Morgunblaðið - 08.06.1968, Side 24

Morgunblaðið - 08.06.1968, Side 24
24 MORCITNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1!W8 — Fjölgum Framh. af bls. 23 þýðir að róa þegar ekki fæst fyrir frádraginu. f>að er rétt að sjávarútvegurinn á nú í erfiðleik um, en það sannar ekki nú frem ur en þá, að hann sé ekki sá atvinnuvegur, sem helzt getur staðið undir þessu þjóðfélagi okkar. Það geta allir atvinnu- vegir lent í tímabundnum erfið- leikum og ekki síður iðnaður- inn en sjávarútvegurinn. Við þurfum ekki að ímynda okkur í alvöru, þrátt fyrir hinn dulda hæfileika okkar, hugkvæmnina, að við finnum nokkurn tímann upp slíkan patentatvinnuveg, sem aldrei lendir í erfiðleikum. Líkast til þarf að hagræða í þessum atvinnuvegi sjávarút vegnum alveg frá grunni, en það mál ræði ég ekki nú. Við höf- um um skeið lagt áherzluna á afköstin og náð þar umtalsverð- um árangri, nú er fyrir dyrum að snúa sér að nýtingunni og bættum vinnubrögðum, en í þessu tvennu eru líkast til ekki fólgnir minni möguleikar en í aflaaukningunni áður. Við sitjum hér á móðurskipi í miðju Atlantshafi og lífhafnir umhverfis landið aUt. Við veið- um 5% af þeim fiski, sem veidd- ur er á Norður-Atlantshafi, við ættum að veiða 20% og hér ættu ekki að vera fimm eða sex þús- und menn á sjó, heldur fimmtán til tuttugu þúsund. Við getum sótt á öll miðin á Norður-At- landshafi,: Grænlandsmið, Ný- fundnalandsmið, Hvítahafið, Norðursjóinn og Lófoten og síð- an okkar eigin mið, sem við eig- um að deila niður milli veiðar- færa. Við eigum að sækja á alls- konar skipum með allskonar veið arfæri, og taka frumkvæðið í hagræðingu og rekstri fiski- skipa, svo að það geti engin þjóð keppt við okkur, þegar markaðir opnast og verða sam- eiginlegir í Evrópu eins og nú er á döfinni. Þá á engin megin- landsþjóðin og ekki heldur Bret ar að geta staðið okkur snún- ing við fiskveiðar og þá á það að gerast, að þessar þjóðir segi kort og gott: — Við getum ekki gert þetta eins vel og íslend- ingar og við erum ekkert að streða við að sækja fisk þarna I norður eftir, það er bezt að láta íslendinga um þetta. Þeir í kunna það manna bezt. Það væri brjálæði að hopa nú úr fiskveiðunum, einmitt þegar við höfum tækifæri til að „konkúr- era,“ aðra út. Hvað er ekki að koma á daginn hjá Bretum, þeir eru að linast í baráttunni við að sækja norður í höf og þær verða fleiri þjóðirnar, sem verða fegnar að láta okkur þennan at- vinnuveg eftir. Nú eigum við að byggja nýtt skip fyrir þvert skip, sem þeir leggja í Þýzkal. og Bretlandi. Það er á þessu eina sviði, sem við höfum mögu- leika til samkeppni á sameigin- legum markaði, og þá höfum við uppi orð um að flýja þennan vinnuveg og fara að prófa okk- ur áfram með eitthvað annað, sem við vitum reyndar ekki enn hvað á að vera. Ef við horfum lengra til en til Evrópumarkað- arins, þá hefur matvælafram- leiðsla miklu meiri framtíðar- möguleika en iðnaður af öðru tagi. Það kemur sú tíð, eins og áður er sagt, að Asíu og Afríku þjóðir verða sjálfum sér nægar £ margskonar iðnaði, en þ geta aldrei keppt við okkur í fiskveiðum. Það sveltur hálfur heimurinn og meira þó í dag. Þetta ástand varir ekki til eil- ífðarnóns. Það kemur sú tið, að Kínverjar biðja okkur um fisk og þá sendum við þeim á borðið nýjan fisk í þotum. Krafa dags- ins er ekki draumaþrugl um ó- þekktan iðnað, heldur fleiri skip fyrir íandi, fleiri menn á sjó, meiri sókn á fleiri mið, betrinýt ingu íslenzkra fiskimiða, fjöl- breyttari framleiðslu, markaðs- leit um allan heim en mest