Morgunblaðið - 08.06.1968, Page 16

Morgunblaðið - 08.06.1968, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1968 írmiíítM&M!* Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri: Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar: Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. í lausasölu: Kr. 7.00 eintakið. Áskriftargjald kr. 120.00 á mánuði innanlands. VERÐUGT SVAR VID OFBELDINU egar Robert Kennedy var veginn, stóð kosninga- baráttan til forsetakjörs í Bandaríkjunum sem hæst, og hann hafði einmitt mjög styrkt aðstöðu sína til að vera útnefndur sem forseta- efni Demókrata. Ekki skal hér lagður á það dómur hvort Robert Kennedy hefði verið æskilegasti forseti Bandaríkjanna, þótt margt styðji raunar þá skoðun, en hitt er ljóst, að eftir þau voða verk, sem unnin hafa verið er knýjandi nauðsyn að þær hug sjónir, sem Kennedybræður hafa barizt fyrir — ásamt auðvitað fjölmörgum öðrum ágætismönnum — sigri svo rækilega, að von sé til þess, að ofbeldisöflunum skiljist, að barátta þeirra hefur öfug áhrif. Og þá er spurt: Hvernig verður þessu marki bezt náð? Er ekki svarið við því aug- ljóst. Ættu ekki frjálslynd öfl í Bandaríkjunum að sýna þá dirfsku að kjósa Edward Kennedy sem varaforseta eða jafnvel forseta sinn í haust, þótt hann sé ungur að árum. Bendir flest til þess, að hann sé sízt eftirbátur bræðra sinna að hyggindum, víðsýni og glæsileik. E.t.v. kynnu einhverjir að segja, að til of mikils sé ætlazt af Kennedyfjölskyld- unni, ef síðasti bróðirinn býð ur ofbeldisöflunum birginn á þennan veg. En hetjulundin hefur einkennt þessa fjöl- skyldu og gerir enn. Þess vegna vona menn og trúa, að Edward Kennedy muni taka við, þar sem bræður hans urðu frá að hverfa. HÁSKÓLINN OG ATLANTS- HAFSBANDA- LAGIÐ F’ins og kunnugt er hafa bor- ^ izt mótmæli úr röðum Háskólastúdenta gegn því að Háskólinn sé notaður til fundahalda, og hefur meiri- hluti stjórnar Stúdentafélags Háskólans amazt við því, að ráðherrafundur Atlantshafs- bandalagsins sé þar haldinn. Vissulega geta menn haft um það mismunandi skoðan- ir, hvort æskilegt sé að marg- háttaðar ráðstefnur séu haldn ar í húsakynnum Háskóla ís- lands eða á vegum hans. Hætt er samt við, að Háskóli ís- lands yrði ekki sérlega lífræn stofnun, ef þar ætti einungis að stunda lærdómsstörf fyrir luktum dyrum. Háskóli okkar á að vera annað og meira, hann á að vera vettvangur fyrir umræður um hræringar í þjóðlífinu, og um hann eiga að leika innlendir og erlendir menningarstraumar. Þess vegna er sannarlega ástæða til að sett séu fram sjónarmið alveg andstæð þeim, sem frá stúdentum hafa borizt, þ.e.a.s. að Háskólinn eigi einmitt að leggja megin kapp á bætta að stöðu til þess að verða sá vett vangur, sem einna hæst ber hér á landi bæði á sviði menn ingarmála og þjóðfélagsmála. Ekki skulu hér höfð mörg orð um Atlantshafsbandalag- ið. íslendingar vita það eins og aðrar vestrænar þjóðir, að bandalagið hefur tryggt heimsfriðinn og forðað því að Evrópa yrði kommúnisman- um að bráð. Þess vegna eru fáar stofnanir í veröldinni, ef nokkur, sem íslenzkir stúd- entar ættu að vera stoltari af að hýsa, þá stofnun, sem bezt hefur tryggt sjálfstæði og frelsi landsins. En hvað sem því líður, þá er hitt ljóst, að við íslending- ar erum að eigin ósk þátttak- endur í Atlantshafsbandalag- inu og okkur ber skylda til að rækja þátttöku okkar í þessum samtökum að siðaðra manna hætti, meðan við sjálf ir óskum að vera aðilar að þeim. Þess vegna hljótum við að hagnýta þá aðstöðu, sem bezt er hér á landi til þess að halda þessa ráðstefnu. Um það ættu menn að geta