Morgunblaðið - 29.06.1968, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.06.1968, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1958 21 Er von á róttækum breytingum? Ályktun samstarfsnefndar nemenda og kennara Menntaskólans í Reykjavík FYRIR rúmu ári samþykkti akólafundur Menntaskólans í Reykjavík (sem er sameiginleg- ur fundur allra nemenda skól- ans og hefur æðsta úrslitavald í málefnum þeirra) að komið skyldi á laggirnar samstarfs- nefnd nemenda og kennara, sem ynni að sameiginlegri ályktun um nauðsynlegar endurbætur á námsefni og námstilhögun við skólann. Nefndin hefur síðan starfað í vetur og nú ný/erið látið tara frá sér ályktun, sem þykir nokkuð róttæk, og hefur vakið mikla athygli. Því öruggt má telja að enginn þekki hetur til veikra bletta á námi og náms- tilhögun, en þeir, sem fást við slíkt daglega, þ.e.a.s. kennarar og nemendur. Er því rétt zS veita þessari samþykkt sérstaka athygli og óska þess eindregið, að skóla og menntamálayfirvöld láti ekki á sér standa að hrinda þessum skinsamlegu tillögum í framkvæmd. í nefndinni sátu af kennara hálfu: Jón S. Guðmunds son íslenzkukennari, Bergsteinn Jónsson sögukennari og örn Helgason efna- og eðlisfræði- kennari. Af nemenda hálfu: Vil- mundur Gylfason inspector scholae. Jón Bragi Bjarnason og Þorlákur Helgason verðandi inspedtor á vetri kom- nemi 3. bekk. — H. G. a. Vér teljum endurskoðun á árs- einkunnarfyrirgjöf nauðsynleg og bendum á eftirfarandi atriðisem úrbót: Árseinkunn verði Hátin gilda sem % af heildareinkunn. Að “tilhlutan Skóljafélags Menntaskólans í Reykjavík, fór fram hinn 19. febrúar s.l. skoð- anakönnun meðal nemenda, og var tilgangurinn sá að kanna afstöðu þeirra gagnvart árseink unn. í ljós kom, að mikill meiri hluti nemenda vildi breytingar frá núverandi ástandi, og styðj- um vér eindregið þær skoðanir. Vér teljum líkurnar á misræmi í einkunnagjöf kennara á milli mjög miklar og að árseinkunn geri nemendum að mörgu leyti illkleift að haga námi eftir eig- in hagkvæmni og sporni því gegn sjálfstæðri námstilhögun og auknum persónuþroska. b. Vér teljum nauðsynlegt, að tilgangur og raunhæft gildi frá- dráttar einkunnar verði endur- skoðað. Frádráttareinkunn var komið á þegar h»tt var að gefa einkunnir innan skólans sam- kvæmt Örstedskerfi. Frádráttar einkunnin kom ístað hinnarháu mínus einkunnar allt að -4- 23 samkvæmt örsteds-kerfi. Enfrá- dráttare-inkunnin í því formi, sem hún er nú, getur útilokað góðan námsáragnur frá farsælu námi, ef hann er ekki jafnvígur á allar námsgreinar. Vér teljum, að sú stefna, sem er, að stúdent frá Menntaskól- anum í Reykjaívk skuli hafa hlotið alhliða undirstöðumennt- iun, sé góS og gild, svo langt sem hún nær. En ef hún úti- lokar námsmann, aðeins vegna fákunnáttu í einni til tveimur greinum, vinnur hún gegn eig- in tilgangi: þeim að afla þjóð- inni fleiri og hæfari mennta- manna. Því er full ástæða til endurbóta. Vér teljum því æski- legt, að frádráttareinkunn verði tekin til gaumgæfilegrar endur- skoðunar og rannsakaðir mögu- leikar á að afnema hana fyrir fullt og allt eða lækka þá eink- unn (4), sem hún miðast við. c. Vér teljum fullkomlega tíma- bært, að einkunnarkerfi skólans — í heild — verði athuguð, og bendum þá m.a. á algjörlega óviðunandi ástand í fyrirgjöf prófa. Það gefur auga leið, að það er óframkvæmanlegt að meta kunnáttu nemenda í hundraðs- hlutum, svo að vel, og réttlát- lega fari. Á þetta kannski um- fram allt við um einkunnir, sem eru óviðunandi (falleinkunnir). Vér bendum á eftirfarandi sem lausn á þessu máli: Háar einkunnir (yfir 8,5) verði gefnar með nákvæmninni 0,2, en einkunnir undir 8,5 af nákvæmni 0,5 (.. 