Morgunblaðið - 29.06.1968, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 29.06.1968, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1908 1? - KOSTNINGAR Frá kosningafundi dr. Kristjáns Eldjárns á Akranesi. Rekstrartap KEA rúmar 4.3 millj. kr. Kennaranámskeið '68 Framii. af bls. 28 Friðrik Emarsson, dr. med., Kristinn Kristj ánsson, kennari, séra Bragi Friðriksson o.fl. Myndir eru frá fundinum í Laug ardalshöll og forsíðumynd af for setaefni og konu hans. Á síðasta kosningafundinum fyrir þessar forsetakosningar, fundi stuðningsmanna Kristjáns Eldjárns, sem hefst í Laugardals- höll kl. 3 í dag, tala þessir menn: Þórarinn Guðnason, læknir, Guðrún Egilsson, blaðakona, Hersteinn Pálsson, ritstj., Bjarni Lúðvíksson, viðskiptafræðingur, Jóhanna Kristjánsdóttir, flug- freyja, Kjartan Thors, jarðfræði- nemi, Jón Sigurðsson, skrifstofu- stj., Sigrún Baldvinsdóttir stud. jur., Þorsteinn Ólafsson stud. jur., Sigrún Gisladóttir, hjúkrun- arkona, og Indriði G. Þorsteins- son, rithöfundur. Að lokum flyt- ur dr. Kristján Eldjárn ávarp. Fundarstjóri verður Njörður P. Njarðvík, sendikennari. Lúðra- sveit leikur á fundinum undir stjórn Páls P. Pálssonar og 14 Fóstbræður syngja. - RÚTSSTAÐIR Framh. af bls. 28 Sem hefur ræktað sýnishornin tjáði blaðinu, að þesisi sykill, sem nefnist „salmonella typhim- urium“ hefði fundist nokkrum sinnum sér á landi. Hefði sami stofn fundist áður í fólki, rottum og músum, en óvenjulegt sé að sjúkdómurinn sé svo skæður að hann drepi nautgripi. Mbl. hafði tal af Páli A. Páls- isyni, dýralækni, sem sagði, að (borið hefði á sjúkdóminum í kúm tfrá báðum búu-num á Rútsstöð- mm, en þar búa bræður. Keypt tvar fóðurmjöl frá tveimur mis- imunandi aðilum, og oft berst Iþessi sjúkdómur með fóðri. En iekki sé hægt að vi'ta hvernig sjúkdómurinn hafi borizt þarna. Náinn samgangur er í fjósi og búið var að sleppa kúnum út saman. Sjúkdómur þessi berst með saur. Alls hafa drepist 7 kýr, 2 kálfar og ein kvíga frá öðru búinu, en ein kýr sýkzt af hinu búinu. Fréttaritari Mbl. á Akureyri símaði m. a. eftirfarandi: Menn velta nú fyrir sér hvern ig veikin hafi getað borizt að Rútsstöðum. Fóðurbætir sá, sem þar hefur verið gefinn að undanförnu, var fluttur þangað beint frá skipshlið skömmu eftir áramót. En í júníbyrjun voru keyptar viðbótarbirgðir, sem leg ið höfðu í vörugeymsluhúsi á Akureyri. Vitað er að í það hús höfðu komizt rottur, en fyrstu kýrnar veiktust sömu dagana og sá fóðurbætir var fluttur heim að Rútsstöðum. Hins vegar líða um 10 dagar frá smitun og þar til einkenna verður vart, svo að ýmsir telja ósennilegt að fóður- bæti sé um að kenna, enda er annarra skýringa að leita jafn- framt og allt gort sem hugsan- legt er til að grafast fyrir um orsök veikinnar og útrýma henni. Sala allra afurða frá Rútsstöð- um, þar með mjólkur og eggja, hefur verið stöðvaður, og bær- inn settur í sóttkví. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun hvort niðurskurður nautgripa og ali- fugla verður látin fara fram á Rútsstöðum, en sennilegt er að svo verði. AÐALFUNDUR Kaupfélags Ey- firðinga var haldinn á Akureyri dagana 5. og 6. júní sl. 191 full- trúi sótti fundinn, en rétt til fund arsetu áttu 201 fulltrúi. Fund- urinn samþykkti ályktun um rekstrarlán til Iandbúnaðarins. Kaupfélagsstjórinn Jakob Frí- mannsson las reikninga félags- ins eftir að Brynjólfur Sveins- son, formaður félagsins hafði les ið skýrslu stjórnar. Jakob gat þess að söluaukning félagsins hefði orðið minni en undanfarin ár, eða aðeins 1.4%. Heildar vörusala félagsins og fyrirtækja þess á innlendum og erlendum vörum, þegar með eru taldar útflutningsvörur, verk- smiðjuframleiðsla og sala þjón- ustufyrirtækja, jókst hins vegar um 3,6%, eða úr 925,4 millj. króna í 958,6 millj. króna. Af- skriftir og aukning eigin sjóða námu á árinu alls um 16 millj. króna, en rekstrarhalli varð rúm lega 4,3 millj. króna þannig að eigin fj ármunamyndun félagsins varð rúmlega 11,6 millj. króna. Megin orsök rekstrarhallans var mikill taprekstur á frystihúsum félagsins, og þá fyrst og fremst á frystihúsinu í Hrísey, af völd- um verðfalls erlendis og verð- bólgu innanlands, en einnig varð félagið fyrir talsverðu skakka- falli af völdum gengisfellingar- innar á sl. haustL Aðalfundurinn ákvað að greiða í reikninga félagsmanna 6% arð af viðskiptum þeirra við lyfjabúð félagsins, Stjörnu Apó- tek, sem þeir sjálfir höfðu greitt. Úr Menningarsjóði félagsins hafði á árinu verið úthlutað kr. 125.000 til átta aðila, en tekjur sjóðsins voru 250 þús. króna framlag samþykkt á aðalfundi í fyrra, auk vaxta. Á aðalfundin- um nú var einnig samþykkt 250 þús. króna framlag til sjóðsins. Á fundinum var samiþykkt eftirfarandi ályktun: „Þar sem refcstrarlán tiil land- búnaðarins hafa efcki hækkað síðastliðinn áratug, en reikistrar- fjáriþörf bænda og sölufyrirtækja þeirra hefur farið ört vaxandi með hverju áni, skorar aðalfund- ur KEA 1968 á ríkiastjórnina að hlutast til um að refcsfcrarlánin verði hækkuð svo, að þau verði hlutfailislega jafn há og þau voru 1958“. f stjórn félagsins var endur- kjörinn ti-l þriggja ára Kristinn Sigmundsson, oddviti, Arnar- hóli. Endurskoðandi tid tveggja ára var endurkjörinn Guðmund- JtlítripiíM&liifo RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA AFGREIOSLA*SKRIFSTOFA SÍIVII 10*100 ur Eiðsson, bóndi, Sörlatungu, og varaendurskoðandi til tveggj a ára Ármann Dahnannsson, sikóg- arvörður, Akureyri. í stjórn Menningarsjóðs til þriggja ára var endurkjörinn Bernharð Stefánsson, fyrrv. alþingismaður, Akureyri, og í stjórn Mennmgar- sjóðs var kjörinn tiil eins árs Árni Kristjánisson, menntasfcóla- fcennari, Akureyri í stað Þórar- ins heitinis Björnssonar, sfcóia- meistara. Varamaður í stjórn Menningarsjóðs var björinn Hólmfríður Jónsdóttir, mennta- sfcólakennari, Akureyri, í stað Árna Kristjánsisonar. Fastráðið starfsfótk félagsinis í árslok var 521 talsins. Húsmæðraskólanum á Lauga- landi í Eyjafirði var slitið þann 14. júní að viðstaddri skóla- nefnd og gestum. Sóknarpretur- inn, sér Bjartmar Kristjánsson predikaði, en forstöðukona skól- artó frk. Lena Hallgrímsdóttir ávarpaði námsmeyjar og afhenti þeim prófskírteini. — Hún gat þess að skólinn hefði starfað í tæpa 9 mánuði og hefði hann verið fullskipaður, eða alls 40 nemendur og hefðu þeir allir lokið prófi. Hæstu einkunn hlaut Oddný Snorradóttir, Hjarð arhaga, Eyjafirði, 9,35. Forstöðukona gat þess að mikl ar og góðar breytingar hefðu farið fram á skólahúsinu síðast- líðið sumar. Ennfremur skýrði hún frá því, að þann 11. maí s.l. hefðu gamlir nemendur heimsótt skólann, en það voru 30, 20 og 10 ára nemendur og færðu þeir skólanum fagrar og dýrar gjafir. Seinna