Morgunblaðið - 08.06.1968, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.06.1968, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. JÚNt 198« l==3BtLA££/KAM Rauðarárstig 31 Simi 22-0-22 MAGiNIÚSAR kipholti21 símar 21190 eftirlokun sSmi 40381 ~ •S^> SÍM11.44.44 Hverfisgötu 103. Sími eftir lokun 31160. LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 11—13. Hagstætt leigrugjald. Sími 14970 Eftir lokun 14970 eða 81748. Sigurður Jónsson. BILALEIGAM - VAKUR - Sundlaugavegj 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. BÍLALEIGAN AKBRAUT NÝIR VW 1300 SENDUM SÍMI 82347 Trjáplöntur Fagurlaufamispill, runnamura, Alparibs, birkikvistur, töfratré, ribs, dísarunnar, brekkuvíðir, glitvíðir og margar tegundir af spíreurunnum fást í Bústaðabletti 23. Hægri umferð Árni Ásbjarnarson skrif- ar: „Sjöundi dagur hægri um- ferðar er upprunninn, og þulur ríkisútvarpsins segir þau gleði- tíðindi, að allt hafi gengið vel, engin teljandi slys á fólki eða ökutaekjum. Þetta sýnir okkur, hversu mikið við getum bætt okkar daglega líf, ef við aðeins vönd- um okkur. Ýmsir höfðu spáð illa fyrir þessari breytingu, og ýmsir spá enn illa fyrir áhrifum henn ar á framtíðarsambúð okkar í umferðinni, og víst er um það, að varhugaverður tími er fram- undan, ámóta varhugaverður og sá tími byrjandi ökumanns, þegar prófskrekkurinn er hjá liðinn og hann telur sig færan í flestan sjó, — vill reyna, hvað hann geti ekið hratt, en lendir utan vegarins vegna ofmats á eigin getu. Þegar ég, síðustu daga, hefi ekið um götur Reykjavíkur, hikandi og stirður í að haga mér rétt eftir nýjum reglum, hefi ég litið þakklátur til lög- regluþjóna og annarra leiðbein- enda, sem þessa daga hafa ver- ið á flestum gatnamótum borg- arinnar, stjórnað umferðinni og leiðbeint þeim sem voru að villast, sem sagt, vakað yfir velferð allra, sem í umferðinni hafa verið. it Áframhald á eftírliti Þegar ég hugleiði þann menningarbrag, sem nú er á okkar umferðarmálum þessa síðustu 6 daga og ber saman við það, sem áður var, hugsa um öll dauðaslysin, öll örkuml og meiðsli, allt eignatjón og ómenningu, sem hlauzt af ónær- gætni okkar, sem í umferðinni voru á undanförnum árum, þá vaknar spurning, sem ég vil varpa fram til athugunar þeim, sem þessum málum stjórna: Er ekki sjálfsagt að halda áfram þessu mikla og góða eft- Garður opnar HÓTEL Garður hefur nýlega haf ið starfsemi sína og þar með sitt níunda starfsár undir stjórn stú denta sjálfra. Hótelið er til húsa í tveimur byggingum á háskóla- lóðinni, þ.e. Gamli Garður við Hringbrautina og Nýi Garður vestar á lóðinni, beint norður af Norræna húsinu. í hótelinu eru um 70-80 hótelherbergi, eins og tveggja manna. Nú í vor hafa verið gerðar ýmsar lagfæringar á húsnæði hótelsins, jafnframt því að ný húsgögn hafa verið keypt fyrir hótelið, og eru enn frekari framkvæmdir á döfinni varðandi þau mál. Hótelstjóri er Ingólfur Hjart- arson stud. jur. og Tryggvi Þor finnsson skólastjóri Matsveina- skólans sér um allar veitingar. Eins og fyrr segir er Hótel Garður rekið af stúdentum sjálf um, en undir stjórn Stúdentaráðs Háskóla fslands. Það er einungis starfrækt yfir sumarmánuðina og verður opið til 1. sept. í haust. (Fréttatilkynning frá Hótel Garði). 