð um úthlutun fniimdða að knattspyrnuleikjum í ReykjavíJfi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.