Morgunblaðið - 29.05.1968, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1968.
13
Francis Ofner skrifar um:
Vesturbakka Jórdan eftir árs
hernám ísraelsmanna
1 næsta mánuði á hemáms-
stjóm ísraelsmanna á svæð-
unum, sem þeir hertóku ísex
daga stríðinu, eins árs afmæli.
Mikilvægasta svæðið, sem þeir
tóku, var vesturbakki árinn-
ar Jórdan: landsvæði, þarsem
búsettir eru um 600.000 manns
Þetta landsvæði er ekki ýkja
víðáttumikið, en íbúar þess
mynda menningarlegan og
stjómmálalegan kjarna ara-
bísku Palestínubúanna. Kom-
andi kynslóðir ísraelsmanna
verða að búa í nábýli við
þetta fólk, annaðhvort sem
friðsama nágranna eða ill-
skeytta fjandmenn. Hvort held
ur verður, er ekki gott að
segja, en athugandi væri að
líta yfir eins árs yfirstjóm
ísraelsmanna á svæðinu og
sjá, hvernig þeir hafa stjóm-
að.
Sé miðað við meðferð ann-
arra þjóða á herteknum land-
svæðum til þessa er ferill fs-
raelsmanna mjög óvenjulegur
og abhyglisverður. Meðferð
þeirra á herteknu svæðunum
hefur byggzt á því, að þeir
hlutist sem allra minnzt til
um daglegt líf íbúanna. Áð-
ur en sex daga stríðið hófst,
höfðu um þúsund bæjarstjór-
ar og mukhtars — sem eru
einskonar þorpsstjórar — með
höndum stjórnina í sex hundr
uð bæjum og þorpum á vest-
urbakkanum. Allir eru þeir
enn í stöðum sínum utan einn
og hafa stjórnmálaskoðanir
þeirra í engu breytt þar um.
Eina undantekningin er
borgarstjórinn í Jericho, sem
flúði til Jórdans, þegar stríð-
ið braust út. Sæti hans tók
varamaður hans, rétt eins og
vera mundi, ef borgarstjórinn
hefði fallið frá, eða orðið að
láta af störfum af eðlilegum
orsökum.
Auk þessara manna tóku
ísraelsmenn við átta þúsund
opinberum starfsmönnum, sem
áður höfðu lotið stjórn jór-
danska ríkisins. Enginn þeirra
— og heldur ekki bæja- og
þorpsstjórar — hefðu verið
beðinn að lýsa yfir hollustu
við ísraelsstjórn og þess er
ekki vænzt, að þeir geri það.
Það er litið á þessa em-
bættismenn sem jórdanska
borgara, en samt geta þeir
farið frjálsir ferða sinna, bæði
um fsrael og Arabaríkin, enda
þótt þau séu óvinasvæði fs-
raels- Allenby-brúin, semligg
ur ýfir Jórdan nærri Jericho,
er nú ein fjölfamasta landa-
mærastöð ísraels. Fyrstu 4
mánuði þessa árs fóru þar
um 100.000 manns og er þó
fsraelsmönnum sjálfum bann-
að að fara þar yfir.
I>að byggist á sömu grund-
vallarreglu um minnstu mögu-
legu afskipti af lífi og störf-
um íbúa vesturba-kkans, að
þar ríkja ennþá jórdönsk lög
en ekki ísraelsk, að öðru leyti
en þvi, að lagaákvæði, sem
beinlínis var stefnt gegn ör-
yggi ísraels, hafa verið af-
numin. Brot á lögum, er varða
öryggismál, eru rekin fyrir
herdómstólum ísraelsmanna en
önnur lagabrot, er heyra und-
ir venjuleg störf manna og
samskipti, eru tekin fyrirhjá
'Íómurum á hverjum stað.
Þeir eru sextán talsins og
voru áður skipaðir af jór-
dönsku stjórninni. Allir nema.
