Morgunblaðið - 20.09.1968, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.09.1968, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1968 Valsmenn hðgnuð- ust um 5-600 þús. — Sú upphæð kemur starfi félagsins mjög til góða BENFICA-liðiS hélt heimleiðis gær og spennan í sambandi við það er að mestu liðin hjá. Vals- menn sitja eftir með nokkra pen ingaupphæð, því þeir voru heppn ir með veður og fengu góða að sókn. Ýmsir mikla fyrir sér þann ág'óða er af slíkum leik sem þess nm hlýtur að verða. Sumir fyll- ast öfund, aðrir hneykslast á því, hversu gífurlegnm fjárupphæð um íþróttahreyfingin hafi úr að moða. Fáir sjá hlutina í réttu ljósi. Að sjálfsögðu er heimsókn liðs eins og Benfica, sem skipað er frægum stjörnum, hvemig sem þeim svo tekst upp í einum leik eða öðrum, hvalreki fyrir ísl. iknattspyrnufélag. En Evrópu- keppni meistaraliða og bikar meistara er einmitt stofnsett til þess, að félögin sem eru „minni máttar“ eigi kost á því að keppa yið „þá stóru“. Það væri útilok- að fyrir ísl. félag að ætla að fá hingað gegn greiðslu eitthvert af hinum þremur eða fjórum stærstu og frægustu liðum álf- unnar í dag — Benfica, Milan Manch, Utd eða Real Madrid. Að gefast kostur á að fá að sjá slík lið leika hér, er tækifæri sem e. t. v. gefst ekki nema einu sinni á áratug — og aðeins fyrir þátt- töku íslands í knattspyrnusam- bandi Evrópu. Það var heppni Valsmanna að fá þetta lið hingað. Fyrst og fremst var heppnin fjárhagsleg, en einnig tókst vel á öðrum svið- um. Valmönnum tókst vel upp og óvenjulega góður leikur þeirra og vel útfært leikkerfi kom at- vinnumönnunum mjög á óvart. Það var önnur heppni Vals- manna. En það eru fleiri en Valsmenn sem hagnast hafa. Ég ætla að ísl. knattspyrnuíþrótt yfirleitt hafi hagnazt óbeinlínis vegna getu Valsmanna í þessum leik. Einnig fengu vellir Reykjavík- ur um 300 þús. kr. í sinn hlut og ýmsir sjóðir IBR um eða yfir 100 þús. kr.. Allt þetta kemur íþróttahreyf- ingunni í heild til góða og ástæðu laust að öfundast yfir. Valsmenn gáfu út yfirlýsingu í útvarpinu í gær og sögðu hagnað sinn vera 500—550 þús. kr. Það er öll summ an, sem til umræðu er. Að vísu hafa þeir þá reiknað með í kostn að ferð Valsliðsins til Portugals til síðari leiksins við Benfica 2. okt. Það er skylda Vals að mæta þar. Það stendur sjaldnast á því að heyra bryddað á því, ef einhver eða eitt'hvert félag hefur orðið Framhald á bls. 12 Lið SAAB. Svíþjóðarmeistarar i hand- bolta keppa hér næstu viku Leika hér við úrval, FH og Fram Sterkasta lið Svía í handknattleik kemur hingað í heimsókn í næstu viku í boði Handknattleiksráðs Reykjavíkur og FH. Þetta lið er íþróttafélagið SAAB, en það starfar innan Saab bifreiða- verksmiðjanna var stofnað 1941 en félagar voru 1400 talsins á 25 ára afmæli þess 1966. Félagið leggur stund á 12 íþróttagreinar og í handknattleik starfar á vegum þessum karla- kvenna og unglinga flokkar. Félagið hefur ætíð verið aðill að sænska íþróttasambandinu. Koma þessa liðs markar upp- haf af fjölbreyttri keppni ís- lenzkra handknattleiksmanna við erlend lið á þessu ári. I Svíþjóð hefur handknattleikurinn ætíð staðið hátt og lið þeirra — og m.a. liðsmenn Saab er hinigað komca — hafa hloti'ð heimmeist- aratign. Þó handknattleikstíma- bilið sé hér rétt að hefjast eru margir liðsmenn ísl. liða í sæmi- legri þjálfun, því æfingamiðstöð hefur verið rekin á vegum HSl að undanfömu og margir notað sér. Má því ætla að leikimir við Svíþjóðarmeistarana geti orðið hinir skemmtilegustu og góð byrjun hjá handknattleiknum. Hinga'ð koma 16 leikmenn. 