Morgunblaðið - 08.06.1968, Page 18

Morgunblaðið - 08.06.1968, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1968 ÓPERAN: Apótekarinn — eftir Haydn JOSEPH HAYDN er í minnum hafður sem mikilvirkur sinfóníu- höfundur fyrst og fremst og hef- ur stundum verið nefndur faðir sinfóníunnar, þótt ekki sé það með öllu réttnefni. Einnig heyr- ast nokkrir konsertar hans öðru hverju, og margir af kvartettun- um eru í miklum metum. Þá eru ónefnd tvö meðal stórbrotnustu verka hans, sem enn munu lengi halda velli: óratóríurnar „Sköpunin“ og „Árstíðirnar", sem báðar voru fluttar hér í Reykjavík endur fyrir löngu og mætti nú bráðum rifja upp aft- ur. En á óperutónskáldið Joseph Haydn er sjaldan minnzt. Þó liggja eftir hann milli 10 og 20 óperur, flestar samdar fyrir höfð- ingja þá af ættinni Esterházy, sem Haydn þjónaði lengstum, og frumfluttar í leikhúsi þeirra á ættarsetrinu í Eisenstadt í ná- grenni Vínar. „Óperur mínar“, sagði Haydn eitt sinn um leið og hann afþakkaði boð um að sýna eina þeirra í Prag, „eru eingöngu eamdar fyrir okkar eiginn óperu flokk og mundu ekki hafa til- ætluð áhrif annars staðar". Þessi skoðun virðist lengi hafa verið ráðandi, og því hafa þessi verk meistarans legið í þagnargildi að mestu fram á síðustu ár, og ekki einu sinni verið til á prenti. Meðal hinna eldri af óperum Haydns er „Lo speziale", sem var samin og frumsýnd í Ester- házy-leikhúsinu árið 1768 og á því tveggja alda afmæli á þessu ári. Eins og aðrar óperur Haydns frá því tímabili var „Lo speziale" í hreinum „buffa“-stíl: kímnin og kátínan hafa þar óskoruð völd. Enda var textahöfundurinn eng- inn annar en hinn frægi ítalski gamanleikjahöfundur Carlo Gold oni (1707-1793), og er þetta hin fyrsta af þrem óperum, sem Haydn samdi við texta eftir hann. Raunar hefur einhver sam- verkamaður Haydns í Eisenstadt breytt textanum allmikið, stytt hann og fækkað persónum. Þó var óperan frá tónskáldsins hendi í þrem þáttum. „Lo speziale" hlaut sömu ör- lög og aðrar óperur Haydns: að gleymast með öllu um meira en aldarskeið. Það var austurrísk- ur fræðimaður um tónlist, Rob- ert Hirscfeld að nafni, sem gróf verkið úr gleymskunnar djúpi skömmu fyrir síðustu aldamót, og vantaði þá allmikið í handrit- ið. En meðferð hans á því var ekki sérlega fræðimannleg. Hann lagaði verkið í hendi sér að eiginn geðþótta, dró þættina saman í einn, sleppti sumum atr- iðum en bætti öðrum við (úr annarri Haydn-óperu), breytti hlutverki Sempronios úr tenor- í bassahlutverk og sneri loks textanum á þýzku. Þannig hef- ur þetta verk verið flutt öðru hverju síðan undir nafninu „Der Apotheker", og í þessari útgáfu er það nú flutt í Tjarnarbæ, en þar var það frumsýnt á vegum „Óperunnar" sl. þriðjudags- kvöld. Það er nokkrum vafa bundið, hvort „Apótekarinn" í þessari mynd sé raunverulega eftir Haydn, og hefði að minnsta kosti verið æskilegt, að einhver grein hefði verið gerð fyrir ferli verks- ins í efnisskrá. En músíkin í óper unni er eftir Haydn og sver sig að mörgu leyti í ættina. Hún er full af húmor og gáska, en verð- ur þó aldrei hversdagsleg eða lítilsigld. Og það var gaman að fá að kynnast hér þessari lítt þekktu hlið meistarans, þótt enn ákjósanlegra hefði verið að fyr- ir valinu hefði orðið einhver ópera hans í upphaflegri gerð. Um sýninguna sjálfa má margt gott segja: hún er glaðvær og gáskafull sem vera ber, og margt er þar vel og skemmtilega gert. En óneitanlega ber hún töluverð merki þeirra erfiðu skilyrða, sem óperuflutningi eru búin í Tjarn- arbæ. Undirleikur á tvö píanó — sem þau Guðrún Kristinsdóttir og Ólafur Vignir Albertsson ann- ars gerðu ágæt skil — nýtur sín ver hér en í fyrsta viðfangsefni „Óperunnar", „Ástardrykknum“ eftir Donizetti, einfaldlega vegna þess, að „Apótekarinn" er ekki eins eindregin „söngópera", — undirleikurinn hefur hér mikil- vægara hlutverki að gegna. — Leikmynd Eyvindar Erlendsson- ar var af frumstæðustu tegund, en tjöldin þó fullfyrirferðarmikil fyrir hið þrönga svið og ef til vill óþarfleg realistisk. Þá var það galli, að leikmyndin úr „Apótekaranum" — lítillega dul- Magnússon frá Mosfelli. Hann 'beitti rödd sinni varlega, og kom það ekki að sök í þessu litla húsi, en lagði því meiri áherzlu á leik- inn. Tókst honum að gera úr karlinum eftirminnilega skop- lega persónu. — Óperukórinn gerði sínu litla hlutverki góð Sigurveig Hjaltested. búin — skyldi líka þurfa að veraí?’