Morgunblaðið - 20.09.1968, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.09.1968, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1968 23 Elztu heimildir um íslenzkt mál Rcett við dr. Hrein á ísl. drótfkvœðum MEÐAL styrkþega Vísinda- sjóðs á þessu ári er dr. Hreinn Benediktsson prófessor, og hlaut hann styrk til tveggja verkefna. Annars vegar til að greiða undirbúningsvinnu vegna rannsókna á íslenzkum drótt- kvæðum sem heimild um ís- lenzkt mál og þróun þess, en hins vegar til að greiða kostnað við undirbúningsvinnu vegna út gáfu á Fyrstu málfræðiritgerð Snorra-Eddu, svo og til rann- sókna á fræðilegum rótum henn atr í miðaldamálfrfæði og gildi hcnnar fyrir norræn málvísindi Morgunblaðið hitti dr. Hrein að máli og bað hann að segja les- endum þess frá þessum verkefn- um. — Svo við tökum þá rannsókn irnar á dróttkvæðunum fyrst, sagði dr. Hreinn, er þess að geta að dróttkvæðin eru meðal elztu beinna heimilda um íslenzka tungu, sem varðveiitzt hafa, og eru hin elzfcu þeirra talin vera frá 10. öld, en nokkuð einnig frá 9. öld, þó næstum eingöngu norskur kveðskapur. Það er svo ekki fyrr en frá 12. og einkum 13. öld og síðar, sem við höfum Benediktssort, prótessor, um rannsóknir og Fyrstu málfrœðirifgerð Snorra-Eddu legri uppbyggingu þeirra. Aðalundirbúningsverkefnið er því að koma efni dróttkvæðanna í það form, að hægt sé að flokka það og vinna úr því að öðru leyti. Ungur og efnilegur ís- lenzkunámsmaður. Höskuldur Þráinsson, vinnur nú að því að koma öllu þessu efni á seðla. Hvert vísuorð er ritað á sérstak an seðil og einnig aðrar upplýs- ingar, sem máli skipta, svo sem nafn kvæðis og skálds og texta- athugasemdir. Þá verður táknuð á seðilinn bragfræðileg greining vísuorðsins: lj óðstaf setning, hendingar og hrynjandL Taln- ing bendir til að þetta verði alls um 15-20.000 seðlar. Styrkurinn sem ég fékk til þessa verkefnis í ár, fer að mestu í að greiða þessa undirbúningsvinnu. — Hvað tekur svo við, þegar þessari efnissöfnun er lokið? — Fyrsta verkefnið verður að kanna bragfræðilega hrynjandi í dróttkvæðum hætti með athug un á hljóðlengd, atkvæðaupp- byggingu og atkvæðafjölda í visu orði, og skýra þannig bragfræði legt hlutverk þessara málein- inga á grundvélli mállegs hlut- að þú hyggst fást við þessar bragfræðilegu rannsóknir? — Ástæðan fyrir því er sú, að fyrir rúmum tveimur árum vann ég að ritgerð um lengd sérhljóða í norrænum málum og þróun hennar frá forsögulegum tíma fram á okkar daga. Svo sem ég gat um, er fomkveðskap ur helzta heimildin um nærfellt þriggja alda tímabil í þessari þró unarsögu. Við þessa athugun kom fljótlega í Ijós, að ýmsar hefðbundnar bragfræðikenning- ar koma hvergi nærri nógu vel heim og saman við aðra vitn- eskju um hljóðlengd í þessum mál um á ýmsum tímum. Ýmis helztu vandamálin í sambandi við þró- un hljóðlengdar í norrænum mál um skýrðust að verulegu marki við þessa athugun, og birtist grein um hana í Danmörku á næstunni. En til þess að þessu efni verði gerð fullnaðarskil, verður að taka til endurskoðun ar ýmsa þætti hinna bragfræði- legu kenninga og reyna að sam- ræma þær þeim upplýsingum um hljóðlengd í norrænum málum, sem aðrar heimildir veita. Byrj unarathuganir mínar á því efni strönduðu hins vegar á því, að efniviðurinn sjálfur lá ekki fyr- •ir í aðgengilegri mynd, og því er ég nú að láta vinna þessa seðlaskrá, sem við áður töluðum um. — Hvað svo með útgáfúna á Fyrstu málfræðiritgerð Snorra- Eddu? Verkefnið er að gefa út Dr. Hreinn Benediktsson. texta þessarar ritgerðar og gera ýmsar rannsóknir á henni. Franuhald á bls. 