Morgunblaðið - 08.06.1968, Síða 3

Morgunblaðið - 08.06.1968, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1968 3 Sölustjórar Sölumiðstöðvar hraðfrystiihúsanna hér. Sölustjdrar SH í hér í heimsdkn Rætt við einn þeirra, Robert Roever HÉR er staddur, með fleirum, herra Rabert Roever, næst- stærsti sölustjóri eða fiskmiðlari Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna í miðvestur-ríkjum Banda- ríkjanna. Hann gaf stutt samtal í gærmorgun, og m.a. hafði hann þetta að segja: — Við höfum nú notið hinnar orðlögðu gestrisni íslendinga und anfarna daga, og eigum fá orð til að lýsa hrifningu okkar yfir rausn þeirri, er við höfum orðið aðnjótandi hér, og þakklæti okk- ar gagnvart forystumönnum Sölu miðstöðvar hraðfrystihúsanna, og því fólki, er okkur hefur gef- izt kostur á að kynnast fyrir til- hlutan þeirra, er ólýsanlegt. — Hér er fagurt um að litast, sagði hr. Roever, og þér skilið það e.t.v. ennþá betur, er ég segi yður, að í miðvesturríkjum Bandaríkjanna, þar sem ég á heima, er meira flatlendi en minnzt er á að hann Nói hafi munað eftir í syndaflóðinu. En það er nú gott. — Nújá, en þið framleiðið nú eitthvað af bjór þarna í mið- vestrinu, er það ekki? — Jú, og það bætir okkur tals- vert upp flatlendið, því að það eru a.m.k. 5 helztu tegundir Bandaríkjanna, sem við fram- leiðum í Milwaukee og St. Louis. —Nú, þá er það skiljanlegt að þið séuð ekki mikið að kvarta þar vestra. — Já, okkur finnst ekki taka því, svona yfirleitt! — Eruð þér stærsti miðlari okkar í fiski, hr. Roever? — Við erum aðrir í röðinni, Ameríku frá Walter Meier Inc, en þeir verzla víða í Bandaríkjunum. Við miðlum svona milljón pund- um af fiski á árL — Hvaða fiskur er helzt keypt ur af ykkur? — Af venjulegum frystum fiski, er það ýsa, þorskur, karfi, steinbítur og humar og humar- halar þegar slíkt er fáanlegt. —En ef við eigum við fisk í raspi, þá seljum við mest ýsu og þorsk í 3ja og 4ra únsu bitum. — Hvernig er mest fiskát al- mennt í miðvestrinu, er erfitt að selja framleiðsl'Una þar? — Ja, sko, segir hr. Roever, það er þannig, að það má ekki vera annað en hvítur fiskur, og beinlaus og svo auðvitað lyktar- laus, því að fólkið okkar er ekki alið upp við hafið og hefur aldrei fiskskepnu fyrirhitt fyrr, og því má ekki vera nein ,,fisk“- lykt af matnum, ella er markað- urinn ónýtur. — En af hverju hafið þið þá getað selt þessa framleiðslu okk- ar? — Ég skal nú segja yður það, að á fimm árum, sem ég hef verið að selja fiskinn ykkar, hef- ur hann selzt mest af öllum þeim fiski, sem ég hef selt í fjögur og hálft ár. —Nújá, viljið þér skýra þetta nánar? — Já, fyrst seldi ég fisk frá Sölumiðstöðinni í hálf ár, síðan kom seljandi, ónefndur, hér inn, sem undirbauð markaðinn, og við keyptum af honum í hálft ár, en hann var nú svo óheppinn, að við seljum fisk til skólanna, þar sem börnin fá að sjá matseðilinn fyrir vikuna á mánudögum, og það get ég sagt yður, að þau hiakka til hans, því að það voru þau sem hækkuðu söluna hjá okkur, og þegar þau máttu velja, hvort þau færu heim á föstudög- um eða borðuðu í skólanum, þá völdu þau heldur skólamáltíð. — Nú, en þegar þessi aðili, sem ég ekki nefndi, en sem und- irbauð verð Sölumiðstöðvarinn- ar, var búinn að selja 'okkur fisk í þetta hálfa ár sem um var sam ið, þá vildu börnin heldur fara heim, en að borða í skólanum, því að þessi fiskur var svo vond- ur, gulur, lyktandi, beinóttur, og ég man nú varla hvað, ef ég ætti að halda áfram — að við hætt- um að verzla við hann, og síðan, í fjögur og hálf ár höfum við verzlað við Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna, með sívaxandi ár- angri. — Hafið þið verið