- bakgrunnur óperuatriðanna þriggja, sem á undan fóru, en því valda að sjálfsögðu þrengslin í Tjarnarbæ, og tjáir ekki um að sakast. Sviðsetning Eyvindar Erlends- sonar var hinsvegar um margt vel heppnuð. Æskilegur hraði var í sýningunni, staðsetningar og hreyfingar leikenda á sviðinu eftir því sem aðstæður þar leyfa, og mörg kátleg atvik voru skemmtilega undirstrikuð. Kóreó graf sýningarinnar, Þórhild- ur Þorsteinsdóttir, mun hafa átt sinn þátt í þessu. Hlutverk í „Apótekaranum“ eru fjögur og öll ámóta stór. Sig- urveig Hjaltested fór með hlut- verk Volpinos — karlmanns- hlutverk, og er slíkt algengt í óperum frá þessum tíma — en kom annars fram í ýmsum gerv- um. Lék hún hlutverkið og söng af sínu venjulega fjöri og gerði þvi ágæt skil. Hlutverk Grillettu, sem Þuríður Pálsdóttir söng, gef- ur minni tækifæri til leiks: það er hið venjulega hlutverk ungu stúlkunnar, sem aðallega er í óperunni til þess að láta biðlana, tvo eða fleiri, keppa um sig. En þetta er allmikið sönghlutverk og var hér í góðum höndum. Biðlana, hinn aldna, (Sempronio) og hinn unga (Mengone), léku þeir Ólafur Magnússon og Guð- mundur Guðjónsson. Gervi Guð- mundar var nokkuð „yfirdrifið" og afkáralegra en vera þurfti. Þótt ekki séu gerðar miklar kröf- ur til sennilegleika í óperum yfir leitt, og sízt í óperum af þessu tagi, sýndist þó ást Grillettu á þessum óframfærna elskhuga, eins og hann kom hér fyrir sjón- ir, vera með þarflausum ólík- indum. — Öll eru þessi þrjú þaul- vanir óperusöngvarar og öllum vel kunn, sem hér hafa fylgzt með óperuflutningi. Var því lítil von til að nokkurt þeirra gæti komið verulega á óvart í þessari sýningu. En það gerði hinsvegar nýliðinn á óperusviðinu, Ólafur Sviðsmynd. skil. Guðmundur Sigurðsson hefur íslenzkað textann í „Apótekar- anum“. Eftir því sem heyrt varð á frumsýningunni, virtist það lipurlega gert og oft hnyttilega. En söngvararnir þyrftu að vanda betur framburð sinn, einkum í recitativ-köflunum. Á undan „Apótekaranum" voru sýnd atriði úr þremur öðr- um óperum. Skemmtilegast af þeim var hið fyrsta, úr „Ráðs- konuríki“ eftir Pergolesi, sungið með miklum myndarbrag og ósvikinni kímni af þeim Guð- rúnu Á. Símonar og Kristni Hallssyni. Hin atriðin voru úr „Fidelio" eftir Beethoven, sung- ið af Guðrúnu Tómasdóttur og Friðbirni Jónssyni, og úr „La traviata" eftir Verdi, sungið af Bjarna Guðjónssyni og Hákoni Oddgeirssyni. Þessi fjögur eru öll byrjendur í óperusöng, þótt sum séu vel þekktir söngvarar, og af þessum sundurlausu atrið- um verður lítið ráðið um það, til hvers þau mundu duga í stærri og samfelldari óperuhlutverk- um. En vafalaust má góðs af þeim vænta. Aðalatriðið á þessari efnisskrá var að sjálfsögðu „Apótekarinn“, og virtist einsætt, að hin atriðin væru þar aðallega sett til upp- fyllingar. Ég hygg, að misráðið hafi verið að velja þessa leið til að lengja dagskrána. Þessi stuttu atriði gáfu söngvurunum naum- ast tóm til að „syngja sig upp“, eins og sagt er, og um þau verk, sem þau eru úr, gefa þau litla sem enga hugmynd. Heillegra efni hefði án efa verið heppi- legra, t.d. „Ráðskonuríki" eftir Pergolesi, ef önnur ópera var ekki handbær. Ragnar Björnsson, sem stjórn- aði þessari sýningu af mikilli festu og myndarskap, á þakkir skildar fyrir forystu sína um starfsemi „Óperunnar". Þótt það starf sé enn á byrjunarstigi, hef- ur það þó þegar sýnt hverju áorka má við erfiðustu skilyrði, ef góður vilji og listrænn áhugi er annars vegar. Þessi