Morgunblaðið - 14.06.1968, Síða 22
tmt í'WfH, >f KtT-f)A0TIT3Ö'? ©K'-'A.TfíVninHOW
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 1968
22
Sigríður Helgadóttir
- Minning
Fædd 18. desember 1879. Dá-
in 11. maí 1968.
í>ví fólki fækkar nú óðum í
landinu, sem sleit barnsskónum
á aíðustu áratugum 19. aldar og
bar hita og þunga dagsins á
fyrri hluta þessarar aldar. Sú
kynslóð, sem nú lifir og býr við
allt önnur og betri lífskjör, en
fyrri kynslóðir, á að ýmsu leyti
erfitt með að skilja lífsbaráttu
þessa fólks, sem oft og tíðum
háði þrotlausa baráttu fyrir
brýnustu nauðþurftum sínum og
sinna, en lagði þó jafnframf á
mörgum sviðum þjóðlífsins
grundvöllinn að þeim framfara-
t
Móðir okkar
Lára Guðmundsdóttir
frá Lækjamóti,
lézt í Sjúkrahúsi Selfoss 12.
júní.
Börnin.
t
Faðir okkar, tengdafaðir og
afi,
Arni Jónsson Strandberg
bakarameistari,
lézt að Elli- og hjúkrunar-
heimilinu Grund þann 12.
þ. m.
Börn, tengdabörn og
barnabörn.
t
Maðurinn minn
Árni Árnason
frá Vopnafirði,
sem andaðist 7. þ.m. verður
jaTðsettur frá Fossvogskirkju
laugardaginn 15. þ.m. kL
10.30 f.h.
Hólmfríður Jóhannsdóttir.
t
Eiginmaður minn og fáðir
Georg Jónsson
bifreiðastjóri,
Gránufélagsgötu 6, Akureyri,
er lézrt á Fjórðungssjúkrahús-
inu á Akureyri 30. maí, verð-
ut jarðsunginn frá Akureyr-
arkirkju miðvikudaginn 19.
júní kl. 1.30 e.h. — Blóm vin-
samlegast afbeðin en þeim
sem vildu minnast hins látna
er bent á kristniboðið í Konsó.
Minningarspjöld fást í Véla-
og raftækjaverzluninni,
Geislagötu 6 og hjá Gylfa
Svavarssyni, Áshlíð 2. Gler-
árhverfi.
Sigríður Zakaríasdóttir,
Ingóifur Georgsson.
t
Innilegar þakkir fyrir auð-
sýnda samú'ð við andlát og
jarðarför
Jóns Jónssonar
Hólabraut 17, Akureyri.
Sigurbjörg Magnúsdóttir,
Jón M. Jónsson,
Steindór B. Jónsson,
Magnús Jónsson.
og umbótamálum, sem eflt hafa
hag okkar hvað mest og lyft
okkur frá örbirgð og allsleysi
til efnahagslegra bjargálna og
bættra menningarskilyrða.
Einn úr hópi þessarar öldr-
uðu sveitar, Sigríður Helgadótt-
ir, hefur nýlega kvatt þetta
jarðlíf. Hún lézt í hárri elli að
heimili sínu hér íborg þann 11.
maí, og var útför hennar gerð
frá Neskirkju 20. s.m.
Sigríður var fædd að Tóftum
í Stokkseyrarhreppi 18. desem-
ber 1879. Foreldrar hennar voru
Helgi Pálsson og Anna Diðriks-
dóttir. Voru þau bæði komin
af sunnlenzkum bændaættum og
búsett í Stokkseyrarhreppi alla
sína búskapartíð um fimmtiu ára
skeið. Lengst bjuggu þau á
Helgastöðum á Stokkseyri. Börn
þeirra voru fimm, fjórar dætur
og einn sonur, en að auki hafði
Anna átt eina dóttur áður en
þau Helgi hófu samvistir. Eru
þrjú barna Helga og Önnu enn
á lífi.
Á þeim árum, er Sigríð-
ur Helgadóttir var að alast upp,
var harðæri mikið hér á landi
og kjör alþýðunnar kröpp. Fá-
ir munu nú geta gert sér í hug-
arlund, hve erfið lífsbaráttan
var á þeim tímum, einkum hjá
blásnauðu tómthúsfólki með stór
an barnahóp. Oft mun hafa ver-
ið þröngt í búi hjá þeim Helga
og Önnu, en aldrei munu þau
þó hafa leitað á náðir hins op-
inbera. Með iðni og ýtrustu
sparsemi tókst að bægja hung
urvofunni frá, og hinn vodlugi
nábúi fólksins, hafið, reyndist
því oft gjöfull, þótt stundum
krefðist hann líka dýrra fórna.
