Morgunblaðið - 14.06.1968, Page 16

Morgunblaðið - 14.06.1968, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 1908 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri: Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjóm og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar: Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. í lausasölu: Kr. 7.00 eintakið. Áskriftargjald kr. 120.00 á mánuði innanlands. MERGURINN MÁLSINS F’kki leikur á tveim tungum, að mikill meirihluti ís- lenzku þjóðarinnar gerir sér grein fyrir því, að sjálfstæði okkar og frelsi, eins og raun- ar sjálfstæði annarra Ev- rópuþjóða, byggist á varnar- samtÖkum þeim, sem stofnuð voru 1949 til að hefta út- breiðslu kommúnismans, At- lantshafsbandalaginu. Hver sem framtíð þeirra samtaka verður, þá er ljóst, að nær tveggja áratuga starfsemi þeirra hefur megnað að hindra framrás kommúnism- ans og tryggja frið og jafn- vægi í Evrópu. Hinu er ekki að leyna, að nokkur hluti þjóðarinnar er andvígur aðild okkar að At- lantshafsbandalaginu. Er þar fyrst og fremst um að ræða kommúnista, sem eðlilega vilja veikja varnarsamtök lýðræðisþjóðanna til þess að greiða götu kommúnismans og auðvelda ofbeldismönnum að undiroka þjóðirnar. Eðlilega hafa talsverðar umræður orðið um Atlants- hafsbandalagið að undan- förnu, vegna hins fyrirhug- aða ráðherrafundar banda- lagsins hér í Heykjavík. Eink um hafa þær umræður þó snúizt um það, hvort réttlæt- anlegt væri að leggja húsa- kynni háskólans undir þetta fundahald eða ekki. Morgun- blaðið hefur lýst skoðun sinni í því efni, að það telji, að við hljótum að nota þá beztu aðstöðu, sem við höf- um, jafnvel þótt það kosti ó- þægindi fyrir háskólastúd- enta og starfslið háskólans. Mergurinn málsins er sá, að við erum að eigin ósk með limir í Atlantshafsbandalag- inu. Sú aðild leggur okkur skyldur á herðar, jafnframt því sem hún tryggir okkur það, sem mest er um vert, frelsi og sjálfstæði. Þessar skyldur eru m.a. í því fólgn- ar að hýsa þann fund, sem hér á að halda og til þess hljótum við að hagnýta þau húsakynni, sem fyrir eru, það ætti hvert mannsbarn að skilja. Hitt er svo allt annað mál, að auðvitað hefur sérhver ís- lendingur rétt til þess að hafa sína skoðun á því, hvort við eigum að halda áfram aðild okkar að Atlantshafsbanda- laginu eða ekki. Þeir sem því eru andvígir eiga að berjast fyrir framgangi sinna sjónar- miða í viðureign við aðra landa sína, sem gagnstæðrar skoðunar eru, en ekki við er- lenda menn, sem engu ráða um það, hvort við höldum að- ild okkar áfram eða ekki. íslendingar hafa fram að þessu verið taldir gestrisnir og ekki mundi það hvarfla að neinum lýðræðissinna að sýna ókurteisi höfuðandstæð- ingi, t.d. rússneskum ráða- manni, sem hingað kæmi til þátttöku í fundarhöldum. Þó er nú látið að því liggja, að þegar ráðherrafundur Atlants hafsbandalagsins verði hald- inn, eigi að efna til skrílsláta, og auðvitað standa kommún- istar fyrir því, en njóta því miður aðstoðar nytsömu sak- leysingjanna sinna nú sem áður. En íslenzka þjóðin mun sannarlega fordæma slíkt at- ferli. Hún hefur ekki fram að þessu talið ofbeldið lík- legt til árangurs í stjórnmála átökum og gerir það ekki enn. ERFIÐLEIKARNIR F'fnahagserfiðleikar okkar íslendinga eru enn mikl- ir og lítið ber á því að verð- lag útflutningsafurða okkar muni fara hækkandi á ný, er því útlit fyrir, að þetta ár verði okkur þungt í skauti eins og hið síðasta. Að vísu horfa allir með eft- irvæntingu til síldarvertíðar- innar eins og svo oft áður, og nú ber svo við að engir þora um það að spá, hvort síld veiðist í meira eða minna mæli á þessu sumri. Sl. ár hafa fiskifræðingarn- ir verið furðu sannspáir um síldargöngurnar ennúverjast þeir allra frétta, og gamlir