Morgunblaðið - 29.05.1968, Síða 10

Morgunblaðið - 29.05.1968, Síða 10
10 MORCUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 19«. Öll þessi böm verða að líða ævilangt fyrir ágirnd og furðulegt tómlæti forsvarsmanna Griinenthal-lyfjafyrirtækisins. Þau sitja á skólabekk á barnaheimili í Hamborg, þar sem eingöngu em börn, sem fæðzt hafa vansköpuð af völdum thalidomides. FYRSTA kvörtunin um Conter gan frá sjálfstæðum aðila barst til Griinenthal í júlí 1958. Próf- essor Gustav Schmaltz í Frank- furt hafði ekki verið að gera til- raunir með lyfið, heldur hafði hann gefið sjúklingum sínum það samkvæmt notkunarreglum Griin enthal. Hann skýrði frá því, að thalidomide ylli svima og trufl- aði jafnvægisskyn fólks, eink- um þess sem væri við aldur. Griinenthal svaraði: „Við teljum það skyldu okkar að tjá yður, að þetta er í fyrsta sinn, sem við höfum heyrt getið um slíkar hliðarverkanir lyfsins.“ En það var ekki satlt. Þegar tilraunir voru gerðar með thali- domide á árunum 1955-57 hafði komið fram samskonar gagnrýni á lyfið — að það ylli svima og jafnvægisskyn truflaðist — frá þremur þeirra níu lækna, sem sátu „thalidomide-ráðstefnuna" árið 1955. Árið 1959 var uppgangsár Oontergans. Auglýsingalherferð- in tók nú að hafa sín áhrif. Sal- an jókst geysilega og fjórfald- aðist á tímabilinu maí-desember. En árið 1959 var einnig ár kvartana frá vel þekktum þýzk- um læknum og þeir bentu allir á hliðarverkanirnar, sem jukust eftir því sem lyfsins var oftar neytt. Griinenthal tók þessum umkvörtunum með steigurlæti ný ríks fyrirtækis og lét þær sem vind um eyru þjóta. Skaðaði K17 taugarnar? Fyrstu meiriháttar merkin um að ekki væri allt með felldu komu ekki með vansköpuðum börnum, en þeirra vegna varð thalidomide alræmt. Vegna hins níu mánaða meðgöngutíma leið nokkur tími áður en læknar byr j uðu að veita athygli áhrifum lyfsins á ófædd börn. Hinsveg- ar urðu þeir þess varir snemma ársins 1959, að margt fullorðið fólk byrjaði að þjást af trufl- unum á taugakerfinu, sem kall- aðar eru taugabólgur. Stór hluti sögunnar um thalidomide fjallar um þessi veikindi. ÖNNUR GREIN Skjöl Grúnenthal fyrirtækis. ins sýna nákvæmlega hvenær sölumenn þess, í skýrslum sín- um til fyrirtækisins, byrjuðu fyrst að heyra um þetta vanda- mál. í marz þetta ár skýrði Heinz- mann í Koblenz-söluskrifstof- unni frá því, að efnafræðingur einn kvartaði undan óeðlilegum kulda í höndum og fótum eftir að hafa tekið Contergan forte. í apríl tjóði Frenkel, læknir, sem vann í sjúkrastofu próf. Amelungs í Königstein, fulltrúa Grúnentihal - fyrirtækisins, að hann hefði veitt hliðarverkunum eftirtekt eftir að hafa neytt Con tergans. f júlí barst gremjuþrungið bréf um thalidomide frá Pharma kolor A G í Basle í Sviss, sem einnig vann í nánum tengslum við Grúnen'thal: „Fram að þessu hafa tutt- ugu þekktir læknar tjáð full trúum okkar, að þegar þeir sjálfir eða sjúklingar þeirra neyttu einnar töflu af thali- domide vöknuðu þeir enn undir áhrifum lyfsins næsta morgun töluvert veikir, með skjálftaköstum o.s.frv. Próf. Ludwig, yfirmaður annarrar læknisdeildar Burgers-sjúkra hússins í Basle sagði okkur í fyrradag, að hann hefði gef ið konu sinni eina töflu af Softenon forte. Hann bætti við: „Einu sinni og aldrei aft ur. Þetta er hræðilegt lyf.“ Samt sem áður, þegar Ralf Voss, kunnur taugalæknir í Dúss eldorf ritaði Grúnenthal í okt- óber og spurði: „Er vitað um hvort Contergan getur valdið skemmdum á taugakerfinu?“, svöruðu Múckter og Sievers: „Okkur er það ánægja, að geta skýrt yður frá, að við höf- um ekki orðið varir við slíka hættu.