Morgunblaðið - 29.05.1968, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. MAI ItJfTB.
V—
y V + t •
Tónleikar :
Sinfónía Karls Ú. Runóifssonar
Sá sem þessar línur ritar, gat
því miður ekki heyrt fyrri hluta
BÍðustu sinfóníutónleika, sem
haldnir voru í samkomuhúsi Há-
skólans fyrra fimmtudag. En
frumflutning nýrrar íslenzkrar
sinfóníu gat hann hins vegar
með engu móti látið fram hjá sér
fara. Á þessum tónleikum var
sem kunnugt er frumflutt, undir
stjórn Bohdans Wodiczkos, sin-
fónía í f-moll (Esja) eftir Karl
O. Runólfsson.
Það er nokkur tízka á síðari
árum, sérstaklega meðal ungu
tónskáldanna, að láta langar og
stundum lærðar skýringar
fylgja verkum sínum. Einstöku
Hús óskast til kaups
í HVERAGERÐI.
Upplýsingar í síma 18475 og 24892 eftir kl. 7
á kvöldin.
Hollenzkir götuskór
kvenna nýkomnir.
SKÓSKEMMAN, Bankastræti.
sinnum eru skýringarnar svo há
fleygar, að svo torskilin sem
verkin sjálf eru, verða þó skýr-
ingarnar enn torskildari og
hvorttveggja til samans óskilj-
anlegt með öllu. En Karl brenn-
ir sig ekki á þessu soði. Hann
lætur nægja að segja (í efnis-
skrá): „Nafnið „Esja“ á upp-
runalega við síðasta kafla sin-
fóníunnar, sem ortur var fyrst-
ur, „óður til hins magiska fjalls"
eins og er skrifað á forsíðu
handrits hennar. Flest stefin
bera keim af íslenzkum þjóð-
lögum og er þriðji kaflinn með
frumortu rímna og vikivaka-
stefi“. Fleiri eru þau orð ekki.
Nafnið „Esja“ og tengsl
verksins við það „magíska fjall“
kunna að vera tónskáldinu mik-
ilvæg, en hrökkva hinsvegar
skammt til að glæða skilning
venjulegs áehyranda á sinfóní-
unni. Ef menn hafa samið marg-
ar sinfóníur eins og Haydn, geta
slík kenningarnöfn verið hand-
hæg til aðgreiningar á verkun-
um: „Heimspekingurinn1*,
„Skólameistarinn", „Klukkan",
„Hænan" — lengra nær nytsemi
þeirra heldur ekki að mínum
dómi.
Tegundarheitið „sinfónía" seg
ir miklu meira um verkið en
kenningarnafnið. Þó hefur merk
ing þess orðs verið ýmsum breyt
ingum háð í tímanna rás: einu
sinni merkti það m.a. forspil eða
millispil í stærra verki, nú virð-
ist vera hægt að kalla hvaða
tónverk sem er sinfóníu, að
minnsta kosti ef það er samið
fyrir einhverskonar hljómsveit
og stenzt ákveðið lengdarmál.
Aðeins á klassíska og róman-
tíska tímanum hefur orðið þá
merkingu, sem nú er venjulega í
Verktakar - sveitaríélög
Traktorsgrafa ásamt manni til leigu í lengri og
skemmri tíma, hvert á land sem er.
Upplýsingar í síma 30126 eftir kl. 5.30 á daginn.
Góðar birkiplöntur
og fleira til sölu hjá Jóni Magnússon.
Sími 50572.
Stúlka 18 ára eða eklri
óskast til heimilisaðstoðar að minnsta kosti til árs.
Tvö börn. Hálftíma ferð með lest til New York
borgar. $25 á viku og far greitt báðar leiðir. Ensku-
kunnátta nauðsynleg. Vinsamlega skrifið á ensku og
sendið afgr. Mbl. fyrir 5. júní merkt: „USA — 5186“.
Vélstjóri óskast
á góðan humarbát. — Upplýsingar í síma 30025.
Nestispakkar
í ferðalagið
Lótið okkur annast um ferðanestið.
Nestispakkar fyrir starfshópa og einstaklinga.
Þér veljið réttina, við útbúum matinn.
Kjötbúrið
Háaleitisbraut 58—60, Miðbæ, sími 37140.
INauðungaruppboð
sem auglýst var í 62., 64. og 65. tbl. Löiglbirtingablaðs
1967 á Ásgarði 7, þingl. eign Sveins Þormóðssonar,
fer fram eftir kröfu Gjaldheiimtunnar í Reykjavík og
Veðdeildar Landsbankans, á eigninnd sjáiMri, þriðju-
daginn 4. júní 1968, kl. 10.30 árdegis.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Hafnarfjörður — Garðahreppur!
