Morgunblaðið - 29.06.1968, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1968
r
„VELJUM HÆFARIFRAMBJODANDANN
Frá fundi stuðningsmanna Gunnars
Thoroddsens í Laugardalshöll
MORGUNBLAÐIÐ telur rétt
að gefa lesendum sínum kost á
að kynnast nokkrum atriðum í
ræðum þeim, sem fluttar voru
á fjölmennasta kjósendafundi,
sem haldinn hefur verið hér á
landi, fundi stuðningsmanna
Gunnars Thoroddsens í Laugar
dalshöll í fyrrakvöld, en þar
voru fluttar ágætar ræður. Fer
útdráttur úr þeim hér á eftir:
Geysihörð
bardtta
Eggert G. Þorsteinsson, sjáv-
arútvegsmálaráðherra, talaði
fyrstur. Hann sagði, að kosn-
ingabaráttan hefði verið slétt
og felld á ytra borði, en því
óvægari að tjaldabaki. í slíkri
baráttu væri erfitt að vinna, en
úrslit kosninganna gætu orðið
lærdómsrík um það hvernig
þjóðin bregzt við svona bar-
áttuaðferðum. Það væri
ánægjulegt að geta sagt það
hér, að stuðningsmenn dr.
Gunnars Thoroddsens hefðu
komið fram í þessari kosninga-
baráttu af tilhlýðilegri hófsemi,
„en teljið þið, að aðrir geti sagt
það sama?“ sagði ræðumaður.
Þetta yrði geysihörð barátta,
þar sem örfá atkvæði gætu ráð-
ið úrslitum. Við skyldum því
öll leggjast á eitt og vinna af
kappi að kjöri þess frambjóð-
andans, sem fyrir allra hluta
sakir væri hæfari til forsetaem-
bættisins.
Framsýnn
stjórn-
mdla-
maður
Oddur
Oddur Ólafsson yfirlækmr
sagði að stuðningur sinn við dr.
Gunnar Thoroddsen væri eðli-
leg afleiðing af því, að hann
þekkti náið ágæta forustuhæfi-
leika hans allt frá námsárum
og hefði um árabil fylgzt með
starfi hans, hjálp hans og að-
stoð við sjúka og viðleitni hans
til að vinna að því, að velferðar
ríki skapaðist á íslandi. Án alls
efa væri Gunnar Thoroddsen
manna hæfastur til að taka við
hinu virðulega forsetaembætti
og við hlið sér hefði hanna eina
glæsilegustu húsfreyju þessa
lands.
Framsýnn stjórnmálamaður
væri betur til þess fallinn að
gegna forsetaembættinu en
fræðimaður, og það væri engin
tilviljun að Gunnar Thorodd-
sen hefði áratugum saman ver-
ið í fremstu röð íslenzkra
stjórnmálamanna. Valið væri
auðvelt, en sigurinn væri ekki
auðveldur. „Leggjumst öll á
eitt að tryggja sigur dr. Gunn-
árs Thoroddsens", sagði Oddur
Ólafsson að lokum.
Eggert G.
Meðfædd
alúð,
þjóðlegur
virðuleiki
Jóhanna SigTirðardóttir, flug-
freyja, sagðist vilja hvetja alla
menn til að nota réttinn til að
velja forseta, án þess að láta
flokkapólitík móta skoðanir sín-
ar. I okkar fámenna landi þsrrft-
um við á því að halda, að hver
og einn fengi störf í samræmi
við menntun sína og hæfileika,
svo að þeir yrðu þjóðinni að
sem mestum notum. Starfs-
reynsla væri forseta mikilvæg,
en hvaða starfsreynsla kemur
honum að beztu haldi? Að vera
hertur í áratuga reynslu á sviði
stjórnmála.
Jóhanna sagði, að mikið gæti
oltið á úrræðum og manndómi
forseta í sambandi við stjórnar-
myndun og þá þyrfti hann að
vera starfi sínu vaxinn. Að lok-
um sagði hún, að íslendiijgar
gætu treyst því, að frú Vala og
Gunnar Thoroddsen myndu
sitja Bessastaði vel, því að þar
mundi sóma sér meðfædd alúð
þeirra og þjóðlegur virðuleiki.
