Morgunblaðið - 14.09.1968, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.09.1968, Blaðsíða 3
MOBGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. SEPT. 1968 3 Maurice Cheval- ier áttræður ParLs 12. sept. — AP. Maurice Chevalier, hinn ástleitni Frakki kvikmynd anna, varð áttræðux í dag, fimmtudag. Það þarf býsna stóra köku undir 80 afmælis- kerti, svo vinir hans gripu til þess ráðs að hafa kökumar 20 talsins í miklu afmælishófi Maurice Chevalier sem haldið verður í hinum heimskunna næturklúbbi Li- do í kvöld. Um 400 gestix eru boðnir til hófsins, meðal þeirra Clau dette Colbert, Eddie Constan tine, bandarískur leikari, sem aðeins leikur í frönskum kvikmyndum („Lemmy"), ag danskonam „Zizi Jeanmarie. Að loknum kvöldverði og skemmtiatriðum er ráðgert að sýna kafla úr kvikmyndum Ohevaliers, sem bregða eiga upp mynd af löngum kvik- myndaleikaraferli hans. Hámarki sínu á hátíðin í kvöld að ná með skrúðfylk- ingu um salinn, þar sem af- mæliskökurnar 20 — hver með 4 kertum — verða born ar og sungið „Happy Birth- day“. Enginn franskur texti er til við það fræga lag, svo sungið verður á ensku. Maurice Chevalier hóf fer- il sinn blásnauður með því að syngja á kaffihúsum fyr- ir fáeina aura. Hann varð í augum Bandaríkjamanna sam nefnarinn fyrir káta, franska lífslystarmenn, enda þótt hann hvorki bragðaði áfengi né reykti. Chevalier eyddi svo miklu af tíma sínum í ferðalög er- lendis eftir lok heimsstyrj- aldarinnar að við sjálft lá að ’landar hans gleymdu honum. Hiinn gamli meistari söngva og dansa kvikmyndanna sagði á leið til Frakklands til að sitja afmælishóf sitt þar: ,,Mér líður eins og hnefaleika manni, sem hefur nýunnið lotu“. En hann bætti við: „Ég verð víst að hætta áður en ég verð sleginn út“. Engir flugumenn til Kanada-segja Frakkar Paris 12. september NTB FRANSKA utanrikisráðuneytið hefur neitað því að það beri nokkra ábyrgð á gerðum Phil- ippes Rossillons, sem sagður er hafa stundað áróðursstarfsemi meðal frönskumælandi Kanada- manna. Síðastliðinn miðvikudag 20 af óhöfn Pueblo jóta Hong Kong, 12. september. NTB-AP. 20 menn af áhöfn bandaríska könnunarskipsins „Pueblo'* ját- uðu í dag á blaðamannafundi í Norður-Kóreu, að skip þeirra hefði verið í landhelgi í Norð- ur Kóreu þegar það var tekið í janúar síðastliðnum, að sögn hinnar opinberu fréttastofu Norður-Kóreu. Þeir fóru fram á náðun, þar sem þeir hefðu játað á sig allar sakir og báðu um að verða sendir heim til Banda- ríkjanna. f Washington sagði talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytis- ins, að tekki væri hægt að taka sem gilda sönnun fréttir um að fangarnir af „Pueblo“ hefðu játað að skip þeirra hefði siglt í landhelgi Norður-Kóreu. Tals maðurinn sagði, að meðan menn imir væru á valdi Norður-Kór- eumanna væri ekki hægt að líta svo á að yfirlýsingar þeirra á blaðamannafundum, svokallaðar játningar og bréf sem þeir sendu fjölskyldum sinum túlkuðu raun verulegar skoðanir þeirra. Hins viegar yrðu yfirlýsingar, sem hafð aT vwru eftír áhöfn „Pueblo“, athugaðar vandlega. sakaði Trudeau, forsætisráð- herra Kanada, frönsku stjómina um að hafa komið fram á lymskulegan og sviksamlegan hátt með því að senda flugu- menn til að stappa stálinu í frönskumælandi Kanadamenn og hvetja þá til að varðveita tungu sána. Talsmaður franska utanríkis- ráðuneytisins sagði að Rossillon væri í einkaheimsókn í Kanada og að tilgangurinn með heim sókn hans væri að ræða mögu- ‘leikana á því að varðveita franska tungu í landinu. Væri hann gestur menningarsamtaka frönskumælandi manna. Rassillon er formaður nefnd- arinnar sam hefur með höndum varðveizlu ag útbreiðslu franskr ar tungu. Það var Georges Pom- pidou, forsætisráðherra, sem skipaði nefndina í fyrra og heyrir hún undir skrifstofu for sætisráðuneytisins. Rossillon heimsótti Manitoba dagana 26. til 30. ágúst og