Morgunblaðið - 08.06.1968, Síða 14

Morgunblaðið - 08.06.1968, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1966 Hvaða áhrif hafði þessi hörmulegi atburður á þig? MORÐIÐ á Robert F. Kenn- edy, öldungadeildarþing- manni, kom róti á hugi Is- lendinga sem annarra. Morg- unblaðið sneri sér í gær til nokkurra aðila og spurði: — Hvaða áhrif hafði þessi hörmulegi atburður á þig? Svör þeirra fara hér á eftir. Sverrir Pálsson, skólastjóri: ,,Enn urðu svört sólskin" „Voðaverkið í Dallas var hnefahögg í andlit þeirra, sem trúðu á batnandi heim og feg- urra líf. >ar hné glæstur fulltrúi nýrrar kynslóðar í stjórnmálum heimsins. Hann hafði í senn átt göfugar hugsjónir og djörfung til að bera þær fram til sigurs. Mannkynið hafði eignazt nýja trú á framtíð sína, frið og rétt- læti. Þegar ótíðindin spurðust var mikill hluti heimsbyggðarinnar gripinn óvissu, jafnvel vonleysi. Mönnum varð þegar ljóst, að mannkynið hafði orðið fyrir þungu áfalli. Meira en það: hver einstakling ur hafði orðið fyrir persónu- legum harmi, eins og hann hefði misst hjartfólginn bróður. En rödd hans var ekki hljóðnuð, hugsjónir hans ekki slokknaðar. Yngri bróðir hans, honum sviplíkur um margt, bjóst til að hefja hið fallna merki. Vonir glæddust enn um réttlæti þeim til handa, sem við ranglæti búa og höllum fæti standa. Glaður og víghreif- ur fagnaði hann sigri á leið sinni að lokamarki. Þá kvað við annað skot, enn urðu svört sólskin. Mig gripu sömu kenndir þann júnímorgun og nóvemberkvöldið um árið, mér fannst ég hafa verið lostinn persónulegum harmi. Mér varð á að spyrja sjálfan mig: „Hve- nær rennur upp sá dagur, er menn verða ekki lengur ofsóttir fyrir réttlætissakir og hjörtu manna verða ekki lengur full af hatri og myrkri?“ Þrátt fyrir allt verðum við að trúa því, að upp af moldum þess- ara Gracchus-bræðra nútímans renni limfagur meiður, barátta þeirra beri árangur og hugsjónir þeirra sigri“. Óskar Magnússon, kennari: „Sömu hugsjónir — sömu örlög" sigrum Kennedys, því ef hann hefði orðið for- seti og fylgt 1 fótspor bróður síns, mátti bú- ast við batnandi horfum í heims- málunum. Þótt svona fréttir frá Bandaríkjunum ættu ekki að koma á óvart, ætlaði ég samt varla að trúa því, að þj óðfélag, sem telur sig standa á háu menningarstigi, skuli hvað eftir annað láta myrða þá menn sem vilja berj- ast fyrir friði og bættum Mfs- kjörum ekki aðeins í sínu heima- landi heldur um allan heim. Þetta er þriðja stóráfallið sem heimurinn hefur orðið fyrir af völdum bandarískra byssu- kúlna á fáum árum“. Anna Borg, húsfrú: „Álitshnekkir" „Mér finnst hann álitshnekkir, ekki aðeins fyr- ir Bandaríkin, heldur fyrir alla heimsbyggðina. Hvað er eigin lega að gprast í heiminum? Er hið illa algjör- lega að ná yfir- ráðum yfir hinu góða? Er ekkert hægt að gera til þess að stöðva þá þróun?“ Pétur Einarsson, leikari: „Viðbjóðslegt morð" „Það er ógjörningur fyrir mig að lýsa þeim áhrifum, sem þetta viðbjóðs- lega morð hafði á mig. Fáein orð duga þar hvergi til“. Finnbogi Örn Jónsson, verzlun armaður: „Trúði ekki í fyrstu" „I fyrstu gat ég ekki trúað því, að þessi at- burður hefði áttpj sér stað, en j| seinna vaktip það furðu mína,| að slíkt skulil geta endurtekið sig hvað eftir:; annað í félagi sem Bandaríkjunum. baki verknaðin- um. Vonandi var um að ræða vitskertan of- stopamann, sem ekki var sjálf- ráður gerða sinna. Hitt væri jafn vel enn skelfi- legra ef um væri að ræða pólitískt morð, ef menn sem búa í ríki, sem er út- vörður mannhelgi og lýðræðis, kjósa ofbeldi og hryðjuverk sem tæki til áhrifa fram yfir þau stjórnmálaréttindi, sem lýðræð- ið veitir. Samtímis þessu berast fregnir úr ýmsum rótgrónum menning- arríkjum um löglausar aðgerðir og ofstopa, jafnvel í þeim hóp- um, sem mestrar menntunar njóta. Ógnir nazismans