Morgunblaðið - 29.05.1968, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.05.1968, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 19®8. 3 í GÆRMORGUN, er starfs- fólk kirkjugarðanna kom í gamla kirkjugarðinn við Suð- urgötu varð það vart við skemmdir, er unnar höfðu verið á krossum, legsteinum og styttum í garðinum þá um nóttina. Einhver ófyrirleitinn maður eða menn höfðu gert sér þetta til dundurs í nætur- húminu. Hver sá, er lítur skemmdirnar hlýtur að velta því fyrir sér, hvort um heil- brigðan mann eða menn get- ur verið að ræða, svo lúaleg sr þessi iðja. Mbl. fór í garðinn í gær- kvöldi , og hitti þar að máli Guðmund Björnsson, eftirlits- mann með garðinum. Guð- mundur tjáði blaðinu, að hann hefði haldið heim til sín á mánudagskvöld og var þá ró og friður í garðinum. Að- eins einn eða tveir aðilar voru þá að hlúa að leiðum sinna. Við gengum um garðinn með Guðmundi. f norður- hluta garðsins virtist svo sem spellvirkinn hafi farið frá austri til vesturs eða öfugt. Guðmundur Björnsson bendir á brotinn legstein. A myndinni sjást þrír brotnir steinar, lengst til vinstri, rétt vinstra megin við miðja mynd og lengst til hægri. Ljósm.: Kr. Ben. garðinn í gærmorgun og rann sakaði verksummerki. Fund- ust spor eftir fótnettan mann, en erfitt var að gera sér grein fyrir því, hvort um fleiri en einn er að ræða, þar eð rignt hafði um nóttina. Ekki er Mbl. kunnugt um, hvor't leiði þjóðkunnra manna hafi orðið fyrir barðinu á spellvirkjanum —honum virð ist hafa gengið það eitt til að skemma sem flest leiði, sem urðu á vegi hans. Fjöldi leið- anna, sem skemmd hafa verið eru að áliti lögreglunnar um 30, en satt að segja fannst blaðamanni Mbl. leiðin mun fleiri, en verið getur þó að fjöldi lefðanna hafi vaxið hon um í augum. Guðmundur Björnsson tjáði Mbl., að þau 17 ár, sem hann hefur starfað við kirkjugarð- ana minntist hann ekki svo mikilla skemmda. Um páska- leytið fyrir nokkrum árum voru unnin allmikil spjöll í garðinum, en þau voru langt- um minni en þessi. Þá hafðist upp á sökudólgunum. Kirkjugörðunum ber ekki að hafa vaktmann að nætur- lagi í görðunum og er því ekki unnt að krefjast skaða- bóta af þeim. Þeir aðilar, sem eiga reiti í garðinum bera því allan skaða af þessu og vart * ætti að þurfa að benda fólki á að huga að leiðum sinna í garðinum. Vera kann að það verði til þess að leiði, sem nú eru krosslaus týndust ekki. Síðan hefur hann lagt leið sína suður effir garðinum, augsýnilega unnið spellvirkin um leið og hann stytti sér leið gegnum garðinn. Hann hefur ekki þyrmt neinu sem á vegi hans varð. Trékrossar hafa verið rifnir upp, þeir mölbrotn ir, legsteinum velt og sumir brotnir af stöplum sínum og á einum stað sáum við, hvar postulínsstytta var mölbrot- in, marmaraplata og fleira. Verið getur að unnt sé að bæta krossa, legsteina og jafn vel brotnu styttuna, en eitt er verra, að sumum merkjunum hefur verið kastað langar leiðir frá leiðunum, svo að alis kostar er ókleift að sjá, hvar þeir eiga heima. Guð- mundur tjáði okkur, að engin skrá væri til yfir leiðin að öðru leyti en því að vitað er hver upprunalega fékk reit- inn. Margir þeirra eru látnir og kirkjugarðarnir vita ekki hverjir eru grafnir í reitun- um. Þannig getur verið að leiði margra látinna Reykvík- inga hafi týnzt við þennan óhugnanlega leik — sem hlýt ur að hafa verið framkvæmd- ur af geðveilum manni eins og rannsóknarlögreglan komst að orði við Mbl. í gærkvöldi. Rannsóknarlögreglan fór í Brotnir krossar lágu eins og hráviði um allan garð. Vinnuskóli, íþróttanám- skeið og skólagarðar Farþegaþota ferst FYRIBHUGAÐ er að starfrækja vinnuskóla og skólagarða á veg- um Hafnarfjarðarbæjar nú í sumar. Á vegum bæjarins verð- ur einnig leikja- og íþróttastarf- semi með svipuðum hætti og sl. sumar. Starfsemi vinnuskólans verður í stórum dráttum þannig, að í hann verða teknir unglingar á aldrinum 13-lö ára (fæddir 1953, 1954 og 1955). Unnið verð ur hálfan daginn, en hinn helming dagsins verða ungling- arnir í skipulagðri tómstunda- starfsemi. (íþróttir, leikir, göngu ferðir, útilegur o.fl.). Starfsemi vinnuskólans hefst í byrjun júní með því að teknir verða inn í hann nokkrir 15 ára unglingar, en starfsemin hefst svo að fullu 19. júní. Vinna í skólagörðunum