7,0 —7,5 —8,0). Reynd- ar ætti að vera óþarfi að gefa einkunnir neðan við þrjá með slíkri nákvæmni . d. Nú,þegar miklar og róttækar breytingar á menntaskólakerfinu eru til umræðu, hafa jafnvel verið framkvæmdar eða eru fyr- irhuigaðar, er ekki svo ólíklegt, að Menntaskólinn í Reykjavík verði hvað mest fyrir höndum framfarasinna á sviði kennslu- mála á komandi árum. Það er því að mörgu leyti nauðsynlegt, að við tökum sem fyrst ákveðna stefnu í brýnustu málum, eins og stofnun þriðju deildar við skólann, hvar í væri lögð mun minni áherzla á stærðfræði en nú er í stærðfræðideild, en í stað hennar kæmi hetri og viða- meiri kennsla í náttúruvísindum. Þess konar deild virðist njóta vinsælda í Menntaskólanum á Akureyri, og virðist því engin rökfærð ástæða til að telja, að svo verði ekki .hér Sömuleiðis teljum vé rskiptingu máladeild- ar í ný- og fornmáladeild mjög athyglisverða og bendum í því Hamrahlíð. Raddir hafa verið uppi um, að fresli í vali náms- greina, utan viss fjölda skyldu- greina sé það, sem kom aþarf. Vér getum aftur á móti ekki fallizt á þetta sjónarmið og telj- um deildafjölgunina og deilda- skiptinguna mun raunhæfari og árangursríkari lausn. harmur minn er sem söngur þúsund nátta sem kveðast á. kvöldið er hulið þokumistri eilífðarinnar þúsund leðurblökur sitja fyrir sál minni. í dögun er allt svo bjart þó er haustið komið og myrkrið á næsta leiti. enginn veit hvar gáróttar öldur hugans eiga sér eilíft athvarf. DRAUMUR Ef ég væri skapari himins og jarðar myndi ég segja við sjálfan mig eins og litla barnið sem leikur sér í sandkassanum að morgni attbú plask! og síðan myndi ég reisa nýjan sandkastala hálfu voldugri hálfu tilkomumeiri en þegar því væri lokið plask! e. Þeirri skoðun hefur verið hald ið á lofti, að lengja beri skóla- árið og þá annaðhvort hafa hvern kennsludag styttri en nú er og láta námsefnið halda sér að magni eða fjölga námsefni og kennslugreinum, en láta lengd skóladagsins óbreytta. Vér erum þessari skoðun mót- fallinn og teljum, að hin góðu, gömlu rök þess efnis, að þójðar- búið og andleg heilsa hvers manns þarfnist fjögurra mánaða sumarleyfis, standi fullgild. Vér feljum, að auknum kröfum um námsefni verði svarað með tækni legri og nýtízkulegri kennslu á því efni, sem fyrir er. Leng- ing skólaársins sé í því tilviki óraunhæf og aðeins stundleg lausn. f. Vér teljum, að aukin listfræðsl á fyrirlestraformi sé nauðsynja- máL Þar ber fyrst að nefna fyrirlestra um merkar liststefn- ur, sem mannkynssögukennsla skólans krefst þekkingar á. Til slíks fyrirlestrarhalds ber að fá sérkunnáttumenn í hverri grein og fyrirlestrana ber að halda á skólatíma. Þá má einn- ig nefna nauðsyn þess, að þeir erlendir höfundar, sem lesnir eru í sambandi við tungumála- kennslu, séu mun betur kynntir. Slík kynning gæti farið fram á fyrirlestraformi eða einfald- lega þannig, að nemendum sé áætlaður viss tími frá heimanámi til að kynna sér þessa höfunda og jafnframt sé þeim leiðbeint um hvernig haga beri slíku námi. Vér teljum, að söngkennslu í 5. og 6. bekk beri að færa í betra form og bendum á fyrir- komulag það, sem Atli Heimir Sveinsson tónskáld hefur á söng kennslu, sem gó aðlausn á því máli. Annar hver söngtími verði notaður til að fræða nemendur í tónsöng eða þróun tónlistar á liðnum árum, en aðrir söngtímar haldi áfram í því formi, esm nú er. g. Að lokum teljum vér nauðsyn- legt að vekja athygli á eftir- farandi atriuðm : í reglugerð fyrir menntaskóla um inntöku nemenda í skólana, 6. gr., stendur orðrétt: „Þeir einir geta fengið inn göngu í skólan, er lokið hafa miðskólaprófi bóknámsdeildar (landsprófi) með þeirri einkunn, sem tilskilin er, samanber reglu- gerð um miðskólapróf í bóknáms deild." Samkvæmt þessari grein verð- ur að telja miðskólapróf sem til- skilinn og nægjanlegan undirbún ing menntaskólanámi. 