Strax og börnin komust á
legg fóru þau að vinna fyrir sér
og létta þannig undir með for-
eldrum sínum. Um skólagöngu
eða aðra menntun var naumast
að ræða, þótt hugur barnanna
stæði til skólanáms. f þeim efn-
um varð oftast að nægja það,
sem foreldrarnir gátu gefið þeim
í veganesti, og oft reyndist það
furðu haldgott og heilladrjúgt
á lífsleiðinni.
Tvítug að aldri giftist Sigríð-
ur ungum bóndasyni, Markúsi
Sigurðssyni frá Fagurhóli í
Landeyjum. Var hann hinn mesti
efnismaður og góðum gáfum
gæddur, eins og hann átti kyn
til, söngvinn og músikalskur,
enda vinsæll og vel virtur af
öllum, er kynntust honum. Byrj
uðu ungu hjónin búskap í Fag-
urhóli, en fluttust nokkru síðar
til Vestmannaeyja, þar eð hugur
Markúsar beindist að öðrum
störfum en búskap í sveit. Til
Hafnarfjarðar fluttust þau árið
1918 og loks til Reykjavíkur
1926, þar sem þau bjuggu siðan
til æviloka. Markús var húsa-
smiður og tók þátt í að byggja
fjölmörg hús í höfuðborginni, er
vöxtur hennar var hvað mestur
á fyrri hluta þessarar aldar.
Þeim hjónum varð sjö barna auð
ið, sex dætra og eins sonar, er
dó í bernsku. Eru dætur þeirra
allar enn á lífi. Markús lézt ár-
ið 1957.
Sígríður var á margan hátt vel
gerð kona, bæði til líkama og
sálar. Hún var frið sýnum og
vel á sig komin, glaðvær og góð-
lynd, trygg og vinaföst. Starfs-
svið hennar var fyrst og fremst
heimilið og uppeldi barnanna,
sem hún rækti með alúð og
myndarskap. Á heimili þeirra
hjóna var ætíð gott að koma,
enda var þar oft gestkvæmt. Þar
rikti ætíð andi gestrisni og glað
værðar. Af fundi þeirra hjóna
hygg ég, að flestir hafi farið
léttir í lundu.
Seinni hluta ævinnar hneigð-
lst hugur þeirra hjóna mjög að
trúmálum. Tóku þau virkan þátt
i kristilegu starfi K.F.U.M og K.
ásamt dætrum sínum, og lögðu
þeim málum lið af fremsta megni.
í æsku hafði Sigríði verið inn-
rætt virðing og aðdáun á guðs-
orði og góðum siðum. Voru á-
hrifin úr foreldrahúsunum
SVAR MITT CR
EFTIR BILLY GRAHAM Wm j
henni ætíð rík í huga. Með aldr-
inum óx og styrktist trúarþrá
hennar og eilífðarvissa. Biflíuna
mun hún hafa metið umfram aðr-
ar bækur og oft í henni lesið.
Bæði voru þau hjón bókhneigð
og allvel heima í íslenzkum bók-
menntum, einkum Markús, sem
bæði var hagmæltur sjálfur og
átti til þjóðkunnra skálda og
giáfumanna að telja.
Eftir að Sigríður var orðin
ekkja, var hún síðustu árin í
skjóli yngstu dætra sinna og
tengdasonar. Þar átti hún frið-
sælt ævikvöld og naut allrar
þeirrar um önnunar og hjálpar,
sem bezt varð á kosið. Andlegu
þreki hélt hún til hins síðasta,
smátt og smátt og síðustu lifs-
þótt líkamskraftarnir þrytu
stundirnar yrðu þungbærar. Þeg
ar svo er komið, er gott að
hljóta hvíld eftir íanga vegferð.
Andlát Sigríðar bar að á þeim
árstíma, þegar náttúran byrjar
að lifna af vetrardvala og jörð-
in skrýðist nýju lífL Að vísu
hefur vorið í ár verið fremur
kalt, líkt og vorin voru oft áð-
ur fyrr, þegar Sigríður var að
alast upp austur í Flóa. En þótt
stundum sumri hér seint, sigr-
ar þó gróðurmáttur vorsins áv-
allt að lokum. Sigríður frænka
mín trúði á sigurmátt ljóss og
lífs bæði þessa heims og annars.
Vonandi hefur henni orðið að
þeirri trú sinni nú, þegar nú er
horfin sjónum okkar — inn í hið
eilífa vor.
Þorvaldur Sæmundsson.
ÉG er prestur og glími við alvarleg fjölskylduvanda-
mál, sem ég verð að leyna. Ég þarf að létta á mér við
einhvern. Til hvers get ég snúið mér?
FLESTIR geta snúið sér til prestsins síns með vanda-
mál sín, en prestur hefur engan prest, og hann á á
hættu, að orð hans síist út, ef hann fer að trúa sókn-
arbörnum sínum fyrir erfiðleikum sínum. Ég get vel
sett mig í yðar spor.