er þó aðkallandi nútíma hagræðing frá grunni í sjávarútvegnum. í Monaco er enginn í frum- gr einunum. Vantar ekki hag- fræðing þar? P. S. Meðan þessi grein sveif milli heimins og heljar hjá Morgun- blaðinu, birtist fréttatilkynning frá FAO, um framtíðarmögu- leika matvælaiðnaðar og mat- vælaöflunar. Þessi fréttatilkynning sannar það sem hér er haldið fram, að matvælaöflun sé enn og verði um langa hríð — öruggasti at- vinnuvegurinn. — Heiðmörk Framh. af bls. 10 ar, og þessvegna ek ég alltaf á miðjum veginum". Veiðin í Heilisvatni A leiðinni í kaffiveizlu hjá hans ágætu konu á Elliða- vatni, segist Reynir hafa um- sjón með úthlutun veiðileyfa í Elliðavatni og Helluvatni, og bað okkur geta þess, að Æskulýðsráð Reykjavíkur hef ur tryggt sér veiðiréttinn i Helluvatni föstudaga og þriðjudaga. En veiðiréttur er allur falur í Elliðavatni fyrir spottprís og undanfarna daga hafa sumir menn veitt allt að 83 silunga í vatninu, þettg frá % pundi til 1 og % punds góðra fiska. Og svo erum við allt í einu stödd í bústað Reynis, Elliða- vatnL Hlaðan, sem Einar Benediktsson fæddist í, hefur ekki verið endurbygg%, en eldra húsið hefur svolítið ver ið fært í stílinn. Þar hefur verið byggt fundarherbergi Skógræktarmanna, og veri þeir vel að því herbergi komn ir. ,,Jæja, nú vil ég fá fram nokkrar tölulegar staðreyndir um Heiðmörk". ZVi milljón planta „Já, þær liggja hér á lausu. Heiðmörk er 2700 hektara að stærð. Þegar árinu 1966 lauk, var búið að planta 2.368.000 trjáplöntum. Síðan þá er tal- an komin upp í 2% milljón þar. Girðingin umhverfis Heiðmörk er samtals 33 km. 22 kílómetrar vegar eru mal- arbornir, en 10 km. eru rudd- ir vegir“. „Jæja, að lokum, Reynir. Hvernig er það að sýsla um tré alla daga?“ Á valdi skógræktar „Mín reynsla er sú, að fari maður að sýsla um tré, getur maður helzt ekki slitið sig frá því. Það er líkt og allir þeir, sem koma nærri skógrækt verði sjúkir, ekki hættulega eða banvænt, en samt eru þeir undir dávaldi skógrækt- ar, undir dávaldi ræktunar, og sjálfsagt er það einn heilsusamlegasti dásvefn sem um getur“. „Og að síðustu, Reynir. Hvað um Alaskaöspina?" „Alaskaöspin, þetta fallega tré, galt mikið afhroð í vor- frostunum hér fyrir fáum ár- um. Það hefur sýnt sig, að Alaskaöspin er seig, ratar sína réttu leið, og má ég segja mína meiningu að lokum: Það er enginn garður, sem hefur ekki innan sinna vé- banda eina ösp eða fleirL Stundum árar á fslandi fyrir allan gróður, stundum ekki. Þessu verður maður að taka með manndómi. Annað sæm- ir okkur ekki íslendingum, sem lifað höfum hafís og harð indi. Nei, skógrækt á íslandi er mál málanna í dag“. — Fr. S. Tilboð óskast i Ford V-8 árgerð 1937 sem er í mjög góðu ásigkomulagi. Bíllinn verður til sýnis um helgina að Þykkvabæ 15. Tilboðum skal skila fyrir kl. 19 sunndaginn 9. júní að sama stað. Baimagnsritvélor óskast Verzlunarskóli íslands óskar að taka á leigu 30 raf- knúnar ritvélar til afnota við kennslu í vélritun við skólann. Vélarnar þurfa að vera í notkun árlega á tímabilinu 15. september — 15. apríl, eða alls sjö mánuði. Leigusali annast allt viðhald vélanna og stendur straum af kostnaði vegna viðhalds, sem hlýtzt af eðlilegri notkun. Ti greina kemur að gera leigu- samning til tveggja ára í senn. Tiiboð sendist skólanefnd Verzlunarskóla íslands, C/o Verzlunarráð íslands, Laufásvegi 36, Reykjavík, fyrir 30. júní 1968. 