Morgunblaðið - 08.06.1968, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 08.06.1968, Qupperneq 10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. JIJNl 19*6»8 / l / i / i ( ( I / ( < 10 , «—■ ■ —1» .Stærsta heillasporið, þegar Heiömörk var friðuð' — segir Reynir Sveinsson, eftirlits- maður Heiðmarkar í samtali við Mbl. „ÞAU eru mörg sporin, sem stigin hafa verið til heilla í þessu bæjarfélagi, en eitt- hvert það bezta var það, þeg- ar Heiðmörk var friðuð og gerð að griðlandi Reykvík- inga. Komandi kynslóðir eiga eftir að þakka forfeðr- unum það framtak og þá framsýni“, sagði Reynir Sveinsson, eftirlitsmaður í Heiðmörk, þegar hann ók með okkur í gegnum grið- landið sl. fimmtudag og sýndi okkur, hverning trén hafa komið undan vetrinxun. Við vorum ekki sérlega heppnir með veður í þessari ferð okkar. Hann gekk á með skúraleiðingum og lands- sunnanstrekkingi en vindur- inn var hlýr, sem lék um vanga okkar og ilmurinn frá furu og greni, að ekki sé minnzt á birkianganina, lét okkur fátt um finnast slík aukaatriði. „Segja má, að allur trjá- gróður í Heiðmörk hafi kom- ið mjög vel undan vetri“, sagði Reynir. „En þess ber þó að gæta, að við höfuin fengið þrjú hörð vor í röð, og það setur sitt mark á allan gróð- ur. Hvað þessi litlu grey spjara sig „Maður er náttúrlega hissa, hvað þessi litlu grey spjara sig. Ævin okkar er svo stutt, eins og nú veizt og þau eru voðalega lengi trén, að koma sér af stað, en svo þjóta þau áfram og upp, þá tekur við þeirra lífsbarátta. Sum standa sig vel, önnur miður, sum njóta betri vax.t- arskilyrða en önnur, rétt eins og í mannlífinu“. „Ertu Reykvíkingur, Reyn- ir?“ spyrjum við, rétt um leið og við beygjum inn í Heiðmörkina við Maríuvelli. „Já, og ég er alinn upp hiér í Reykjavík, á Vatnsstígnum. Við Einar Sæmundsen, skógarvörður, vorum saman í skóda. Ja, það er mikið þrek, sem þeim manni er gef- ið. Þarna ferðast hann um nágrennið til eftixlits með skógum, nær allan daginn, fram á kvöld og iðulega fram á nótt, en a'Iltaf skal hann vera mættur fyrstur í Skógræktarstöðinni í Foss- vogi um 7 leytið á hverjum morgni. Áhugi Einars á skóg ræktanmálum er ódrepandi. Reykjavík hefur mikið breytzt frá því ég var ungur. Hugsa sér alla þessa stækk- un á byggingum og aúkningu á landsvæðum. Þá stakk maður kola utan við Rauðará, og þá varp krían á túninu á Rauðará, en núna er allt undir malbiki og byggingum. Bergfuran er nægjusöm Á vinstri hönd okkar er Vífilsstaðahlíð. Þar í hlið- inni, á áður örfoka melum og hodtabörðum, hefur verið plantað bergfuru, þúsundum saman. Hún er að mestu ætt- uð frá Norður-Noregi og Pyreneafjöllum, og er sér- deilis nægjusöm á jarðveg, og þolir næðing flestum trjám betur. Auk þess er bergfuran skarttré eitt hið fegursta sem við eigum hér- lendis í dag. Bundnar eru miklar vonir við ræktun bergfuru. Hún verður máski ekki alltof hátt tré hæst í kringum 6 metra, en bún er þolin og nægjusöm, kjörin trjáplanta í okkar kalda landi“. Og við ökum áfram hver staður á sitt örnefni í Heið- mörk fjölbreytni í landslagi er óþrjótandi gönguleiðir ferðamanna ótakmarkaðar í allar áttir. Gott á það fólk, sem til slíkra staða getur leitað ,þegar dagsins önn og amstri er lokið, og fundið frið sállu sinni og líkama í skjólgóðum lautum Heið- merkur, sem innan tíðar, jafnvel áður en mann varir, verður vaxinn stórskógi og þá tekur maður undir með skáldinu og segir af hjartans eindægni: „Menningin vex í lundi nýrra skóga“. .vSérðu dalinn þarna?