með ein- hverjar nýjungar í fiskkynning- um þar vestra? — Við höfum sýnt kvikmynd frá íslandi um fiskveiðar og fisk vinnslu og síðan höfum við haft sýnikennslu í fiskréttum, geymslu og síðan svarað fyrir- spurnum. — Heyrið þér, hr. Roever, haf- ið þér nokkrar sérstakar hug- myndir um, hvenig við mættum í sameiningu staekka fiskmarkað okkar vestra? — Já, ég tel, að húsmæður í Randaríkjunum mætti verða reynslunni og fræðslunni ríkari, ef þið vilduð t.d. taka saman litla bók um fiskrétti, einfalda og einnig samkvæmisrétti og reyna að setja á markaðinn hjá okkur. — Þegar bandarísk húsmóðir fer út til að kaupa í matinn, þá veltur hún oft hverjum skilding tvisvar, áður en hún velur. Og ef hún veit, hvernig hún má gera góðan mat fyrir sín áttatíu og sjö sent, úr fiski, þá er hún ekki að spandera dollar og fimmtíu fyrir kjöt. Þing framhaldsskóla- kennara hófst í gær f GÆR setti Ólafur S. Ólafsson þing Landssambands framhalds- skólakennara, en hann er for- maður þess. Síðan flutti ávarp dr. Gylfi Þ. Gíslason, mennta- málaráðherra, að því loknu tóku til máls tveir norrænir fulltrúar, formaður Sambands barnakenn- ara, Skúli Þorsteinsson, formað- ur BSRB, Kristján Thorlacius, og formaður Skólarannsókna menntamálaráðuneytisins, Andri ísaksson. Gíslason, menntamálaráðherra, m.a., að sú breyting hefði orðið á högum kennara, sem ráðnir hefðu verið fyrir árið 1952, að þeir myndu fluttir úr 16. launa- flokki upp í 17. og 18. launa- flokk. Kosnir voru formaður og rit- ari þingsins, en að því loknu var þingfulltrúum boðið til kaffi drykkju. Þar flutti ávarp Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, og sagði hann m.a., að innra starf Setning þings Landssambands framhaldsskólakennara. t.d. væri óhægt um vik að sinna jöfnum höndum góðum, afburða- nemendum og lélegum, og þess- um nemendum yrði ekki unnt að si-nna nema með breyttum að- stæðum, enda þótt það væri ósk allra hlutaðeigenda, að þess væri kostur. Hann sagði, að í fámenni væri erfitt að sinna þessu, þar sem fámennið ætti bágt með að skapa jafn fjölbreyttar námsleið- ir og fjölmemnari héruð. Hann sagði og nauðsyn á því, að Reykjavíkurborg og ríkið annarsvegar og kennarasamtökin hinsvegar sameinuðust um það átak, sem til þess þyrfti að ná nauðsynlegum árangri um kennslumál, því átaki, sem svo langan aðdraganda ætti, sem hér væri um að ræða. Borgarstjóri sagði að lokum, að hann vonaði, að þing þetta, sem nú væri að hefjast, mætti bera tilætlaðan ár angur, og að allir hlutaðeigend- ur mættu eiga ánægjulegar stund ir á þinginu. Fundur hefst í dag kl. 14.00 e. h., og lýkur þinginu á sunnudag. Merkilegt „Safn til sögu Reykjavíkur" í SUMAR kemur væntanlega út fyrsta bindi að Safni til sögu Reykjavikur. Er það upphaf á mjög merkilegu og fróðlegu safni, en þetta fyrsta bindi er á fjórða hundrað blaðsíður að stærð. Páll Líndal, borgarlög- maður, hefur verið fulltrúi borg- arráðs um útgáfu þessa og á sið- asta borgarráðsfundi var honum falið að semja við Sögufélagið um útgáfu þess. Mbl. leitaði því upplýsinga um þessa merkilegu útgáfu hjá Páli. Hann sagði, að í þessu fyrsta bindi sé fornbréfasafn Reykja- víkur miðað við árin frá 1786 til 1836. Geymir það ýmiskonar frumgögn varðandi sögu Reykja- víkur, sem að mjög litlu leyti hafa komið á prenti áður og eru þau unnin úr Skjalasafni Reykja vikur. Þarna eru skjöl varðandi landamerki Reykjavíkurborgar, ýmislegt . varðandi borgara og borgarabréf, töluvert mikið af húsalýsingum, fundargerðir borg arafunda og ýmislegt fleira. Einnig er í bókinni mikið af samtímamyndum. Mikið af þess- um skjölum eru á dönsku, sem var ríkjandi mál á opinberum skjölum á