hefst í byrjun júní. Sú starfsemi er ætluð börnum 9-12 ára. Þátttöku gjald er kr. 300.00. Innritun í vinnuskólann og skólagarðana verður 1 anddyri Bæjarbíós dagana 29. og 30. maí n.k. kl. 10-12 árd. og kl. 2-4 sd. Iþrótta- og leikjanámskeiðin hefjast 5. júní og verða þau í umsjá Geirs Hallsteinssonar íþróttakennara. Innritun í nám- skeiðin fer fram á Hörðuvöllum frá og með 5. júní n.k. Til að byrja með verða aðeins börn á aldrinum 6-12 ára, en síðan bæt- ast við eldri börn, þ.e. úr vinnu skólanum, sem hefst síðar. Á námskeiðinu verður m.a. frjálsar íþróttir, handbolti, knattspyrna, körfubolti, badminton, krikket, leikir, göngur o.fl. Bombay, 28. maí. AP-NTB TUTTUGU og níu manns munu hafa farizt, er farþega- þota indónesíska flugfélags- ins Garuda hrapaði skömmu eftir flugtak af flugvellinum í Bombay. Þotan var á leið til Karachi. Meðal farþega í þotunni var eiginkona heil- brigðismálaráðherra Indó- nesíu, Siwabeshi, og formað- ur Siðvæðingarhreyfingarinn ar, Hollendingurinn Jap de Boer. Þotan, af gerðinni Coronado, hrapaði sjö mínútum eftir a’ð hún hóf sig á loft af Santa Cruz flugvellinum. Ekkert er vitað um orsakir slyssins, en nokkrir sjón- arvottar segja, að þeir hafi séð þotuna tætast sundur í lofti. Brak úr henni dreifðist á tveggja fermílna svæði. Þotan kom niður skammt frá þorpinu Villalpada og skemmd- ust sjö nærliggjandi hús mikið, en 17 íbúar þeirra særðust, þar af tveir lífshættulega. Þar sem þotan kom niður fundu frétta- menn rúmlega þriggja metra djúpa gryfju, fjóra metra í þver mál. Lík nokkurra farþega þot- unnar hafa fundizt, öll óþekkjan leg. Útilokað er talið, að nokk- ur hafi komizt lífs af úr þessu flugslysi. STAKSTEIIVAR Reiði kommúnista Viðbrögð kommúnistablaðsins við hrakförum kommúnistahóps ins, sem efndi til óláta við NATO-skipin á sunnudag, birt- ast í reiðilestri þess um íslenzku lögregluna í mörgum greinum í gær. Þar segir m.a. í forystu- grein: „Framkoma einstakra íslenzkra lögregluþjóna í átök- unum, sem þarna urðu, þykir bera þess vott að stjórn Iögreglunnar þyrfti að kynna sér nýlegar afleiðingar af hrottaskap Parísarlögreglunnar“. Á öðrum stað í blaðinu segir: „Er þangað kom (að lögreglustöðinni) upphóf íslenzka lögreglan slagsmál með því að þeir lögregluþjónar, sem fyrir aftan stóðu, ruddu hópn- um áfram......“ í baksíðufrétt blaðsins segir svo: „Vita allir að þeir unglingar sem stofnuðu til óeirðanna úti fyrir lögreglustöð- inni eru gerðir út af Heimdalli og Sjálfstæðisflokknum.....“ 1 byrjun þessarar baksíðufréttar segir: „Á sunnudaginn urðu miklar óeirðir framan við lög- reglustöðina í Reykjavík og það fólk sem hafði verið niður við höfn að mótmæla komu her- skipa NATO lenti þar í harka- legum átökum við lögregluna". Morgunblaðið birti á mánudag myndir af þessu fólki og nafn- greindi þá, sem þar sáust, en af þeim myndum sést hversu fjar- stæðukennt það er ,að Sjálfstæð- isflokkurinn eða Heimdallur hafi gert það út. Þá kom það og greinilega fram í fréttamynd sjónvarpsins frá atburðunum ut an við lögreglustöðina ,hverjir það voru, sem hindruðu lög- regluna með ólátum í því að gegna umferðarstjórn á fyrsta degi hægri umferðar á íslandi, Vakti menntaskólakennari nokk ur í Reykjavík þar á sér mesta athygli ,en víst má telja, að sá maður hafi aldrei verið félagi i Heimdalli né Sjálfstæðisflokkn- um. Ferðir Rússa Vitað er, að siglingar rúss- neskra kafbáta og herskipa hafa aukizt á hafinu milli Is- lands og Noregs síðan Rússar fengu meiri ítök í flotabækistöðv um á Miðjarðarhafi. Sigla skip- in þessa leið í stað þess að fara um Dardanella-sund. Þá hafa ferðir rússneskra flugvéla á þessu hafsvæði einnig aukizt frá því sem áður var. Tveir atburðir þessu til stað- festingar hafa gerzt und- anfarið. Fyrir skömmu héldu rússnesk herskip sig fyrir utan Hornafjörð og lónuðu þar um nokkurn tíma. Má telja víst, að hér hafi verið um njósnaheim- sókn til fslands að ræða. Á föstudag hrapaði rússnesk sprengjuþota í hafið milli fs- Iands og Noregs eftir að hún hafði flogið lágt yfir bandarískt flugmóðurskip, sem þar var á siglingu. Þessi dæmi sýna okkur að Rússar fylgjast vel með því, sem er að gerast á hafinu um- hverfis ísland, jafnvel betur en áður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.