Morgunblaðið - 08.06.1968, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 08.06.1968, Qupperneq 8
8 MORG'JNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 196« ÁSGEIR JAKOBSSON: Fjölgum vinnukonum og veröum ríkir JÓNAS HARALz hefur talað. Það hefur verið annasamt í Del fi undanfarið og tölvan í gangi nótt sem dag. Jónas hefur eins og aðrir fslendingar haft svefn- farir illar og drauma þunga, vegna verðfallsins mikla, ísa og annarrar óárunar í landi voru. Svo er sagt, að hann liggi jafn- an undir feldi — hugsandi stinnt um þjóðarhag — og sé hann þangað sóttur að ráðum, þegar vandi steðjar að þjóðinni, þó að eðlilegra væri nú kannski að kalla á hann, þegar það væri ekki, því að þá væri eitthvað voðalegt í vændum. Þessi önd- vegismaður, því að það er Jón- as, þó losnað hafi um skrúfu, hefur nú þeytt af sér feldinum og risið upp forkláraður í morg- unljómann og birt okkur draum sinn. Það hlýtur fleirum en mér að hafa brugðið í brún, þegar í ljós kom að þetta var gamli kreppu draumurinn frá 1930, lítið eitt breyttur. Þá var uppi annar Jónas, mik- ill draumamaður líka. Hann dreymdi einnig draum um það, að þjóðin þyrfti ekki að róa, það væri stopull atvinnuvegur, auk þess, sem fólk hefði vont af því að veiða þorsk, hins vegar væri sauðkindin mannbæt andi. Hann reyndi síðan að upp- fylla þennan draum og teymdi þjóðina uppí fjöllin í leit að draumaríkinu, og þar var hún að hrekjast í átta löng ár, en þá loks dróst hún til baka ofan úr fjöllunum, kviðdregin og sár- fætt, leitaði uppi bátskeljar sín- ar, sem hún hafði hlaupið frá og nú voru orðnar fúnar á kamb inum, ýtti þeim á flot og tók til að róa aftur upp á líf og dauða. Hinn fyrri Drauma-Jónas dreymdi sem séu m landbúnað- arhimnaríki í landi okkar, sem vægast sagt er erfitt land und- ir bú, ef hlutlaust er litið á málin, þó að bændur okkar hafi sýnt með afburða dugnaði og harðfylgni, að einhver hluti þjóð arinnar geti lifað af þeim at- vinnuvegi. Hinn síðari Jónas dreymir aftur á móti um verk- smiðjupatent og þjónustu við náunga sinn. öll eigum við okkur drauma um eitthvað annað en það sem er, en sem betur fer rætast þeir sjaldan, því að svo ömurlegt, sem það er að lifa við draum, sem aldrei rætist, þá er hitt víst hálfu verra að lifa uppfyll- ing draums síns. Draumar eru misleiðinlegir. Fyrri Jónasar draumurinn var skemmtilegur draumur. Það var skáldleg sýn að sjá fyrir sér blómlegar sveitir og bændahöfðingja þeysandi á truntum lemjandi fótastokkinn, um öll héruð, miklar hjarðir kvikfénaðar í högunum og hraustlegt fólk, stútfullt af þjóð legum fróðleik, starfandi að hey skap á túnum. Síðari Jónasar- draumurinn er hrollvekjandi: dapurlegur verksmiðjulýður þrammar malbikið en vinnukon- ur og sendlar á þönum um allar jarðir. Á árunum 1930-32 féll íslenzk ur fiskur í verði um 40% eða svipað og nú, og steðjuðu þá skiljanlega mikil vandræði að sjávarútvegnum og um leiðþjóð inni allri. Það hafði verið hirtur hver eyrir af útvegnum á góð- ærunum fyrir 1930, og útveg- urinn búið við svo óhagstæða gengisskráningu að fyrirtækin ultu í metaflaárum. Þegar þetta var, var árlegur innflutningur, sem sjávarútvegurinn borgaði auðvitað fyrir þjóðina og hún skipti á milli sín til neyzlu, orð- inn um sextíu milljónir, enhafði verið þrjár til fjórar milljónir, þegar sjávarútvegurinn tók að eflast á tíunda áratug nítjándu aldar, þegar kútterarnir voru keyptir. Það segja fróðir menn, að á þessum rúmum þremur ára- tugum, frá 1896 til 1930 hafi ekki hjá nokkurri þjóð orðið jafn stórstígar framfarir efna- hagslega og hjá þessari fisk- veiðiþjóð í norðurhöfum. Hér hafði ríkt eymd og volæði fyrir aldamótin og eignaleysi þjóðar- innar svo algert að þess voru fá dæmi, en 1930 var hér all- blómlegt