Morgunblaðið - 20.09.1968, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.09.1968, Blaðsíða 32
* Heiitiilistrygging er naudstfn ALMENNAR TRYGGINGARf? FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1968 * Togarar BUR munu landa afla sínum til vinnslu heima — Tillaga þess efnis samþykkt einróma í útgerðarráði ÚTGERÐARRÁÐ Bæjarútgerðar Reykjavíkur hefur samþykkt ein róma tillögu um að Iáta togara fyrirtækisins landa afla sínum heima til vinnslu. Reyndar hafa togarar BÚR landað afla sínum heima allt frá því í aprillok og þar til nú um miðjan september. Samþykkt þessi var gerð í kjöl- far tilmæla sjávarútvegsmálaráð- herra til stjórnar Félags ísl. botn vörpuskipaeigenda um að togar- arnir landj heima vegna atvinnu- ástandsins. Mbl. barst frétt af fundi Bæjar útgerðarinnar, sem haldinn var í gær og segir þar m. a., að á honum hafi verið rætt um afla- brögð togaranna að undanfömu. Gáfu framkvæmdastjórar skýrslu um afla togaranna. Ingólfur Am- arson hefur verið í klössun frá 23. ágúst sl., en tveir af togurum út- gerðarinnar þeir Hallveig Fróða- dóttir og Þormóður goði hafa Teknir í landhelgi VARÐSKIPIÐ Ægir kom til fsa fjarðar í gær með tvo báta, Hrönn ÍS 46 og Sæfara BA, 143 sem það stóð að ólöglegum veið um um 12,1 mílu innan land- helginnar út af Aðalvík. Mál skipstjóranna voru tekin fyrir í sakadómi ísafjarðar 1 gær og viðurkenndu báðir brot sitt. Mál þeirra verða send saksóknara til umsagnar. Skipherra á Ægi er Guðmund ur Kjærnested. fengið mjög ufsaborinn afla, en mjög erfitt hefur verið að hag- nýta ufsa hérlendis eins og sakir standa. Var því það ráð tekið að láta þessa togara landa í þetta sinn í Þýzkalandi. Landaði Hall- veig Fróðadóttir þar 16. sept. um 130 tonnum, þar af var ufsi 62 tonn. Nam salan um 105 þúsund þýzkum mörkum. Þormóður goði á að landa n. k. mánudag 240 tonnum, þar af er ufsi 165 tonn. Þá skýrðu framkvæmdastjórar B.Ú.R. frá því, að fyrir um það bil viku hafi sjávarútvegsmála- ráðherra boðað stjórn F.Í.B. á sinn fund út af þeim erfiðu at- vinnuhorfum ,sem nú eru í land- inu. Óskaði ráðherrann þess, að stjórn F.í.B. hefði áhrif á með- limi félagsins um að landa sem allra mest af afla togaranna hér heima. Fengu tilmæli ráðherrans góðar undirtektir hjá stjórn F.Í.B. Framkvæmdastjórarnir upp- lýstu að togarar Bæjarútgerðar Framhald á bls. 31 7 skip með 297 lestir SÆMIEEGA gott veður var á síldarmiðunum fyrri sólarhring og er kunnugt um afla 7 skipa, samtals 297 lestir. I gær var síld- veiðiflotinn á 71. gr. og 30 mín. n. br. og um 1 gr. a. 1., en ekki var síldarleitinni á Raufarhöfn kunnugt um neinn afla, þegar Morgunblaðið hafði samband við hana í gærkvöldi. Skipin, sem fengu afla fyrri Ylirneínd ó stnnz Inusnm fundnm YFIRNEFND verðlagsmála land búnaðarins hefur setið á stanz- lausum fundum síðan á föstu- dag í síðustu viku, en ekki hef- ur enn náðzt samkomulag um verðlagsgrundvöll landbúnaðar- vara. Sveinn Tryggvason, form. nefndarinnar sagði Morgunblað- inu í gærkvöldi, að hann væri vongóður um, að samkomulag næðist um verðlagsgrundvöllinn fyrir 25. sept., en á síðasta aðal- fundi Stéttarsambands bænda var samþykkt, að ef verðlags- grundvöllurinn lægi ekki fyrir 25. september skyldi stjórn sam- bandsins taka til athugunar að setja verð á landbúnaðarvörur. Togarasölur RÖÐULL seldi í Cuxhaven 9. september sl. 166 tonn fyrir 150.400 mörk, Úranus seldi dag- inn eftir í Bremenhaven 137 tonn fyrir 109.175 mörk, Hallveig Fróðadóttir seldi í Cuxhaven 16. september 127 tonn fyrir 105.000 mörk og í fyrradag seldi Júpiter í Cuxhaven 138 tonn fyrir 126. 