“ Sem sagt, þeir neituðu allri vitneskju um bréfin fra Pharma- kolor, Piacenza og vaxandi fjölda skýrslna frá sölumönnum. Voss gafst ekki upp. í lok nóvember skýrði hann Grúnent- hal aftur frá því, að hann hefði orðið var við taugabólgu í þrem ur sjúklinga sinna og áliti, að hún stæði í nánu sambandi við neyzlu sjúklinganna á Conter- igan. Sievers svaraði: „Okkur er hulin ráðgáta hvern ig Contergan hefur getað vald- ið taugabólgu. Við munum huga að þessu nánar með frekari til. raunum." Þetta virðist aðeins hafa verið yfirvarp; engar klínískar til- raunir voru gerðar með lyfið. Voss ákvað að láta sjálfur til skarar skríða. Hann byrjaði að safna sjúkdómstilfellum þar sem um taugabólgu var að ræða. í apríl 1960 hafði hann komizt á snoðir um fimm tilfelli og hann var reiðubúinn að skýra frá þeim á ráðstefnu taugalækna í Dússeldorf. Grúnenthal brá skjótt við, er fregnaðist um fyrirætlanir Voss Sievers fór og heimsótti Voss. Síðan skýrði hann Múckter, Leuf gens, Werner og Kelling frá til- fellunum í smáatriðum. Dagblöðin veittu skýrzlu Voss enga athygli en læknaheimurinn gerði það aftur á móti. 8. apríl kvartaði Paul Ervenich við St. Anne sjúkrahúsið í Kuisburg yf ir því, að sjúklingar, sem hann hefði gefið Contergan þjáðust af „mjög alvarlegum taugaskemmd um.“ Hann sendi einn sjúkling sinn til próf. Laubenthal við taugaklínikina í Essen og sagði prófessorinn, að Contergan forte væri mjög líklega undirrótin. 10 maí bárust aðrar kvartanir frá Essen: „Allir læknafulltrúar okkar hafa sent okkur skýrslur lækna, sem staðfesta að um tauga bólgur sé að ræða.“ Fjandskapur Nú var mikill möguleiki á því, að fjandskapur sá, sem læknar sýndu thalidomide myndu neyða yfirvöldin til að heimila einung- is læknum að ráðleggja Cont- ergan, en áður hafði það verið selt án milligöngu lækna í Þýzka landi. Vörn Grúnenthals varð nú grimmileg. Söluframkvæmda stjórinn Winandi skrifaði Lang- ohr, sölumanni í Essen, harðort bréf þann 13. maí: „Við verðum umfram allt að gera okkur grein fyrir, að svo snögg söluaukning á ró- andi lyfi hlýtur að vekja eft irtekt lækna og efnafræðinga Við getum ekki allir haldið siðferðiiegum viðhorfum okk ar „innan takmarka markaðs efnahagsins.“ Það munu vissu lega verða læknar, sem eru sér meðvitandi um ábyrgð sína, til þess að fitja upp á því, að lyfið valdi tauga- skemmdum." Winandi gat þess, að góð leið til að fá lækna til að hætta að krefjast þess, að fá einir að gefa út lyfseðla fyrir thalidomide, væri að benda þeim á hversu mjög verzlunin mundi minnka. „Enfremur meðan á slíkum við- ræðum stendur væri ráðlegt að koma að efnahagslegri hlið máls ins í samræðunum . . . og gefa í skyn, að verði haldið áfram að selja lyfið án lyfseðla muni efna fræðingar græða, en það mundu þeir vissulega ekki gera, ef far- ið verður að selja thalidomide gegn lyfseðlum.“ „Efnahagshliðin" var a.m.k. jafn mikið áhugamiál Grúnenrflhal og efnafræðinganna. Þetta var lítið fyrirtæki. Sala thalidomides hafði genði svo vel, að Grún- enthal var á góðri leið með að verða fyrirtæki, sem framleiddi aðeins þetta eina lyf. Söludeildin sendi frá sér svo fellda skýrslu í apríl, 1968: „Því miður berast okkur í auknum mæli harðorðar skýrslur um hliðarverkanir lyfsins og auk þess bréf frá læknum og efnafræðingum, sem vilja að það verði selt gegn lyfseðlum. Frá okkar bæjardyrum séð verður að gera allt til að koma í veg fyrir það, þar sem mikill hluti ágóðans af lyfinu kemur af miililiðalausri sölu þess.“ Aðgerðir fyrirtækisins til að fá hagstæðar skýrslur um thali- domide báru keim af örvænt- ingu. 30. marz tilkynnti fulltrúi Grúnenthal, að fyrstu tilraunir til að fá lækni nokkurn í frati til að mæla með lyfinu hefði mis tekizt. „En þar sem læknir þessi er mikill efnishyggjumaður ætti fljótt að vera hægt að breyta þessu viðhorfi hans.“. Og bréf til portúgalska fyrir- tækisins, Firma Paracélsia, var jafnvel enn hr»inskilnara: „Við skulum gera okkur það ljóst, að birting 15-20 hagstæðra skýrslna innan þriggja mánaða er mikilvægari fyrir okkur en verk byggt á víðum grundvelli, sem ekki mundi birtast fyrr en eftir 8-12 mánuði. Af þessu get- ið þér séð hvað við höfum í huga.