verið sammála, ef þeir á annað borð fást til þess að hugsa málið niður í kjölinn. VERÐA SKRÍLSLÆTI? ÍZ ommúnistar hafa boðað, að þeir muni reyna að efna til skrílsláta hér á landi í sambandi við fund Atlants- hafsbandalagsins. Hafa þeir raunar látið að því liggja, að þeir hyggist fá erlenda sálu- félaga sína hingað til lands, sér til aðstoðar í skrílslát- um. Mjög ánægjulegt var að heyra formann Stúdentafé- lags Háskólans lýsa því af- dráttarlaust yfir í útvarpsvið- tali, að hann væri andvígur öllum „mótmælaaðgerðum“, enda þótt hann beitti sér gegn því að háskólinn væri i|7 ’AM |ÍD uriMi U1 nli Ul\ nLIIVII Tíu ára stjórn de Gaulles Eftir David Mason ( A P ) A LAUGARDAGINN, 1. júní, voru tíu ár liðin frá því Char- les André de Gaulle hershöfð- ingi, sem stuðningsmenn hans nefna bjargvætt Frakk- lands í síðari heimsstyrjöld- inni, tók við völdum á ný í Frakklandi á hættutímum þeg ar óttazt var að borgarastyrj- öld brytist út í landinu. Á þessum tíu árum, sem Iið- in eru siðan hefur þetta átrún- aðargoð Frakka beitt persónu- legu áliti sínu til að brjóta niður tvö uppþot, sem bæði hefðu getað orðið til þess að steypa stjórn hans. Árið 1965 var stjórn hans ógnað með samstöðu andstæðinganna í kosningum, og enn á ný gekk de Gaulle með sigur af hólmi. Fyrir nokkrum vikum hefði sérhverri fullyrðingu um að de Gaulle gæti verið valtur í sessi verið tekið með tor- tryggnibrosi. Þá sýndu skoð- anakannanir enn mikið fylgi við forsetann. Þá var apríl í París, og of mikið sólskin og hlýndi til neikvæðra hugs- ana. Það átti að halda Viet- nam-viðræður í París, og dag- blöðin fluttu lesendum sínum þann boðskap, að París væri „höfuðborg friðarins". Það ríkti einnig friður í Frakk- landi .... eða svo virtist vera. Smátt og smátt tók tal París arbúa að beinast að óspektum stúdenta við Nanterre-deild Parísarháskóla. Óspektir þess ar breiddust út til Latneska- hverfisins í París, þar sem Sorbonne-háskólinn er. Und- arleg kyrrð hafði ríkt við Sorbonne meðan stúdentar um allan heim stóðu fyrir óeirðum, en aðfaranótt 11. maí sló í brýnu milli stúdenta og lögreglumanna, og kom þá til verstu götubardaga, sem Frakkar höfðu séð frá því er heimsstyrjöldinni síðari lauk. Hinn 13. maí fóru um 800 þúsund manns í hópgöngu um París til að sýna stuðning sinn við stúdentana og fordæfia stjórn de Gaulles. Voru það fjöl- mennustu mótmælaaðgerðir frá því styrjöldinni lauk. Mátti þar í fyrsta skipti heyra mannfjöldann hrópa: „De Gaulle morðingi“. Fyrir 10 árum. 13. maí er dagur, sem ef til vill er gleymdur erlendis, en hann er geymdur í Frakk- landi. Það var 13. maí 1958, sem herferð — sumir vilja nefna það samsæri — hófst opinberlega fyrir því að flytja de Gaulle frá sveitasetri hans í Colombey les deux Énglises til Elysee-hallarinnar. De Gaulle. Evrópskir innflytjendur, sem stóðu að uppreisn í Alsír, mikilsverðustu nýlendu Frakka, fylktu liði með yfir- mönnum franska hersins og áköfum fylgismönnum de Gaulles frá styrjaldarárunum til að „sannfæra“ hershöfð- ingjann um að honum bæri að mynda ríkisstjórn til að „bjarga þjóðinni". Tilgangur- inn var þá að margra dómi sá að varpa fyrir borð reikulli og stefnulausri ríkisstjórn, sem var óðfluga að leiða tor- tímingu yfir Frakkland. „Það er því aðeins unnt að bjarga Frakklandi að Alsír verði áfram franskt", var víg- orðið, sem hvarvetna var hróp að. De Gaulle var enn orðinn maður dagsins. Enginn gat þeirri staðreynd neinn gaum að hann hafði aldrei gerzt mál svari þess að Alsír yrði haldið á hverju sem dyndi. >á hafði einnig gleymzt „Brazzaville- ræðan“ svonefnda frá