um að litast og fram- kvæmdir miklar á ýmsum svið- um. Meðan vel gekk lofuðu menn þennan atvinnuveg, og sögðu sem satt var, að enginn annar atvinnuvegur, sem þá var þekktur í heiminum hefði getað annað þessari uppbygg- ingu hjá svo fámennri þjóð. Þó voru þeir alltaf nokkrir, sem ekki sættu sig við að þjóðin lifði af þessum at- vinnuvegi og einn þeirra var hinn fyrri Drauma-Jónas, sem áður hefur verið sagt frá. Þeg- ar tók að harðna á dalnum fyrir sjávarútveginum, birti hann þjóðinni draum sinn, eins og síð- ari Jónasinn nú, og hefur meg- inefni draumsins verið rakið. Röksemdirnar, sem fylgdu draumnum voru svipaðar og nú: — Það er ekki byggjandi á þess- um atvinnuvegi. Hann er svo misgjöfull og stopull. Við verð- um að efna til traustari at- vinnuvega. Tnní þennan draum Jónasar blandaðist einnig draumur krat anna, um iðnað og vinstri sinn- að verksmiðjufólk. Hvorir tveggja tóku til að starfa að draumum sínum og voru út- vegsmenn ofsóttir, en sjómenn uppnefndir. Skipastóll lands- manna var látinn dragast sam- an úr 23 þús. tonnum í 21 þús., algert bann var við því að kaupa skip inní landið, og reynd ar að koma með þau hér upp að ströndinni, þó einhver hefði nú viljað gefa okkur þau: sjó- mönnum fækkaði úr tæpum átta þúsundum í rúm sex þús- und. Þeir fáu aurar, sem enn komu inn fyrir bútunginn voru festir í byggingum í sveitum, vegum, brúm og í ýmiskonar menningarsýsli, en þessir menn áttu sér all-fagran menningar- draum, byggðan á þjóðlegum verðmætum, en því miður of of- stækisfullan til þess að hann gæti ræzt og hann endaði, sem alger forheimskan- og vatn á millu bítlanna, sem amast við öllu þjóðlegu. Alls- konar iðnaðiu' var efldur og loks fjölgaði fólki stórlega í hverskonar óarðbærri þjónustu og skriffinnsku, því allt logaði í ráðum og nefndum. Þjóðin komst í raun og veru ekki útúr þessu öngþveiti fyrr en í stríðsbyrjun, en þá áttum við ekkert eftir nema gömul og úrelt skip, og verður það aldrei tölum talið, hvað þessir menn höfðu af þjóðinni, með því að valda því að við áttum ekki stærri og betri flota en við átt- um í stríðsbyrjun. Þannig endaði hinn fyrri draumur um land- búnaðar- og iðnaðarþjóðina að stríðið bjargaði okkur frá hon- um. Nú verður því lítið eitt velt fyrir sér, hvort nokkurt hald sé í síðari Jónasar draumnum. Draumur Jónasar nú er í stuttu máli sá, að fækka skuli hlutfallslega í frumgreinum, landbúnaði og fiskveiðum, en fjölga í þjónustustörfunum og iðnaði. Orðrétt hljómar boðskap »ir hans á þessa leið (Mbl. 27. apríl 1968) ... Ef það á að verða ámóta aukning á velmeg- un og hefur verið í öðrum lönd- um og við höfum vanizt að gera okkur vonir um, verður að verða hlutfallsleg aukning í úrvinnslu- greinunum samhliða enn meiri aukningu í þjónustugreinunum, en hlutfallsleg fækkun í frum- greinunum ... Vinnukonur og sendlar. Þá er fyrst að athuga um þjónustustörfin, sem við eigum að lifa af öðrum þræði. Nú get- ur þjónusta verið margvísleg, en það verður ekki annað ráðið af orðum Jónasar, en hann eigi einungis við almenna þjónustu til þæginda mannfólkinu, en ekki þjónustu, sem eykur fram- leiðni t.d. viðgerðarþjónustu eða skapar bein verðmæti, eins og flug. Framað þessu hefur það yfir- leitt verið kenning stjórnvalda, hinna ýmsu velmegunarríkja, að hamla bæri á móti tilfærslu fólks í þjónustustörf, sem ykju Ásgeir Jakobsson. eyðsluna en minnkuðu fram- leiðsluna, og þessi þróun hefur verið talin sjúkdómseinkenni velmegunarinnar, sem fyrr eða síðar myndi leiða til ófarnaðar, kreppuástands og samdráttar. Nú kemur Jónas og segir okk- ur, að þessi flutningur fólks í þjónustu úr frumgreinum, sé or- sök velmegunar, ekki afleiðing, og okkur beri að efla þessa þró- un. Jónas styður mál sitt með dæmum af Grikkjum og