“ Stundum voru aðferðirnar enn þá ósvífnari. Taugalæknir í Frankfurt, Hort Frenkel, hafði fyrst kvartað um hliðarverkanir Contergans árið 1959 og síðan hafði hann snúið sér að öflun sönnunargagna gegn lyfinu. Nú hafði hann í hyggju að birta þau. 29. október heimsóttu Sievers og Kelling taugalækninn og þáðu hann að starfa með fyrirtæk- inu og draga til baka grein, sem hann hafði sent „Medizinische Welt“. Frenkel neitaði að verða við tilmælum þeirra. En birting greinar Frenkels tafðist. 1 stað þess birtist grein hliðholl Contergan í „Medizin- ische Welt“ eftir konu, sem unn ið hafði fyrir Grúnenthal. Það leið nokkur tími þar til töfin á birtingu greinar Frenkels skýrð ist. Kelling sagði í árlegri skýrslu sinni: „Vinsamleg sam- bönd við dr. Matis hafa án efa stuðlað að því, að greinin birt- ist ekki í timaritinu." Dr. Paul Matis var ritstjóri „Medizinische Welt“. Með þvílíkum aðferðum gat Grúnenthal bælt niður nokkuð ai andstöðu lækna við thalidomied. En ekki alla. í desember 1960 gerði erlent fyrirtæki, sem fram leiddi lyfið með leyfi, tilraunir með thalidomide á dýrum. Ár- angurinn var ljós. Lyfið drap dýrin. Hinn banvæni skammtur af thalidomide hafði fundizt. Sendiför dr. Nowels 24. október 1960 skrifaði Múc- kter í minnisbók sína, að eitt- hvað þyrfti að grípa til bragðs viðvíkjandi auglýsingum á Cont ertgan. Samin var ný málsgrein, sem bætt var við notkunarregl- ur lyfsins. Hún hljóðaði svo: „Eins og með flest lyf geta viss- ir sjúklinar orðið mjög viðkvæm ir fyrir thalidomide eftir lengri eða skemmri notkunartíma. Skyndilegur skjálfti eða óþol í höndum og fótum getur gert vart við sig, en öll slík ofnæmis viðbrögð hverfa um leið og neyzlu lyfsins er hætt.“ Hins vegar gerðu Grúnenthal- menn engar tilslakanir í baráttu sinni gegn því, að lyfið yrði gef ið út gegn lyfseðlum. í lok árs- ins 1960 kom minnisatriði frá „pólitískri deild" fyrirtækisins, þar sem gerð var grein fyrir hárfínni staðreyndaöflun. „Á fyrsta stiginu ætti dr. Now el að heimsækja allar heilsu- deildirnar og tilgangur ferðanna skal vera: 1. Að ræða almennt um nýj- ustu framleiðsiu okkar. 2. Að afla sér sambanda. 3. Fyrst eftir að slíkt hefur verið gert má ræða um Cont ergan og á engan hátt má gefa í skyn, að þetta lyf sé megintilgangur heimsóknar- innar.“ „Hann verður að komast á snoðir um persónulegt álit efnafræðingsins, samkeppni gegn Contergan og nýlegar tilraunir, sem gerðar hafa ver ið til að láta gefa þetta lyf út gegn lyfseðlum.“ Dr. Nowel aagði sfðar um eig in kunnugleik á hliðarverkun- um lyfsins: „Múckter, Leufgens, Sievers og Winandi gerðu svo lítið úr vandamálum hliðarverk ananna, að ég gat enga skoðun myndað mér um það efni. Þetta mál var aldrei rætt á þeim fund um þar sem ég var viðstaddur." Það voru aðeins framkvæmda stjó.rar Grúnenitíhalis, sem vissu um hliðarverkanir Contergans og fátt eitt barst til eyrna sölu- manna, sem sömdu við lækna og efnafræðinga. Samt sem áður hafði sumum fulltrúunum verið fyrirskipað, að bæla niður ótt- ann við Contergan hvenær sem þeim gætfiist tækilfæri tiiL Fulltrúi fyrirtækisins í Bonn sagði í skýrslu fyrirtækisins, að honum hefði tekizt þetta: „Gázkahlát- ur minn og athugasemdir um full komið skaðleysi lyfsins sann- færðu lyfjafræðingana um að ekkert væri að óttast.“ Salan gekk nú betur en nokkru sinni fyrr. í janúar 1961 var 50% aif gróða Grunenthal af sölu thalMomixies. Múckber, s«m fékk 1% aí ágóðarnum vann sér nú inn 70.000 ísl kr. á viku. Með þetta í huga hefur söludeildin líklega verið að lýsa hugar- ástandiniu hjá Grúnenthal, þegar hún skrifaði seint ársins 1960: „Vegna smiávægilltetgira hiliiðar- verkana" Contergans hefðu keppinautar þeirra hafið að ýkja þær og gera sér mat úr þeim. „Samt sem áður,“ sagði sölu- deildin, „gerum við allt til að vernda augasteininn okkar.“ Framih. á bts. 15

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.