Morgunblaðið - 20.09.1968, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.09.1968, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 196« 19 5230 börn í umferðarskól- anum „Ungir vegfarendur" Annað starfsárið að hefjast Armað starfsár umferðarskól- ans „UNGDK VEGFARENÐUR" er að hefjast. Á s.I. vetri höfðu Umferðarnefnd Reykjavíkur og lögreglan í Reykjavík, í sam- vlnnu við Barnavinafélagði Sum argjöf, förgöngu um stofnun skól ans, en aðrir að rekstri hans auk þeirra eru: Kópavogskaup- staður Hafnarfjarðarkaupstaður Garðahreppur, Seltjamarnes- hreppur, og Mosfellssveit. Öll- um bömum á aldrinum 3-6 ára er heimil þátttaka, foreldrum þeirra að kostnaðarlausu. Ás.l. vetri vora í skólanum 5230 böm og var það meiri þátttaka en nokkru sinni var búizt við. Hverj um nemanda voru *end 3-4 verk og afmælissendingar. Meginforsenda þess að skól- inn viar stofnaður er að meiri- hluti þeirra harna, sem slasast í umferðinni, eru undir skóla- skyldualdri. Umferðarskólinn „UNGIR VEGFARENDUR" er bréfaskóli sem mótaður er eftir fyrirmynd um frá Noregi og Bretlandi, en þar hafa verið starfandi umferð airklúbbar fyrir börtn með mjög góðum árangri. Verkefnaspjöld um ákveðin atriði úr umferðinni eru siend baundnu og því falið að leysa verkefnið með aðstoð foreldra. Hverju spjaldi fylgir einnig stutt leiðbeiningabréf um það atriði sem fjallað er á spjald inu, ásamt leiðbeiningarbréfi tóll foreldra. Verkefnaspjöldin eru litprentuð og vel til þeirra vand að, til að vekja sem mestan áhuga barnsins og fá barnið til að leysa verkefni sitt vel af hendi. Fyrirhugað er nú að fjölga verkefnum og gera þau fjölbreytt ari og verða verkefnasendingar til hvers nemanda minnst 4, auk jólakveðju, afmælissending ar og skólaskírteinis til þedrra, sem innritast í skólann nú í haust. Innritun barnsins er ekki háð því að barnið sé þriggja ára við innritun, heldur tekur skólinn á móti öllum börnum á aldrinum 3-6 ára. Merki skólans. Umferðarskólinn „Ungir veg- farendur“ er þáttur í víðtæku fræðslukerfi um umferðarmál, sem unnið hefur verið að að und anförnu og miðar að því að veita öllum vegfarendum, ungum sem öldnum, gangandi sem akandi, fræðslu um umferðarmál. Innritunareyðublöð liggja frammi á ölkum lögreigflustöðvum á höfuðborgarsvæðinu, en allar upplýsingar um starfsemi skól- ans veitir Fræðslu- og upplýs- ingaskrifstofa Umferðarnefndar Reykjavíkur, í síma 83320. (Fr éttatilkynning). FÉLAGSLÍF Farfuglar Unnið verður í Heiðabóli um helgina. Haustferðin í Þórsmörk verður um 'helgina 28.—29. september. Farfuglar. QsterthO peningaskdpar fyrirliggjandi. Ólafur Gislason & Co hf., Ingólfsstræti 1 A, sími 18370. Margar bækur í Alfræðasafni AB brátt uppseldar í lausasölu. i r I • i i 't: k Hagstæðir greiðsluskilmálar Ritstjóri: Jón Eyþórsson FRUMAN Þýð: Sturla Friðriksson MANNSLÍKAMIIMN Þýð: P. V. G. Kolka og Guðjón Hannesson KÖNNUN BEIMSIIMS Þýð: Baldur Jónsson og Gísli Halldórsson VÍ8INDAMAÐURINN Þýð: Hjörtur Halldórsson MANNSHUGURINN Þýð: Jóhann Hannesson VEÐRIÐ Þýð: Jón Eyþórsson HREYBTI 06 BJÚKDÓMAR Þýð: Benedikt Tómasson STÆRÐFRÆÐIN Þýð: Björn Bjarnason FLUGIÐ Þýð: Baldur Jónsson VÖXTUR 06 ÞROSKI Þýð: BaldurJohnsen HLJÓÐ 06 HEYRN Þýð: örnólfur Thorlacius 12. SKIPIIM Þýð: Gísli Ólafsson 13. GERVIEFNIN Þýð: Guðmundur E. Sigvaldason 14. REIKISTJÖRNURNAR Þýð: Örn Helgason 15. LJÓS 06 SJÓN Þýð: Jón Eyþórsson og örnólfur Thorlacius 16. HJÖUÐ Þýð: Páll Theodórsson 17. VATNIÐ Þýð: Hlynur Sigtryggsson 18. MATUR 06 NÆRIN6 Þýð: Örnólfur Thorlacius 19. LYFIN Þýð: Jón Edwald 20. ORKAN Þýö: Páll Theodórsson 21 EFNIO Þýð: Gísli Ólafsson Síðasta bókin í safninu, EFNIÐ, kemur út í desember 1968 Verð til félagsmanna AB kr. 350.— hvert eintak ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ Austurstræti 18 Sími 19707 iSíí f s§

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.