Morgunblaðið - 20.09.1968, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.09.1968, Blaðsíða 6
M iv/rrvT?r;TTArPT Azvrr^ J’ÖSTUDACUH 20, g•u^prmnvrorp mco Ibúðir í smíðum Til sölu 3ja og 4ra herb. ib. við Eyjebakka 13 og 15. — Seljast tilb. undir tréverk. Óskair og Bragi sf. Símar 32338 og 30221. Garðeigendur — eigum á lager hinar vinsælu brot- steina í vegghleðslur, hell- ur í ýmsum staerðum, einn- ig 6 kantaða og kantsteina. Hellu- og steinsteypan sf. við Breiðholtsv. S. 30322. Shurðgröfur Höfum ávallt til leigu Massey Ferguson skurð- gröfu til allra verka. — Sveinn Árnason, vélaleiga. Sími 31433, heimas. 32160. Sólbrá, Laugavegi 83 Úrval bamafata, sendum gegn póstkröfu um land allt. Nýtt í skólann á telpur Samfestingar úr Helanca stretclefni, ægilegir, fal- legir, stærðir 6, 8, 10, 12. Hrannarbúðin, Hafnarstr. 3 Sími 11260. Fimleikabolir á unglinga og frúr, úr svörtu stretch. Verð kr. 325,-. Hrannarbúð, Hafnar- stræti 3, sími 11260. Loftpressur — gröfur Tökum að okkur alla loft- pressuvinnu, einnig gröfur til leigu. Vélaleiga Símon- ar Símonarsonar, sími 33544. Herbergi óskast Stúlka óskar eftir herbergi sem næst Háskólanum. Æskilegt að fæði eða að- gangur að eldhúsi fylgi. Uppl. í srma 92-1447. Lítið notað Ludvig trommusett til sölu. Upplýsingar í síma 34171 milli 7 og 8 eftir hádegi. Bifreiðastjórar Gerum við allar tegundir bifreiða. — Sérgrein hemla viðgerðir, hemlavarahlutir. Hemlastilling hf., Súðávogi 14. - Sími 30135. Breiðholtsbúar! Tökum f jögra og fimm ára börn í föndurtíma. Byrja 1. okt. Sími 32935. íbúð óskast Ung reglusöm bamlaus hjón óska eftir íbúð, vinna bæði útL Uppl. í síma 15224 milli 5 og 9. Einhleyp reglusöm fullorðin kona óskar eftir 2ja h erbergja íbúð nú 1. október. Sími 83290. Fullorðin kona óskar eftir vinnu 1. okt., t. d. sjá um heimili f. 2—3 reglus. karlm. Margt kem. til gr. Tilb. sendist Mbl., merkt ,Vön 2267“ f. 25. þ.m. 18 ára stúlka óskar eftir vinnu. Vön framleiðslu- og afgreiðslu- störfum. Málakunn. vélr., bókfærsla. S. 38471 kl. 3—7 í dag lg kl. 1—5 á morgun. Tveir bræður voru staddir uppi á Reynisvatnsheiði 16. sept. 1968 kl. 22.45. Það voru þeir Falk K. Kinsky og Örn I. Kinsky. Þá sáu þeir allt í einu þrjú gervitung á himninum í einu og var staða þeirra eins og sýnt er hérna á myndinni. FRÉTTIR Frá Dómkirkjunni Kirkjunefnd kvenna Dómkirkj- unnar hefur vetrarstarfið með fundi þriðjudaginn 24. þ.m. kl. 3. Kvennaskólinn í Reykjavik Námsmeyjar Kvennaskólans í Reykjavík komi í skólann þriðju- daginn 24. sept. Þriðji og fjórði bekkur kl. 10. og fyrsti og annar bekkur kl. 11 árdegis. Skólastjóri. Hvítasunnusöfnuðurinn Selfossl. Almenn samkoma verður sunnu- dag kl. 4.30 að Austurvegi 40 B. Jóhann Pálsson frá Akureyri talar. Allir velkomnir. Kristileg samkoma verður í samkomusalnum i Mjóu- hlíð 16 sunnudagskvöldið 22. sept., kl. 20 Allir hjartanlega velkomnir Kvenfélag óháða safnaðarins. Kirkjudagur safnaðarins er n.k. sunnud. og hefst með messu kl. 2. Kaffiveitingar í Kirkjubæ frá kl. 3. Félagskonur eru góðfúslega beðnar að koma kökum í Kirkjubæ laugar dag 1-7, og sunnudag 10.