örlygur
Rífa sig
úr viðjum
vanans
Örlygur Hálfdánarson, bóka-
útgefandi, sagði að vald vana.is
væri mikið, og kæmi það fram
bæði í daglegum athöfnum og
afstöðu til manna og flokka. ís-
lendingar væru að ýmsu ieyti
pólitískari en aðrar þjóðir, og
það væri sumpart af einskærum
vana. Það yrði að vana að líta
á þennan eða hinn sem and-
stæðing sinn.
Örlygur kvaðst alla tíð hafa
dáðzt að Gunnari Thoroddsen,
en litið á hann sem andstæðing
sinn, unz hann hefði komizt að
því, að neikvæð afstaða sín til
Gunnars væri byggð á föiskum
forsendum. Þegar hann hefði
gert sér þetta ljóst, hefði hann
heils hugar hafizt handa um
fullan stuðning við hann í kosn
ingabaráttunni. Gunnar Thor-
oddsen hefði flest það til að
bera, sem bezt mætti prýða þjóð
höfðingja og það gæti hann
orðið, ef menn sameinuðust í
einu átaki.
Örlygur kvaðst skora á alla
þá, er með sér hefðu unnið, að
rífa sig úr viðjum vanans og
ganga til stuðnings við Gunnar
Thoroddsen. Stjórnmálaþátt-
taka forsetaefnis væri kostur
en ekki löstur, við hefðum aldr-
ei eignazt forsetaembætti, ef
ekki hefði komið til barátta
stjórnmálamanna.
Virðing
okkar og
sjdlístæði
Ólafur B. Thors, deildarstjóri,
sagði, að ísland væri heimur í
hnotskurn. Við hefðum skipað
því á bekk með frjálsum og
fullvalda ríkjum, en fámennis
vegna yrðum við hver og einn
að axla meiri byrðar en ann-
a'-s+aðar væri þörf. Til forseta
fslands væru gerðar miklar
k'-öfur. Hann yrði að halda uppi
virðingu okkar og sjálfstæðis.
Þessvegna yrði þetta val að tak
ast vel. Forsetinn ætti að vera
hafinn vfir deilur, en yrði að
hafa til að bera víðtæka reynslu
ólafur B.
af stjórnmálum landsins og ger-
þekkja hag þjóðarinnar. Þann
mann, sem þetta hefði til að
bera hefðum við fundið þar
sem væri Gunnar Thoroddsen.
Ólafur sagði, að það væri
eðlilegt, að erfiðara gæti verið
að afla stjórnmálamanni fylg-
is, en manni, sem aldrei hefði
nærri stjórnmálum komið. En
þegar andstæðingar og sam-
herjar tækjum höndum saman
og þar sem mikill meiri hluti
þjóðarinnar viðurkenndi, að
Gunnar Thoroddsen væri
manna bezt hæfur til að gegna
forsetaembættinu, og hagur ís-
lands væri þannig bezt tryggð-
ur, þá ættu að vera góðar horf-
ur á því að hann næði kjöri.
Þegar hér var komið fundi
var gert hlé á ræðuhöldum og
14 Fóstbræður sungu með að-
stoð Hljómsveitar Ragnars
Bjarnasonar.
Hermann
Yfirgrips-
mikil
þekking
Hermann Guðmundsson, for-
maður Hlífar, tók næstur til
máls. Hann sagði, að ein af for-
sendum lýðræðis væri sú, að
til væru menn og konur, sem
teldu sig knúin til að taka að
sér forustu í almennum málum.
Þeir menn, sem til forustu
veldust, yrðu oft að taka mikil-
vægar ákvarðanir, og í starfi
stjórnmálamannsins þyrfti
ósjaldan að velja á milli kosta.
Reyndi þá á heiðarleik og dóm-
greind. Afskipti af stjórnmál-
um væru oft góður — og í mörg
um tilfellum nauðsynlegur
skóli fyrir menn, sem vildu
koma málum fram á opinberum
vettvangi. í forsetaembætti
þyrftu að veljast menn með
þekkingu og reynslu á stjórn-
málasviðinu. Gunnar Thorodd-
sen hefði á unga aldri haslað
sér völl á stjórnmálasviðinu og
væri í hópi glæsilegustu stjórn
málamanna þessa lands. Hann
hefði aflað sér yfirgripsmikill-
ar þekkingar á högum þjóðar-
innar í löngu og fjölþættu starfi
og hefði náinn kunnleika á for-
ustumönnum stétta og flokka,
og gerþekkti atvinnuhætti og
stjórn landsins. En þessum þátt
um öllum þyrfti forsetinn að
kunna skil á.