24 ritaðar heimildir, og er fom ís- lenzkur kveðskapur þannig að heita má eina beina heimildin um íslenzkt mál og sögu þess í nærfellt þrjár aldir. Forn íslenzkur kveðskapur skiptist í tvo höfuðflokka, eins og kunnugt er: Eddukvæði og dróttkvæði. Á undanfömum ára- tugum hafa verið gei'ðar víðtæk ar rannsóknir á bragfræði Eddu kvæða, og má í því sambandi nefna þýzka fræðimanninn And reas Heusler, sem fékkst mikið við rannsóknir á fornum germ- önskum kveðskap og þá um leið bragfræði Eddukvæða. Hins veg ar hafa ekki um langt skeið ver- ið gerðar neinar yfirgripsmiklar rannsóknir á bragfræði dxótt- kvæða. Eina heildarrannsóknin sem segja má, að gerð hafi verið, var verk þýzka fræðimannsins Sievers seint á 19. öld. En á þeim tíma lá ekki fyrir nein heildar- útgáfa á dróttkvæðum, og varð Sievers því að styðjast eingöngu við dæmi, sem þá voru honum til tæk úr útgáfum einstakra verka, sem kvæðin eru varðveitt í. Það er svo ekki fyrr en í byrjun þessarar aldar, að Finniur Jóns- son gefur út heildarútgáfu sína á dróttkvæðum: Den norsk- is- landske skjaldedigtning (1912- 15). En síðan verður tæpast sagt, að nokkur heildarrannsókn hafi verið gerð á þessu efni, þó að ýmsar merkar athuganir hafi verið gerðar á einstökum þátt- um þess. Af tveimur framangreindum höfuðflokkum forns íslenzks kveðskapar eru dróttkvæðin að ýmsu leyti merkasti hlutinn sem málheimild, einkum að því er varðar hljóðkerfi íslenzkrar tungu og þróun þess. Yfirgnæf- andi meirihluti þeirra var ortur undir dróttkvæðum hætti, sem var, eins og kunnugt er, tiltölu- lega reglubundinn og strangur bragarháttur, miklum mun strang ari t.d. en bragarhættir Eddu- kvæða, og því er af honum hægt að draga nánari ályktanir um notkun íslenzks máls á þessum tíma en af frjálsari bragarhátt- um, eins t.d. Eddukvæðin voru ort undir. Af þessu leiðir, að forsenda þess, að hægt sé að nota dróttkvæðin sem heimild um íslenzkt mál, er sú, að á und an málfræðirannsóknum á kvæð- unum eða samfara þeim, fari fram ítarleg könnun á bragfræði verks þeirra. önnur verkefni, sem mér finnst eðlilegt, að yrðu unnin í framhaldi af þessu, eru: Athiug- un á uppbyggingu hendinga, bæði aðal- og skothendinga, ásamt skrám yfir orð, sem ríma saman í hendingum. Slíkar at- huganir komast næst því að veita sams konar mállegar upplýsing- ar og athugun á stafsetningu handrita gerir, og myndu skrár af þessu tagi því nánast svara til heildarorðasafna yfir ein- stök handrit. í öðru lagi: athug- un á ljóðstafasetningu og þró- un hennar, t.d. á því, hvað ligg- ur að baki þeirrar reglu Snorra, að bezt fari á, að Ijóðstafasér- hljóð séu ólík, en ljóðstafasam- hljóð söm, svo dæmi sé tekið. Loks má segja,, að þessar at- huganir séu forsenda þess, að unnt verði að gera rækilega könnun á máifræði dróttkvæð- anna. — Hver eru tildrögin að því, Mest seldu fólksbíladekkin Þessa heimsþekktu gæðavöru fáið þér hjá okkur. Sendum gegn póstkröfu um land allt. Viðgerðarverkstæði vort er opið alla daga kl. 7.30 til 22.00. Önnumst alls konar hjólbarða- viðgerðir — Sjóðum í hjólbarða — Skerum munstur í hjólbarða — Höfum sérstaka vél til að skrúfa hjól undan langferða og vörubílum. Gúmmívinnustofan h.f. Skipholti 35. — Reykjavík — Sími 31055. HAFIMFIRÐINGAR Opnum í dag nýja tóbaksbúð að Strandgötu 1 Eitt mesta úrval af tóbaksvörum og öðrum vörum fyrir reykiugamenn sem hægt er að fá á sama stað. Glæsilegt úrval af herrasnyrtivörum. SÆLGÆTI — GOSDRYKKIR — ÖL Tóbaksbúðin TINNA STRANDGÖTU 1 HAFNARFIRÐI. OPIÐ FRÁ KL. 8 F.H. TIL 11,30 E.H. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.