tilraun, sem hér er gerð, er verð fyllstu athygli allra þeirra, sem áhuga hafa á óperuflutningi á íslandi. Jón Þórarinsson. Athugasemd við fréttatil- kynningu Hagtryggingar hf. 4. MAl sl. birti Morgunblaðið fréttatilkynningu frá Hagtrygg- ingu hf. Tilefnið mun hafa verið aðalfundur Hagtryggingar hf., sem haldinn var 27. apríl sl. For- ráðamenn HT hafa þó ekki talið þörf á að birta upplýsingar um iðgjöld, tjón, kostnað eða ýmis önnur atriði, er varða rekstur félagsins á árinu 1967. Hinsvegar er þeim tíðrætt um áhrif HT á rekstur bifreiðatrygginga al- mennt og á hag einstakra bif- reiðaeigenda. Þar sem ég álít flestar stað- hæfingar þeirra var’ðandi þetta atriði mjög villandi eða beinlínis rangar, enda ekki studdar nein- um rökum, tel ég skylt að koma á framfæri nokkrum athugasemd Lækkun iðgjalda við stofnun HT. 1 fréttatilkynningu HT segir: „Þegar Hagtrygging hóf starf- semi sína 1965 lækkaði hún bif- reiðatryggingariðgjöld um nálega 60% fyrir góða ökumenn og hafa þau haldizt óbreytt síðan.“ í töflunni hér fyrir neðan eru sýndir lægstu iðgjaldatextar fyr- ir fólksbifreiðir (áhættuflokkar 1A, 1B og 1C) og leigubifreiðir (áh. fl. 2) á 1. áhættusvæði (ein- kennisstafir R, Y, G, Ö, J og JO), sem giltu annarsvegar hjá áðild- arfélögum samstarfsnefndar bif- reiðatryggingafélaganna (hér eftir nefnd SB) og hinsvegar hjá HT frá 1. maí 1965 til 30. apríl 1966. í aftasta dálki er sýnt hversu mörg % lægsti taxti HT var lægri en lægsti taxti SB. Áhættu- flokkur lægsti taxti SB Lægsti taxti HT 1A 1B 1C 2 2.700,- 2.900,- 3.600, - 5.600, - kr. kr. kr. kr. Lægsti taxti HT lægri en 1. t. SB kr. 3.360.— kr. 3.710.— kr. 4.760.— kr. 6.510,— 19.6% 21.8% 24.4% 14.0% samkvæmt þessu hafa iðgjöld hjá „góðum ökumönnum" á fólks bifreiðum á 1. áhsv. verið 19.6% til 24.4% lægri hjá HT en hjá SB. Á 2. og 3. áh.sv. voru hlut- föllin svipuð eða 21.4%—25.5%. Munurinn á íðgjöldum „góðra leigubifreiðarstjóra“ var talsvert minni. Hjá SB voru rúmlega 70% fólksbifreiða á lægsta taxta og meðaliðgjald t.d. í 1A á I. áh.sv. var um kr. 3.800.—. Mér er ókunn ugt um meðaliðgjald hjá HT, en næstlægsti taxti í 1A á I. áh.sv. var kr. 3.800.—. Fróðlegt væri að fá upplýst, hvernig HT-menn hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að umrædd lækkun næmi nálega 60%. Öfugmæli. Síðar segir í tilkynningunni: „Það virðist ganga öfugmælum næst, að unnt hafi verið að stofna tryggingafélag um erfið- ustu tryggingagreinina með þeim hætti að lækka iðgjöld og auka tjónabætur, skila arði af hlutafé og hreinum hagnaði. Hitt virðisf þó enn furðulegra, að öll hin eldri tryggingafélög hafa nú get- að lækkað iðgjöld sín af bifreiða tryggingum niður undir iðgjöld Hagtryggingar og einnig aukið tjónabætur sínar dálítið“. Orð þessi verða vart skilin á annan veg, en þann, að HT-menn hafi jafnframt því að lækka ið- gjöld aukfð tjónabætur miðað við tjónabætijr hinna félaganna. Á hvern hátt kemur ekki í ljós en þó líklega þann, að þeir bæti fleiri tjón og bæti betur tjón en hin félögin og ef tii vill er reynsla tjónþola sú. Þó virðast HT-menn telja, að hin eldri félög hafi tekið sig á og „aukið tjóna- bætur sínar dálítið". Síðan segir: „Samfara þessum ráðstöfunum virðist taprekstur á bifreiðatryggingum almennt hafa horfið. Þetta hefur þó vakið furðulitla athygli og fáum hefur fundizt, að fyrirbærið þyrfti skýr ingar við. Eein skýring er skjal- fest, en það er fækkun umferðar- tjóna. Nemur fækkun bifreiða- árekstra frá því Hagtrygging tók til starfa um 30%. Þetta er naumast nægileg skýring á svo stórbreyttri afkomu bifreiðatrygg inga, því er ekki ólíklegt talið, að bifreiðatryggingastarfsemi sé nú betur rekin en hún var áður en Hagtryggin kom til sögunnar“. Ég ræði hér ekki nánar um þýðingu 30% fækkunar bifreiða- árekstra fyrir rekstur bifreiða- trygginga, enda öllum augljós. Seinni athugasemdin er torskild-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.