Morgunblaðið - 29.05.1968, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1968.
M. Fagias:
FIMMTA
KONAN
ið hana fasta! En þér hafið eng
an sérlegan áhuga á að finna
morðingjann hennar, eða hvað?
Afþví að það yrði ekki sérlega
þægilegt fyrir hana vinkonu yð-
ar, hana ungfrú Mehely?
Nemetz stóð kyrr og studdist
fram á skrifborðið, til þess að
lofa hinum að tala út.
— Jú, þau eru víst góðir
kunningjar hún og fulltrúinn,
hélt konan áfram, og sneri sér
að manni sinum og tengdaejmi.
— Hún hringdi til hans í gær.
Bað hann um að koma og fleygja
okkur Rósu út. Já, haldið þið
ekki, að hún hafi viljað láta
fleygja okkur út af okkar eig-
in heimili? Og fulltrúinn var
ekki lengi að hlýða. Kom þarna
eins og skot. Við Rósa sáurn
hann ganga upp í íbúðina, en
biðum svo árangurslaust eftir
því, að hann kæmi aftur. Við
hefðum víst getað beðið allan
daginn með, sama árangri. Hann
var þarna uppi til að taka út
launin sín hjá ungfrú Mehely,
og slíkt tekur talsverðan tíma,
þegar menn eru teknir að eld-
ast-
— Þá látum við þetta víst gott
heita, sagði Nemetz. — Ég sendi
ykkur boð, þegar ykkar verður
þörí næst.
Frú Toth roðnaði. — Komdu
pabbi, við skulum fara. Það var
eins og ég sagði ykkur, að þetta
Skólagarðar Reykjavíkur
Innritun fer fram föstudaginn 31. maí milli kl. 14
og 17 í görðunum við Holtaveg og Laufásveg. Þátt-
taka er heimil börnum á aldrinum 9—13 ára.
Þátttökugjald kr. 350.— greiðist við innritun.
Garðyrkjustjóri.
Sundnámskeið
Sundnámskeið fyrir börn, 7 ára og eldri, hefjast
í Sundhöll, Sundlaugum Reykjavíkur og sundlaug
Breiðagerðisskóla miðvikudaginn 5. júní n.k.
Hvert námskeið er 20 sundstundir.
Námskeiðsgjald kr. 150,00 greiðist við innritun,
sem fram fer á sundstöðunum.
Innritun í Sundhöll og Sundlaugum Reykjavíkur
er í dag og næstu daga, en í sundlaug Breiðagerðis-
skola þriðjudaginn 4. júní kl. 10—12 og 14—16.
Fræðslustofa Reykjavíkur.
DIESELVÉLAR
Höfum fyrirliggjandi eitt 20 kw, 110 volta, jafn-
straums ljósavélarsett með austurdælu og loftþjöppu,
fyrir skip, afgreitt með skírteini „Det Norske
Veritas“.
Ennfremur fyrirliggjandi 13 hestafla vélar til
notkunar á sjó eða landi.
MAGNÚS Ó. ÓLAFSSON
Garðastræti 2, Reykjavík.
Símar: 10773 — 16083.
yrði ekki annað en tímaeyðsla.
Nú loks missti Nemetz þolin-
mæðina. — Já, það er ekki nema
satt. Og viljið þér nú hafa yð-
ur héðan burt áður en ég læt
fleygja yður út.
— Við förum beint í aðal-
stöðvarnar, það gerum við, sagði
Toth. Hann var kominn af stað,
en sneri sér þá aftur að Nemetz.
— Og þar verður ekki spurt,
hvar við höfum verið á laugar-
dagskvöldið og þeir spyrja
heldur ekki um, hvar læknir-
inn hafi verið. Þeir hafa sem sé
ekkert brúk fyrir sannanir og
fjarverusannanir og slíkan hé-
góma.
— Út með ykkur! öskraði Ne-
metz og eins og venjulega hafði
það sín áhrif þegar hann brýndi
almennilega raustina. Þrenning-
in sendi honum óttaslegið augna
ráð og flýtti sér út.