og komm únismans eru í fersku minni. I því stjórnarfari koma hryðju- verkin ofan að, frá stjórnendun- um, sem halda almenningi í hel- greipum. Núna virðist svo sem sumir hópar. almennings í frjáls- um löndum sjái ekkert athuga- vert við að brjóta lög og beita of- beldi. Manni verður spurn: Hvað er að gerast? Hvað er það sem vant ar í ríkjum, þar sem megin- áherzla hefur verið lögð á lýð- ræði, frelsi og velmegun. Ég held, að það sé knýjandi nauð- syn að hefja nýja öfluga og víð- tæka sókn á sviði hugræktar, á heimilum, í skólum og með fjöl- miðlun. Listamenn gætu valdið straumhvörfum með því að nota snilligáfu sína til þess að tjá meiri fegurð í stað þess ljót- leika og grófleika, sem verið hefur svo hörmulega útbreiddur á undanförnum árum. í skólum má ekki aðeins fara fram þekk- ingaröflun, heldur þarf að leggja stóraukna áherzlu á skapgerðar- þroska og siðgæði. Það eru vandamál sem þessi, sem hinn hörmulegi dauðdagi Roberts Kennedys minnir á“. Ólafur B. Thors, lögfræðingur: „Bœði hryggur og reiður" „Ég varð bæði reiður. Atburð- irnir í Dallas og Memphis rifjast upp og sú spurn ing verður áleit in: Hvað er að'| gerast í þjóðfé-^ lagi, eftir annað vettvangur slíkra voða- verka“. hryggur og sem hvað Edda Jónsdóttir, húsfrú: „Ég á engin orð" „Þessi frétt kom eins og reið- arslag. Ég fylltist skelfingu, sér- staklega þegar ég hugsa um það, að þetta er annar bróðirinn, sem fellur þennan hátt. A1 varlegast er þó, að þeir börðust báðir sömu um og báðir fyrir sömu örlögum". Hákon Aðalsteinsson, yfir- lögregluþjónn: „Þriðja stóráfallið" „Þetta var reiðarslag. Ég hef fylgzt með kosningabaráttunni í Bandaríkjunum og glaðzt yfir Ragnhildur Hélgadóttir: „Hvað vantar á ?" „Sorg og skelfing gagntóku hug minn, er ég heyrði um árásina á Kennedy. Fregnin var hörmuleg á svo margan hátt. Sá maður hefur ekki mennskar tilfinning- ar, sem getur svipt konu með tíu börn manni sín- um, börnin föður sínum og for- eldra syni sínum. í huga mínum var sorg yfir því, að enn skyldi merkisberi réttlætis falla fyrir morðingjahendi. Robert Kenne- dy var einn skeleggasti máls- svari svartra manna í baráttunni fyrir auknum skilningi milli hvítra manna og svartra. Ég fylltist skelfingu, er ég reyndi að hugleiða hvað gæti legið að „Ég er bara undrandi yfir því að þetta skuli eiga sér stað í frjálsu landi. Ég á engin orð“. Hörður Einarsson. hdl.: „Lœgja þarf ofbeldishuginn" „Sérhver skyniborinn maður verður að sjálfsögðu sleginn óhug við tíðindi um slíkan at- burð. Þegar frá líður, spyr mað- ur svo sjálfan sig kvíðinn: Get- ur ekki verið, að hliðstæður verknaður verði aftur unninn og getur það ekki gerzt hvar sem er jafnvel í okk- ar litla þjóðfé- lagi? Strangari löggjöf og aukin löggæzla mun ekki duga til að koma í veg fyr- ir slík ofbeldis- verk í stjórn- málabaráttunni, meðan alið er á þeim hugsunarhætti, sem leiðir til þeirra: Forhertri vissu um yfirburði eigin málstaðar og skoðana, hleypidómum og hatri á stjórnmálaandstæðingum. For- ystumenn í stjórnmálum og aðr- ir, sem aðstöðu hafa til að hafa áhrif á hugi annarra manna — og jafnvel stjórna þeim — verða að gera sér ljósa hina miklu ábyrgð, sem þeirri aðstöðu fylg- ir og beita valdi sínu til aukins skilnings og umburðarlyndis í samskiptum manna í milli hvort sem er milli þjóða, einstaklinga eða hópa innan hvers þjóðfélags. Með því móti einu verður of- beldishugurinn lægður“. Séra Ragnar Fjalar Lárusson: „Var varla Ijóst, hvers biðja bœri" „Það hafði mjög mikil áhrif á mig, er ég heyrði um árásina á Robert Kennedy. Ég hafði opn- að útvarpið á miðvikudagsmorg- uninn og bjóst við að heyra um sigur hans í Kaliforníu — en þá kom þessi voðafrétt eins og reið- arslag. Ég bað Guð heitt um það, að hann mætti lífi halda og öðlast heilsu sína að nýju. En þegar