-12. Hvítasunnusöfnuðurinn, Selfossi. Almenn samkoma verður föstu- dagskvöld kl. 8.30 að Austurvegi 40. b. Jóhann Pálsson frá Akur- eyri talar. Allir velkomnir. 11. HAUSTMÓT KAUSA, fer fram i Skálholti um næstu helgi. Tilkynnið þátttöku strax í s. 12236 kl. 9-5 eða 35638, 13169 eða 40338 á kvöldin Ferðir frá um ferðarmiðstöðinni föstud. kvöld kl. 7.30 og laugard. kl. 1. e.h Frá Kvenfléagasambandi Kópavogs Kvenfélagasamband Kópavogs heldur fræðslukvöld sunnudaginn 22 sept. kl. 20.3 í félagsheimilinu uppi Dagskrá: Sagt frá formannafundi K.f. Frú Sigurbjörg Þórðardóttir. Finnlandsferð 1968, Jóhanna Bjarn freðsdóttir Litskuggamyndir af lauk jurtum með skýringum, frú ágústa Björnsdóttir. Allar konur í Kópa- vogi velkomnar, stjórnin. Fíladelfía Reykjavík. andi á ný alla mánudaga kl 4-6 síðdegis að Veltusundi 3, sími 12139. Þessi geðverndar- og upplýsinga- þjónusta er ókeypis og öllum heim il. Háteigskirkja Daglegar kvöldbænir eru I kirkj- unni kl. 6.30 síðdegis. Séra Arn- grímur Jónsson. S Ö F N Ásgrímssafn Bergstaðastræti 74 er opið sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 1.30-4. Þjóðskjalasafn íslands Opið sumarmánuðina júnl, júlí og ágúst kl. 10-12 og 13- 19 alla virka daga nema laugar daga: þá aðeins 10-12. Listasafn Einars Jónssonar. Er opin sunnudögum og mið vikudögum kl. 1.30-4. Gengið inn frá Eiríksgötu. Bókasafn Sálar- rannsóknafélags l íslands Garðastræti 8, SÍmÍ el" °P" ið á miðvikud. k!. kl. 17.30—19. Skrifstofa SRFÍ og afgreiðsla „MORGUNS" opin á sama tíma. Bókasafn Kópavogs í Félagsheimilinu. Útlán á þriðjudögum, miðvikudögum, fimmtudögum og föstudögum. FyTir börn kl. 4.30—6.00 Fyrir fullorðna 8.15—10.00. Barnabóka útlán l Kársnesskóla og Digra- nesskóla auglýst þar. Spakmœli dagsins Þegar Parmenides kom heim til Aþenu eftir sigurvinninga slna í Olympíu. tók lýðurinn á móti hon- um með áköfum fagnaðarlátum. Einhver viðstaddra spurði Sókra- tes: „Finnst þér hann ekki stór- fenglegur?". „Víst er hann það“ sagði Sókrates, „ég tala nú ekki um, ef hann ætti eitt í viðbót". Hvað áttu við?“ „Göfuga sál!“ Jesú sagi: Það er andinn, sem lífgar holdið gagnar ekkert, orðin sem ég hefi talað við yður, eru andi og eru Hf. (Jóh. 6.63.) 