120 mörk. Þá mun togarinn Marz hafa selt erlendis í gær. sólarhring, voru: Vörður ÞH 15 Ársæll Sigurðsson GK 35 Náttfari ÞH 12 ísleifur IV. VE 20 Öm RE 55 Gísli Ámi RE 110 Fífill GK 50 Myndin er tekin í Skaftholtsrétt í Gnúpverjahreppi í gær og sýnir unga stúlku vera að draga ána sína í dilk. Það var mik- ið af ungu fólki í réttunum í gær og unnu þeir öldnu og ungu vel saman. Sjá grein um réttimar á bls. 3. Ljósm. Mbl. Árni Johnsen. Útlendingar fylla sum- arhófelin viö Mývatn — Þegar farið að panta fyrir hópa næsta sumar HÓTELIN við Mývatn, Reykja- hlíð og Reynihlíð, voru ágætlega nýtt í sumar. Gestir, sem koma þar til gistingar, eru nær ein- Fyrsta fjölbýlishús borg- arinnar í Breiðholfi — tilbúið í byrjun febrúar og verða íbúðirnar vœntanlega leigðar Geir Hallgrímsson, borgar- stjóri upplýsti í gær á borgar- stjórnarfundi, að lokið væri að steypa upp alla veggi fjölbýlis- hússins, sem Reykjavíkurborg reisir í Breiðholtshverfi. Verð- ur lokið við að steypa loft 3ju hæðar 24. sept. n.k. Búizt er við, að íbúðirnar verði fullfrágengn ar í byrjun febrúar n.k. Þetta eru 52 íbúðir og taldi borgar- stjóri sennilegt, að þær yrðu all ar leigðar út. Fyrsta söltunin á Neskaupstað Neskaupstað, 19. september. SALTAÐ var á þremur plönum hér í dag og er það fyrsta sölt- unin á sumrinu. Magnús NK kom hingað í morgun með 240 tonn og Helgi Flóventsson með 100 tonn. Síld- in var flutt í ís til lands. Hjá söltunarstöðinni Drífu var salt- að í um 1000 tunnur úr Magnúsi og einnig var saltað í 70 tunnur á söltunarstöðinni Nautaver úr sama skipi, en á þriðja hundrað tunnur voru frystar. Á söltunarstöðinni Sæsilfri var saltað í 300 tunnur úr Helga Flóventssyni. — Ásgeir. Upplýsingar þessar komu fram vegna fyrirspurnar Einars Ág- ústssonar (F) um hvað liði fram kvæmdum við fjölbýlishús borg- arinnar í Breiðholtshverfi. Borgarstjóri sagði í svari sínu að lokið væri að steypa upp alla veggi hússins. Lokið yrði við að steypa loft 3ju hæðar þann 24. sept. og í næstu viku yrði byrj- að á vinnu við þakið. Að öðru leyti væri unnið við múrverk og raflagnir í kjallara og farið væri að setja upp einingar í útveggi. Byrjað verður á hitalögn fyrst í október. Upphaflega var gert ráð fyrir að smíði hússins lyki í septem- ber n.k. Óhagstætt veður tafði vinnu við uppsteypu s.l. vetur, svo og verkföll í marz s.l. Brun- inn í Kópavogi mun þó ekki hafa áhrif á afhendingartíma hússins, en hann verður eins og fyrr seg- ir í febrúar n.k., eða frá 31. jan úar til 21. febrúar. Ekki er endanlega búið að á- kveða, hvort þessar íbúðir verða leigðar eða seldar. Borgarstjórn hefur hins vegar ákveðið, að byggja 200 leiguíbúðir og 50 í- búðir að auki, sem annaðhvort yrðu leigðar eða seldar, samkv. Framhald á bls. 31 göngu útlendir ferðamenn, en lít- ið er um íslendinga. Ferðamanna tíminn er nú að mestu liðinn hjá við Mývatn, þar sem erlendir sumargestir eru horfnir af landi burt. Hrafnhildur Ólafsdóttir í Hótel Reynihlíð sagði í símtali, að sum- arið hafi verið mjög gott. Það hefði ekki verið fyrr en síðustu 1—2 vikurnar að lítið væri um gesti. Útlendingarnir væru nú horfnir, en í Hótel Reynihlíð gista mest erlendir ferðamenn í hópum eða einstaklingar. Þar er hægt að taka á móti 53 i 28 her- bergi og var góð nýting á hótelrými í sumar. Hótelið var opnað 1. júní og verður opið fram í nóvember fyrir fastagesti. Nú Framhald á bls. 31 Akraborg flytur ís til Raufarhaf nar — Fyrsta söltunin hjá Norðursíld AKRABORG EA 50 var vænt anleg til Raufarhafnar um mið- nættið í nótt með 50-60 letsir af ís, sem skipið lestaði á Sauðár- króki. Ekkert frystihús er nú starfandi á Raufarhöfn og brá cigandj Akraborgar, Valtýr Þorsteinsson h.f., á þetta ráð til að afla síldarskip- um sínum íss. Á söltunarstöð Val týs á Raufarhöfn, Norðursíld, var í gær söltuð fyrsta síldin á sumrinu, en stöðin hefur í sum- ar tekið við rúmlega 10.000 tunn- um, sem saltað hefur verið í á sildarmiðunum. Þórður Jónasson kom til Norð ursíldar í fyrrinótt með 320 tunn ur, sem skipverjar höfðu salt- að í á miðunum, en auk þess var skipið með um 130 tonn af kældri síld. Hófst söltun á stöð- inni klukkan 6 í gærmorgun og lauk henni um kl. 18 í gær. Salt að var í 400 tunnur. Þá kom Ól- afur Magnússon einnig í gær til Norðursíldar með 730 tunnur, sem skipverjar höfðu salatð í á miðunum. Flutningaskipið Suðri tók í gær 570 tunnur hjá Norð- ursíld til Svíþjóðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.