17. gr. laganna stendur: „Veita má nemendum inntöku í aðra bekki skólanna en neðsta bekk, enda sýni þeir prófi eða skilríkjum, er skólastjóri metur gild, að þeir hafi hlotið til þess nægilegan undirbúning, að þessu athuguðu ber að líta svo á, að skólastjórn geti veitt undanþágur um inngöngu í skól- ann, þ.e.a.s. þeim nemendum, sem ekki hafa lokið landsprófi. Slík- ar undanþágur eru réttmætar t.d. gagnvart námsfólki, er dval- izt hefur erlendis, en þá ber stjórn skólans að vega og meta undirstöðumenntun umsækjanda. Nú hefur komið í ljós, að nem- endur úr öðrum skólum hér á landi, sem hafa ekki lokið lands prófi, hafa fengið að setjast í menntaskólann. Gagnvart slík- um undanþágum til skólasetu, teljum vér að yfirvöld skólans eigi að fara ákaflega varfærn- islega í sakirnar. Sé um auð- leystan hnút að ræða og náms- fólk úr öðrum æðri skólum en menntaskólum eigi næsta auð- velt um inngöngu í menntaskól- ann, kastar það rýrð á skólann í heild og minnkar gildi stúd- entsprófs frá skólanum. Það verður ekki of oft kveðið að minna stjórn skólans á að götunm. Kalt en utan hverfisins yrði hlýrra enda skyggðu hús ekki fyr þess sem hann hefur gert handnt að nokkrum stuttum kvikmynd- um. Hér birtast tvö ljóð Rúnars ir sólu. Og þax voru vötn. Hann velti fyrir sér hvort hún kæmi nokkuð í kvöld þó hún hefði og óskum við honum góðs geng- is í framtíðinni á listamanns- brautinni. Áskorun (Ort til vissíar kvenveiru lí Meamtafskólanum). Ó, þú höfuð böfðanna, öxl axlanna, vizka vizkanna, sem spýtir þekkingu þekkinganna úr iðrum maga maganna eins og dæla dælanna keppist þar að. Ó, þú skil'ningur skilninganna, réttlæti réttlætisins, sem ummyndast í drottingu drottninganna og dregur þræl þrælanna niður í skít meðbræðra sinna. Ó, þú göfuga vera — ger þér ljóst: Enginn hilær nema þú, ef þú þá gerir það, því hlátur hlátranna er floginn til íss ísanna nyrzt á hjara veraldar, — en —, úr iðrum iðranna kemur gremja gremjunnar í staðinit Ger þér það ljóst. y Því ekki að semja frið friðanna og umgangast með þroska þroskanna? Af minni hálfu ókey. En — etf stolt stoltanna kemur upp í veru veranna og segir nei — þá gerist eitthvað. Gúatav Skúlason. UHGT FOLK SAMAN HEfvr. TFkll> íírafii öruimlaugg$on! standa dygga vörð um Mennta- skólann í Reykjavík. NiSurstöður a) Árseinkunn ber að endur- skoða gaumgæfilega. b) Athugað skal raunhæft gildi frádráttarienkunnar í því skyni að fella hana úr gildi eða lækka viðmiðunareink- unn. c) Tekið skal upp annað fyrir- kouulag í einkunnagjöf. d) Athugaðir skulu möguleikar á stofnun 3. deildar og skipt- ingu máladeildar. e) Óæskilegt er að lengja skóla- árið. f) Listfræðsla skal aukin og söngkennsla bætt. g) Skólinn standi framvegis betri vörð um skilyrði þau, sem sett eru um inngöngu í Mennt skólann í Reykjavík. Eftir Björn Sigurbjörnsson. Nokkrum dögum seinna stóð hann órakaður upp til að drekkja sér fór út og skildi dyrnar eft- ir opnar. Gekk niður steintröpp- urnar og gætti þess að snerta ekki bilað handriðið og meiða sig. Síðan hélt hann yfir ösku- tunnuportið sparkaði í hund- fjandann og var svo í þröngri ekki komið í gærkvöldi og fyrra- kvöld og þar áður. Hún myndi ganga innum opnar dyrnar sjá myndina af sér tekna í prófíl þeim megin sem augað var, fara svo í gegnum eldhúsið og inn í litla herbergið þar sem vaggan var og ráma kannski í eitthvað sem hún höndlaði einusinni en hafði týnt fyrir löngu og vissi ekki meir hvað var. Síðan færi hún fram og fengi sér eitthvað að éta. Þegar uppá grasvaxna hæðina kom og fyrir neðan djúp tjörn fór hann úr frakkanum og tók af sér skóna. fætur hans snertu volgt vatnið og hann minntist opinna dyra g hún kæmist beint inn og þyrfti ekki að banka einsog stundum áður. Fýla af vatninu og slý og ó- geð svo hann þurrkaði fæturna og fór aftur í skóna og jakkann og hætti við allt saman en fékk sér sígarettu í staðinn. Hún kæmi hvort sem er ekk- ert í kvöld frekar. Skólaskáld M.L. Rúnar Ármann Artursson er eitt helzta skólaskáld Menntaskólans á Laugarvatni. Rúnar hefur ort, skrifað leikrit og smásögur auk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.