Nemetz varp öndinni léttar, en
sá þá, að tengdasonurinn hafði
ekki farið út um leið og hin.
67
— Hvað viljið þér? spurði Ne-
metz önugur.
Hinn brosti svo sem í afsök-
unar skyni. Hann var einn
þeirra manna, sem getur verið
kurteis ef hann mætir þeim, sem
valdið hafa.
— Þér sögðuð mér ekki að
skrifa undir- Eða er það kannski
ekki nauðsynlegt.
— Því ráðið þér sjálfur, sagði
Nemetz.
— Þá vil ég heldur sleppa
við það, sagði Zloeh. — Það er
regla hjá mér. Aldrei að skrifa
undir neitt, nema nauðsyn
krefji. Við erum búnir að hafa
nógu margar byltingar hér í
landinu. Maður lifir og lærir.
Ekki satt, fulltrúi?
Loksins fór hann út. Irene tók
saman prjónana sína og stóð
upp.
— Hvað álítið þér? spurði hún
Nemetz. — Drap læknirinn kon
una sína?
— Það er ég enn ekki viss
um, sagði Nemetz. — En hafi
hún verið eitthvað lík henni
mömmu sinni, er ég hræddur um,
að ég hefði drepið hana.
Hún tók blöðin með framburði
Tothhjónanna.
— Ætlið þér að geyma þetta?
— Þér vitið mætavel, að það
dettur mér ekki í hug, svaraði
hann. Rífið þér það baxa.
Og það gerði hún.
Mánudagur 5. nóvember.
Klukkan var orðin níu þegai
síminn hringdi. Kvöldinu áðui
hafði Nemetz farið heim, en
ekki staðið við nema svo sem
klukkustund, því að nágranna-
konurnar með öll sín harma-
kvein, og pylsna- og súrkálsþef,
höfðu rekið hann út á götuna
aftur.
Hann gekk gegn um borg, sem
hefði ekki getað dauðari verið,
þó að hún hefði verið á tungl-
inu. Eldtungur frá einstaka hús-
brunum sleiktu himininn. Utau
úr útborgunum heyrðust fall-
byssudrunur. En stundum var
gripið fram í fyrir þeim af vél-
byssusmellum og byssuskotum.
En í næsta nágrenninu var allt
eins og dautt. Húsin stóðu með
læstar dyr, vindutjöld voru dreg
in niður og göturnar voru mann-
tómar. Aðeins einn gamall þef-
ari úr morðdeildinni þrammaði
eftir götunni.
Þarna voru enn rússnesíkir
skriðdrekar og beindu fallbyss-
um sínum að lögreglustöðinni.
Nemetz gat átt á hættu að verða
skotinn, ef dátarnir skyldu
vakna. Svo heppinn var hann,
að rússneski dátinn, sem stöðv-
aði hann, skaut ekki fyrst og
spurði svo, og þannig slapp
hann óskaddur upp í skrif-
stofuna sína. Hann lagði sig á
legubekkinn þar og sofnaði.
Þegar síminn hringdi, hafði
hann verið vakandi klukku-
stundum saman. Hringingin var
frá fulltrúa í áttunda hverfinu.
Hann var rétt nýbúinn að fá
Rauðakrossskrá yfir sært fólk,
sem hafði fundizt um nóttina,
Méðal þeirra voru tvö börn,
Pétur og Agnes Nemetz, sem
höfðu fundizt skammt frá Cor-
bin-kvikmyndahúsinu og verið
lögð inn í Borgarspítalann.
Nemetz þakkaði fyrir upplýs-
ingarnar og kvaðst ætla að fara
tafarlaust til sjúkrahússins.
