Morgunblaðið - 29.06.1968, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.06.1968, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 196« Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri: Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar: Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. í lausasölu: Kr. 7.00 eintakið. Áskriftargjald kr. 120.00 á mánuði innanlands. FRAMKVÆMDA- STJÓRASKIPTI TVTú um mánaðamótin verða framkvæmdastjóraskipti hjá útgáfufélagi Morgun- blaðsins. Sigfús Jónsson, sem í dag á sjötugs afmæli og gegnt hefur framkvæmda- stjórastarfi hjá blaðinu í 45 ár lætur þá af störfum. Þegar Sigfús Jónsson lætur af framkvæmdastjórn Morg- unblaðsins er margs að minn ast. Hann er einn af hinum merku brautryðjendum í sögu þess. Þegar hann réðst til blaðsins, fyrst sem gjald- keri þess, var fjárhagur þess þröngur og margvíslegir erf- iðleikar á veginum. Atvinnu- líf þjóðarinnar var fábreytt og afkoma almennings léleg. En Morgunblaðið vex með bættum þjóðarhag. Sigfús Jónsson er náinn samstarfs- maður Valtýs Stefánssonar og Jóns Kjartanssonar. Húsa kynni blaðsins voru lítil og ófullkomin. Það kemur fyrst og fremst í hlut Sigfúsar Jónssonar að treysta hinn fjárhagslega grundvöll útgáf . unnar. Honum er ljóst, að á honum verður að byggja all- ar umbætur og breytingar til batnaðar. Við þetta starf hefur hann jafnan verið vak- inn og sofinn. Þegar þjóðin tekur að rétta úr kútnum hefst mikið fram- kvæmdatímabil í sögu Morg- unblaðsins. Valtýr Stefáns- son og Sigfús Jónsson standa hlið við hlið, í góðri sam- vinnu við stjórn útgáfufélags ins um hvert framfaraskrefið á fætur öðru, kaup á prent- smiðju, myndarlega húsbygg ingu og bætta starfsaðstöðu - fyrir starfsmenn blaðsins. Jafnhliða er lögð áherzla á að bæta alla þjónustu við við- skiptamenn þess. í þessu uppbyggingarstarfi voru margix erfiðir hjallar á veginum. Blaðaútgáfa á ís- landi hefur jafnan verið erfið leikum bundin, og er svo enn. En það er samstarfsmönnum Sigfúsar Jónssonar og vel- unnurum Morgunblaðsins mikið gleðiefni að nú, þegar hann lætur af störfum, dylst engum að hann hefur unnið stórbrotið lífsstarf í þágu ís- * lenzkrar blaðaútgáfu. Morg- unblaðið á honum því mikið að þakka. Hann hefur í senn verið frábær starfsmaður, hygginn fjármálamaður og drengilegur og vinfastur fé- lagi samverkamanna sinna. Þessi hógværi og yfirlætis- lausi maður hefur haft ótrú- lega yfirsýn, ekki aðeins um hagsmuni fyrirtækisins, held ur einnig um aðstöðu þeirra manna, sem með honum hafa starfað. Góðvild hans og trygglyndi mun aldrei hverfa samstarfsmönnum hans á Morgunblaðinu úr huga. Mannkostir Sigfúsar Jónsson ar verða ekki aðeins minnis- stæðir Morgunblaðsmönnum. Eiginleikar hans, árvekni og dugnaður eru einn af horn- steinum fyrirtækisins. VERNDUM LANDIÐ eir, sem ferðast um landið að sumri til, verða þess oft varir, hversu misjafnlega menn umgangast náttúruna. Víða er það svo, þar sem ferðamannahópur hefur num ið staðar, að landið er þakið óþverra og bréfarusli. Sumir virðast jafnvel líta á náttúr- una, sem eina stóra rusla- tunnu og bílgluggann sem op hennar. Þá eru ótalin þau spjöll, sem unnin eru á land- inu af þeim, sem haldnir eru þeirri áráttu, að þurfa að reyna farartæki sín utan veg arins og aka á þeim um fagr- ar lyngbrekkur eða grasi grónar grundir, sem líta út eins og moldarflag, þegar þeir hverfa á brott. Náttúruverndarnefnd Hins íslenzka náttúrufræðifélags og Æskulýðssamband íslands hafa ákveðið að segja þessum ósóma stríð á hendur á þessu sumri. Skipulögð hefur verið áróðursherferð, þar sem fólk er hvatt til þess að umgang- ast landið á þann hátt, að náttúrufegurð og gróðri verði ekki spillt. Árferði á liðnu vori hefur verið með þeim hætti, að all- ur