Morgunblaðið - 08.06.1968, Side 32

Morgunblaðið - 08.06.1968, Side 32
 AU61YSIH6AR SÍMI 22.4.80 LAUGARDAGUR 8. JUNÍ 1968 Samið milli fSAL og verkalýösfélaganna SEINT í gærkvöldi tókust samn ingar milli tslenzka Alfélagsins h.f., annars vegar og Verka- kvennafélagsins Framtíðarinnar og Verkamannafélagsins Hlífar, Hafnarfirði hinsvegar, um kaup og kjör þess starfsfólks, sem vinnur hjá ísal. Er gildistími samningsins hinn sami og samningar þessara stétt- arfélaga og Vinnuveitendasam- bands Islands. í sambandi við samnmgsgerð- ina undirritaði íslenzka Álfélag- ið svofellda yfirlýsingu: „íslenzka Álfélagið h.f. lýsir því yfir, að það viðurkennir Verkakvennafélagið Framtíðin og Verkamannafélagið Hlíf, Hafnarfirði, sem samningsaðila um kaup og kjör ófaglærðs verkafólks, (annara en skrif- stofufólks), er hjá ísal kann að starfa. Ennfremur lýsir íslenzka Ál- félagið yfir því, að félagar fram- angreindra verkalýðsfélaga hafa forgangsrétt til allrar vinnu verkafólks hjá ísal, í samræmi við 1. gr. hinna almennu samn- inga verkalýðsfélaganna og Vinnuveitendasambands Is- lands.“ (Fréttatilkynning frá samn- ingsaðilum). * Fulltrúi Islands Á RÁÐHERRAFUNDI Norður- landa í Kaupmannahöfn 22.-23. apríl sl. var ákveðið að skipa embættismannanefnd til að at- huga og gera tillögur um aukið efnahagssamstarf Norðurland- anna. Á nefndin að skila ríkis- stjórnunum skýrslu eigi síðar en 1. janúar 1969. Æskilegt er að fylgjast með þróun þessara mála og hefur rík isstjórnin því skipað Þórhall Ásgeirsson, ráðuneytisstjóra, sem fulltrúa íslands í norrænu nefnd inni. Frá viðskiptamálaráðuneytinu- Taimanoff teflir fjöltefli RÚSSNESKI stórmeistarinn Mark Taimanoff mun tefla fjöltefli í skákheimili Tafl- félags Reykjavíkur að Grens- ásvegi 46 í dag. Hefst fjölteflið kl. 2 e.h. og er öllum frjáls þátttaka, en þátttökugjald er 125 kr. á keppanda. Vornótt — mynd nr. 23 á sýningunni í Listamannaskálanu m. er hefst í Listamannaskálanum í dag kl. 2 — ÞETTA er fallegasta sýn- Ragnar Jónsson tjáði blaí ing, sem sett hefur verið upp mönnum, að í rauninni va á fslandi, — sagði Ragnar þessi sýning beint framhs Jónsson í Smára, er við hitt- sýningar, sem haldin var um hann í gær, þar sem ver- sama stað fyrir þremur áru ið var að leggja síðustu hönd Kjörorð sýningarinnar þá v á undirbúning að Kjarvals- hið sama og nú: ,,Allir Isle: sýningu, sem opnar í dag kl. ingar boðnir“ og vonast sý 14 í Listamannaskálanum. Á ingarnefnd, sem skipúð er sýningunni eru alls 26 Kjar- mönnum, til þess að ekki a valsmálverk, þar af eitt, sem eins Reykvíkingar komi er vinningur í happdrætti. skoða sýninguna, heldur al Sýningarskráin er happdrætt- landsmenn. Hér mun vera : ismiði. Framh. á bls. 31 Jóhannes Kjarval — Ljósm. Ól. K. M. DAUÐASLYS VIÐ SVEITASTÖRF f>AÐ hörmulega slys varð á bæn um Heiði á Rangárvöllum í fyrra dag, að tíu ára drengur, >ór- hallur Þorsteinsson, lenti í áburð ardreifara og beið bana. í gær- kvöldi var ekki fullkannað hvernig slys þetta hafði viljað til, en eldri drengur, 15 til 16 ára, ók dráttarvélinni, sem áburð ardreifarinn var festur við.. Aðr ir voru ekki nærri. Mun litli