þrír eru ennþá í sínum stöð-
um, — þessir þrír neituðu að
halda áfram dómara9törfum
undir stjórn ísraels manna og
skipuðu ísraelsmenn þá aðra
menn í þeirra stað. Á hinn
bóginn hafa arabískir lögfræð
ingar á vesturbakkanum neit-
að að flytja mál fyrir dóm-
urum þessum og hefur því
orðið að leita til arabísku
mælandi lögfræðinga í ísrael
til þess að verja þá, sem sótt-
ir hafa verið til saka.
Forystumenn Arabanna á
vesturbakkanum geta _ eftir
vild gagnrýnt stjórn fsraels
og gera það oft í viðtölum
er birtast í hebresku dagblöð-
unum. Sjálfir hafa Arabarnir
engin dagblöð, en dagblöð frá
ísrael og mörgum öðrum lönd
um eru almennt til sölu á
vesturbakkanum.
íbúarnir þarna geta einnig
að vild hlustað á útvarps-
stöðvar og horft á sjónvarps-
sendingar Jórdana og Egypta
— og annarra Arabaríkja, ef
sendingarnar nást. Eru ísraels
menn einmitt nú að leggja í
mikinn kostnað við að koma
upp sjónvarpskerfi á svæð-
inu til þess að vega upp á
móti arabískum áróðri.
Á sviði efnahagsmálanna
hefur vesturbakkinn valdið
ísraelsmönnum margvíslegum
áhyggjum og skapað vanda-
mál. Landbúnaður og jarð-
yrkja er aðalatvinnuvegur í-
búanna á vesturbakkanum og
svipar mjög til landbúnaðar
fsraelsmanna. Bæði ísrael og
vesturbakkinn framleiða meira
af landbúnaðarafurðum en
sem nemur eigin neyzlu. Af-
leiðingin er sú, að frá vestur-
bakka Jórdana fer fram geysi
mikill óopinber flutningur
landbúnaðarvarnings, til Jór-
dan og þaðan til annarra Ar-
abaríkja.
Þessi viðskipti hófust án
nokkurrar íhlutunar eða á-
ætlanagerðar. Þegar bardög-
unum var hætt í fyrra var
uppskera ýmissá jarðyrkju—
tegunda um það bil að hefj-
ast og þorpsbúarnir á vestur-
bakkanum seldu vörúr sínar
til Jórdana, rétt eins og þeir
höfðu áður gert. f fyrstu óku
þeir vöruflutningabifreiðum
sínum með leynd yfir Jórdan
(vatnið er þar víða aðeins
um ökladjúpt á sumrin). En
þegar þeir 3áu, að ísraelsmenn
skiptu sér ekkert af þessum
vöruflutningum, þótt þeir kæm
ust að þeim, fóru viðskiptin
hraðvaxandi og má nú heita,
að þau séu orðiri eins oghver .
önnur venjuleg og regluleg
viðskipti milli landa. Aðeins
ekki opinberlega viðurkennd.
Væri ekki svo þyrftu ísraels-
menn að kaupa landbúnaðar-
afurðir af íbúum vesturbakk-
ans, afurðir, sem þeir hafa
ekkert við að gera og mundu
einungis hlaðast upp sem um-
frambirgðir í fsrael. Þeir ýta
því fremur undir þessi við-
skipti en að draga úr þeim.
En fsraelsmenn hafa líka
stjórnmálalegan áhuga á því,
að þau haldi áfram. Allt sem
stuðlar að því, að koma á-
standinu á vesturbakkanum í
eðlilegt horf, er þeim í hag.
Og þetta er í fyrsta sinn,
sem Ísraelsríki hefur einhvers
konar viðskipti við Arabaríki
— ef smyglið er undanskilið
sem hvorki beygir sig fyrir
landamærum né stjórnmála-
deilum.
Jórdanar virðast gera sér
þetta ljóst og þær fregnir ber
ast nú frá þeim, að áhrifa-
menn meðal öfgamanna hafi
krafizt þess ákaft, að tekið sé
fyrir viðskiptin við vestur-
bakkann. Hussein konungur
hefur nauðugur orðið að láta
undan nökkrum af þessum
kröfum og bannaði nýlega inn
flutning cedrusviðarávexta til
Jórdan frá vesturbakkanum,
og öðrum herteknum svæðum.