gróður er viðkvæmari en ella. Á ýmsum stöðum þarf því ekki nema lítilfjörlegt jarðrask til þess að grónir vellir breytist í eyðifláka. Staðreynt er, að á einum degi má gera að engu margra alda uppbyggingu náttúrunnar í gróðurfari landsins. Til jarð- rasks af völdum ökutækja má einnig stundum rekja upphafið að uppblæstri og j arðvegsey ðingu. Morgunblaðið skorar á alla landsmenn að taka höndum saman til verndar náttúru landsins. Kaldir vetur og hörð vor valda nægilegum skaða, þótt maðurinn gangi ekki í lið með þeim og spilli landsgæðum. UgYMSm DÖMKIRKJAN í YORK EFTIR GODFREY AIMDERSON DOMKIRKJAN I YORK — stærsta gotneska byggingin í Englandi er tekin að hreyf- ast, og það mun krefjast allr- ar tæknikunnáttu 20. aldar- innar að bjarga henni. Kunnáttumenn segja að verði ekki eitthvað aðhafst og það fljótt verði þessari merkilegu miðaldakirkju ekki við bjargað, eftir svo sem fimmtán ár, og að hún geti orðið hættuleg inngöngu löngu fyrr. „Stolparnir í miðturninum bera gífurlegan þunga, og ef þetta dregst úr hömlu, getur ekkert haldið þeim uppi“ seg ir Bernard Feilden, 47-ára gamall kirkjubyggingameist- ari. „Svo virðist, sem kirkj- an hafi orðið fyrir alvalleg- um kippum, eftir því sem ár- in liðu, og nýlega hefur hún orðið fyrir hörðum kipp“. ■ Verkið er þegar hafið, enda þótt nokkrir hlutar kirkjunn ar séu enn notaðir, og Feild- en hefur komið sér upp var- úðarkerfi, sem hann hefur sjálfur fundið upp. Renning- ar úr gleri hafa verið límdir yfir bresti, sem fundizt hafa í byggingunni, og litið er eft- ir þeim daglega. Glerið brotn ar, ef rifan glennist út, enda þótt slík hreyfing sé ósýnileg með berum augum. Þegar hafa fimm slíkir gler-renning- ar brotnað. Nú er verið að setja upp enn nákvæmari tæki til að mæla átakið og á þau má lesa nákvæmléga alla hreyf- ingu í byggingunni Dómkirkjan í York er stærsta miðaldakirkja í Bret landi og dregur að sér millj- ón gesti ár hvert. Hún er höf uðkirkja Norður-Englands en þar er York aðalsetur ensku kirkjunnar. Þar eð viðgerðirnar eru þegar hafnar, eru messugerð ir takmarkaðar við dóm- kirkjuskipið. Mikill uppgröft ur er afgirtur undir aðalturn inum sem má heita hjarta byggingarinnar. Þar er graf- ið átta fet niður fyrir undir- stöðusteinana, sem lagðir voru í fornöld Stundum finnast þarna höf uðkúpur og bein — leifar frá miðaldagreftrunum. En þeir ætla að grafa enn dýpra, til þess að komast fyrir elztu, rómversku undirstöðurnar, sem taldar eru vera fjórum fetum dýpra. Yorkbúar ganga yfir tré- brú til þess að komast til messu. Hið mikla orgel, sem nú er leikið á frá fjarlægu nótnaborði, er hljóðdeyft með umbúðum úr krossviði og plasti, til þess að verja það rykinu, sem stafar af upp- greftinum. í turninum eru brestir í öllum hæðum. Það má sjá skekkjur í veggjum og bog- um í hliðarskipunum, staf- andi af hreyfingu til hliðar. Hin gífurlega stærð og þyngd byggingarinnar, veld- ur byggingameisturunum mikl um erfiðleikum. Þyngd mið- turnsins er áætluð að vera þriðjungur af állri bygging- unni og álagið á undirstöðu hans ef átak vegna veðurs er talið með, er áætlað að vera 25.000 smálestir, eða svipað og á heilu línuskipi. Og allur þessi þungi hvílir á fjórum stólpum, sem upp- haflega voru reknir niður í vatnsósa mýrlendi. En vants lagið í landi Yorkborgar hef- ur sigið um fjögur fet á einni öld eða þar um bil, og heldur áfrain að síga. Þetta halda húsameistararnir að sé aðal- orsök þessara vandræða. Aðrar orsakir eru svo tald ar vera hristingur frá umferð International Commerce um íslenzk efnahagsmál inni og gallar í sjálfu múr- verkinu. En nú er nýtt áhyggjuefni komið til sögunnar, sem sé högg frá hljóðhverfum flug- vélum. Alan Richardson, prófesscxr í York, hefur nýlega sótt um það til yfirvaldanna og feng- ið áheym, að engin tilrauna- flug séu framin yfir nágrenni Yorkborgar. Og samtímis hefur verið leit að samskota í þessar tvær mill jónir sterlingspunda, sem byrjunarframkvæmdirnar eru áætlaðar munu kosta og féð er þegar fengið. „Við höfum ekkert að sýna fyrir þessar tvær milljónir, nema það að dómkirkjan er enn uppistandandi.