drengurinn hafa fest höndina í snigli áburðardreifarans, dregizt þegar að vélinni og látizt nær samstundis. Þórhallur var sonur hjónanna á Heiði, Þorsteins bónda Odds- sonar og konu hans. Coldra-Loftur í Sfokkhólmi: „Koma viöfangsefninu varla til skila“ — segir leikdómari Dagens Nyheter Stokkhólmi, 7. júní. AP. Þjóðleikhús íslands efndi til leiksýningar í leikhúsi Stokk- hólmsborgar í gærkvöldi við góð ar undirtektir. Leiklistargagnrýn andi Dagens Nyheter, Gören O. Eriksson, skrifar m.a.: „Leikrit Jóhanns Sigurjónssonar, Galdra- Loftur, er s'krifað fyrix hálfri öld og ég skammast mín fyrir að viðurkenna að þetta áhuga- verðia leikrit var mér algerlega ókunnugt áður. Leikurinn er stórfenglegur, svo stórfenglegur, að í sviðsetningu Benedikts Árnasonar virðast leikararnir varla koma viðfangsefninu til skila. Ekki þyrfti nema litlar breytingar á sviðsetningu og s«iá lagfæringar á framsögn og dá- lítið persónulegt hugmyndaflug til að draga skýrt fram hið nána samhengi, sem texti leiksins og leikflækjur standa í við flóknar þjóðféliagsaðstæður, sem er inn- tak leiksins". Að lokum segir í leikdóminum, að leikstjórn Bene dikts Árnasonar virðist hafa of þvingandi áhrif á leikarana Gunnar Eyjólfsson í aðalhlut- verkinu, Vialgerði Dan og Krist- björgu Kjeld. Bragi vann Addison — og Freysteinn gerði jafn- tefla við Byrne FRAMMISTAÐA íslenzku skák- mannanna á Fiske-skákmótinu hefur vakið mikla athygli. í 6. umferð, sem tefld var í gær vann Bragi alþjóðlega meistarann Addison og Freysteinn gerði jafntefli við stórmeistarann Byrne .Friðrik vann Jóhann og Ing vann Jón og Tamanoff og Vasjukoff gerðu jafntefli. í bið fóru skákir Ostojic og Szabo, Uhlmanns og Andrésar og Guðmundar og Benónýs. f dag verða tefldar biðskákir og þær skákir, sem frestað var. Verður það í Tjarnarbúð kl. 14—18. Biðskákir voru tefldar í gær- dag og fóru þannig: Uhlmann vann Byrne, en gerði jafntefli við Ostojic og Bragi vann Guð- mund. Þegar fimm umferðum var lokið voru Rússarnir Vasjukoff og Taimanoff efstir með 4 vinn- inga. Næstir eru Ostojic og Byrne með 3% vinning. Taka verður þó með í reikninginn, að Friðrik á tvær skákir ótefldar við Benóný og Jón, og Frey- steinn og Guðmundur eiga einn- ig óteflda skák. Verða þessar skákir tefldar í dag og ættu þá línurnar að fara að skýrast. Reykháfur verksmiöj- unnar á Kletti bilar ÞEIR sem næst búa fiskimjöls- verksmiðjunni á Kletti vöknuðu með bræðslulykt í vitum í gær- morgun. Reykháfur verksmiðj- unnar hafði bilað og fýlan frá hráefninu barst út um hverfið. Er Mbl. hafði samband við Klettsverksmiðjuna síðdegis í gær, var unnið að viðgerð á reyk háfnum. Bilun var í kælileiðsl- um, sem flytja sjó í reykháfimn til að kæla reykinn frá verk-1 smiðjunni. Ber það oft við á vorin, er gróðurs fer að gæta í fjöru, að slý og sjávargróður berst inn í leiðslurnair. Getur tek ið nokkurn tíma að hreinsa þær. Kl. 9 í gærkvöldi var gert ráð fyrir því, að verksmiðjan hefði lokið vinnslu á því hráefni, sem fyrir lá. Átti þá að stöðva hana unz hreinsun væri lokið á kæli- leiðslum til reykháfsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.