Morgunblaðið - 14.06.1968, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.06.1968, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUB 14. JÚNÍ 1968 11 I Fyrir nokkrum dögum var litli danski prinsinn kynntur fyrir blaðamönnum og ljósmyndur- um. Þá var þessi mynd tekin af honum, sem fæddist á H-daginn, 26. maí, ásamt foreldrum hans, Margréti ríkisarfa og Henrik prins sem ljóma af gleði. Parísarviðræður Harrimann harðorður um árásirnar á Saigon París, 12 júní AP. SAMNINGANEFNDIR Banda- ríkjanna og N-Vietnam héldu íund í morgun, eftir vikuhlé. Að- alfulltrúi Bandaríkjanna Averell Harrimann var horðorður vegna stöðugra eldflaugaárása Viet- Gong manna á íbúðarhverfi Sai- gon undanfarið. Harrimann tjáði sendinefnd N. Vietnam, að Bandaríkin hefðu áreiðanlegar heimildir fyrir því, að hershöfðingjar frá N-Vietnam hefðu skipulagt og stjórnað árás- unum að undanförnu. Harrimann kvaðst vilja gera N-Vietnömum það ljóst, að afleiðingar þessara aðgerða gætu orðið mjög alvar- legar. Harrimann sagði, að ekk- ert hefði gerzt sem benti til að N-Vietnamstjórn ætlaði að bregðast jákvætt við takmörkun loftárása Bandarikjanna á land þeirra. Þegar fréttamenn inntu Harri- mann eftir því, a0 fuaidi lokn- «m, hvort hann héldi, að Banda- ríkin myndu hefja loftárásir að nýju á Hanoi og önnur þéttbýl svæði N-Vietnam, svaraði hann því, að það væri ekki í verka- hriing þessarar ráðstefnu að segja Lagos, 12. júni. AP. • Odumegwu Ojukwu, leiðtogi Biafrabúa, sem berjast enn af hörku gegn sambandsher Nigeríu, hefur skorað á stjórnir erlendra ríkja að beita sér fyrir því, að Bretar hætti vopnasölu til Niger- iu, ef það mætti verða til að binda endi á bardagana í land- inu. Jafnframt skoraði Ojukwu á eriendar þjóðir að veita aðstoð flóttamönnum á landsvæði Biaf- ra, en hann sagði þá nú um hálfa fimmtu milljón talsins. Lagos-stjómi hefur brugðizt illa við þessari áskorun Ojukwus til um það, heldur gæti Johnson forseti það einn. Harrimann sagði, að við árásirnar á Saigon hefðu verið notaðar sprengjur og eldflaugar frá N-Vietnam og alvarlegast væri, að þeim væri 'beirvt gegn ibúðarhverfum og til þess eins fallmar að vinna óbreyttum borgurum mein, þar sem hennaðarleg þýðing væri eng in, og ekkert gæti réttlætt þessar aðgerðir, sem vitað væri að N- Vietnamar tækju þátt L Fulltrúi N-Vietnam Xuan Thuy tók til máls er Harrimann hafði lokið ræðu sinni. Hann end urtók sem fyrr þá kröfu, að Bandaríkjamenn hættu skilyrðis- laust öllum loftárásum á N-Viet- nam. Hann vitnaði til orða Harri manns á síðasta fumdi, en þá sagði Harrimann að Bandaríkja- menn myndu hætta öllum loft- árásum á heppilegri stumdu. — Thuy kvaðst vilja spyrja, hvort nokkurn tíma hefði verið heppi- legri stumd en einmitt nú til að hætta loftárásum, þar sem opin- berar viðræður stjórna N-Viet- nam og Bandaríkjanna væru hafnar. Hann sagði enmfremur að um að taka fyrir vopnasölu frá Bretlandi. Talsmaður hennar í London sagði á fundi með frétta- mönnum í dag, að það gæti haft hinar alvarlegustu afleiðingar fyrir Breta og mjög skáðað brezka hagsmuni, ef þeir hættu að selja vopn til Nigeríu — enda yrði stjóm Nigeriu þá að leita til annarra aðila um vopnasölu og önnur viðskiptL Lagði hann áherzlu á, að þótt Bretar hættu að selja Lagosstjórn vopn, yrði ekki bundinn endi á styrjöldina, vopn væri allsstaðar hægt að fá — en Bretar sjálfir mundu hafa verra af. það yrði algerlega á álbyrgð Bandaríkjanina, ef enginn árang- Ur kæmi í ljós innan tíðar af fundahöldiunum síðasta mánuð- inn. Bæði Harrimamn og Thuy birtu ræður sínar á fundinnum orðréttar. Talsmaður N-Vietnam- nefndarinnar sagði það gert vegna þess að Bandaríkjamenn rangtúlkuðu staðreyndir með það fyrir augum að rugla al- menning í ríminu. Talsmaðurinn sagði ennfremur að Thuy hefði fallizt á að kynna sér tillögu Bandaríkjamanna og svara þeim á „óheppilagri stuindu‘‘. Thuy sagði að málin lægju Ijóst fyrir, að Bandaríkjamenn hefðu eyðilagt árangur Genfar- sáttmálans frá 1954 og alla samn inga um Vietnam frá byrjun, og jafnan fylgt ofbeldisstefnu, og sagði að