“ sagði Berry. „Og sannast að segja: því minna sem er til sýnis, því betur hefur verkið verið af hendi leyst.“ Þær ráðstafanir sem menn hafa í huga, er að setja járn- bentan hring um toppinn á miðturninum og svo hring úr ryðfríu stáli í þakhæð, til að stöðva allar hreyfingar út á við. Og stólparnir, sem þegar hafa verið girtir, til þess að forða slysum, verða lagfærðir og girtir ryðfríu stáli. Þá fyrst verður hægt að byggja nýju undirstöðurnar, með 55 feta löngum stólpum, sem ná niður á fasta grund — gegnum gömlu undirstöð- urnar. Og þetta verður tengt gömlu undirstöðunum með múrverki og stáli. Dómkirkjan stóð á stæði þessarar, þegar de Grey erki biskup hóf byggingu þessar- ar árið 1221, og hafði staðið í sex hundruð ár. Eins og Donald Goggan, nú verandi erkibiskup í York segir: „Afkomendur okkar mundu aldrei fyrirgefa okk- ur, ef við veittum ekki þá hjálp, sem til þess þarf að varðveita hana“. Hætfa Grikk- landsferðum? MINNKANDI aflamagn og verð- fall á heimsmarkaði fyrir fiskaf- urðir „hafa veldið efnahagsörð- ugleikum á íslandi" — segir blaðið International Commerce, sem kom út í þessari viku, en það er gefið út af viðskiptamála- ráðuneyti Bandaríkjanná. Blaðið segir einnig að verðmæti ís- Ienzkra fiskafura hafi fallið um 30 af hundraði á árinu 1967. Tímaritið, sem gefið er út fyrir fjármála- og verzlunarmenn seg- ir: „Þegar haft er í huga að fisk- afurðir eru grundvöllur meir en 90% heildarútflutnings og sam- svara um það bil 20% þjóðar framleiðslunnar, hefur minnkun á verðmæti fiskafurða haft greini leg áhrif á þjóðartekjur og greiðslujöfnuð,“ „Áætlað er, að heildarþjóðar- framleiðslan hafi minnkað um um það bil 3% á síðasta ári og að þjóðartekjurnar miðað við viðskiptajöfnuð við útlönd hafi minnkað jafnvel enn þá meira‘‘, segir blaðið og bætir Við að enda þótt útflutpjngstekjur fslendinga hafi minnkað að verulegu leyti árið 1967, hafi innfl'utningur haldið áfram að vaxa. Tímaritið bætir ennfremur við: „Opinberri fjárfestingu var haldið áfram í mjög ríkum mæli og þrátt fyrir lækkun þjóðar- tekna hélt neyzla áfram að vera mjög mikil. Barizt var gegn þess ari þróun með því að minnka gjaldeýrissvarasjóðinn og taka lán erlendis‘‘. Þróun heildarþjóðarframleiðsl. unnar árið 1968 byggist á aukn- um fiskveiðum, en þó sérstaklega á aukningu bolfiskveiða og hækk uðu verði á útflutningsafurðum, sem hingað til hefur verið mjög lágt, segir tímaritið og bætir við: „Samdrátturinn í efnahags- lífinu er greinilegri í neyzlu þessa árs heldur en hins síðasta, og talið er að heildarneyzlan muni minnka á árinu frá því sem hún var 1967. Einnig er búizt við muni minnka og eftirspurn eftir að tekjur á hvern einstakling innfluttum vörum einnig um nokkra hundraðshluta á þessu ári.“ Kaupmannahöfn, 22. júní. • Danska ferðaskrifstofan i Tjæreborg hefur í hyggju að hætta að halda uppi skemmti- ferðum til Grikklands, að því er danska blaðið „Information“ skýrir frá í dag. Forstöðumaður ferðaskrifstof- unnar, séra Eilíf Krogager, segir að Grikklandsferðirnar verði teknar til endurskoðunar eftir tilmæli dönsku Grikklandsnefnd- arinnar til allra ferðaskrifstofa í Danmörku um að 'hætta skemmti ferðum til Grikklands, sérstak- lega til Rhodos. Aðeins tvær aðr ar ferðaskrifstofur hafa auglýst Grikklandsferðir, „Irma-pas“ og ,,Solferie“ og einungis ein sænsk ferðaskrifstofa heldur uppi ferð- um þangað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.