Spán- verjum þar sem fátt fólk sé í þjónustu störfum, enda séu þess ar þjóðir fátækar, en hins veg- ar sé margt fólk í þjónustu- störfum í Bandaríkjunum og Þýzkalandi enda séu þær þjóð- ir ríkar. Sem sagt: ríkur maður hefur þjón, fátækur maður hef- ur engan þjón, þar af leiðir að ráðið til að verða ríkur er að fá sér þjón. Ég hélt að öllum væri ljóst, að Bandaríkjamenn og Þjóðverjar væru ríkir þrátt fyrir fjöldann í þessum löndum við þjónustustörf en ekki vegna þess. Telur Jónas að Grikkir og Spánverjar væru betur farnir, ef þeir hættu þó þessu amstri sínu í landbúnaði og fiskveiðum og tækju til að þvo hverjir öðr- um um tærnar? Við skulum velta fyrir okkur nokkrum dæmum héðan um þetta atriði, hvort þjóðhagslega borgi sig betur þjónustustörf eða framleiðsla. Er það hugsanlegt, að Reyk- víkingar og Akureyringar — en á þessum stöðum er hlutfallið milli þjónustustarfa og frum- greina mest að skapi Jónasar hérlendis — væru betur haldn- ir en Vestmannaeyingar eða Sandgerðingar, þar sem fólk er einvörðungu í annarri frumgrein inni, sjávarútvegi, ef þessir stað- ir allir ættu einungis að búa að sínu. Heldur Jónas, að við ætt- um í minni erfiðleikum nú, ef hér hefðu á undanförnum árum, verið, t.d. tveim þúsundum manna færra á sjó, en tveim þúsundum fleiri verzlunar- veit inga- og bankamenn? Nú er það einn bóndi, sem hefur um langahríð lagt nótt við dag í grasleysisárum við að kroppa þúfurnar með vinnufólki sínu, svo að hann næði saman nægum heyjaforða að haustL Jónas Haralz kemur á þennan bæ og sér að þar er þröngt í búi og hann ráðleggur bónda, að taka heim eina vinnukonuna úr teignum og láta hana heldur hjálpa til við heimilisstörfin og muni honum þá betur farnast. Bóndi trúir þessu illa, enda eru bændur enn verri en kindurnar, sem þeir passa, með það, að þeim er gjarnt að stinga við fótum í tíma og ótíma. Þá verður það, að það gerir góðæri mikið og grasár og bónda og fólki hans veitist létt hey- skapurinn. Það flekkjar sig nú túnið, þar sem áður var naum- ast bithagi. Bóndi sér nú, að hann þarf ekki á öllum sínum rakstrarkonum að halda á tún- inu, nú þarf ekki lengur að hirða upp rökin í svuntuhorn- ið, og hann sendir eina þeirra heim í bæ til konu sinnar, sem hefur stritað ein við heimilis- störfin og þjónustuna öll mögru árin. Jónas kemur nú aftur á bæinn og sér að þar er al1' blóma, veitingar góðar og fram- reiðslan eftir því. Hann segir: — Hvað sagði ég þér ekki, bóndi góður, að þitt ráð myndi vænk- ast, ef þú ykir heimilishjálpina:“ Gekk nú búskapurinn vel um hrið og hélzt góðærið. En það er ekki eHíft sólskin í þessum táradal hér og það tók að harðna í ári aftur. Þar sem áður lá gras í legum er nú varla ljátækt. — Bóndi og hjú hans, sem enn eru á engjunum, leggja nótt við dag, en þó er tvísýnt, hvort þeim takist að afla nægra heyja fyrir veturinn. Þar sem hvert strá er nú hirt, veitist rakstrarkonum erfiður raksturinn og bóndi kem ur að máli við konu sína: Nú er ekki gott í efni, góða mín. Mér ætlar að ganga seint heyskapurinn. Ég verð líkast til að taka af þér vinnukonuna aft- ur. Ég þarf á öllu fólkinu að halda við að reyta saman heyin og þú verður einihvern veginn að bjargast ein við heimilisstörfin í bili. Það verður að hafa það, þó að það sé ekki hvítur dúkur á borðum um sinn. Það batnar í ári vonandi fljótlega aftur“. Konunni líkar þetta ekki vel sem vonlegt er og hún biður bónda sinn að fara nú að öllu með gát og aðhafast ekki neitt, nema hann hafi áður ráðfært sig við Jónas, ef hann kynni að hafa dreymt nokkuð eða fengið vitr- an, enda viti bóndi það, að engin ráð séu nú ráðin, nema leitað sé Jónasar og hafi hans ráð gefizt vel. — Þau gáfust vel í góðærinu, en ekki veit ég hversu vel þau gefast mér nú ,segir bóndL Hann