í vor barst skólanum einnig mikii og vegleg gjöf frá sýslunefnd Eyjafjarðarsýslu. - VIETNAM Framh. af bls. 1 að krækja sér í berin hefði hann sett upp hundshaus og sagt, að þau væru hvort eð er súr. Than Le sagði, að barátta vi- etnömsku þjóðarinnar til að verja norðurhlutalandsins og frelsa þann syðri væri langt frá því að vera að komast á loka- stig. En þar sem þjóðinni væri umhugað um að tryggja frelsi og sjálfstæði mundi hún hvergi hopa, fyrr en takmarkinu væri náð og friðsamleg sameining ladnanna tryggð. Blaðafulltrúinn sagði, að Vietnam vildi frið, en ifriður og sjál'fstæði héldist í hendur og þeir vildu ekki frið upp á bandarísk býti. Auk þess hefðu Bandaríkjamenn gengið á bak orða sinna um takmörkun loftárása á N-Vietnam og þrátt fyrir tíu samningafumdi í París hefði hvergi miðað í samkomu- lagsátt. Allt þetta, sagði blaða- fulltrúinn, sýnir óeinlægni Bandaríkjamanna, svo að ekki verður um villzt. EINS og undanfarin ár verða haldin á vegum fræðslumála- stjórnar o.fl. aðila, ýmis nám- skeið fyrir kennara nú í sumar og næsta ^iaust. Eftirtalin námsskeið eru ákveðin: 1. 15.-20. júlí námskeið í fín- málmsmíði og smeltvinnu. Námskeiðið verður haldið í Gagnfræðaskóla Kópavogs. Aðal- kennari verður Alrik Myrhed frá Stokkhólmi. Félag íslenzkra smíðakennara, fræðslumálastjórn og Fræðsluskrifstofa Reykjavík- ur standa að námskeiðinu. Þátt- tökutilkynningar be^að senda til Bjarna Ólafssonar, kennara, Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur, en hann annast undirbúning námskeiðsins. 2. Dönskukennaranámskeið verður haldið dagana 15.-30. ágúst í Kennaraskóla íslands. Kennaraháskólann í Kaup- mannahöfn leggur til kennara á námskeiðið, en það er ætlað þeim, sem kenna byrjendum dönsku. Þátttöku ber að tilkynna til Fræðslumálaskrifstofunnar, Borg artúni 7, Reykjavík. 3. Stærðfræðinámskeið. í Reykjavík verða haldin tvö námskeið fyrir kennara, sem kenna yngri börnum nýju stærð- fræðina. Dagana 28. ágúst til 6. septem- ber verður námskeið fyrir kenn- ara 7 ára barna og dagana 29. ágúst til 3. sept. fyrir þá kenn- ara, sem sóttu sams konar nám- Allt þetta bæri að þakka, en þó væri mestu um vert þann hlý- hug sem streymdi að skólanum úr öllum áttum og bak við allar góðar gjafir lægi. — (Fréttatilkynning frá Hús- mæðraskólanum á Laugalandi). Vatnsenda- félagið AÐALFUNDUR í félagi rétthafa sumarbústaðalanda í Vatnsenda- landi var haldinn að Café Höll 13. þ. m. Flutt var skýrsla stjórn ar, og kom þar fram, að vega- umbætur hafa verið framkvæmd ar á báðum aðalleiðum að Ell- iðavatni, en vegna tregrar inn- heimtu á félagsgjöldum hafði fé- lagið skapað sér skuldir vegna þessara framikvæmda. Var því samþykkt tillaga á fundinum um að stofn og félagsgjöld skyldu framvegis innheimt með póst- kröfu, þar sem félagið hefur efcki kost á að halda innheimtumann. Formaður flutti Kópavogskaup- stað þakkir fyrir aðstoð við lag- færingu vega og vonaðist til áframhaldandi góðs samstarfs við Kópavogskaupstað. Tvær áskoranir voru samþykkt ar á fundinum, önnur um tilmæli til sumarbústaðaeigenda á félags svæðinu að fjarlægja bílboddý og annað skran, sem til stór-lýta er fyrir félagssvæðið. Hin áskor unin var um, að sumarbústaða- eigendur merktu bústaði sína og lönd nafni og númeri, þeir sem ekfci hafa þegar gert það. Stjórnin var endurkjörin, en hana skipa formaður Baldvin Jónsson, ritari Pálína Oddsdótt- ir, gjaldkeri Sigurður Steinsson, meðstjórnendur Einvarður Hall- varðsson, Gunnar Jósefsson, Lár us Óskarsson og Steinn Guð- mundsson. Félagsmenn eru nú um 70. (Frétt frá Vatnsendafélaginu). skeið í fyrra. I Heimavistarskólanum á Laugalandi, á Þelamörk í Eyja- firði verður svo námskeið fyrir kennara 7 ára barna frá 5.