Samt koma mér í hug þrír menn, sem þér gætuð
rætt vandamál yðar við. I fyrsta lagi er það læknir-
inn yðar. Læknar hafa fullkomna þagnarskyldu eins
og prestar. Þeir eru reyndir menn og víða heima og
því oft ráðhollir. Þá eru hér opinberir aðilar, sem
veita aðstoð í hjúskaparmálum. Flestir þessir ráðgjaf-
ar hafa menntazt til að fást við vandamál fjölskyldna
og einstaklinga. Loks er það æðsti maður kirkju yðar.
Enginn efi er á því, að hann mundi hlusta með skiln-
ingi og samúð. En leggið málið umfram allt fram
fyrir Guð í bæn. Bænin getur gert „undur“ í þessum
vanda yðar.
Allur þorri manna heldur, að prestar eigi naumast
við nokkur vandamál að stríða á heimilum sínum. En
einmitt vegna þess, að presturinn og fjölskylda hans
eiga heim í „glerhúsi“, þ.e. allra augu beinast að
þeim, heyja þeir marga glímima og oft erfiðari en al-
mennt gerist. Guð blessi yður, að þér berið einir
byrði yðar vegna vegsemdar Drottins. Ég vona, að
þér hljótið ráð og hjálp, sem duga yður.
I jórir iangar héldu 22
gislum í sólarhring
Atlanta, Georgia, 12. júní.
AP-NTB.
FJÓRIR vopnaðir fangar í ríkis-
fangelsinu í Atlanta héldu 22
mönnum sem gislum í herbergi
Sigríður Fanney
Sigurðardóttir- Kveðja
Fædd 30. jan. 1912.
Dáin 29. mai 1968.
Það er margs að minnast
margt sem þakka ber,
þegar kvöld er komið
kvittað lífið er.
Hjörtun harmur beygir
hugi klökkvinn slær.
Titra tár á kvörmum
trúarblóm þó grær.
Guð á vald og visku
veit hvað hentar mest.
Gefur þrek í þrautum,
þekkir stríðið best.
Huggar, harmi slegna
heyrir bænamál.
Líknar þeim sem líða
á líkama eða sál.
Þú varst frelsi fegin
fagnar himnum á,
þó að vildir vera
vinum þínum hjá.
Gjafir okkar gafstu
Guð mun launa þér.
Mild var móðurhöndin.
Minning geisla ber.
Ennþá, elsku móðir
erum við sem börn.
Okkur varstu öllum
öruggt skjól og vörn
Kærleikur þig knúði.
Kristur blessi þig,
friður hans þér fylgi
fram á æðri stig.
Þú varst ástrík amma
eiginkonan blíð.
Ástvinunum unnir
alla lífs þíns tíð.
Bænir þína bera
birtu í okkar rann
Gekkstu hér með Guði
glöð í trú á hann.
Sjáum við þig seinna
svo skal Guði treyst.
Finna þig við fáum
frjáls og endurleyst,
ef í trausti trúum
tökum Krists í hönd.
Hann vill eiga alla
opnar dýrðarlönd.
Blóm á leiðið leggjum
lítinn þakkarvott.
Allt sem um þig vitnar
er svo hlýtt og gott.
Þúsundfaldar þakkir
þér við sendum ljóð.
Vertu blessuð vina
er varst svo trú og góð.
á annarri hæð fangelsins í rúm-
an sólarhring, eða þar til sið-
degis í dag, miðvikudag. Vildu
fangamir fjórir, einn morðingi
og þrír bankaræningjar, þar með
leggja áherzlu á kröfur, sem þeir
hafa sett fram við fangelsisyfir-
völdin og létu þeir gislana lausa
ómeidda, þegar orðið hafði verið
við flestum kröfum þeirra og
þær verið birtar í blöðum.
Fangarnir fjórir kröfðust þess
meðal annars, að fá betri mat
og bættan viðurgerning að öðru
leyti og þeir kröfðust þess, að
blaðamenn fengju að koma reglu
lega í heimsókn í fangelsið og
oftar en verið hefði, til þess að
skrifa um aðbúnaðinn þar og
ræða vi'ð fangana. Þá kröfðust
þeir þess einnig, að einn þeirra
fjögurra yrði fluttur í annan
stað og honum leyft að fá heim-
sóknir. Þá vildu þeir að annar
yrði látinn laus vegna góðrar
hegðunar í fangelsinu. Var fallizt
á að mál hans skyldi tekið til
athugunar að nýju, en hann af-
plánar 30 ára fangelsi fyrir vopn
að bankarán.
Síðdegis voru aðrir fangar í
fangelsinu farnir að hrópa og
brjóta rúður en fangavörðum
tókst að ná tökum á ástandinu
og var allt með kyrrum kjörum
í kvöld er síðast fréttist.
Hjartanlegt þakklæti til allra
vina og vandamanna sem
glöddu mig með Jieimsóknum,
gjöfum og skeytum á sjötugs-
afmæli mínu . apríL
Guð blessi ykkur öll.
Ragnheiður Guðmundsdóttir
Bergþórugötu 14