4 liða keppni um sæti í 2. deild í GÆR hófst keppni fjögurra liða úr 3. deild um rétt til setu 2. deild að ári. Úrslit leikja í gær urðu þessi: Þróttur, Norðfirði — HSH 3-3 (1-1) Vöslungur — ísafjörður 4-1 (3-0) f kvöld fara fram næstu leik- ir. Á Melavelli leika kl. 16 ÍBÍ og Þróttur og á sama tíma á Hafnarfjarðarvelli HSH og Völs- ungur. SAAB-liðið kemur til Islands aðfaranótt sunnudags 22. sept- ember og leikur 3 leiki í íþrótta höllinni í Laugardai gegn Reykja víkurúrvali mánudaginn 23. sept ember, FH miðvikudaginn 25. september og Reykjavíkur- og Islandsmeisturunum Fram föstu daginn 27. september. Liðið held ur svo utan laugardaginn 28. september. Þetta er 6. keppnistímabilið sem handknattleikslið SAAB leik ur í I. deild. Þeir hafa verið í 8. 5., 3., 4. og 2. sæti. Þtsir voru mi í 2. sæti í deildinni sem gaf rétt til þátttöku í 4 liða úrslitakeppn inni, sem’ SAAB vann og varð þar með meistari í innanhúss- handknattleik. Árið 1966 varð Heimsmet I gær setti Bandaríkjameður- inn J. Silvester heimsmet í kringlukasti. Kastaði hann 67.40 m á móti í Reno. SAAB Svíþjóðarmeistari í úti- handknattleik. Þa'ð nýmæli var tekið upp af sænska handknattleikssamband- inu fyrir keppnistímabilið 1967— 68 að eftir að öllum leikjum er lokið í deildarkeppninni fær lið nr. 1 titilinn ,,sænskir deildar- meistrar" (Allsvenske Sverige- mastare), en 4 efstu liðin keppa innbyrðis um titilinn „Svíþjóðar meistari". Það lið sem sigrar lokakeppnina er Svíþjóðarmeist- ari í handknattleik og fær þar með rétt til þátttöku í Evrópu- keppni. Deildarkeppnina vann Hellas með 30 stigum, en nr. 2 varð SAAB með 27 stig. I úrslitaleik 4 li’ða lokakeppn- innar vann SAAB Hellas með 18 mörkum gegn 17 og urðu þar með Svíþjóðarmeistarar 1968. Þetta er í 5. skipti sem H.K.R. R. stendur fyrir móttöku erlends liðs. Áður hefur H.K.R.R. tekið á móti eftirtöldum liðum: I.F. Kristianstad 1954, Grefsen 1956, Munster 1965 og Kaup- mannahafnarúrvali 1967. Síðasti frestur SÍÐUSTU forvöð eru nú um þessa helgi, að tilkynna þátt- töku í fslandsmótinu í handknatt leik innanhúss 1969, sem hefst 30. október n.k. Þátttökutilkynningar eiga að berast til Mótanefndar H.S.Í. P. O. Box 1371, Reykjavík ásamt þátttökugjaldi kr. 100.00 fyrir hvern flokk. Frestur til að tilkynna þátt- töku rennur út n.k. sunnudag 22. sept. FH hefur forystuna Hótel og veitinga- hússkeppni í golfi Kampavínskvöldverður í verðlaun Laugardaginn kemur verður haldin ný keppni hjá Golfklúbb Ness sem eigendur hótela og veitingahúsa á fslandi standa fyrir. Leiknar verða 18 holur með forgjöf, kl. 2. eftir hádegi. Sigurvegara á þessu ári verður boðið ásamt konu sinni eða unn ustu í kampavíns kvöldverð að HÓTEL