2 LESBÓK BARNANNA LESBÓK 3ARNANNA 3 veg að verða laus við aila hræðslu. Kvöld nokkurt eftir matinn sagði mamma allt í einu: „Hvar er Nonni? Ég heyri engan hávaða. Hann er hvorki hoppandi eða skellandi hurðum“. „Ég heyri ekki heldur neitt", sagði pabbi. „Hvar er Nonni litli?" „Það heyrist ekkert í byssunni hans“, sagði Sigga. „Hvar getur hann verið? Þetta er mjög undarlegt". í þessu kom Snati inn og gelti hátt. Og kisa kom mjálmandi niður stigann. „Það er eins og þau séu að reyna að segja okkur eitthvað", sagði pabbi. j „Hvað heldurðu að þau 5 vilji?“ spurði mamma. j „Kannski að þau viti; hvar Nonni litli er“, j sagði Sigga. „Við skulum ' elta þau“. Snati og Snoppa þutu I upp til herbergis Nonna. Og hvað haldið þið? „Cowboy" byssan hans var í hulstrinu, þar sem hún átti að vera. Tréhesturinn hans var á sínum stað, í klæða-' skápnum . Og Nonni litli sat við skrifborðið sitt og las sögubók! Hann leit upp og sá fjölskyldu sína. „Hvað er að?“ spurði hann. „Við fundum þig hvergi“, sagði pabbi. „Það var enginn háv- aði“, sagði mamma. „Við vorum hrædd um að þú værir kannski veikur, vegna þess að ekkert heyrðist í þér,“ §M1| sagði Sigga. „Uss“, sagði Nonni. „Ég er að lesa, reynið þið að hætta þessum háv- aða“. Mamma leit á pabba. Pabbi leit á mömmu. Sigga horfði á þau bæði, og þá brostu þau öll. Því næst fóru þau út úr herberginu og lokuðu hljóðlega hurðinni á eft- ir sér. 8MÆLKI Veitingaþjónn: „Egg fást ekki vegna stríðs- ins“. Gestur: „Nú er mér nóg boðið. Eru hermenn- irnir nú farnír að henda cggjum hver í annan?“ Kona: „Áttu engin syst kini, stúlka litla?" Lísa: „Jú, ég á hálfan annan bróður“. Kona: „Hálfan annan- bróður. Hvernig á að skilja það?“ Lísa: „Ég á þrjá hálf- bræður, og þrír hálfir er sama sem hálfur annar, eins og þú veizt“. ill, að Snati, hundurinn hans, faldi sig dauð- hræddur undir rúmi. Nonni flautaði svo hátt, að Snoppa, kisan hans, setti upp kryppu, þaut upp stigann og faldi sig inni í klæðaskáp. „Eitthvað verður að gera“, sagði mamma hans. „Já, sagði faðir hans. „Nonni verður að hætta þessum hávaða og læra að vera hljóður". „Já“, sagði Sigga. „Já“, hugsuðu Snati og Snoppa". En hvað gátu þau gert? Öllum litlum drengjum finnst gaman að hoppa, hlaupa og sérstaklega að hafa hátt. Og Nonni litli, var í engu frábrugðinn venjulegum litlum drengj um. „Það er bezt að ég tali við Nonna", sagði pabbi hans. „Ég ætla að segja | honum hversu mikið hann truflar okkar með þessum hávaða sínum". Svo að pabbi bað Nonna að hætta að hlaupa um og hafa svona hátt á meðan hann væri að lesa. „Ég skal reyna að muna það“, sagði NonnL aui'.. v/ . V „En ég get ekki setið og steinþagað allan tímann“. „Ég ætla líka að tala við Nonna", sagði mamma hans. Og mamma bað Nonna um að hætta að hoppa um í eldhúsinu, á meðan hún væri að baka. „Ég skal reyna að muna það“, sagði NonnL „En ég hef gott af því að hoppa, þá verð ég stór og sterkur". „Ég ætla líka að reyna W. 'WMm að tala við Nonna, sagði Sigga. Hún bað hann um að hætta að vera í byssuleik þegar hún væri að læra. „Ég reyni að muna það“, sagðr Nonni. „En hvað er varið í að eiga byssu, ef það má ekki heyrast í henni?“. Dagarnir liðu og Nonni hélt áfram að hoppa um og vera með hávaða. En hann reyndi að leika sér ekki í eldhúsinu, á með- an mamma hans var að baka. Og hann reyndi að vera ekki nálægt pabba sínum á meðan hann var að lesa blöðin. Og hann reyndi að vera ekki í byssuleik á meðan systir hans var að læra. Jafnvel Snati sá að ekki voru nærri því eins mikil læti í Nonna. Hann þurfti sjaldnar og sjaldn- ar að fela sig undir rúm- inu. Og Snoppa var al-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.