ljóst var, hve mikill á- verkinn var, var mér varla ljóst hvers biðja bæri og víst er dauðinn betri en líf án mögu- leika. Ég harma mjög fráfall þessa mæta og drengilega stjórn málamanns. Ég hefi haft miklar mætur á honum allt frá því hann kom inn í sviðsljós heimsmál- anna og vænti af hans hendi mikilla hluta. Hann var. mann- vinur og friðarsinni. — Og hvers þurfum við fremur við í viðsjár- verðum og hörðum heimi? Mér ofbýður sú ofbeldishneigð, sem nú virðist heltaka einstaklinga og þjóðir í ríkari mæli en stund- um áður. Eitthvað vantar í okk- ar siðmenntuðu þjóðfélög. Það sem vantar er aukin guðstrú og ábyrgðartilfinning ásamt mann- úð og bróðurást. Ég bið þess, að hinir sorglegu atburðir, er mannvinir hafa ver- ið myrtir hver af öðrum megi opna augu fjöldans fyrir lífs- nauðsynlegu gildi trúar og sið- gæðis meðal einstaklinga og þjóða“. Ólafur Oddsson, stud. mag.: Hvað er að gerast?" „Ég var sleginn miklum óhug og flemtri. Það hafði gerzt, sem enginn hafði trú á að gerzt gæti, ekki einu sinni Robert Kennedy sjálf- ur. Hér er um gífurlegt áfall fyrir banda- rísku þjóðina að ræða. Mér var einn- ig ósjálfrátt hugsað til bróðurins John Kennedy og Martin Luth- ers Kings og sú spurning vakn- aði: Hvað er eiginlega að ger- ast í Bandaríkjunum?" Guðmundur Lárusson: „Þetta er voðaverk" „Ég var flemtri sleginn og er enn. Ekki aðeins vegna þess, hve hryllilegur verknaður það er að skjóta 10 barna föður fyr ir allra augum, heldur einnig og þá ekki síð- ur, að með um skotum tekinn frá ur greindasti og mikilhæfasti for- ystumaður hins vestræna heims. Maður, sem alinn var upp í guðs ótta en ekki þrælsótta. Þetta var voðaverk, sem aldrei verð- ur bætt“. Ásgeir Pétursson, sýslumaður: „Það hefur kólnað" í veröld okkar" „Mér fannst hafa kólnað í ver- öld okkar. Ég hugsaði fyrst til fjölskyldu þessa glaða og drengi- lega manns og fæ ekki skilið þessa yfirgengilegu ógæfu. Það er sýnilegt, að heiftúðin leitar einmitt uppi hina algjöru andstöðu sína, göfugmennsku og velvilja, og leitast við að tor- tímá einmitt þeim, sem mest eiga af slíku hugarþeli. Þetta virðist köld stað s reynd, sem viðl sjáum stöðugti nýjar ,sorglegarf sannanir fyrir. Lincoln frels-i aði hina þel- dökku menn úr| ánauð — galt| lífið fyrir. Johíil Kennedy reyndi* að uppskera ávöxt af þeim góðu kornum, sem Lincoln hafði sáð, en féll fyrir kúlu ofstækismanns. Robert Kennedy hóf upp merki bróður síns staðráðinn í því að efla frið og jafnrétti með mönn- um. Og nú hefur honum einmg verið svipt á brott með svo hrapalegum hætti. En hefur hann þá lifað og Starfað til einskis? Nei, ekki, ef minning hans verður okkur öllum hvatning um aukinn þegnskap við þær hug- sjónir, sem hann fórnaði öllu. Ekki, ef þessi bitna reynsla þroskar samtíð okkar og opnar augu manna fyrir ógæfunni, sem af heift og hatri leiðir. Látum okkur öll vona, að sú verði staðreyndin. „Þá mun aft- ur hlýna í veröld okkar“. Svcinn Einarsson, leikhússtjóri: „Heimurinn verri eftir" „Mér brá illa og fannst heim- urinn verri eftir en áður“. Tónlistarskóia Keflavíkur slitið TÓNLISTARSKÓLANUM Keflavík var slitið laugardaginn 26. maí. Á þriðja hundrað nem- endur stunduðu nám í skólanum í vetur. Síðustu opinberu nemendatón leikar skólans voru haldnir í Nýja Bíó, um leið og skólaupp- sögn fór fram og komu þar fram nemendur úr nær öllum deildum skólans, m.a. léku þar lúðra- og strengjasveit skólana. Fjórir nemendur hlutu verð- laun við skólauppsögn. Ellen Mooney píanóleikari (Njarðvík), Brynjar Guðmundsson fiðlunem- andi (Keflavík), Ingvi Jón Kjari ansson trompetnemandi (Kefla- vík), og Gunnar Haraldsson klarinettnemandi (Sandgerði). Tíu kennarar kenndu við skól ann í vetur auk skólastjórans Ragnars Björnssonar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.