“, spyr Reynir á leið okkar gegnum Heiðmörk. „Já, ég sé líka, að þama hafið þið plantað í plóg- strengi, og minna má niú sjá“. Hvert ár er dýrmætt „Hugsaðu þér allt þetta flæmi á dalnum þeim arna. Segja má, að dalurinn sé all- ur ein planta. Gætirðu ímynd að þér, hvernig sá dalur lít- ur út eftir 50 ár?“ „Já, ég held það, en samt er þetta umhugsunarefni allra íslendinga í dag, hversu mik- il nuðsyan það er að planta til nýrra skóga í tíma, já, strax í dag. Hvert ár er dýr- mætt, en hvernig stendur á því, Reynir, að ég er eitthvað svo áttavilltur í Heiðmörk?“ „Það stafar af víðfeðminu, hinum mörgu vegum, hinum mörgu félagslundum, sem hér prýða umhverfið. En hér skulum við stanza um stund“. Lundurinn Undanfari Við bregðum okkur útúr bílnum um stund, og fram- undan blasir við Borgarstjóra tréð svokallaða, sem talið er til fyrstu gróðursetningar hér í Heiðmörk. Þetta er Sitka- grenitré, dáfallegt, en það hef ur vafalaust lent í hretum á hörðum vorum og sjálfsagt má finna fallegri tré jafn- gömul þessu víðsvegar. „Það var Gunnar Thorodd- sen, þáverandi borgarstjóri, sem gróðursetti þetta tré 25. júní árið 1950. En líttu hér til vesturs og horfðu á lundinn þarna“. „Já, þetta er fallegur lund- ur af sitkagreni, það ég sé, en hvað er svona merkilegt við hann?“ „Jú, sjáðu nú til, þennan lund köllum við UNDAN- Reynir Sveinsson, eftirlits- maður í Heiðmörk, heima hjá sér á Elliðavatni. (Myndirnar tók Sv. Þorm.) FARA, vegná þess, að lund- ur þessi var hinn fyrsti hér í Heiðmörk, og plantað var í hann árið 1949. Sum trén eru nú á 4. metra á hæð. Hér í nánd sérðu líka nokkrar skóg arfurur, sem hefur reynzt okkur frekar illa, aðallega meira skjól en bergfuran og fjallafuran. Ég er ódeigur að grisja birkið, og sérðu sjálf- sagt vegsummerkin hér í nánd greinilega. Enda má segja að meira beri á barr- trjánum eftir sem áður, og þetta verk vinnum við aðal- lega fyrri hluta vetrar. Þú heldur máski, að það birki ,sem við grisjum, falli engum til góða? Mesti mis- skilningur. Við notum það til að breiða yfir ungar plöntur á vetrum. í skógræktarstöð- inni í Fossvogi, og þar kemur það að fullum notum, og hefði sjálfsagt fáa dreymt um það hér áður. Sjáðu þessa skógar- furu með könglana. Einnig þetta sitkagrenitré með köngla. Þegar tré hefur orð- ið fyrir áfalli, myndar það allra helzt köngla. Þcir eru fallegir, setja svip sinn á tréð, en ætli við vildum ekki frek- ar, að trénu gengi vel að vaxa, en fá nokkra köngla? Líttu nú hér útsuðuí, niður skjaldlúsinni að kenna, og stafafuru, sem þarf aðeins Verzlunarmannalundurinn hefur vaxið. Hann Daniel ætti endi lega að sjá þessa mynd, sagði Reynir. Reynir Sveinsson stendur við hlið Borgarstjóratresins. eftir þessari brekku, vestan- vert við Undanfara. Hér í er plantað rauðgreni, og hér eru virkilega falleg tré að vaxa úr grasi. Ég er reglulega mont- inn af þessari brekku og alls ekki að ófyrirsynju. Þetta er á svo mikilli framfarabraut". Farið varlega með eld „Er ekki gott að fá vætuna í þurrbrjósta tréin?" spyrjum við. „Ekki er gott rétta orðið. Ágætt eða nauðsynlegt kæm- ust nær mínu