spámenn um síldargöngur eru líka hljóðir. Enginn veit því hvað framundan er, en vissulega er vonandi að mik- ill afli verði nú í sumar, því að við þurfum mjög á því að halda, ef unnt á að vera að halda uppi jafn góðum lífs- kjörum hér á næstu árum, eias og verið hefur á síðustu árum. ÞJÓÐHÁTÍÐIN l^egar hátíðahöldin 17. júní * voru í fyrra flutt inn í Laugardal, olli það miklum leiðindum og óánægju, og segja má að sú tilraun, sem gerð var til að flytja hátíða- höldin þangað hafi gjörsam- lega misheppnazt. Nú hefur Þjóðhátíðarnefnd ákveðið að fara milliveginn, að hafa hátíðahöldin um dag- ínn þar innfrá, en að kvöldi verði dansað í miðbænum. Vonandi gefur þessi tilraun II' y&i j U ÍAN UR HEIMI Reiði þrungin þögn Pekingstjórn- arinnar vegna Parísarviðræðna I SAMRÆMI við þá ríku erfðavenju í Kína, á meðan það var keisaraveldi, að lita á óþægindi, eins og þau væru ekki til staðar, fyrr en þau mistök eru framin að viður- kenna, að svo sé, þá hafa leiðtogarnir í Peking litið á friðarviðræðurnar í París eins og þær hefðu aldrei komið tU. Þeir hafa ekki enn skýrt þjóð sinni, sem er um 700 millj., að samningafundimir um frið séu hafnir, heldur einbeitt sér að því að fara fúkyrðum á sinn venjulega hátt um ákvöröun Johnson forseta að draga úr sprengju- árásum og tilboði hans um samningaviðræður með því að kalla hvorttveggja „sýnd- armennsku“ og „svik“ gerð í því skyni að dylja auknar árásaraðgerðir. Með kænsku- legum orðaleik hafa þeir kom ið þeirri trú inn hjá almenn- ingi í Kína, að friðarumleit- unum Bandaríkjamanna hafi verið vísað á bug, án þess að segja þó slíkt berum orðum. Kínverskir kommúnistar voru fyrstir til þess að for- dæma Vesturlönd fyrir að „gera Genfarsamningana að engu“ og nú er langt síðan, að þeir vísuðu þeim á bug sem grundvelli fyrir sam- komulagi. Allir þeir, sem að- ild eiga að þeirri villutrú, sem fram kemur með friðarsamn- ingaviðræðunum í París, hafa því skapað sér vanþóknun Kínverja. Þegar Xuan Thuy, formað- ur sendinefndar Norður-Víet- nams, kom við í Peking á leið sinni til Frakklands, skýrðu rússneskir fréttamenn frá því, að Chou En-lai forsætisráð- herra hefði látið undir höf- uð leggjast að koma til há- degisverðarboðs, sem haldið var til heiðurs Xuan Thuy, en gaf sér annað tækifæri til þess að skýra þeim síðar- nefnda frá því, að Mao for- maður teldi málið allt ömur- leg mistök. Kínverska áróð- ursvélin þagði um þetta atvik. Blöðin í Peking byrjuðu samt sem áður í fyrsta sinn að nefna stjórn Frakklands, en þar fara viðræðurnar fram, niðrandi nöfnum. Fréttaritari frönsku frétta- stofunnar AFP var rekinn frá Kína og fulltrúi fréttastof- unnar Nýja Kína í Frakk- landi var kallaður heim. Veggspjöld birtust í Kanton, þar sem ráðizt var á Frakk- land, en Rauðir varðliðar hrópuðu vígorð fjandsamleg Frökkum úti á götum. (Stjórn arvöldin í Peking höfðu þeg- ar tæmt þann orðaforða, sem þau réðu yfir til þess að skamma Bandaríkjamenn og slitu því sambandi, sem þeir hafa haft vfð Bandaríkja- menn um sendiráð sitt í Var- sjá, að sinni). Andvígir Parísar- viðræðunum Kínverjar hafa aðeins samt sem áður ekki látizt sjá við- ræðurnar í París. Þeir hafa ekki farið svo mörgum for- dæmlngarorðum um þær op- inberlega. Þeir eru sýnilega neyddir til þess að virða regluna um, að samningavið- ræður og bardagar fari fram samtímis, en fullkomlega and- stætt keppinautum sínum, endurskoðunarsinnunum í Rússlandi, eru þeir í raun og veru ákve'ðnir á móti því að hafa nokkuð saman að sælda við kapitalistiska andstæð- inga sína, Bandaríkjamenn. Kínverjar þykjast vera tals- menn áframhaldandi „frelsis- stríðs“ gegn heimsvaldasinn- um í vanþróuðum heimsálf- um, því að þeir bjuggu þetta hugtak til og tilboð Maos for- manns um að gerast óumdeil- Mao