ræddi þar við prófessora og skóla- stjórnir um varðveizlu franskr- ar tungu í Kanada. M.a. var fjallað um vandamál í sambandi við að fá frönskumælandi kenn- ara, og önnur kennsluvandamál. Sýning Bngn- heiðar og ■ ■ Onnu Sigríðar Málverkasýningu Ragnheiðar Jónsdóttur og Önnu Sigríð- ar Björnsdóttur í nýbyggingu Menntaskólans lýkur um helg- ina. Selzt hafa 10 myndir og sýn- ingin verið vel sótt. STAKSTEINAR Husatryggingar Reykjavíkur boðnar út HÚSATRYGGINGAR Reykjavík ur hafa tekið þátt í kostnaði við byggingu Slökkvistöðvarinnar og einnig við kaup á slökkvi- liðsbílum. Á fundi með slökkvi liðsstjóra í gær, ræddu blaða- menn við Pál Líndal, borgar- lögmann og forstöðumann Húsa trygginganna, um trygginguna. Hann kvað núna unnið að því, að bjóða út Húsatryggingar Reykjavíkur, en samkvæmt reglu gerð ber að bjóða þessar trygg ingar út á fimm ára fresti. Tryggingarnar eru tvenns kon- ar — almennar tryggingar og svo sérstakar tryggingar ein- stakra tjóna. Samtals hljóða þessar tryggingar upp á um 30 þúsund milljónir. Páll sagði, að nokkuð væri nú á reiki hvernig þessum trygg ingum yrði háttað, því að sakir mikilla tjóna að undanförnu væri erfitt að semja um endur- tryggingu á einstökum tjónum. Hann sagði ennfremur, að það sem af væri þessu ári væri tjónið orðið um 5 milljónir, en í fyrra varð það 36 milljónir. Er það óvenjumikið og ea- til- Höfn, Hornafirði, 13. sept. ÚTSVARSSKRÁ fyrir Hafnar- hrepp hefur verið lögð fram, Heildartekjur hreppsins nema 7,8 millj, kr. og hæsti tekjustofn inn er álögð útsvör, 4 millj, 972 þús. kr. og aðstöðugjöld 1 millj. 292 þús. kr., sem jafnað er i#ð ur á 243 einstaklinga og 17 fyr- irtæki. Helztu útgjaldaliðir eru: ýmis lögboðin gjöld, 1,7 milj., til skóla og félagsmála 1 millj. komið vegna brunanna í Iðnað- arbankahúsinu og Borgarskála. Árið 1966 nam árstjónið 8 millj., en árið á undan var það aðeins 2 millj. kr. Ndttfori oieð 950 tunnur — til Húsavíkur Húsavík, 13. sept. NÁTTFARI ÞH kom hingað í morgun með 950 tunnur af síld, sem skipverjar höfðu saltað um borð, eftir 15 daga útivist, en áður hafði hann komið með svipað magn af saltaðri sfl.d hingað. Strax að lokinni losun fer Náttfari aftur á miðin með tunnur og salt. Útgerðarfélagið Barðinn h.f. hefur fram að þessu tekið á móti um 1500 tunnum af sild í sumar og í dag er verið að ekipa þeim um borð í Bakkafoss, sem flytur þær til Svíþjóðar. — Fréttaritari. og 20 þús. kr., til byggingar lög- reglu- og slökkvistöðvar 450 þús., til verklegra framkvæmda 1,1 millj. og ýmis konar félags- málaframlöig nema 1,1 millj. kr. 'Hæstu útsvör og aðs>töðugjöld bera: Kaupfélag Austur-Skaft- fellinga 990.440.00, Kjartan Árna son, héraðslæknir, 146. 960.00 og Guðmundur Jónsson, trésmíða- meistari, 68.960.00 krónuir. — Gunnar. V erkalýðssamtökin Frá því að síöasta reglulegt ASÍ-þing var háð hafa svipting- arnar innan Alþýðubandalagsins harðnað mjög, og eftir kosning- arnar í fyrravor hefur verið um algjöran klofning að ræða í þess um samtökum. Sú þróun hefur óhjákvæmilega áhrif á valdahlut föllin innan verkalýðshreyfingar innar. ASÍ hefur verið undir stjórn kommúnista og lýðræðis- sinnaðra verkalýðsafla, sem haft hafa samvinnu við þá frá 1954. Óhikað má fullyrða, að yfirgnæf andi meirihluti þeirra verka- lýðsleiðtoga, sem hafa skipað sér í raðir Alþýðubandalagsmanna, eru andvígir kommúnistum þar og starfsaðferðum þeirra, þótt hitt sé ljóst, að þeir hafa orðið fyrir vonbrigðum með forustu- leysi Hannibals Yaldimarssonar. Þrátt fyrir það mæla öll rök með því, að víðtæk samstaða á fag- legum grundvelli geti tekizt milll lýðræðissinnaðra verkalýðsleið- toga um stjórn Alþýðusambands ins, þótt þessir menn tilheyri ýmsum stjórnmálaflokkum. Það hefur hvað eftir annað komið í ljós í kjarasamningum verka- Iýðsfélaganna að í kjaramálum er algjör samstaða milli verka- lýðsleiðtoganna ,þegar undan eru skildir nokkrir harðsviraðir kommúnistar. Atburðimir í Al- þýðubandalaginu hafa þvi meg- inþýðingu fyrir þróun mála inn- an verkalýðshreyfingarinnar á íslandi og má búast við þvi, að til úrslita dragi á ASÍ-þinginu í haust. Menntamenn og verkalýðui Kommúnistar hér sem annars staðar hafa jafnan leitazt við að byggja fylgi sitt á tveimur höf- uðstoðum, vinstri sinnuðum menntamönnum og Iaunþegum. Á áratugnum milli 1950 og 1900 töpuðu kommúnistar hér mjög fylgi meðal menntamanna, m.a. vegna uppljóstrana um stjórnar- hætti á Stalinstímanum og blóð- baðsins i Ungverjalandi. Hins vegur hefur kommúnistum tek- izt að halda lykiláhrifum í verka lýðssamtökunum í krafti sam- vinnu við Hannibal Valdimars- son og fylgismenn hans. Nú bendir hins vegar margt til þess, að sú samvinna verði ekki fyrir hendi á næsta ASÍ-þingi, og er þá augljóslega tækifæri til þess að brjóta á bak aftur áhrif komm únista í • verkalýðshreyfingunni. Takist það mun fljótlega koma að því að kommúnistar, sem um þriggja áratuga skeið hafa verið áhrifamiklir í íslenzkum stjórn- málum, verði aðeins lítill áhrifa laus hópur. Hræddir við einangrun Kommúnistar hafa alltaf verið hræddir við einangrun. Þess vegna hafa þeir alltaf reynt að hengja sig aftan í aðra. Og furðu lengi hafa verið fyrir hendl nyt- samir sakleysingjar, sem gengið hafa til liðs við kommúnista. Þessi hræðsla kommúnista við einangrun er skýringin á því, að samfylking er þeirra eftiriætis- hugtak. Þeir vilja koma á sam- fylkingu við allt og alla. En þeir, sem gengið hafa með þeim til slíks leiks, hafa komið frá honum reynslunni ríkari. En einmitt þegar kommúnistar standa frammi fyrir einangrun- arhættunni á ný birtast nýir bjargvættir, þar sem eru „ung- ir“ Framsóknarmenn, sem geng- ið hafa til liðs við kommúnista um að heimta Island varnarlaust i kjölfar innrásarinnar í Tékkó- slóvakíu. Tólf ára háskóla- borgari í New York — Leggur stund á œðri stœrðfrœði og sjálfstœðar efnatrœðirannsóknir New York 12. sept. — AP. Mattbew Marcus lauk barnaskóla á fimm árum, gagnfræðaskóla á tveimur og í dag innritaðist hann í há- skóla, City College, aðeins 12 ára gamall. „Ég býst við þvi að stúdentum og prófeissorum muni verða starsýnt á mig fyrst í stað“, sagði Matthew í dag. Hann er 150 cm. hár og freknóttur. Mattbew er sagður hafa mikið yndi að því að sigla 26 feta seglibáti föður síns, sem er verkfræðingur. Hann hefur einstæða hæfileika á sviði vísinda ag etærðfræði og mun vera yngsti nemandi, sem innritast hefur í City há- skólann á þessari öld. Bróðir hans, Daniel, sem nú ler 18 ára og nemandi við Stevenson skólann á Manhatt an, kenndi Matthew að lesa er hann var fjögurra ára. í fimmta bekk í barnaskóla voru hinir einstæðu hæfileik ar Matthews uppgötvaðir og hann var þá sendur í Wood- land gagnfræðaskólann. Eftir að hafa numið við Woodland í tvö ár lagði sál- fræðingur skólans til að Matt hew yrði sendur í háskóla. Prófessor Harry Lusting við Cityháskólann reyndi þolrif- in i Matthew nokkra laugar- dagsmorgna og féllst á skoð- un sálfræðingisins. Matthew mun nú fást við æðri stærðfræði, ensku og teðlisfræði. Auk þess mun hann leggja stund á sjálfstæð ar efnafræðirannsóknir. Hann mun stefna að !því að ljúka háskólaprófi í eðlisfræði. Móðir Matthews, frú Ge onge Marcue, gerir sér grein fyrir vandamálum þeim, sem þeirri staðreynd fylgja að sonur hennar er „genius". „Fólk hefur tilhneigingu til þiess að gleyma því að hann er aðeins 12 ára gamall. Ef hann gerir eitthvað, sem öðr- um 12 ára drengjum er eðli- legt, verður það undrandi". Eina námsgreinin, sem Matt hew hefur fengið lágar eink- unnir í, er leikfimi. „Hann gat aldnei munað eft ir því að taka strigaskóna sína með“, segir móðir hans. Útsvnrsskrú lögð fram fyrir Hafnarhrepp

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.