Hermann Guðmundsson sagði,
að það væri sín trú, að mikill
meirihluti þjóðarinnar mundi
kjósa þann frambjóðandann,
sem hæfari væri í embættið.
Þann sem sýnt hefði einbeitni
og trúnað við helgustu mál þjóð
arinnar. Þá yrði Gunnar Thor-
oddsen næsti forseti íslands.
Sr. Ólafur
Séra Ólafur Skúlason sagði, að
hér væri um það að ræða að
vera eða vera ekki. Hann
kvaðst ekki fyrr hafa kom-
ið fram opinberlega í sam-
bandi við kosningar, en
þá fyndist sér skörin vera
farin að færast upp í bekkinm,
ef refsa ætti Gunnari Thorodd
sen fyrir starf hans að fram-
faramálum íslenzku þjóðarinn-
ar um áratauga skeið. Rakti
ræðumaður nokkur þau mál,
sem Gunnar Thoroddsen hefði
hrundið í framkvæmd og
spurði, hvort nú ætti að refsa
honum fyrir að hafa unnið að
þessum málum. Sr. Ólafur sagði
að það væri eðlilegt, að stjórn-
mál opnuðu mönnum leið upp
í stýrishúsið, þau væru for-
senda þess, að menn færu með
æðsta embætti þjóðarinnar. En
stjórnmálaþekkingin eio væri
ekki nóg. Hann kvaðst þekkja
marga stjórnmálamenn, sem
honum kæmi aldrei til hugar
að kjósa sem forseta.
Sr. Ólafur sagði að það væri
engin furða þó að menn hefðu
fyrir löngu farið að tala um
Gunnar Thoroddsen sam líkleg
an frambjóðanda til forsetaem-
bættis. Mikilhæfir stjórnmála-
menn skildu eftir sig slóð, sem
vekti athygli. En þetta skildu
ekki ýmsir þeir, sem aftar væru
í fylkingunni. Og nú væri Gunn
ari Thoroddsen fundið það til
foráttu, að það hefði borið of
mikið á honum á undanförnum
árum. Hann hefði þorað að vera
og þorað að tala þótt hátt bylji
á móti. Við mættum ekki láta
það henda okkur og þjóðina að
hafna Gunnari Thoroddsen sem
forseta.
Stjórn-
mála-
þekking
nauð-
synleg
Ásgeir Magnússon, frkv.stj.
sagði, að 30. júní væri örlaga-
dagur í lífi íslenzku þjóðarinn-
ar. Dómurinn, sem um þjóðina
yrði felldur, gæti oltið á því,
hvernig til tækist um val for-
seta. Valið væri á milli tveggja
manna, annars sem fengizt
hefði við fræðistörf, en svo til
ekkert komið nærri stjórnmál-
um, nema í stúdentapólitík. En
stúdentapólitík nægði ekki til
að verða forseti íslands.
Ásgeir kvaðst hafa fagnað
því, er það fréttist, að Gunnar
Thoroddsen gæfi kost á sér til
forsetaembættis. Hann hefði
þekkt Gunnar um árabil og
fylgzt með störfum hans. Stjórn
málaþekking væri forseta ís-
lands nauðsynleg, þegar hann
kæmi fram sem sáttasemjari.
Þá þyrfti hann að geta leyst
málin án hjálpar annarra.
Öll störf, sem Gunnar Thor-
oddsen hefði tekið að sér, hefði
hann leyst með mestu prýði.
Þau hjón, Gunnar og frú Vala,
myndu sóma sér vel sem hús-
bændur á Bessastýðum. Þjóð-
in hefði ekki efni á að glata
því tækifæri að velja rétta
manninn í fonsetaembættið.