1 dag er föstudagur 20. september. Er það 264. dagur ársins 1968. Fausta. Árdegisháflæði er klukkan 4.09. Eftir lifa 102 dagar. Upplýsingar um læknaþjónustu i borginni eru gefnar í síma 18888, símsvara Læknafélags Reykjavík- ur. Læknavaktin í Heilsuverndarstöð- inni hefur síma 21230. Slysavarðstofan í Borgarspítalan um er opin allar sólarhringinn. Aðeins móttaka slasaðra. Sími 81212 Nætur- og helgidagalæknir er i síma 21230. Neyðarvaktin svarar aðeins á virkum dögum frá kl. 8 til kl. 5 sími 1-15-10 og laugard. kl. 8-1. Keflavíkurapótek er opið virka daga kl. 9-19, laugardaga kl 9-2 og sunnudaga frá kl. 1-3. Næturlæknir í Hafnarfirði er aðfaranótt 21. sept., Bragi Guðmundsson, Álfaskeiði 121, sími 50523 og 52752. Kvöldvarzla í lyfjabúðum í Rvík vikuna 14. sept. — 21. sept. er í Vesturbæjarapóteki og Apóteki Austurbæjar. Næturlæknar I Keflavík. 20.9. Kjartan Ólafsson. 21.9. og 22.9 Arnbjörn Ólafsson 23.9 OG 249 Guðjón Klemenzson. 25.9. og 269 Kjartan Ólafsson. Ráðleggingarstöð Þjóðkirkjunnar um hjúskaparmál er að Lindar- götu 9. 2 hæð. Viðtalstími læknis miðvd. 4-5, Viðtalstími prests, þriðjudag og föstudag 5.-6. FramveglB verður tekið á mótl þeim, sem gefa vilja blóð i Blóð- bankann, sem hér segir: mánud. þriðjud., fimmtud. og föstud. frá kL 9-11 f.h. og 2-4 e.h. Miðviku- daga frá kl. 2-8 e.h. og laugardaga frá kl. 9-11 f.h. Sérstök a hygli skal vakin á miðvikudögum vegna kvöldtímans. Bilanasimi Rafmagnsveitu Rvík- ur á skrifstofutima er 18-222 Næt- ur- og helgidagavarzla 18-230. A.A.-samtökin Fundir eru sem hér segir: f fé- lagsheimilinu Tjarnargö n 3c: Miðvikudaga kl. 21. Föstud. kl. 21. Langholtsdeild, í Safnaðarheimill Langholtskirkju, laugardaga kl. 14. Orff lífsins svara í síma 10000. I.O.O.F. 1 = 1509208% = Nýlega urðu mannaskipti 1 hljómsveitinni RAIN, og tóku þrír nýir við af þrem sem hættu, en hljómsveitin lítur þann ig út eftir breytinguna talið frá vinstri: Gunnar Jónsson, söngvari, Einar Vilberg Hjart arson, gítar, Grétar Kristins- son, bassi, og Már Elísson, trommur. Mynd: Kristinn Benediktsson sá NÆST bezti Ungur piltur á Sauðárkróki kom inn á Barinn og sá þar stúlku, sem honum leizt vel á. Hann gengur til hennar og segir: ,,Mér finnst ég hafa séð þig einhvers staðar áður“. „Það getur svo sem vel veriij,“ segir stúlkan, „því að alla mína ævi hef ég verið einhvers staðar." TURN HALLGRÍMSKIRKJU Útsýnispallurinn er opinn á laug ardögum og sunnudögum kl. 14-16 og á góðviðriskvöldum þegarflagg að er á turninum. Kvenfélag Neskirkju Aldrað fólk í sókninni getur feng ið fótaaðgerð í félagsheimilinu á miðvikudögum frá kl. 9-12 Tíma- pantanir 1 síma 14755 á mánudög- um og þriðjudögum kl. 11-12. Geðverndarfélag fslands. Geðverndarþjónustan nú starf- Hver hefur leyft yður að sitja á mínu hreindýri. Ég skaut það7

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.