Morgunblaðið - 18.08.1968, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 1968
ið með þér á dansleikmn Þú
skilur, að Phyllis getur ekki hugs
að sér að eiga að vera ein í allt
kvöld Og allra sízt í kvöld, þeg-
ar hún heyrir dan'shljómsveitinia
in-n um gluggann, og gieðilætin
frá þilfarinu fyrir ofan haina
Hún segir, að þetta muni gera
sig enn vesælli en hún er fyrir
Þú skilur þetta, er það ekki? Þú
finnur áreiðanlega nógu rnarga
aðra herra, en hún á engan að
nema mig Mér fellur þetta af-
skaplega þumgt, en ég sé ekki,
hviemig ég get komizt hjá því
Þú fyrirgefur mér, er það ekki?
Þinn einlægur Jeff“
Hún lagðist niður á rúmið og
fór að gráta í hljóði Svo yfir
sig vonsvikin var hún Viasulega
hefði hann getað látið Phyliis
vera eina eitt kvöld og farið með
henni á lokadansleikinn? Langaði
hann kannski ekkert til þess?
Þvert ofan í það, sem hann hafði
sagt við hana um morguninn,
langaði hann þá loksins ekkert
til þess? Svo virtist, að hefði
hann bara viljað, hefði hann get
að breytt þes»u
Það var gott og vel að segja,
að hún mundi finna nóg-u marga
aðra herra, en hana lanigaði ekk
ert að dansa við neinn nema
hann Hún vissi vel, að Phyllis
hafði afstýrt því að hann færiá
dansleikinn, vegna þess einis, að
hann ætlaði þaingað með henni
Bara hún gæti gert eitthvað við
þessu! En íivernig sem hún
braiut heilann, gat hún ekkert
ráð fundið — og eftir morgun-
daginin mundi hún aldrei sjá
hann framar!
13 kafli
Loksinis fór hún á dansleikinn
þrátt fyrir allt Það var tilgangs
laust að sitja hér í fýiu í ká-
etunni, allan tímann En hún
hafði engan áhuga á möninum,
sem voru að bjóða henni upp —
Það er einbennilegt með þessa
ást, hugsaði hún — Væri ég
ekki ástfangin af Jeff mundi ég
sennilega skemmta mér prýði
lega En nú hundleiðist mér
hverja mínútu Ég veit, að ég
ætti að reyna að jafnia mig af
þessu, en ég get það bara ekki
Hún hataði fjörugu danislög-
in, hlátur hins dansfólksins, blá
svörtu hitabeltisnóttina, sem
hékk yfir höfðum þeirra, eins
og geysistórt svart gldggatjald,
með ofurlitlum glitrandi blettum
sem voru stjörnurnar Hún hat-
aði allt Meira að segja það, að
þurfa að anza því sem dansherr
arrnir sögðu við hana Hún var
bálvond við sjálfa sig, en fékk
ekki að gert Jæja, þetta var síð-
asta kvöldið hennar um borð
Allra síðasta kvöldið og Jeff
hafði ekki svo mikið sem látið
sjá sig
Hún fór snemma til káetu sinn
ar og fleygði sér á rúmið sitt,
óhuggandi Betty kom inn eftir
ofurlitla stund Hún hló hátt og
aiugu henmar ljómuðu Pam reis
snöggt upp og sagði:
— Hvað gengur á, Betty?
— Ég er trúlofuð, Pam, sagði
30
-------------- i
Betty — Ken Barriman bað mín
og ég tók honum
Harriman var gjaldkerinn
þarna á skipinu Viðkunnanleg-
ur maður, rúmlega fertugur Pam
hafði vitað, að Betty hitti hann
talsvert oft í ferðinni, en henni
hafði aldrei dottið í hug, að
þetta væri komið svona langt
— Ég samgleðst þér ininilega,
Betty, sagði hún — Segðu mér
meira af þassu Hvenær gerðist
það?
Betty settist á rúmið og greip
höndum um hnén
— Fyrir svo sem hálftkna
Þetta er svo nýtt og svo spenn-
andi, að ég trúi því varla sjálf
Við vorum að ganga á efsta þil-
farinu og tala um svo sem ekiki
neitt — það er að segja ekkert
persónulegt — þegar hann sneri
sér allt í einu að mér og sagði:
— Hieyrðu mig, Betty, hvað seg-
irðu um, að við giftum okkur
þegar við komum aftur til Eng-
Barnakennarar
Tvo barnakennara vantar að Barnaskóla Ólafsfjarðar.
Aðstoð um íbúð.
Um sóknir sendist undirrituðum.
Ingþór Indriðason, Ólafsfirði. — Sími 96-62220.
NATIONAL
MATSUSHITA ELECTRIC
Verndið
heimilisfriðinn
Siónvarpstæki
með innbyggðu lofineti
Með einu handtaki má fara með þessi tæki milli herbergja
Hagstætt
verð
Fyrir 220 v. 12 v. (bíla)
og rafhlöður. Allt inn-
byggt.
220 volt.