áliti. Heiðmörk var eftir þurrkana orðin svo þurr, að engu mátti muna, að ekki logaði upp úr. Ékki þurfti nema einn óforsjálan ferðamann, sem henti frá sér sígarettu, og allt færi þá í bál og brand. Og hrauneldur er óskaplega hættulegur. Hann leynist svo lengi í hrauninu. Reykur sést í dag, eldur á morgun, reykur hinn daginn og svona koll af kolli, án enda. Að ráða við sinueld er barnaleikur, en hrauneldur er skollans ári heitt víti, og það er ekkert gamanmál, sem ég flyt hér, en það er að beina þeirri áskorun til allra þeirra, sem um Heiðmörk ganga, aka eða ríða, að henda ekki log- andi sígarettu niður í kjarrið og lyngið. Óbætanlegt tjón gæti þar af hlotizt. En sem betur fór kom væt- an, og á veðurathuganastöð- inni okkar hér í Heiðmörk mældust í gær 6.3 mm úr- koma, og nú byrjar að spretta og vaxa, já, svo sannarlega. Sástu annars þessa fugla, sem flugu hérna yfir?“ „Já, ég er nú vanur því að veita fuglunum athygli. Ég er þegar búinn að sjá Spóa, Heiðlóu, Steindepil, Þúfutitl- ing, Máríerlu og Kjóa, að ógleymdum Skógarþrestinum, sem syngur hér í nágrenninu sitt „serenade“ sínum maka til sáluhjálpar. Og þetta voru gæsir ,sem þú spurðir um“. „Já, einmitt, þarna eru gæs irnar, vinkonur mínar, lifandi komnar. Ég taldi ein 17 gæsa- hreiður hér í fyrra, og ekki verða þær færri í ár“. Hann Daníel ætti að sjá þessa mynd Og við ökum á milli skóg- arsvæða hinna ýmsu félaga, sem I árdaga nenntu að leggja hönd á plóginn í ræktunar- starfinu. „Þau eru ósköp misjafnlega dugleg við reitina sína. Yerzl- unarmenn voru hér áður fyrr mjög áhugasamir. Þú sérð þennan rauðgrenireit fram- undan. Þennan reit eiga verzl unarmenn. Þetta er fallegur reitur. Einn áhugamaður var innan þeirra raða, hann Októ Þorgrímsson sálugi hjá Magn úsi Brynjólfssyni. Þá gekk allt í lyndi, meðan áhuga hans naut við. Svo dó hann og þá hvarf þeim allur þolin- móður, — þeir hættu að koma hér — en síðan hefur lundur þeirra vaxið ein ósköp. Þú skalt láta taka mynd af þess- um verzlunarmannalundi. Hann Daníel Gíslason hafði enga trú á þessu, enga trú á, að þetta myndi dafna. Nú get ur Daníel séð á myndinni, að trú hans á skógræktinni var á engum grunni byggð. Nú getur Daníel séð, að hér er allt í blóma. Jú, hann Daníel hefur gott af að sjá þessa mynd. Og hér sérðu svo Thorgeirs staði, einasta húsið í Mörk- inni. Ætli þetta sé ekki ein- asta húsið á landinu, sem byggt er úr bjálkum. Nord- manslaget hefur verið dug- legt í skógræktinni, og því sé prísað lof. Um leið og við ökum út úr Heiðmörkinni við Jaðar, stönz um við eilítið við gamalt Sauðahús Magnúsar í Engja- bæ. Tóttin er hlaðin úr grjóti, hellum, síðan reft yfir. Sem betur fer er Heiðmörkin í dag friðuð fyrir öllum sauðkind- um. „Sauðkindin", segir Reynir. „Auðvitað getur hún valdið miklum skaða, en meiri skaða valda þó mennirnir, sérstak- lega við girðingar“. Þarna á næsta leiti mætir Sveinn Þormóðsson, sem með okkur var, bíl á blindri beygju, og það er ekki að sök- um að spyrja, að þeir eru báðir á vinstra kanti á þess- um mjóa vegi, en átta sig í tíma, sveigja til hægri, og málinu er borgið. En þá gellur í Reyni eftir- litsmanni Heiðmarkar: „Tja, mér finnst ég nú eiga þessa vegi hérna innan Heiðmark- Framh. á bls. 24 i

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.