Morgunblaðið - 30.08.1968, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 30.08.1968, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 106« Sex Islendingar keppa í Mexíco — segir AP fréttastofan en Olympíu- nefndin neitar öllum upplýsingum tJTKUNNINN er sá frestur, sem hægt er að tilkynna þátt- takendur í Olympíuleikunum í Mexico. Framkvæmdaráð Olympíunefndar íslands hélt fund í gærdag og gerði sam- þykkt sem lögð verður fyrir fund 15 manna Olympíunefnd- ar íslands í dag síðdegis. Bæði formaður Olympíunefndar, Birgir Kjaran og Hermann Guðmundsson, einn af fram- kvæmdanefndarmönnum, neituðu blaðinu um upplýsingar varðandi þátttöku íslands í Olympíuleikunum. Blaðið spurðist þá fyrir um þátttöku Íslands hjá fréttastofu AP og fékk þetta svar: „SEX ÍSLENZKIR KEPPENDUR ERU SKRÁÐIR TIL LEIKS: ALLT KARLMENN.“ ' " - %«v ■■ - ••»% v ...... .• ... • '• ■ ■ • • • ■ ■■•• • • ■ • - •• ■ • » ... • V -->- •■• Vv ■"■■■** '«»V ' '««1» » -■ vt-» —- .v -•<- ' ■* & f w - - —-—> -•. W— WV» ' •*■ •-•:•:■:■:•■• •:•;•:•■■:-:■ •:• I>að er undarleg afstaða ís- lenzkra íþróttayfirvalda að neita að gefa upplýsingar um sam- þykktir á fundum nefndar, sem starfa á opinberlega og fyrir opnum tjöldum. fsland mun eina la-ndið í heimánium, þar sem slík leynd er viðhöfð um jafn al- mennan hlut og hér um ræðir. Það er engu líkara en nefndar- menn telji síg reka eitthvert eigið fyrirtaeki þar sem Ólympíu nefnd er. Kannski er það lí'ka staðreynd? Eða hvað? í fréttaskeyti frá NTB segir að alls hafi 119 þjóðir tilkynnt þátt- töku í ÓL í Mexíkó og þær sendi samtals 7226 þátttakendur. Þátt- tökufrestiur rann út endanlega á miðvikudaig'skvöld, en tekið er fram að ennþá kunni að berast tilkynningar frá Afrík.u- og Asíu- þjóðum, hafi póstur ekk; skilað bréfum sem afgreidd voru á til- settum tíma. Molar KNATTSPYRNUMAÐUR I ’Afríku lét lífið, þar sem hann var á knattspyrnuæfingu í Wambeek í Belgíu, er eld- ingu laust niður. Hann var 28 ára gatnall og var frá Came- Mest er þátttakan frá Banda- ríkjunum eða alls 427 (314 fcarl- menin oig 107 konur). Sovétríkin senda 401 fceppamda og Mexíkó 327. Minnst er þátt'taka frá hol- lenzku V-Indíum, sem senda einn keppanda til lei'ks. Frjálsíþróttir verða fjölmenn- asta íþróittagreinin á leifcunum, með alls 1112 karlmenn og 347 konur í keppni. Vegna undarlegs einstrengings- ■há'ttar Ólympíiunefndar íslands verðum við að bíða með að fá að vita nöfn þeirra sex íslend- inga, sem tilkynntir hafa verið sem þátttakendur í ÓL í Mexíkó. Unglingar - og A-lið MYNDIRNAR tvær eru úr leik A-landsliðsins og ungl- ingalandsliðsins. Á efri mynd- inni sést fyrsta mark leiksins, en það var landsliðið, sem skoraði það, og var það jafn- framt í eina skiptið sem A- liðið hafði forustu í leiknum. Baldur Scheving sendi góða sendingu inn í teiginn, og þar var Hermann Gunnarsson (sést ekki á myndinni) fyrir og sendi knöttinn viðstöðu- lauist í markið — óverjandi fyrir Sigfús markvörð. — Á neðri myndinni sækir A- landsliðið enn. Hermann hafði gefið knöttinn fyrir markið og Helgi Númason skallaði að marki. Knötturinn lenti í þverslánnd og er myndin tek- in á því andartaki. — Mikill spenningur lýsir sér í svip Akranes aftur i 1. deild Akurnesingar unnu Keflvíkinga í gær 1:0 RON CLARKE frá Ástralíu virðist nú vera kominn í fulla þjálfun. Hann náði bezta tíma heims í ár í 10 km hlaupi í London í gær 27:49.4. Sá tími er þó nákvæmlega 10 sek lakari en heimsmetið, sem hann sjálfur á. Skagamenn unnu sig upp í 1. deild í gærkveldi er þeir unnu Keflvíkinga 1:0 eftir harðan og kappsfullan leik á flughálum vellinum. Suðaustan rokið og rigningin hafði sín slæmu áhrif á leikinn, hvað útfærslu góðrar knattspyrnu snerti. En aðstæður nar drógu ekki úr kappinu og viljanum til að vinna. Báðir að- ilar börðust eins og berserkir all an leikinn, sem varð og til þess að orðtakið „kapp er berz með forsjá" sannaði gildi sitt, því knattspyman gleymdist, en kappið og spennan höfð í fyrir- rúmi. Marktækifæri sköpuðust mörg í leiknum, en fóru í súg- inn, sakir fums og ónákvæmni. Skipt var á hröðum og snöggum upphlaupum, byggðum á lang- spymum, sem vonin ein var lát- in ráða um hvað yrði úr Þrátt fyrir allt voru það Skagamennir nir, sem áttu að vinna þennan Nýir og gamlir meistarar keppa ÖLLUM