En þá var markaðstíminn fyr-
ir þessa ávexti að lokum kom-
inn.
Engu að síður búast ísra-
elsku yfirvöldin við hinu
versta og hvetja bændur á
vesturbakkanum til þess að
breyta smám saman um teg-
undir — að velja vörutegund
ir, svo sem tóbak baðmull og
sykur, sem þeir gætu auðveld
lega selt ísrael, ef Jórdan
tæki alveg fyrir viðskiptin.
Iðnaður á vesturbakkanum
er ennþá í fæðingu og tak-
markaður við fáeinar tegundir
svo sem sápu, glervörur, eld-
spýtur og minjagripi fyrir
ferðamenn. Framleiðendur á
vesturbakkanum hafa orðið
að greiða fsrael innflutnings-
gjöld af innfluttu hráefni, sem
þeir þurfa — en þeir geta
fengið þessu gjöld endur-
greidd ef þeir geta sýnt fram
á, að þeir hafi getað selt vör
urnar fullunnar úr landi.
f heild er ennþá verið að
bæta úr þeim áföllum, sem
fjármál og efnahagur fólks-
ins á vesturbakkanum urðu
fyrir í styrjöldinni. Landbún-
aðurinn hefur gengið allvel
en ennþá ber nokkuð á at-
vinnuleysi í bæjunum. Einn-
ig er byggingariðnaðurinn !
ólestri ennþá.
Áður hafði vesturbakkinn
töluverðar tekjur af ferða-
mönnum. Aðeins þeir ferða-
menn, sem frá Arabaríkjun-
um komu, voru Um 300.000,
en nú kemur næstum enginn
þaðan og tala ferðamanna frá
öðrum löndum er ekki enn
komin að þvi marki, sem var
fyrir styrjöldina.
Tekjur manna á vesturbakk
anum hafa þó yfirleitt hækk-
að, þrátt fyrir allt, en það
hefur aftur haft í för með sér
hækkandi verðlag á lífsnauð-
synjum. Ef ísraelsmenn ætla
að koma í veg fyrir verð-
bólgúþróun á þessu landsvæði
verða þeir að gera einhverjar
meiri háttar ráðstafanir í efna
hagsmálum þess.
Skagfirðingabók
1967 komin út
— Fjölþœtt starfsemi Sögufélags
Skagfirðinga í 30 ár
SKAGFIRDINGABÓK, ársrit
Sögufélags Skagfirðinga, II. árg.
1967, er nýlega komin út. Er ritið
um 200 bls. að stærð og borið
uppi af fróðleiksefni ýmsu, sem
snertir Skagafjörð og Skagfirð-
inga. 1 formálsorðum gerir rit-
stjórn Skagfirðingabókar grein
fyrir drætti á útkomu þessa ár-
gangs og gefur von um útkomu
þriðja árgangs fyrir næstu jól.
Jón Sigurðsson, fyrrv. alþm. á
Reynistað, ritar í þetta hefti um
30 ára Sögufélags Skagfii'ðinga.
Rekur hann þar mikið starf, sem
unnið hefur verið af félaginu.
Eitt af því fyrsta, sem félagið
beitti sér fyrir, var afritun skag-
firzkra heimildarrita, þar á með-
al allra skagfirzkra kirkjubóka,
en allar eldri kirkjubækur eru
sem kunnugt er varðveittar á
Þjóðskjalasafninu hér í Reykja-
vík og ógjarnan lánaðar þaðan út
á land. Urðu afritanir þessara
kirkjubóka stofninn í Héraðs-
skjalasafni Skagfirðinga á Sauð-
árkróki. Þá rekur Jón bókaút-
gáfu Sögufélags Skagfirðinga,
sem hefur gefið út 14 rit á 30
árum. Meðal þessara rita er
Jadða- og ábúendatal í Skaga-
fjarðarsýslu frá 1781—1958 og
nú hefur félagið byrjað útgáfu
á skagfirzkum æviskrám. Jón
Sigurðsson getur þess að lokum,
að nú sé í byggingu nýtt safn-
hús á Sauðárkróki, sem ætlað sé
að verða miðstöð skagfirzkra
fræða í framtíðinni.