Baindaríkjamenn yrðu að stíga fyrra skrefið til algerr- ar stöðvunar hernaðaraðgerða í Vietnam. Thuy var hvassyrtur í garð Saigonstjórnarinnar og kall- aði hana „leppstjórn‘‘. Fundurinn stóð í þrjár klukku- stundir og fimmtíu mínútur og var níundi fundurinn ákveðinn næsta miðvikudag. Dagblað í Saigon skrifar í dag, að árásirnar á Saigon kunni að vera gerðar til að neyða Banda- ríkjamenn til samninga í Paris. Greinarhöfundur segir, að ýmsir þingmenn S-Vietnam séu þeirrar skoðunar, að senda eigi beiðni til Johnsons, forseta, um að láta hefja loftárásir á Hanoi og önn- ur þéttbýl svæði N-Vietnam að nýju. Stjórnarsérfræðingar og diplómatar séu þeirrar skoðunar að Bandaríkjaforseti mumi ekki treysta sér til að taka þá ákvörð un, meðan samningafundirnir í París standi yfir. Viet-Congmenn séu einnig þessarar skoðunar og þeim finnist þeir hafa frjálsar hendur með að halda áfram árás- um, þar til ástandið í Saigon verði orðið svo alvarlegt, að þeir geti sett Bandaríkjamönnum þá kosti að hætta eldflaugaárásum gegn tafarlausri stöðvun loft- árása. Verst fyrir Breta - ef þeir hœtta að selja Nigeríu vopn, segir talsmaður Lagosstjórnarinnar Von nýrrar stjórnar í Belgíu á næstunni Brússel, 12. júní NTB — AP. BAUDOUIN Belgiukonungur hef ur falið Gaston Eyskens úr flokki kristilega sósíalistaflokksins að mynda nýja stjórn og er búizt við að það muni takast og ráð- herralisti verði tilbúinn fyrir vikulokin, ef til vill þegar á fimmtudag. Búizt er við, að stjórnin verði samsteypustjórn kristilega sósíalistaflokksins og sósáaldemókrata. Eyskens er 63 ára að aldri og hefur átt sæti í nokkrum ríkis- stjómum frá lokúm heimsstyrj- aldarinnar síðari, fyrst sem fjár- málaráðherra í stjórn Vain Ack- ers 1945. Árið 1958 myndaði hann sjálfur stjórn kristilega sósíalista flokksins, en síðar sama ár var hún styrkt með nokkrum ráð- herrum úr flokki frjálslyndra. í tíð þeirrar stjórnar fékk Kongó sjálfstæði sitt, árið 1960 og sama ár urðu mestu verkföll, sem um gefcur í sögu landsins. Næsta ár sagði Eyskens af sér embætti for sætisráðherra, en fjóru-m árum síðar varð hann fjármálaráð- herra á ný. Stjórnarkreppan í Belgíu hef- ur staðið frá þvi í febrúar og urðu í upphafi hennar miklar stúdentaóeirðir í háskólabænum Leuven. Flæmsku stúdentarnir í háskólanium, sem er einn hinna stærstu og elztu í Evrópu mót- mæltu fyrirætlunum um að stækka deildina í skólanum, kröfðust Þeir þess, að hún yrði flutt algerlega burt af landsvæði . Flæmingja yfir á landsvæði Wall óna. Þessi deila leiddi til ótaka innan s'tjórnarinmar og sagði hún af sér í byrjun felbrúar. Um mán- aðamótin marz—apríl voru haldn ar þingkosningar og unnu Þjóð- ernissinnaflokkarnir, flæmski og vallómski mesta sigra, en þrír stóru flokkarnir, sósíal-demó- kratar, kristilegi sósíalistaflokk- urinn og Frjálslyndir töpuðu fyigi. BEZT að auglýsa í Morgunblaðinu Nauðungaruppboð sem auglýst var í 62., 64. og 65. fbl. Lögbirtingabiaðs 1967 á Fálkagöbu 24, þinigfl eign Skarphéðins Eyþórs- sonar o. fL, fer fram eftár kröfu Gj aldheimúunnar 1 Reykjavík, á eigninni sjiáltfni, þriðjxtdaginn 18. júní n.k. klL 15.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Lóubúð Ódýrir sumarkjólar á telpur! Dömupeysur! — Dömubuxur! LÓUBÚÐ, Starmýri 2. Nauðungaruppboð sem augiýst var í 62., 64. og 65. tfcl. Lögbirtingaiblaðs 1967 á FLókagötu 57, þingl. eign Mangrétar Berndsen o. fl. fer frann eftir krötfu Gjaffldheimtumnar í Reykja- vík, á eignmni sjáMri, þriðjudaginn 18. júraí n.k. kL 15.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavik. Nauðungaruppboð sem augiýst var í 62., 64. og 65. fbl. Lögibirtámgablaðs 1967 á Engilhlíð 8, þiragl eitgn Solvedgar Berndsem o. fL, fer fram eftir kröfu Gjaidlhei)mturmar í Reykjavik á eignmni sjólfri þriðj'udagiinn 18. júní n.k. kl 14.30. Borgarfógetaesnbættið í Reykjavík. 17. júní gjöfin er Feneyjakristoll Húsgagnaverzlun Helga Sveinssonar við Nóatún. Höfum skrífstofulnisnæði til leigu á Skúlagötu 63. Sími 18560. G. J. Fossberg, vélaverzlun h/f.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.