golfmeisturum landsins, í hvaða klúbbi sem þeir eru, hef- ur verið boðið til golfkeppni á golfvelli Gofklúbbs Reykjavíkur á laugardag og sunnudag og hefst keppnin kl. 2 báða dagana. Keppt er um bikar sem Flug- félag íslands hefur gefið en saansfconar keppni fer fram á fleiri völlum ár hvert og er þar keppt um bifcar Flugfélagsins. Til leiks muniu mæta bæði fyrrverandi og núverandi golf- meistarar og verða keppendur alls 24 talsins. Þarna verður samankomið eitt bezta lið er til er á landinu í golfíþróttinni. leik og hefði munurinn mátt vera meiri. Leikurinn Fyrstu mínútur leiksins sóttu Keflvíkingar meira og með nokfc uð öruggum leik, en smám sam- an tókst Akurnesingum að ná undirtökunum í leiknum, sem þeir héldu mestallan leikinn — 10. mín, voru af leik er Hreinn náði góðum skallabolta að marki IBK, en hafnaði í stöng og í frákastinu fékk Björn Lárus- son gott færi — en mistókst á marfcteig IBK. — Næstu 15 mín sækja Skagamenn næstu látlaust að makri IBK og á 20. min á Matthías hörkuskot í stöng. En eins og fyrr segir var skjótt að breytast milli sóknar og varnar og á 37. mín eru Keflvíkingar að sækja að IA markinu af mi'kl um móði og Jón Ó'lafur fær góða sendingu eftir miðju markinu en sendir knöttinn beint á mark- mann Skagamanna. Og á 42 mún er markmaður Skagamanna í erf iðri aðstöðu er hann spyrnir knettinum frá markinu og Karl kemur fæti fyrir, svo knöttur inn hrekkur að opnu markinu en rúllar rétt framhjá . Sigurmarkið. Versnandi veður hafði ekki áhrif til að minnka spennuna í síðari hálfleiknum. Enda skor- |rðu Skagamenn hið löglega mark sitt er aðeins 2 mín voru af leik. Markið skoraði Guðjón Guðnason úr aufcaspyrnu. Skaut beint í markið af alllöngu færi enda markið birgt af tveimvarn armönnum IBK, svo markmaður fékk ekki við ráðið. Eftir að hafa náð 1:0 fóru Skagamenn að treysta meira á varnarleikinn, en vörn þeirra var það flöt, að jafn reyndu knattspyrnuliði og IBK., hefði undir eðlilegum aðstæðum átt að veTa auðvelt að leika í gegn, en þvensendingar fengu að ráða ferðinni og var því ekki að sök um að spyrja um árangurinn. Á 19. mín. fcsrnst þó Jón Ólaf- ur eftir mjög góðan leik upp vinstri jaðarinn og á gott skot að marki IA, en Helga Hannes- syni tekst að bjarga á linu. Skagamenn hrundu þessari sókn arlotu IBK manna og á 29. mín gefur Björn vel fyrir mark IBK knötturinn hrekkur af Keflvík- leikmanna, en þeir eru (f.v.): Björn Árnason, Ólafur Lárus- son, Þórffur Jónsson, Rúnar Vilhjálmsson og Sigfús, mark- maður unglingalandsliðsins. ing og til Matthíasar, sem send- ir knöttinn rakleitt í marfc Kefla víkur, en dómarinn Magnús Pét ursson dæmdi rangstöðu og marfc ið ógilt. Á 30 mín skapar Sig- urður Albert mikla hættu við IA markinu eftir að hafa sent þrumuskot að markinu úr auka spyrnu, en þrátt fyrir að þrír Keflvíkingar væru í færi eftir að knötturinn hrökk frá marfc- inu tókst þeim ekki að Skora — Keflavifcur liðið var vonsvikið lið síðustu mínúturnar og stang arSfcot Guðjóns Guðmundssonar á 40 mín síðari hálfleiksins var enn merki um að Skagamennir- nir áttu fyl'lilega skilið að vinna þennan leik með meiri mun en einu marki. Keflvíkingar eru þó efcki enn úr leik, því þeir mæta Haukum úr Hafnarfirði n.k. miánudag. Þeir verða þó að vinna þann leik til að halda sæti sínu í L deild næsta ár, en Haukum næg ir jafntefli, til að vinna sig upp í 1. deild. Þetta er eins og í gamla daga — segja menn um góða byrjun Arsenal „Þ E T T A er eins og í gamla daga“, segja sum ensku blöðin er þau ræða um að Arsenal sé nú í efsta sæti í knattspyrnunni í Englandi eftir sex fyrstu leiki keppnistímabilsins. Arsenal var „ríki í knattspyrnuríkinu“ á ár- unum milli 1930 og 1941 og hef- ur aldrei síðan náð jafn góðri byrjun sem nú. Það eru útherjarnir John Rad ford og Dave Jenkins, sem báð- ir leika á „gamaldags“-hátt, sem eru lyfclar að velgengni liðsins nú. Þeir hafa gefið hverja send- inguna eftir aðra fyrir markið og miðherjinn Bobby Gold, sem keyptur var frá Coventry fyrir 90 þúsund pund, stýrir svo knettinum í markið. Það virðist svo sem Arsenal sé öruiggt með að halda foryst- unni um helgina, því þá á lið- ið að leika við Queens Park Rangers, sem „klifraði" úr 3. deild í 1. deild á mettíma.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.