Ásgeir
Vinna
kapp-
samlega
Kristinn Ágúst
Kristinn Ágúst Eiríksson,
járnsmiður, sagðist ekki ætla
að kjósa Gunnar Thoroddsen
— í embætti þjóminjavarðar, en
hins vegar ætlaði hann að kjósa
hann forseta íslands. Hann
sagði, að Gunnar Thoroddsen
væri Reykvíkingur, og því
stæði hann sér sem Reykvík-
ingi nær en hinn frambjóðand
inn. Hann kvaðst vera andstæð
ingur Gunnars Thoroddsens í
stjórnmálum, en þegar hann
hefði frétt, að farið var að
skora á Gunnar til forsetafram
boðs, hefði hann strax sett sig
í samband við stuðningsmenn
hans og gengið í lið með þeim.
Kristinn varaði menn við á-
róðri andstæðinga Gunnars
Thoroddsens og hvatti menn til
að vinna kappsamlega að sigri
Gunnars.
Þjóðin
þekkir
störf
Gunnars
Dr. Bjarni Benediktsson, for-
sætisráðherra, hóf mál sitt með
því að vitna í málsháttinn, sem
varar menn við að kaupa kött-
inn í sekknum. Því meiri
ástæða væri að gjalda varhug
við slíku sem það væri þýð-
ingameira, sem keypt væri. í
komandi kosningum væri val-
ið á milli tveggja frambjóð-
enda. Gunnar Thoroddsen hefði
gegnt þannig störfum, að þjóð-
in hefði átt óvenjugott með að
fylgjast með honum. f öllum
þessum störfum, ekki sízt í borg
arstjórastarfi og starfi fjármála
ráðherra, hefði Gunnar Thor-
oddsen orðið að taka margar
ábyrgðarmiklar ákvarðanir,
sem vörðuðu heill, hamingju og
fjárhagslsga afkomu Reykvík-
inga og þjóðarinnar allrar. Mað
ur, sem væri svo áveðurs væri
undir allra augum og þjóðin
fylgdist með starfi hans og
einkalífi. Nú væru menn að
reyna að ófegra þá mynd, sem
hann hefði sjálfur greipt í hugi
manna með starfi sínu og lifi.
Auðvitað mætti sitthvað að hon
um sjálfum finna og störfum
hans og stundum hefði það kom
ið einstökum mönnum betur, að
hann hefði breytt öðruvísi.
En það væri ekki einungis,
að þjóðin þekkti störf Gunnars
Thoroddsens, heldur þekkti hún
einnig skoðanir hans á þeim
málum, sem mestu skiptu. Þær
lægju fyrir þar sem hvert
mannsbarn gæti gengið að
þeim. Gunnar Thoroddsen
þekkti flestum mönnum betur
til íslenzkra stjórnmála og is-
lenzka þjóðin þekkti Gunnar
Thoroddsen flestum mönnum
betur.
Þá vék forsætisráðherra að
því, að ein þeirra bóka, sem
Ragnar Jónsson í Smára hefði
hvað oftast gefið út, væri
Ljóðasafn Tómasar Guðmunds-
sonar, og þar væri ljóðið Hvað
er í pokanum?, sem byrjaði
þannig:
Ég mæti honum daglega,
manninum með pokann.
Og hvert sinn hef ég spurt:
Hvað er í pokanum?
En ég fæ ekkert svar . . .
Segja mætti um liðlega menn
að ekki skipti máli hvað þeir
geymdu í sínu pokahorni og
ekki skipti máli hverjir færu
með ýmis störf forseta íslands.
En eitt væri það starf þjóð-
höfðingjans, sem væri þýðing-
armeira en önnur. Það væri
ákvörðunarvald um það, hver
ætti að fara með stjórnarmynd-
un. Þá þyrfti að koma til
reynsla, þekking, dugur og þor
ásamt heilbrigðri dómgreind.
Undir þeim kringumstæðum
væri öruggara, að í forseta-
stóli sæti ekki maður, sem ekki
væri vitað hvað hefði í poka-
hominu. Ef þjóðin áttaði sig á
þessu og ef menn gætu hafið
sig yfir gremju yfir því að hafa
ekki einhvemtíma fengið allt
sem þeir vildu, þá kvaðst Bjami
Ben.diktsson trúa því, að Gunn
ar Thoroddsen yrði kosinn.
Að síðustu flutti Dr. Gunn-
ar Thoroddsen stutt ávarp til
fundarmanna og í fundarlok
var honum og frú Völu ákaft
fagnað.
Dr. Biarni