Eldri pantanir endurnýist sfrax
RAFBORG sf. Rauðarárstíg I
SÍMI 11141.
landis? Og mér varð svo hverft
við, að ég stóð bara kyrr í sömu
sporum og glápti á hann Ég
vissi náttúrulega, að hann kunni
vel við mig en ég vissi ekki,
að honum líkaði svona vel við
mig En ég var bálskotin í hon-
um Og hef verið frá því ég
hitti hanm fyrst, en ég býst bara
við að því skotnari sem maður
er sjálfur í einhverjum, því ó-
vissari er meður um, að hann
sé líka skotin í manni
Pam kinkaði kolli Þetta var
víst ekki nema satt
Betty greip fastar um hné sér
og tók að róa fram og aftur í
gleði sinni — Einu sinni sór ég
að ég skyldi aldnei giftast aftur,
sagði hún — Það var eftir
að ég skildi við Jaek Ég hélt, að
ég væri búin með alla ást og
ævintýri — búin fyrir fullt og
allt, en það verður maður bara
aldrei fyrr en í gröfinini Ævin-
týri og það, sem þeim tilheyrir
er það eina, sem vert er að lifa
fyrir
Pam brosti ofurlítið Það var
líka rétta stundin til að segja
henni þetta En hvað sem í boði
hefði verið, hefði hún aldnei far
ið að segja Betty frá því, hvern-
ig henni leið sjálfri á þessari
stundu Hún gladdist vinstúlku
sinnar vegna, og meir en hún
fengi með orðum lýst Fyrra
hjónaband Betty hafði misheppn
aisit svo hrapalega Og það var
dásamlegt til þess að huigsa, að
FANNHVÍTT FRÁ FÖNN
Sendið okkur frágangsþvottinr/—
í dagsins önn, \ I'ANnhvÍtur ►vottur
því sú saga er sönn, ' að al'lt fer fannhvitt frá E'ÖNN. j SÆKJUM — SENDUM. / ^FONN^j
Langholtsvegi 113. — Sími 8-22-20.
18. ágúst. —
Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl. — Gerðu þinn skerf i sókninni
þinni. Skipuleggöu vikuna framundan í kvöld, þiggðu heimboð,
eða bjóddu einhverjum heim í dag.
Nautið, 20. apríl — 20. maí. — Nú er rómantíkin að ná sér á
strik (hjá þeim, sem eru áhugafólk um slikt), þeir sem hafa ver-
ið lengi í hjónabandinu mun sjá nýja kosti hjá maka sínum.
Berðu saman bækui þímar við vini þína og þá muntu komast að
ýmsu nýstárlegu.
Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní. — Einmitt, er bezt horfir,
verður undarleg stefnubreyting á öllum þínum málum, en haltu
jafnvægi, meðan þú yfirvegar áætlanir þínar. Vertu heima í dag.
Krabbinn, 21. júni — 22. júlí. — Eftir trúarlegar fhuganir, er gott
að Skipuleggja áform þín langt fram í tiímanm. Farðu varlega í
umferð, og hættu ekki á neitt.
Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. — Vinir þínir kunna að bregðast
þér, en ókleyft er að gera hlutina eins og þeir voru áður.
Meyjan, 23. ágúst — 22. sept. — Þessi sunnudagur mun lengi
verða þér minnisstæður, fyrir straumihvörf þau, er verða þess
virði að halda upp á þau. Þú skalt ekki hi'ka við að láta eitthvað
af hiendi rakna við þetta tækifæri.
Vogin, 23. okt. — 22. okt. — Taktu ekki neina áhættu. En ein-
hverjir eru að ásælast eigur þínar, þá skaltu kynna þér, hversu
mikið þeim er í mun að eignast hluti þessa, og treystu engum
í svipinn.
Sporðdrekinn, 23. okt. — 21. nóv. — Taktu hvorki til lóns, né
ljáðu heldur neinum neitt í dag. Til grundvallar þessu eru góðar
og gildar ástæður. Athugaðu, hvort fjárhagurinn er nógu traustur.
Bogmaðurinn, 22. nóv. — 21. des. — Hamingjan og rómantísk
áhugamál setja svip sinn á daginn. Þú furðar þig á ýmsu, er
við ber. Eyddu kvöldinu með vinum og vandamönnum.
Steingeitin, 22. des. — 19. jan. — í dag er mögulegt, að þér
berist boð um að koma aftur til fjarlægs staðar. Athugaðu vel
tilboð þetta. Þú verður margs vísari. Það er einnig mögulegt að
þú flytjir.
Vatnsberinn, 20. jan. — 18. febr. — Það er sóknarfélagi þínu
nokkurs virði, að þú sinnir hagsmunamálum þess í dag, og komir
til kirkju. Leitaðu uppi gamla vini og nágranna, reyndu að kynn-
ast nýju fóiki, og fá nýjar hugmyndir.
Fiskarnir, 19. febr. — 20. marz. — Eitthvað gerir þér daginn
eftirminnilegan. íhugaðu framtíðarmöguleika. Athugaðu áhuga-
mál þín, og leggðu þig síðan allan fram til að ná takmarki þínu.