lætur þó að orðum konu sinnar og hringir í Jónas og segir honum, hvernig komið sé fyrir sér. — Hvað ertu með marga við heyskapinn? spyr Jónas. — Þrjá við slátt, tvær við rakstur. — Hvað er margt fólk heima við í þjónustunni? — Ein vinnukona og svo kon- an, segir bóndi. — Já, það er einmitt það. — Taktu 'heim tvo kaupamennina, settu annan uppá loft við að færa bækur yfir búskapinn, hinn við að mála búsið, og taktu síðan báð ar rakstrakonurnar, sem eftir eru og láttu þær hnýta slaufur í hárið á vinnumönnunum. Sjálf- ur skaltu hátta strax hjá kon- unni. — Já, en þá er bara einn eftir við heyskapinn. — Já, það er einmitt það allra mesta sem það má vera. Þú ert þá kominn nœstum því með sama h'lutfall milli frumgreina og þjónustu og nú er í Bandaríkj- unum. Bandaríkin eru rí'kt land eins og þú veizt, og það er eng- in skömm að því að fara að dæmi þeirra. V erksmið jupatentið Jafnframt því, sem við eigum að græða á því að verzla hverir við aðra og hafa þjónustufólk við hvem fingur, eigum við að græða á draiumaiðnaði. í þeim iðnaðardraumi er þó ekki fisk- iðnaðurinn, því að Jónas telur okkur engin skilyrði hafa í þeim iðnaði umfram aðrar og má þann ig segja að flest mælir hann öfugt við það se maðrir vildu sagt hafa. Það leggst enginn gegn því, að auðlindir landsins séu nýttar til stóriðju, ekki heldur gegn iðnaði, nema það eigi að efla hann á kostnað sjávarútvegs ins eða fremur en sjávarútveg- inn. Dæmið frá 1930 er enn svo ferskt í huga þjóðarinnar, að hún myndi aldrei sætta sig við, að tekið væri að elta draumsýnir nú eins og þá uppí fjöllin eða útí eyðimörkina, þegar harðnar í ári og okkur er þörf á heiíbrigðu raunsæi. Jónas bregður sér aftur ú)tl löndin, að hifcta Grikki, Spán- verja, Baindaríkjamemn og Þjóð- verja til að renna stoðum und- ir kemningu sína um iðnaðinin, eins og áður undir þjónusbuna. Hann segir, að Grikkir og Spánverjar séu ekki aðeins fá- tækir af því, að þeir séu lítið í þjónustugreinum, heildur bæti þeir gráu ofan á svart með því að stunda frumgrieinarmar, larnd búnað og fiskveiðar. Þetta dæmi hefur ekkert gildi fyrir okkjur fremur en dæmið af sömu löndum í þjónustu- störfunum. Grikkland og Spánn eru hvorttveggja sviðiin lönd, löngu ofbeiibt og ránytnkt og ör- deyða á miðum þeirra. Þegar grískir og spændkir fiskimenn róa á miðin á smákæn um símif, dorga þar liaglangt í nokkrar körfur fisks, eims og mennimir á Gemasant vatm fyr- ir tvö þúsund árum, þá inmbyrð ir sami fjöldi áhafnar á íslenzk- um báti þrjú til fjögur hundruð tonn síldar eða fimmtíu til sex- tíu tonn þorska með véium sin- um og stórfelldum veiðarfænum. Fiskveiðar áðurnefndra þjóða og Ísílendiniga eiga ekkert sarneig- integt neraa niaifnið og það hiefur ruglað Jónas. Það er rétt að heimsækja þessi ríku iðnaðairlönd, sem Jónas fest ir svo mjög augu á og telur að geti verið ofckur fordæmi og ræða í leiðinni framtíðarhorfiur iðnaðarins í heiminum annars en matvælaiðnaðar. Nú vita það allir, að það sem valdið hefur iðnaðarstökki þess ara þjóða var alger skortur á iðnvarningi fyrst etftir Heims- styrjöldina og þó fyrst ogfremst það, að það opnuðust markaðir í Asíu og Afríku löndum byggð- um hundruðum millljóna fólks, að loknu stríðinu. Betur stæðu löndin lánuðu síðan hinum fátæk ari stórfé til að örva kaupgefbu þeirra og var þetta ný stefna og hefur reynzt vænteg. Menn bíða samt eun eftir svari við því, hvað gerist, þegar þessi lönd, sem nú eru aðeius mark- aðslönd fyrir iðnríkin, hafa byggt upp iðnað sinp, eins og markfið þeirra er. Lætur Jónias sig dreyma um, að það hafi ver- ið furilin upp einhver eilífðar vél í framleiðslu og sölu iðn- varniings, þó að fyrmefnit ráð hafi gefist vel enn. Framh. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.