33 þúsund krónum stolið RANNSÓKNARLÖGREGLUNNI var í gær tilkynnt um, að 33 þúsund krónum hefði verið stol ið úr íbúð í Reykjavík. Konan, sem tilkynnti þjófnað inn, sagði, að hann hefði átt sér stað annað hvort á miðviku dag eða fimmtudag, en hún vinn ur úti og taldi sig hafa læst íbúð sinni meðan hún var fjarver- andi- Síðast kvaðst konan hafa séð peningana á þriðjudag, en í gærmorgun voru þeir horfnir. irliti með umferðinni um óákveðinn tíma og ekki síður að halda fast við að áminna og hegna þeim, sem ekki virða hraðatakmörkin? Því að áreið- anlega er of mikill hraði böl- valdur, sem margt illt hefir í för með sér. Engin fyrirhöfn er ofmikil og ekkert eftirlit svo kostnaðar- samt, að mannslífin, meiðslin og eyðilegging annarra verð- mæta, sem þjóðin hefir á um- liðnum árum fórnað vegna vaxandi umferðar, verði með því of dýru verði keypt. Hveragerði, 1. júní 1968, Árni Ásbjarnarson“. ■Ár Hraðatakmörkin á Suðurnesjavegi Njarðvíkingur skrifar: „Frá því að hægri-umferð var ákveðin, hefi ég verið breytingunni mjög hlynntur og tek nú ofan fyrir þeim, sem um framkvæmdirnar hafa séð og reyndar öllum, sem um veg- ina aka, fyrir hve vel — og slysalaust — allt hefir gengið þessa fyrstu H-viku. Sjálfsagt má þakka það að miklu leyti hraðatakmörkunum. Við, sem um Suðurnesjaveg- inn ökum, höfðum þó gert okkur vonir um, að hraðinn yrðin aukinn á honum, þegar það var gert á malarvegunum, og teljum, að miklum mun hættulegra sé að aka á malar- vegum en steyptum, og heml- unarskilyrði miklum mun verri, og tæpast stætt á því að hafa sömu hraðatakmörkun á malarvegum og steyptum. Eftir að hafa ekið Suður- nesjaveginn nokkrum sinn- um á 60 km/k hraða hefi ég tekið eftir því, að slíkur akstur skapar það ástand, að mig syfjar oft, enda þótt ég sé vel út sofinn, og þá sömu sögu hafa mjög margir aðrir tekið undir við mig. Er þetta ekki umhugsunar- efni fyrir þá, sem þessum mál- um ráða, ég held tæpast að annað geti verið hættulegra í umferðinni en hálfsofandi öku- þórar? Njarðvíkingiir“. ★ Kostnaður íþrótta- manna við utan- farir Bergur Björnsson skrifar: „Heiðraði Velvakandi! Flestir munu vera sammála um að íþróttir, bæði andlegbr og líkamlegar séu hollar ef ekki nauðsynlegar. Þegar við náum góðum árangri í viðureignum við erlenda keppinauta t.d. í greinum eins og handbolta, bridge, skák og stundum í frjálsum íþróttum, þá hefur það að mínum dómi mjög mik- il áhrif til eflingar alls íþrótta- áhuga í landinu, og er þar að auki einhver bezta landkynn- ing sem völ er á. Einnig munu slíkir sigrar eða góður árangur viðhalda nauðsynlegu þjóðarstolti og binda íslendinga fastari bönd- um Fjárhagsástæður valda þvi oft, að það eru ekki sterkustu mennirnir, sem fara utan, en jafnvel þó að þeir komizt, er þetta svo mikils virði allri þjóðinni, að sanngjarnt væri að greiða úr ríkissjóði, en varla er það á næsta leiti á þessum tím- um. Það þarf að stefna að því að sem allra fyrst fái utanfar- ar, sem standa sig vel í sinni grein á heimsmælikvarða, greiddar ferðir, uppihald og dagpeninga að fullu og einnig vinnutap bæði vegna utanfarar og vegna nauðsynlegra æfinga. Stofna þarf sjóð í ofangreind- um tilgangi, fjáröflun, e.t.v með happdrætti sem dregið væri í mánaðarlega eins og við þekftj- um hér þegar, aðra möguleika mætti kanna og ef ekki vill betur þá hef ég trú á að al- menn fjárlög mundu verða veruleg, sérstaklega ef sam- vinna tækist meðal blaðanna um að kynna slíkt og auglýsa og þá væntanlega veita fram- lögum viðtöku. E.t.v. mundi Morgunblaðið í samvinnu við forystumenn íþróttafélaganna, beita sér fyrir stofnun svona sjóðs og framgangi þessa máls. Með þakklæti fyrir biring- una. Bergur Björnsson, Grenimel 26“. Strandamenn Aðalfundur félagsins verður haldinn í Tjarnarcafé, uppi, þriðjudaginn 11. júní kl. 9. Mætum öll. STJÓRNIN. í ferðalagið Filmur — sólgleraugu — tóbak — öl — sælgæti - kex — ávextir o. m. fleira. Opið til klukkan 6 á laugardögum. VERZLUNIN ÞÖLL, Veltusndi 3 (gegn Hótel ísland bifreiðastæðinu) Sími 10775. FRÁ GLUGGAÞJÓNUSTUNNI Erum fluttir oð Hútúni 4n Nóotúnshúsið Gluggnþjónustnn Hátúni 4 A — Sími 12880. GREKSÁSVEÖ ZZ - 24 SIMAR- 3 02 80-322 62 1 r LITAVER H' PLASTIIMO-KORK Mjög vandaður parketgólfdúkur. Verð mjög hagstætt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.