Morgunblaðið - 29.06.1968, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.06.1968, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JUNI 1908 Margrét Halldórsdóttir Hrosshaga, Biskupstungum — Kveðja Í>AÐ er hlutskipti flestra okkar, að sjá á bak þeim vinum og samferðamönnum, sem við átt- um samleið með í bernsku og æsku. Þetta er lögmál, sem ekki verður breytt; straumur tím- ans verður ekki stöðvaður, hvort sem okkur líkar betur eða ver. Á þessi sannindi er ég minnt- ur nú, er Margrét Halldórsdótt- ir er í brottför. Raunar hefur undanfama tíma verið skammt milli stórra högga í vinahópinn frá bernskuárunum, og er þar skemmst að minnast fráfalls heiðurshjónanna á Litla-Fljóti, Þórðar Kárasonar og Þorbjarg- ar Halldórsdóttur, en Þorbjörg var alsystir Margrétar, sem með þessum orðum er kvödd. Hefur því á skömmum tíma orðið skarð fyrir skildi innan þessar- ar samrýmdu og samhentu fjöl- skyldu. Og skarð hefur þar einn ig orðið í hóp traustustu vina minna og fjölskyldu minnar á bernskuárum mínum, og æ síð- an. Hygg ég, að þetta skarð standi jafnan „opið og ófyllt." --------------o---- Margrét Halldórsdóttir var fædd í Hrosshaga í Biskups- tungum 10. maí 1885. Hún and- aðist hinn 11. júní 1968. — For- eldrar hennar voru þau hjónin Steinunn Guðmundsdóttir og Halldór Halldórsson, en þau bjuggu í Hrosshaga í meira en 40 ár samfleytt. Þau hjónin voru gestrisin og góðviljuð, og nutu þess margír, þar sem heimili þeirra var i þjóðbraut eftir því, sem samgöngum var þá háttað í sveitinni. Þau Steinunn og Halldór eignuðust sjö börn, en af þeim er nú aðeins á lífi ein systir, sem einnig heitir Mar- grét, er var í meira en þrjátíu ár hjúkrunarkona við sjúkra- húsið á Hvammstanga, en hafði í æsku lokið prófi frá Kennara- skóla íslands og noti’ð þar hollra ráða og vináttu sóknarprests síns séra Magnúsar Helgasonar, er þá var orðinn skólastjóri Kennaraskólans. — Milli þeirra systranna var jafnan traust og innilegt samband, og reyndi ekki hvað minnst á það í þeim t Sigríður Marteinsdóttir Skeiðarvogi 17, lézt í Landsspítalanum 27. þ. m. Bræðnr og fjölskyldur þeirra. t Móðir mín, HóJmfríður Jóhannesdóttir lézt að Vífilsstöðum 21. þ. m. ÍJlfljótur B. Gíslason. veikindum, sem nú hafa dregið Margréti í Hrosshaga til dauða. Á æskuárum sínum dvaldi hún nokkra vetur í Reykjavík, og lærði fatasaum, hannyrðir og matreiðslu. Einnig réðist hún til starfa um skeið á ýmsum ágæt- um heimilum í Reykjavík, en þau voru þá, og með réttu, tal- in ungum stúlkum hollur og lærdómsríkur skóIL Minnisstæð- ust held ég að henni hafi orðið dvölin á hinu merka heimili Gahðars Gíslasonar stórkaup- manns, og heyrði ég hana oft minnast þeirra liðnu tíma með þakklæti og hlýjum huga. Mér er einnig fullkunnugt um, að hinn látni heiðursmaður Garðar Gíslason og fjölskylda hans, mátu mikils og minntust lengi myndarskapar og mannkosta þessarar sunnlenzku bóndadótt- ur. — Með þessu námi og starfi aflaði Margrét sér hagnýtrar, alhliða þekkingar sem margir nutu síðar góðs af, bæði heim- ili hennar og sveitungar. ----o---- Er foreldrar Margrétar létu af búskap í Hrosshaga ári'ð 1921, tók hún ásamt Halldóri bróður sínum, við búsforráðum þar. Stóðu þau systkinin foreldrum sínum í engu að baki um gest- risni og góðvild til nágranna og gesta. — Við fráfall Halldórs ár- ið 1947, tók Margrét ein við búsforráðum, og fór svo fram um nokkur ár. Hér rættist þó vel úr um framtíð hinnar kostariku bú- jarðar, er ættfólk Margrétar hafði svo lengi og sómasamlega setið. 