—14. sept. Það námskeið er hliðstætt fyrra námskeiðinu í Reykjavík. Fröken Agnete Bundgárd frá Kaupmannahöfn kennir á nám- skeiðunum. 4. Eðlis- og efnafræðinámskeið verður haldið í Kennaraskóla ís- lands dagana 2.-20. september. Þetta námskeið er haldið með styrk frá UNESCO. Aðalkennararnir verða Norð- mennirnir Wilhelm Sommerfeldt og Ivar Arnljot. Á námskeiðinu verða fluttir fræðilegir fyrir- lestarar um eðlis- og efnafræði og kennslu í náttúrufræðum, en auk þess verða verklegar æfing- ar. Alls verða 96 kennslustundir á námskeiðinu. Kennurum barna- og gagn- fræðaákóla er heimil þátttaka. Við kennslu á námskeiðinu verð- ur höfð hliðsjón af tillögum eðlis og efnafræðinefndar, sem Menntamálaráðuneytið skipaði 14. ágúst 1967. Öllum skólamönnum standa fyrirlestrar námskeiðsins opnir, en hámarks fjöldi þátttakenda í verklegum æfingum er 30. 5. Starfsfræðslu- og félags- fræðinámskeið verður haldið á Akureyri dagana 9.-14. september og í Reykjavík 16.-21. sept. Þessi námskeið eru einkum ætluð kennurum unglinga og gagn- fræðaskóla. Á þeim verður kynnt atvinnulíf landsins og helztu námsbrautir æskufólks. Umsjón með námskeiðunum hef- ur Stefán Ól. Jónsson námstjóri. 6. Námskeið fyrir söng- og tón- listarkennara verður haldið í Tónlistarskólanum í Reykjavík dagana 29. ágúst til 7. sept. Aðal- kennarar verða Danirnir Svend Assmunsen, kona hans, frú Hanna Assmunsen og frú Klari Fredborg. Umsjón með námskeiðinu hef- ur Guðmundur Guðbrandsson, söngkennari. 7. Fræðslufundur. Kennarafélagið Hússtjórn held ur fræðslufund í sambandi við aðalfund félagsins dagana 25.-29. júní n.k. að Staðarfelli í Dala- sýslu. Erindi flytja Sigurjón Björns- son, sálfr. og frú Margrét Mar- geirsdóttir félagsráðgjafi. Snorri Þorsteinsson yfirkennari leiðbein ir um fundarreglur og fundar- sköp. Sigríður Gísladóttir handa- vinnukennari og Jakobína Guð- mundsdóttir vefnaðarkenanri leiðbeina um val fatnaðar, snið og liti. Sigríður Halldórsdóttir vefnað arkennari leiðbeinir um band- vefnað. Þá verður og fleira efni tekið fyrir á fundinum. Mikilvægt er, að kennarar til- kynni þátttöku sína í námskeið- unum með góðum fyrirvara, því að undirbúning verður að miða að nokkru við fjölda þátttakenda. (Frá fræðslumálaskrifstofunni) - BIAFRA Framh. af bls. 1 - dag tilmælum, sem borizt höfðu frá 70 þekktum borgurum í Tékkóslóvakíu um að hraðað verði eflingu lýðræðis í land- inu. Nefndin segir, að tilmælin feli í sér alvarlega ógnun við nú- verandi stjórnarfyrirkomulag og þegar málið var til umræðu í þinginu tók einn ræðumanna svo djúpt í árinni, að segja, að þetta væri raunverulega tilmæli um gagnbyltingu. Orðsendingin var birt í ýms- um tékkneskum blöðum, upp- hafsma’ður að henni er Ludvik Vaculik. Hann var rekinn úr kommúnistaflokknum, vegna andstöðu við fyrrv. forseta No- votny, en hefur fyrir skömmu verið endurreistur. Húsmæðiaskólinn a Laugalnndi í endurbættu skóluhúsi í vetur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.