Af öðru efni í Skagfirðinga-
bók má nefna Þátt Jóns Bene-
diktssonar á Hólum eftir Kolbein
Kristinsson, Málmey eftir Grím
Jón Sigurðsson
fyrrv. alþm. á Reynistað.
Sigurðsson, Nokkrar sagnir úr
Málmey eftir Jón Jóhannesson, I
Hegranesi um aldamót eftir Þor-
stein Jónsson, Mánaþúfa og
Trölla-lögrétta eftir Jón N. Jónas
son á Selnesi, Fjárskaði á Öldu-
hrygg eftir Björn Egilsson á
Sveinsstöðum, Fjallið mitt eftir
Hannes J. Magnússon, Sveinki
(kvæði) eftir Bjama Halldórs-
son á Uppsölum, Heimkoman
(kvæði) eftir Árna G. Eylands,
Frá harðindavorinu 1887 eftir
Kristmund Bjarnason, Ævintýra
legt strand eftir séra Jón Skagan,
Þáttur af Gilsbakka-Jóni eftir
Hjörleif Kristinsson, Þrjú ljóða-
bréf frá Jóni á Gilsbakka o. fl.
Sú nýjung hefur verið tekin
upp í þessum árgangi Skagftrð-
ingabókar, að birtir eru ritdómar
um bækur, „sem eru með ein-
hverju móti sprottnar upp úr
skagfirzku umhverfi eða snerta
sér í lagi Skagafjörð og Skag-
firðinga“, eins segir í upphafs-
orðum ritdómanna. Þarna birtast
ritdómar um eftirtaldar bækur:
Um bók Sæmundar Dúasonar,
Einu sinni var, I-II, eftir S. Bj.,
um bók Indriða G. Þorsteinsson-
ar, Þjóf í Paradís, eftir A’ðalgeir
Kristjánsson. K. B. ritar um bók
Guðmundar L. Friðfinnssonar,
HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt
ómerkan dóm sakadóms Reykja-
víkur í máli, sem ákæruvaldið
höfðaði gegn Magnúsi Jóhannes-
syni í Skeifunni, vegna meintra
skattsvika. Sakadómur hafði
dæmt Magnús sekan, en í dómi
Hæstaréttar segir m.a.:
„Mál þetta er svo vaxið, að
héraðsdómari hefði átt að dæma
Undir ljóskerinu, og H. P. um
Skóhljóð eftir Sigurbjörn K.
Stefánsson. Aftast í bókinni er
skrá um áskrifendur.
Ritstjórn Skagfirðingabókar
skipa þessir menn: Hannes
Pétursson, Kristmundur Bjarna-
son og Sigurjón Björnsson.
Pólverji að nafni Adam Kac-
marzyk, sem er óbreyttur borg-
ari en starfar í hernum, hefur
verið handtekinn og ákærður
fyrir njósnir í þágu Breta, að
því er skýrt var frá í Varsjá í
dag. Hann var handtekinn 8.
ágúst í fyrra og er ákærður fyr-
ir að hafa afhent brezku leyni-
þjónustunni hernaðarleyndar-
mál og þegið greiðslu fyrir.
það ásamt sérfróðum samdóm-
endum, enda ber dómi að kanna
sjálfstætt og meta sakaratriði
þótt skattstjórnarvöld hafi áður
þar um fjallað. Samkv. þessu
verður hinn áfrýjaði dómur
ómerkur og málinu vísað heim í
hérað til löglegrar meðferðar oj
uppsögn dóms að nýju“. ..---------
Hæstiréttur vísur skuttsviku-
dómi heim í héroð