1 Hrosshaga þótti börnum og unglingum jafnan gott að vera, og njóta þeirrar góðvildar og umhyggju, sem heimilisfólk- inu þar var í bló'ð borin og eig- inleg. I hópi þessarra ungu dval- argesta var Sverrir Gunnarsson, ættaður úr Reykjavik. Tíminn leið, og smátt og smátt urðu styrkari þau bönd sem tengdu hann við heimilisfólkið og hina broshýru byggð þar eystra. Þar kom, að Sverrir hóf nám á bún- aðarskóla og lauk því, en tók svo í fyllingu tímans við bús- forráðum í Hrosshaga. Hefur hann af mikilli atorku bætt jörðina, byggt þar og prýtt, og situr þar nú að myndarlegu búi, ásamt ágætri konu sinni frú Fríðu Gísladóttur frá öl- keldu á Snæfellsnesi, og mann- vænlegum barnahóp þeirra t Það tilkynnist vinum og vandamönnum að Sigurjón Narfason kaupmaður, andaðist hinn 25. þ.m. tJtför hans fer fram frá Fossvogs- kirkju mánudaginn 1. júlí n.k. kl. 1.30 e.h. Petrína Narfadóítir, Eiríkur Narfason, Sigríður Jónsdóttir, Stefán Jónsson, Hringur Vigfússon. hjóna. Milli Margrétar og Sverr- is rikti frá upphafi einlæg vin- átta og gagnkvæmur trúnaður, en hún leit jafnan á hann sem fósturson sinn. Hér hefur því þróun mála skipast til auðnu og enn aukinnar trúar á bjarta framtíð Biskupstungnasveitar, þar sem hiter bújörð virðist vel setin, og fjöldi dugmikils og mannvænlegs æskufólks hefur kjörið sér vettvang til framtíð- arstarfa. ----o---- „Ég á mér draum“. Skammt er að minnast þess, er hljómur dánarklukka af fjarlægri strönd, minnti okkur með svip- legum og sorglegum hætti á þessa alkunnu játningu látins mannvinar og mikilmennis. Sú játning fól í sér bæn um frelsi og farsæld smáðum og hrjáð- um meðbræðrum hans til handa. Og sjálfsagt eigum við öll okkar vökudrauma, og víst er gott að vera einstaka sinnum þegn í draumalandi, eiga sér þar „hlátraheim þá heimur grætti" eins og Bjarni Thorarensen orð- aði það. En hið kröfuharða líf væntir þess, að draumar rætist, áð æðstu óskimar verði að veru- leika, ef vel á að fara. Og víst er, að æskufélagar og jafnaldr- ar Margrétar Halldórsdóttur áttu sér sameiginlega stóran draum: ísland frjálst. — Æsku- lið landsins sameinaðist í Ung- mennafélögunum til verndar og viðgangs þessari hugsjón undir kjörorðinu „Islandi allt.“ Ung- mennafélag Biskupstungna skip- aði sér þar í sveit, sem barátt- an fyrir þjóðlegum málstað var hörðust, og átti enda frábærum liðsmðnnum á að skipa. Mar- grét tók af heilum huga og mik- illi atorku þátt í starfi þessa bjartsýna æskulýðs, og minntist hún þeirra virku baráttutíma jafnan með gleði. Stundum hefur verið sagt, að fullmikið kunni að hafa verið gert úr framlagi æskufólks alda- mótatímabilsins til baráttunnar fyrir endurheimt sjálfstæðis þjóðarinnar. Slíkar raddir eru þó ekki sannleikans megin, fjarri þvi; það var einmitt fyrst og fremst æska íslands sem varð t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför föður míns, tengdaföður og afa, Áma Jónassonar Bárugötu 35. Þuríður Árnadóttir, Einar Magnússon og böm. t Móðir okkar og tengdamóðir Harriet Jónsson f. Bonnesen verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju þriðjudaginn 2. júlí kl. 13.30. Vagn E. Jónsson, Laufey Hólm Sigurgarðsdóttir, tílf Jónsson, Vilborg Kolbeinsdóttir. t Otför Jóhanns Sigvaldasonar, bátasmíðs. Húsavík, fer fram mánudaginn 1. júlí kl. 2 frá Húsavíkurkirkju. Sigríðar Sigvaldadóttir, Dagný Guðlaugsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auð- sýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför móður minnar, Þorbjargar Guðmundsdóttur. Ragnhildur Eiríksdóttir, Hrannargötu 10, ísafirði. veitti frelsisneistann og glæddi, þar til hann brauzt út í skær- um loga. Islendingar voru alls ekki allir sammála um fyUstu kröfur og stærstu markmið er keppa bæri að í baráttunni fyr- ir endurheimt sjálfstæðis. Meira að segja voru þess dæmi, að ís- lenzkum fyrirmönnum þótti ó- varlegt að flytja opinberlega frelsisbæn Matthíasar: „Sendu oss frelsi sundur slít helsi. ... “ Þeir sögðu, að þama legði þjóðskáldið fram ótímabærar kröfur um fullt frelsi, til þess fallnar, að vinna málstað Is- lands