Tse-tung anlegur leiðtogi byltingar- hreyfingarinnar í heiminum kann að eiga það undir því komið, hvort það verði að raunveruleika, a'ð kenningin um frelsisstríðið reynist eiga réttilega við í Víetnam. Kommúnistar í Víetnam geta því þess vegna aðeins öðlast þjóðfrelsi og sameinast með því að „reka sérhvern árásar- hermann brott af víetnamskri grund“. Það hallar undan fæti fyrir heimsvaldasinnum og ef unnt er að sigra þá, hvers vegna þá að ganga í lið með þeim. Peking er bundin í ömur- legu og vonleysislegu banda- lagi við Hanoi og föst í eins konar eilífum þríhyrningi, sem hlýtur að ná til Moskvu. Kínverjar gæta þess að eiga ekki í deilum vfð Víetnama, því að það að missa stjórn á skapi sínu myndi verða sama og að bíða lægri hlut fyrir keppinautunum, en samband- ið er engu að síður ekki snurðulaust. Ferðamenn frá Hanoi staðfesta, að Norður- Víetnamar líta enn til risans handan landamæranna með djúpri og rótgróinni tor- tryggni. Þá er ennfremur lítill á- hugi á menningarbylting- unni í hinu stríðshrjáða Ton- king, þar sem andstæðing- urinn er ekki óljós hug- myndafræðileg vofa heldur raunverulegur. Samkvæmt fréttum frá Hong Kong hef- ur kínverskum sjómönnum verið bannað að koma í land í Haiphong og veifa Mao merkjum og bókum. Þetta hefur orðið enn flókn ara fyrir þá sök, hve mikla rækt Pekingstjórnin hefur lagt við Þjóðfrelsishreyfing- una í Suður-Víetnam, en Viet- cong er hernaðarlegur armur hennar. í desember sl. var sendirtefnd hennar í Peking veitt fulkomin diplomatisk viðurkenning og er talin upp með öðrum sendiráðum í síðustu bók kínverska utan- ríkisráðuneytisins, ásamt sendiráði Norður-Víetnams. En grundvallar skoðanamun- ur milli Kína, stórs og her- skás, sem þó stendur aðeins að tjaldabaki og skæruliða- hreyfingar, sem stendur í fremstu víglínu og er að berj- ast fyrir frelsinu til þess að hafna „frelsinu" hlýtur óhjá- kvæmilega að varpa skugga á þessa vináttu. 1 fyrra vísa'ði Pekingstjórn- in með fyrirlitningu tillögum Saigonstjórnarinnar um nýj- ársvopnahlé, en mátti síðan komast að raun um, að Víet- cong féllst á þær. Nú þegir Pekingstjórnin hugsandi yfir friðarviðræðunum í París, en leiðtogar Víetcong hafa látið í ljós heils hugar samþykki við ákvörðun stjórnarinnar í Hanoi um að taka þátt í þeim. Klögumálin ganga á víxl Víetcong er ekki eini aðil- inn. í apríl tilkynnti sovézka stjórnin, að ákvörðunin um að fallast á vfðræðurnar nytu „fullkomins stuðnings alls fólks í So vétríkj unum“ og skapaði sér á þennan hátt enn frekari reiði kínverskra kommúnista um svo við- bjóðslega glæpi eins og að vilja draga úr styrjöldinni í Víetnam, að reyna að þvinga stjórnina í Hanoi til þess að komast að pólitísku sam- komulagi og að gera friðsam lega sambúð við Bandaríkin að homsteini sovézkrar ut- anríkisstefnu. Það voru ásakanir sem þessar, sem fengu Peking- stjórnina til þess a'ð mynda ekki í upphafi bandalag í sameiningu við Rússa og önn ur „endurskoðunar“-ríki í Austur-Evrópu gegn banda- rískri heimsvaldastefnu í Víet nam. „Það myndi aðeins dylja það, sem er uppgerðar andheimsveldisstefna en raun veruleg uppgjöf, sýndar stuðn ingur en raunveruleg svik“, lýsti Chou En-lai yfir með vanþóknun. En að liðnum 20 mánuðum frá því, að hann sagði þessi orð, hafa stjórn- málin fært andstæðingum Maos vopnin í hendur. í fyrra Framhald á bls. 20 góða raun og menn sætta sig við hana, en fari svo, að þjóð- hátíðin misheppnist nú líka og í fyrra, er sjálfsagt að taka upp hinn gamla sið á ný, að flytja öll hátíðahöldin í Mið- bæinn. Þjóðhátíð okkar ís- lendinga hefur yfirleitt verið til sóma, og þess vegna lítil ástæða til að reyna að koll- varpa því fyrirkomulagi, sem vel hefur gefizt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.