SÖGU og verður verð- launastyttan afhent að borði sig urvegarans kvöldið sem boðið verður út. Meðlimir eru hvattir til að fjölmenna í þessa keppni sem verður vafalaust mjög spennandi þar sem leikið er með fullri for- gjöf og allir standa jafnt að vígi. Samband Hótela og Gisti- húsaeigenda hefir hér veitt sig- urvegara í golfkeppni nýstárleg og skemmtileg aukaverðlaun, sem golfmenn munu án efa vel meta. Handbolta- mót Víkings ■ kvöld í KVÖLD fara fram fyrstu 'hand knattleiksleikir innanhúss í Laugardalshöllinni eftir sumar- hléið. Víkingur gengst fyrir hraðmóti og taka þátt í því öll fyrstu deildar liðin, Fram, Hauk- ar, FH, Valur, KR og ÍR og ann- arar deildar lið Víkings. Keppt verður um fallegan verðlauna grip, sem Radíóviðgerðarstofa Ólafs Jónssonar h.f. hefur gefið. Leiktími verður 2x10 mínútur. Hefst keppni kl. 8.15. í fyrstu umferð situr FH yfir, en liðin sem leika saman v>erða: ÍR—Valur, Fram—Víkingur og Haukar—KR. í hraðkeppninni verður tveggja dómara kerfið viðhaft, en ætlunin er að taka það upp í 1. deild í vetur. FYRRI umferð knattspymumóts Hafnarfjarðar fór fram um sl. helgi, en mót þetta, sem áður fór fram sem Vor- og Haustmót, hef- ir nú tvö undanfarin ár verið háð síðla sumars og þá leiknar tvær umferðir. Áhugi er mikill fyrir mótinu, en í því keppt um sæmdarheitið „Bezta knatttpyrnufélag Hafnar fjarðar" og fagran silfurskjöld, sem fiskimjölsverksmiðjan Lýsi og Mjöl hefir gefið. Móti'ð er því stigamót, þar sem samanlögð stigatala flokka félaganna er lát- in ráða úrslitum í móthau og jafnframt í hverjum flokki fyrir sig, því einnig er keppt um verð launagripi í hverjum aldurs- flokki. Eins og fyrr segir hófst mótið um sl. helgi og var leikið á föstu dag, laugardag og sunnudag (fyrir og eftir hádegi). Úrslit leikja turðu eftirfarandi. 5. flokkur 4. flokkur 3. flokkur 2. flokkur MeistarafL Haukar — FH FH — Haukar FH — Haukar FH — Haukar Haukar — FH 4-0 9-0 2-0 6-2 7-2 Eftir fyrri umferð mótsins hefux FH hlotið 6 stig og skorað 19 mörk, en Haukar hafa hlotið 4 stig og skorað 13 mörk. Síðari umferð verður leikin á morgun (laugardag). og keppa 5. fl. kl. 2 e.h., Mfl. kl. 3 og 3. fl. kl. 5 e.h. Á sunnudag keppir Mfl. kl. 10.30 f.h. og 2. fl. kl. 2 e.h. Áhuginn fyrir mótinu hefur aukist eftir fyrri umferðina, því sigur Hauka í 5. flokki kom mjög á óvart og sömulefðis sigur FH í 2. flokki. Jafnframt telja rrjerg- ir að sigur Hauka í meistara- flokki þurfi ekki að vera eins mikill og raun varð á og hafa trú á að FH geti stillt upp liði n.k. laugardag, sem geti sigrað Hauka, sem að vísu eru í góðri úthaldsþjálfun, en vantar mikið á skipulagða knattspymu og knattmeðferð yfirhöfuð. Hraðkeppnismót telpna Á MORGUN efna vinafélögin FH, Þór, Vestmannaeyjum og UMFN, Njarðvík til handknatt- leiksmóts telpna 13 ára og yngrL Mót þetta er stigakeppni, leikin í tveim umferðum og fer siðari umferðin fram í Njadðvík á sunnudag. Aðalstjóm FH hefur gefið fagr an silfurbikar til að keppa um í mótinu, sem ráðgert er að faxi fram árlega og til skiptis í Hafn- arfirði, Njarðvík og Vestmanna- eyjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.