þessum tima og þar sem þau eru öll prentuð orðrétt, er þarna mikil heimild um það mál, sem notað var. Lýður Björnsson, sagnfræðing- ur hefur undirbúið þetta fyrsta bindi að Safni til sögu Reykja- víkur, í samvinnu við Lárus Sig- urbjörnsson, forstöðumenn skjala safnsins. Sérstök fjárveiting var á fjárhagsáætlun Reykjavíkur sl- ár og er unnið fyrir hana nú. STAKSTEINAR Kreml og Tékkóslóvakía f brezka tímaritinu „The Econ omist“ er nýlega fjallað um erf- iðleika leiðtoganna í Kreml vegna þróunarinnar í Tékkóslóv akíu, þar segir m.a.: „Þróun mála í Tékkóslóvakíu getur á tvennan hátt leitt til þess ástands, sem rússneskir gagnrýnendur Brezhnevs og Kos ygins mundu skoða sem mikinn ósigur þeirra. Annar er hernað- arlegur. Fullvist má telja, að Tékkar muni ekki reyna að slíta tengslin við Varsjár-bandalagið; en aðild þeirra kynni að verða fylgt fram af svo litlum áliuga, að þeir yrðu lítið annað en sof- andi félagar. Slíkt myndi auð- velda vestrænum hernaðarskipu- leggjendum mjög störf sín, þar sem þeir þyrftu ekki að stað- setja líkt því eins marga banda- ríska og þýzka hermenn í Bæj- aralandi. Þessir hermenn kæmu þá tii varnar á sléttu Norður- Þýzkalands .... Hinn hugsanlegur erfiðleiki Rússa yrði sjómmálaiegur. Dub cek reynir að leika mjög erfiðan leik. Hann stefnir að þvi að reyna að koma á einhverju raun verulegu stjórnmálastarfi hjá þeim flokkum í Tékkóslóvakíu, sem ekki eru kommúnískir, án þess að þeir verði það sterkir, að þeir geti ógnað rétti kommún istaflokksins til þess að taka þær ákvarðanir, sem raunverulega skipta máli. Honum kann að tak ast: til þess getur komið að aðr- ir flokkar en kommúnistaflokk- urinn verði svo þakklátir að fá einhverja breytingu á kosninga- skipulaginu, að þeir láti sig engu skipta, að samkvæmt því verði þeir ávallt í minnihluta. Sá mögu leiki er fyrir hendi. En enginn, og sízt af öllum Brezhnev, mun trúa því í einlægni, að þetta verði þannig í reynd. Þegar líf og fjör hefur aftur færzt í tékk- nesk stjórnmál, verður fyrr eða seinna einhver í kommúnista- flokknum, sem sér hag sinn í því að ganga feti framar. Vegna þessa vilja hinir íhaldssamarl í A-Evrópu fara að öllu með gát um þessar mundir. Pólska ríkis- stjórnin reynir undir því yfir- skyni, að hún sé að berjast á móti yfirgangi Gyðinga, að þagga niður í þeim, sem kynnu að vilja færa sér í nyt hugmynd- irnar frá Tékkóslóvakíu. Sama er að segja um Brezhnev. Á þessu ári hafa gerzt þeir atburðir í Rússlandi er hófust í janúar með réttarhöldunum yfir ungu menntamönnunum fjórum, sem sýna, að í Sovétríkjunum ríkir nú mesta kúgunarskeið frá dög- um Stalíns". Isveztia og Þjóðviljinn Ummæli málgagns sovézku stjómarinnar, Isvestiu, um morð ið á Robert Kennedy spegla bet- ur en margt annað þann anda, sem ríkir hjá stjórnendum Sovét ríkjanna, en blaðið segir: „Til- ræðið við Robert Kennedy er af- leiðing af krabbameinsæxlinu, sem étur sig æ dýpra inn í sam- félag heimsvaldasinna." — 1 Bandaríkjunum eru menn mik- illa hugsjóna myrtir á götum úti af ofstækisfullum vesalingum. I Sovétríkjunum eru menn mikilla hugsjóna settir á geð- veikrahæli að tilstuðlan stjórn- valda og dómstóla, ef þeir eru ekki sviptir lífinu. Hver og einn verður að skera úr um og meta, í hvoru þessara mestu stórvelda heims æxlið er stærra. Þjóðviljinn tekur að sjálf- sögðu í sama streng og Isvestia og segir í forystugrein: „Örðugt verður að komast hjá þeirri á- Iyktun, að það sé sjálft banda- ríska auðvaldsþjóðfélagið sem er sjúkt og hættulegt; morðin sem skelfa heiminn séu árang- ur af morðdýrkun þjóðfélagsins sjálfs og öllu eðli þess.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.