Morgunblaðið - 14.06.1968, Síða 7

Morgunblaðið - 14.06.1968, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 1968 7 llngir læknar í Ingólisapóteki Meðfylgjandi er mynd af læknum útskrifuðum frá Háskóla íslands i júní 1968, í heimsókn í Ingólfs apóteki. — Læknarnir eru: Auðunn K, Sveinbjörnsson, Hrafn V. Friðriksson, Ingólfur Hjaltalín, Kari H. Proppé, Kristinn B. Jóhannsson, Oddur J. Bjarnason, Sigurður H. Friðjóns- son, Sigurður Bjamþór Þorsteinsson, Skúli G. Johnsen, Valgarður Egilsson, Viðar Hjartarson. Hinn 4. maí voru gefin saman í hjónaband af séra Garðari Þor- steinssyni, ungfrú Elísabet Krist- jánsd. húsmæðrakennari frá Hnifs- dal og Sveinn Frímannsson skipa- smiður, Skúlaskeiði 20, Hafnar- firði. Ljósmyndast. Hafnarfj., íris. Opinberað hafa trúlofun sína ungfrú Helga Sigurðardóttir, Lang holti 18, Keflavík og Ólafur Þ. Sverrisson, iðnnemi, Básenda 5. Reykjavík. Pennavinir Jurgen Peter Lunert, 3 Hannov- er- Buchholz, Sundernstr. 29, Ger- many, óskar eftir pennavinum á Islandi. Hann er 20 ára gamall, hefur áhuga á jarðfræði, sögum, ljósmyndum, bókum og ferðalög- um. Spakmæli dagsins Þá fór ég að rekja lærdóm yðar. Ég fitlaði aðeins við einn hnút. En þegar ég hafði leyst hann, rakn- aði allt upp. Þá skildi ég, að þetta var allt vélsaumur. — Ibsen. Gamalt og gott Orðskviða-Klasi Þegar einn vill brúðar biðja, og ber það upp við hennar niðja, svarar sú hin svinna mær: Ekki vil ég af mjer brjóta, yndið hans, ef mætti hljóta. Gott er meðan góðu nær. (ort á 17. öld.) VÍSUKORIM Svartsýni. I mannheimi er myrkur svart, magnað illum öflum. Þó getur sólin stundum bjart, skinið þar — á köflum. Ránki FRETTIR Kvennadeild Skagfirðingafélags- ins efnir til skemmtiferðar sunnu- daginn 23. júní. Farið verður aust ur undir Eyjafjöll. Fararstjóri Hall grímur Jónasson. Allir Skagfirð- ingar velkomnir. Uppl. í síma 41279 og 32853. Orlofsnefnd húsmæðra í Kópa- vogi efnir til 9kemmtiferðar að Búðum, Snæfellsnesi, 22. — 23. júní Upplýsingar í símum 40511 og 40168 milli 11-12. Kvenfélagskonur, Kefiavík Munið hið árlega ferðalag sunnu daginn 23. júní. Farið verður í Þjórsárdal. Þátttaka tilkynnist f.vr ir 21. júní. Uppl. í síma 1394, 1296 og 1439. Húsmæðrafélag Reykjavíkur Farið verður í skemmtiferðina 19. júní kl. 1.30 frá Hallveigar- stöðum. Uppl. í símum 12683 og 17399. Kvikmyndaklúbburinn Föstudag og áfram: Kl. 9: „Barnæska Gorkís" M. Don- skoj (rússn. 1938) K1 6: „Háskólar mínir" (Gorkí) M. Donskoj (rússn. 1940 Skírteini afgr. frá kl. 4. Kvenréttindafélag íslands Norræni kvennafundurinn verður að Þingvöllum í Hótel Valhöll fimmtudaginn 13. júní og föstu- daginn 14. júní. Fundir hefjast kl. 10 að morgni. Ferðir frá Umferðar miðstöðinni kl. 9 árdegis og heim að kvöldi. Prestkvennafélag íslands heldur aðalfund í félagsheimili Langholtssóknar þann 19. júní kl. 1.30 Strætisvagnar: Vogar 14 og Álfheimar 21. Frá Orlofsnefnd Reykjavíkur Reykvískar húsmæður, er óska að komast í orlof að Laugum I Dalasýslu, komi á skrifstofu kven- réttindafélagsins á Hallveigarstöð- um, mánudaga, miðvikudaga, föstu daga og laugardaga kl. 4-6. Kvenfélagskonur Garðahreppi fara sína árlegu skemmtiferð sunnudaginn 23. júní. Farið verð- ur um Þjórsárdal. Lagt af stað kl. 8.00 frá biðskýlinu við Ásgarð. Tilkynnið þátttöku fyrir 17. júni í síma 50836, 51844, 51613 Turn Hallgrímskirkju, útsýnispallurinn er opinn fyrir al- menning á laugardögum og sunnu- dögum kl. 14.00 — 16.00. Heilsuverndarstöðin, Sólvangi Hafn arfirði vekur athygli Hafnarfjarðar- og Garðahrepps-búa á bólusetningu við mænuveiki fyrir þá sem þess óska á aldrinum 16-50 ára og fer fram að Sólvangi alla virka daga nema laugardaga kl. 10-12 f.h. á tímabilinu frá 5.6.-22.6 gjald kr. 30. Reykvíkingar Munið bólusetningu gegn mænu- sótt, sem fram fer í maí og júní á Heilsuverndarstöðinni. Þeir, sem eru á aldrinum 16-50 ára eru ein- dregið hvattir til að láta bólusetja sig sem fyrst. Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Frá Mæðrastyrksnefnd Konur, sem óska eftir að fá sumardvöl fyrir sig og börn sin ( sumar að heimili Mærðgstyrks- nefndar Hlaðgerðarkoti Mosfells- sveit, tali við skrifstofuna sem fyrst, sem opin er alla virka daga cema laugard. frá kl. 2-4, s. 14349 Hvíldarvika Mæðrastyrksnefndar að Hlaðgerðarkoti í Mosfellls- sveit, verður að þessu sinni síðustu vikuna í júní. Nánari upplýsingar í síma 14349 milH 2-4 daglega nema laugard. Sátu lyrir og brostu Það er gaman á vorin að fylgjast með fénu í „Fjárborg" við Reykjavík. Litlu lömbin hoppa þar og leika sér, hreint eins og kátir krakkar. Þær eru margar spakar, ærnar þarna, og tvilemban hér á myndinni og lömbin hennar voru ekkert að kippa sér upp við það, þó ókunnug manneskja væri kom- in þarna svo nærri þeim. Jóh. Björnsdóttir. Utanborðsrréótor Til sölu er 25 ha. Cresent- utanborðsmótoir. Notaður aðeins 20 klst. Upplýsing- ar í símum 11688 og 13127. Keflavík — Suðurnes Carmen-hárliðunartæki, krullujárin, Husqvarna-sláttuvélar, barnakerrur. STAPAFELL, sími 1730. Eitt herbergi ásamt snyrtiherbergi til sölu á Vitastíg 14 A, Uppl. á kvöldin eftir kl. 8. Keflavík — Suðurnes Nýkomið ferðagastæki, viðleguútbúnaður, sportveiðarfæri, ferðahandtöskur. STAPAFELL, sími 1730. Keflavík — Suðurnes Sjónaukar — myndavélar — filmur og flös. STAPAFELL, sími 1730. Keflavík — Suðurnes Bernina- og Husqvarna- saumavélar, strauvélar, straupressur, eldavélasett, eidavélar. STAPAFELL, sími 1730. Lóðaeigendur Get útvegað góða mold í lóðir. — Pantanir í síma 50335. Volkswagen óskast Vil kaupa góðan Volks- •wagen-bíl, ekki eldri en árg. ’63. Staðgreiðsla. Upp- lýsingar í síma 50002. 3ja herb. íbúð Rolleiflex óskast á leigu nú þegar eða 1. ágúst nk. Upplýs- iingar í síma 18782. myndavél óskast til kaups. Upplýsingar í sírna 15582, eftir kl. 7. Forstofuherbergi óskast til leigu. Upplýsing- ar í síma 22150. Hafnarfjörður, Garðahreppur, Kópavogur, Reykjavík, til leigu ámokst urvél, er fljót í ferðum, bæði í stór og smá verk. Sími 52157. 2ja—3ja herb. íbúð Iðnaðarhúsnæði óskast til leigu. Upplýsing- ar í síma 31459. óskast, þarf að vera með innkeyrslu. Upplýsingar í síma 36740. DAF 1965 Til sölu góður DAF 1965. Upplýsingar í síma 17472. Lax- og silungsveiði Höfum til sölu ársigömul lax- og bleikjuseiði. Verð kr. 10 seiðið. Upplýsingar í símum 15963 og 83477. Aukavinna Ungur maður óskar eftir aukavinnu. Margsk. vinna kemur 'til greina. Hefur góða reynslu í verzlunar- störfum. Uppl. í síma 14378 eftir kl. 5. Rafha-eldavél til sölu. Upplýsingar í síma 10868. Barnagæzla Er í Árbæjarhverfi. — Get tekið að mér börn frá 9—6. Upplýsingar í síma 81514. Daf 1965 Til sölu Daf, árgerð 1965, lítið keyrður og í góðu lagi. Til sýnis og sölu að Eiríksgötu 21, I. hæð, eftir kl. 5. Hafnfirðingar Óskum eftir að ráða stúlku til afgreiðslu í afleysingum í sumarfríum. Helzt vana. Vinnutími eftir samkomul. Kjöt og réttir, Strandg. 4. Sími 50102. Svefnbekkir frá 1975 kr. Svefnsófar frá 3.300 kr. Tízkuáklæði. Sófaverkstæðið, Grettisgötu 69. Sími 20676. Opið til kl. 9. Bókband Tek bækur, blöð og tíma- rit í band, geri einnig við gamlar (bækur. Upplýsing- ar í síma 23022 fyrir kl. 1 e. h. og á Víðimel 51. Simca Ariane ’63 til sölu, nýskoðaður, mjög góður einkabíll. Bengþóru- gata 61, sími 19181. Til leigu 3ja herlb. íbúð á 1. hæð í Kópavogi. Upplýsingar í síma 38878. Til leigu tvö herto. og elidhús. Tilb. ásamt fjölskyldust. sendist Mbl. fyrir þriðjudagskvöld merkt: „8215“. / innréttingar Lumberpanel viðarþiljur á veggina. WlRU-plast í eldhúsinnréttinguna. PÁLL ÞORGEIRSSON & CO., Laugavegi 22 — Sími 1-64-12.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.