styrjald arárunum, þar sem de Gaulle gerði grein fyrir skoðunum sínum á frelsisþróun frönsku nýlendnanna. De Gaullle gerði ekkert til að minna á þau orð sín. Tuttugu daga og 20 nátta háværar aðgerðir í Alsír nægðu til að sannfæra franska þingið og fá það til að veita de Gaulle ótakmörkuð völd í sex mánuði ti'l að koma á nýju stjórnarkerfi í Frakklandi. „Ég veit hvað þið viljið“ sagði de Gaulle að kvöldi dags hinn 4. júní 1958, þá staddur í Algeirsborg. Og mannfjöld- inn á götunum hrópaði „de Gaulle, de Gaulle“, sannfærð- ur um að hershöfðinginn væri að tryggja áframhaldandi yfir ráð Frakka í Alsír, og bjarga Frakklandi. Þennan sama dag hafði de Gaulle hafið undirbúninginn að því að Alsír yrði sjálfstætt ríki, en það leiddi hinsvegar til flótta milljóna Evrópubúa, sem sezt höfðu að í landinu. Var þeim ekki líft þar lengur. De Gaulle kom á fót Fimmta lýðveldinu sínu, veitti Alsír frelsi, ásamt flestum öðrum nýlendum Frakka, og tókst að koma í veg fyrir sundrungu heima fyrir. Þetta gekk þó ekki snurðulaust, því framundan voru tveir erfiðir þröskuldar. Hinn 24. janúar 1960 voru rúmlega 20 lögreglumenn og borgarar drepnir og um 100 særðir í bardögum milli evr- ópskra innflytjenda og lög- reglusveita í Alsír. Götuvirki voru reist, og æsingamenn komu af stað uppreisn gegn þeirri stefnu de Gaulles að veita Alsírbúum sjálfsákvörð unarrétt. í örlagaríki ræðu, sem var útvarpað og sjónvarp að um Frakkland og Alsír, fyrirskipaði de Gaulle hern- um að leoma á friði í Alsír, og fylgdi herinn þeim fyrirmæl- um út í æsar. Hinn 22. apríl 1961 gerðu fjórir óánægðir hershöfðingj- ar uppreisnartilraun, og lýstu því yfir að þeir væru gð taka völdin í Alsír hvað sem de Gaulle segði. Enn tókst de Gaulle að bæla niður andstöð- una. Alsír varð sjálfstætt ríki 3. júlí 1962. Skelfdir bandamenn. De Gaulle hafði tekizt að leysa mesta vandamál Frakk- lands og binda enda á styrjö'ld, sem staðið hafði í sjö ár. Vinsældir hans heimafyrir fóru vaxandi. Hann tók að láta til sín heyra um alþjóða- Framh. á bls. 20 notaður til fundahalda. Þess vegna má ætla að kommún- istar verði einir um skríls- lætin, og er það vel. Þá hefur verið gripið til aess að reyna að fá grísku leikkonuna Melina Mercouri til þess að koma hingað til lands í sambandi við ráð- herrafund Atlantshafsbanda- lagsins til þess að leitast við að setja leiðindasvip á fund- inn. Varla getur það hvarfl- að að nokkrum manni, að slíkt tiltæki mundi bæta mál stað Grikkja. Þess er svo einnig að gæta, að þó að ís- lendingar hafi samúð með lýðræðissinnum í Grikklandi og harmi einræði herforingj- anna þar, hafa þeir fyrst og fremst skyldur við framtíð sinnar eigin þjóðar, og örugg- ari brjóstvörn íslenzku sjálf- stæði en NATO er ekki til. BARNASKÓLA- KENNARAÞING- IÐ OG SKÓLA MÁLIN ¥ Tm þessar mundir er þing barnaskólakennara haldið í Reykjavík. Skólamálin hafa verið efst í hugum margra að undanförnu og komið hafa fram tillögur um gagngera endurskoðun skólakerfisins. Meðal þess, sem í þeim um- ræðum hefur komið fram, er gagnrýni á barnaskólamennt- unina, sem margir telja of fábreytta og búi nemendurna ekki nægilega vel undir lengra nám á æðri mennta- stigum. Þing barnaskólakennara fjallar væntanlega ítarlega um þennan málaflokk og frá því hljóta að koma ákveðnar tillögur varðandi hann. Marg- ir hafa lagt orð í belg að und anförnu um umbætur í skóla- málum. Nú er komið að sér- fróðum aðilum, kennurum og öðrum, að taka við og setja fram raunhæfar umbótatil- lögur byggðar á reynslu og löngum starfsferli.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.