Reiðh j ól a viðgerðir
Munið reiðhjólaverkstæðið Hellisgötu 9, Hafnar-
firði. (Beint á móti Hellisgerði). Geri við allar
tegundir reiðhjóla, þríhjóla, einnig kerrur og barna-
vagna.
Reðhjólaverkstæðið, Hellisgötu 9, Hafnarfirði.
FIX-SO fatalímið
auðveldar viðgerðina. Sparið tíma og fyrirhöfn.
Notið FIX-SO. — FIX-SO þolir þvott.
Póstsendum.
MÁLNING & JÁRNVÖRUR HF.
Laugavegi 23 — Sími 11295 og 12876.
það lögð: Hljómsveitarverk í
fjórum þáttum (þó stundum
færri), og þættirnir (að minnsta
kosti sumir) af ákveðnum form-
gerðum. Þótt flestar sinfóníur
frá fyrrgreindu tímabili falli
undir þessa skilgreiningu, er
munurinn þó býsna mikill á
fyrstu sinfóníum Haydns og Mo-
arts og hinum siðustu Bruckn-
ers og Mahlers, svo að enn er
merkingarsviðið furðu vítt.
Það er misskilningur, sem sagt
var í blöðum fyrir þessa tón-
leika, að sinfónía Karls Ó. Run-
ólfssonar sé hin fyrsta, sem
fram kemur eftir íslenzkan höf
und. Nokkur íslenzk tónverk
hafa ýmist borið sinfóníunafn
frá höfundanna hendi, eins og
„Sögusinfónía“ Jóns Leifs og sin
fónía Leifs Þórarinssonar, eða
hefðu fyllilega getað borið það,
eins og Sinfonietta seriosa
(Bjarkamál) eftir Jón Nordal
Þetta skiptir þó ekki verulegu
máli, og ef til vill má til sanns
vegar færa, að af þessum verk
um fari sinfónía Karls einna
næst hinni klassísku skilgrein-
ingu sem fyrr greinir. Verkið er
í fjórum þáttum, og hraði þeirra,
yfirbragð og niðurröðun er með
sama hætti og tíðkazt hefur í
sinfóníum. En um form hinna
einstöku þátta er hinsvegar
nokkuð aðra sögu að segja. Til
dæmis verður naumast sagt, að
fyrsti þátturinn sé í eiginlegu
sónötuformi, og má þó segja, að
það væri áður föst regla. Úr-
vinnslukafli er þar enginn, en
stefjunum stillt upp hlið við hlið
án þess að merkjanlegt sé knýj-
andi samhengi þeirra eða sú
spenna, sem gerir slíkan sinfón-
íuþátt að rismiklu og hrífandi
tónverki. Endurtekning hins
hæga inngangskafla í lok þátt-
arins veldur því, að þátturinn
verður í heild fremur afslepp-
ur. Hægi þátturinn er ljóðrænn
og ekki mikill í sniðum: einnig
þar hefði meiri raunveruleg úr
vinnsla stefja orðið til að hækka
risið og auka spennuna. Þriðji
þátturinn ber yfirsfcriftina
„Rímna- og vikivakascherzo" og
samanstendur af stefjum, gem
bera svip rímnalaga, en scherzo
er hann ekki að forminu tiL
Stefjunum er raðað saman hlið
við hlið, likara því sem gert er
i „syrpu“ af smálögum en í sin-
fóníuþætti. Fjórði þátturinn, sem
upphaflega bar nafnið „Esja“ og
var saminn á undan hinum þátt-
unum, virðist vera sá, sem mest
er unninn. Einnig hann hefst á
hægum inngangi, sem er endur-
tekinn í lok þáttarins með sömu
eða svipuðum afleiðingum og í
fyrsta þættinum: verkið eins og
hjaðnar niður og nær aldred
þeim hápunkti, sem það þó virð-
ist stefna að og hefði aukið á-
hrifamátt þess til mikilla muna.
Hér hefur nú verið tínt til ým-
islegt, sem heldur má telja galla
á verkinu, og er slíkt háttur
gagnrýnenda. Til mótvægis er
sanngjarnt og sjálfsagt að geta
þess, að verkið í heild er mjög
áheyrilegt og í því margir fall-
egir kaflar, enda var því einik-
ar vel tekið af áheyrendum. Er
það sem vera ber, því að það er
stórviðburður, þegar fram kem-
ur ný íslenzk sinfónía, og sá sem
slíkt verk semur, hefur unnið
stórvirki, sem fagna ber og
þakka.
Jón Þórarinsson.
Jón Finnsson
hæstaréttarlögmaður
Sölvhólsgötu 4, 3. hæð
(Sambandshúsið).
Málflutningur - lögfræðistörf
Simar: 23338 og 12343.
ÖKVKENNSLA
Toifi Asgeirsson
Slmi 20037