ógagn. Til andsvars og andstöðu við þessar og þvílíkar úrtölur, flutti æskulið Islands fullum rómi og af heilum huga Vorhvöt Stein- grims: „Og jafnvel úr hlekkjunum sjóða má sverð... . “ Og draumarnir rættust, hlekk- irnir brustu og þjóðin laugaði sig í bjarma rísandi frelsis- dags. Nei, ég held að ekkert hafi nokkru sinni verið ofsagt um hlutdeild íslenzkrar aldamóta- æsku í baráttunni fyrir frelsi íslands. Okkur, sem vfð frelsis- arfinum tókum, ber að varð- veita hann svo, að hann glati ekki gildi sínu, því á þann eina veg verður haldið í fullum heiðri boðorð frumherjanna: „íslandi allt." -----o---- Það er bjart yfir þessum vor- degi, þegar Margrét Halldórs- dóttir er lögð til hinztu hvílu að sóknarkirkju sinni að Torfa- stöðum. Þangað höfðu spor henn ar oft stefnt á liðnum ævidegi, enda var hún og fjölskylda hennar tengd böndum einlægrar vináttu og virðingar við prests- hjónin á Torfastöðum, þau séra Eirík Þ. Stefánsson og frú Sig- urlaugu Erlendsdóttur, er þar sátu samfellt í hálfa öld og gerðu garðinn frægan, svo sem alkunnugt er. Það er einnig bjart í huga mér yfir endurminningunni um tryggðavináttu Margrétar og móður minnar, en sú vinátta entist meðan báðar lifðu. Þær voru á svipuðum aldri, tengdar óslítandi böndum átthögum og æskustöðvum, þar sem bernsku- spor þeirra, æskudraumar og ævistarf eru geymd. — Og vissu- lega minnumst við öll systkinin í Höfða með einlægu þakklæti þessa góðviljaða og ráðholla nágranna. ----o---- Á æskuheimili Margrétar í Hrosshaga ríkti andi sam- heldni, samúðar og þeirrar guð- rækni, sem ber ávöxt í trú- mennsku og kærleika til þeirra fyrst og fremst, sem lífið fór um ómjúkum höndum á einn eða annan hátt. Á þessu góða heim- iU var vissulega breytt eftir heil- ræðum Hallgríms Péturssonar: „Hvar þú finnur fátækan á fömum vegi gerðu honum gott, en grættu hann eigi Guð mun launa á efsta degi.“ Sá, sem hefur gert inntak þessarra orða að staðreynd í öllu sínu lífsstarfi og dagfari, getur óttalaus lagt upp í hina hinztu för. Góð minning verður geymd. 19. júní 1968. Magnús Víglundsson. Jakobína Guðrún Þorleifsdóttir- Kveðja F. 29/6 1890. D. 29/5 1968 Nú kveðjum við með söknuði .elsku amma mín, sem alltaf var svo gott að finna heima. Þó dauðinn hafi látfð lokast augu þín, lífi þínu aldrei munum gleyma. Þú varst svo mikil hetja, að engin orð fá lýst, fyrir alla vildir brjóta þig í mola. Af kappi og elju vannstu og kvartaðir allra sízt, þótt kreppta hendi í fjölda ár mættir þola. Síðust gekkst til sængur, á fæt- ur alltaf fyrst, faðminn breiddir móti hverjum vanda. Guð er einn, sem skilur, hve mikið hafa misst þín mörgu börn, er þögul eftir standa. Við þökkum öll af hjarta, hve lega stutt þín stóð, unz stirðnað fékk þinn líknar- armur blíði. Þökkum líka, elskan, hve afa varstu góð, er á*ti hann svo lengi í sjúk- dómsstríði. Við þökkum Gúði fyrir, hve hann bænheyrði þig brátt svo berjast þyrftir ekki við að deyja. Þegar kallið heyrðist, þú krjúpa mættir sátt, og í kjöltu Drottins höfuð lang- þreytt hneigja. Við trúum orðum þínum, að Guð einn brúi bil blíð og ánægð fáir áfram vinna. Svo kveðjum við þig, elskan, og öll við hlökkum til Eiríksstaði á himnum mega finna. Guð blessi þig. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Börn og barnabarnabörn. Innilegt þakklæti færum við öllum þeim, skyldum og óskyldum, sem minntust okk- ar á 50 ára hjúskaparafmæl- inu 22/6 sl. með hlýjum kveðjum, heillaskeytum og blómum. — Heill og ham- ingja fylgi ykkur öllum. Guðrún Daníelsdóttir og Hafliði Guðmundsson, Búð. Hjartans þakkir færi ég öll- um, sem auðsýnduð mér ógleymanlegan hlýhug og vin áttu á áttræðisafmæli mínu 15. júní sl. Hamingjan fylgi ykkur. Ingiríður Jónsdóttir Ljótshólum. »:$i4 im

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.