Á breiðu brautinni við hliðið
að sjúkrahúsinu biðu einir tíu
sjúkrabílar þess að geta losað
flutning sinn. Þeir, sem minna
voru særðir stóðu í biðröð við
slysastofudyrnar. Inni í
húsagarðinum lágu særðir menn
á börum, teppum og dýnum,
fram með veggjunum. Þetta var
óraunveruleg sjón, likust og í
kvikmynd. Það var varla hægt
að trúa því, að þetta rauða, sem
seitlaði út í gegnum bráða-
birgðaumbúðirnar, væri raun-
verulegt blóð, og heldur ekki,
að þessi hræðilegi grænleiti lit-
ur á sumum andlitunum væri
ekki málning heldur sjálfur
skuggi dauðans.
Uppi á fyrstu hæð rakst Ne-
metz á gamlan kunningja, Jan-
os burðarkarl. Ungi maðurinn
þekkti hann samstundis og fór
þegar eittihvað að klæmast, en
svo breytti hann snögglega um
framkomu og svip og vildi
hjálpa, þegar Nemetz sagðist
vera að svipast eftir tveim börn-
um, sem væru bróðursonur og
bróðurdóttir hans.
— Balint prófessor hefur sett
upp sérstaka barnadeild, sagði
hann er hann fylgdi Nemetz eft
ir göngunum, sem einnig voru
fullir af sjúklingum.
Barnadeildin var langur og
mjór salur, þar sem gluggam-
ir vissu út að húsagarðinum.
Þar var hrúgað saman einum
fjörutíu rúmum og beddum. Ein
eldri hjúkrunarkona og önnur
yngri gengu milli sjúklinganna.
Nokkrar óeinkennisklæddar
konur, líklega mæður, stóðu við
fótagaflinn á sumum rúmunum.
Ltgerðarmciin - skipstjórar
Síldarsöltunarstöðvar á Raufarhöfn og Siglufirði
til sölu eða leigu.
Ennfremur stór fiskverkunarhús í Reykjavík.
Upplýsingar gefur
EINAR SIGURÐSSON, HDL.,
Ingólfsstræti 4 ,sími 16768,
heimasími 42068.
29. MAI 1968
Hrúturínn 21. marz — 19. apríl
Vertu gott fordæmi öðruim í dag. Athugaðu fjármálin vel.
Nautið 20. apríl — 20. maí
Að unidanskildum smá gloppum, eru fjármálin í góðu lagi í
dag. Lærðu af þeim sem þú umgengst, þótt yngri séu.
Tvíburarnir 21. maí — 20. júní
Gættu tuingu þinnar. Farðu yfir eigur þínar, og eyddu kvöld-
inu skynsamiega.
Krabbinn 21. júní — 22. júlí
Reyndu að hjálpa öðrum, einkum gömlum vioum. Gefðu eitt-
hvað til góðgerða.
Ljónið 23. júlí — 22. ágúst
Reyndu að koma vel fyrir útávið í dag. Vertu sem mest í
félagslífinu.
Meyjan 23. ágúst — 22. september
Líttu eftir smámunium og gættu jafnvægis. Farðu snemma að
hátta. Það verður mikið að gera á morgun.
Vogin 23. sept. — 22. okt.
Utanaðkomandi áhrifa gætir milkið í dag. Skipuleggðu eitthvað
í stað þess að gera veður út ai engu.
Sporðdrekinn 23. okt. — 21. nóv.
Hugsaðu vel um varabirgðimiar. Eyddu ekki í óþarfa.
Bogamaðurinn 22. nóv. — 21. des.
Heppnin er~ með í dag og allt lieikur í lyndi.
Steingeitin 22. des. — 19. janúar
Mikið mæðir á þér í dag, og allir hafa not fyriir þig, en segðu
h/eldur niei, en að taka of mikið að þér.
Vatnsberinn 20. janúar — 18. febrúar
Nú reynir á í dag. Það reyniir á fleiri en þig, forðastu því
deilur. Endiurslkoðaðu afstöðu þíma í kvöld.
Fiskarnir 19. febrúar — 20. marz
Meira er talað en unmið 1 daig. Skemmitu þér og öðrum á ein-
hvem hátt. Taugaspenna er óholl fyrix þig í dag.