Morgunblaðið - 20.09.1968, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1968
ríkisins
Um laxeldisstöö
í Kollafirði
Fréttir hafa borizt um það í
blöðunum af og til í sumar, hve
mkiil laxagengd og laxveiði hafi
verið í íslenzku laxveiðiánum og
hafa fréttir þessar yfirleitt
byggst á fréttatilkynningum frá
veiðimálastjóra og Veiðimálastofn
uninni. Þessar fregnir hafa yfir-
leitt verið á eina leið: óvenju
mikil veiði og laxagengd, víðast
hvar.
Menn hafa í þessu sambandi
veitt því athygli, að engar frétta
tilkynningar hafa borist frá
sömu aðilum um laxagengdina í
Laxeldisstöð ríkisnis í Kollafirði
á líðandi sumri. Þykir kynlegt
að svo skuli vera, því að sann-
ast sagna verður varla sagt ann
að en að úr þeirri átt hafi
hvorki skort fréttir né myndir
um fiskgengd í Kollafjaðrarstöð
ina á síðastliðnum tveim sumr-
um, að minnsta kost. Jafnhliða
hafa verið gefnar upplýsingar
um nokkra tugi þúsunda af sjó
gÖnguseiðum, er sleppt hafi ver
ið frá stöðinni í þeim tilgangi að
fá þau til baka til stöðvar-
innar sem fullvaxna laxa til
reksturs hennar og tekju-
öflunar, bæði beint til slátrunar
og sölu þannig, til hrognaöflun-
ar, frjóvgunar og undaneldis í
stöðinni og hagnýtignar á þann
hátt fyrir stöðina sjálfa, eftir
framleiðslu- og móttökugetu
hennar í þessum efnum og loks
þar að auki til sölu á hrognum.
Nú er sumarði liðið og lax
gengur varla að nokkru ráði
héreftir, hvorki í ámar né held-
ur í Laxeldisstöð ríkisins í Kolla
firði. Það er því einmitt tíma-
bært nú að gera sér glögga grein
fyrir því, hvernig málum þessum
er háttað í dag.
Ráðamenn Laxeldisstöðvarinn
ar í Kollafirði munu eflaust hafa
gert sér vonir um það, að á líð-
andi sumri mundu ekki færri en
1000 laxar ganga í stöðina. Það
mun heldur ekki vera fjarri því
að stöðin þurfi á að halda þessu
lágmarki af göngulaxi yfir sum
arið til hinna allra nauðsynleg-
ustu þarfa sinna, þegar miðað
er við meðalstærð laxanna, er
þangað hafa skilað sér á undan
förnum sumrum og aflögugetu
þeirra af hrognum til starfsemi
stöðvarinnar.
Menn þeir, sem valist hafa í
Btjórn Laxeldisstöðvar ríkisins
í Kollafirði — með veiðimála-
stjóra — eru kunnir að grand-
varleika og ábyrgðartilfinningu
Þeir vita sem er, þótt aðrir fái
þar fátt eitt um að vita, að búið
mun vera að verja rúmum 20.
milljónum króna af ríkisfé til
uppbyggingar þessa ríkisfyrir-
tækis og jafnframt gera þeir sér
áreiðanlega glögga grein fyrir
því, að það þarf „GÓðAN
GANG“ 1 rekstri stöðvarinnar,
til að standa undir slíkum „höf-
uðstóli", hvað þá til að geta
greitt hann til baka.
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraun-
ir og hógværar óskir, virðist úti
lokað að fá nauðsynlegar upp-
lýsingar, ársskýrslur og hvað þá
rekstursr eikningá Kollafj ar ðar-
stöðvarinnar til athugunar og
fróðleiks. Nú er þetta þó fyrir-
tæki, sem rekið er af almanna-
fé og í það er ausið milljónum
króna árlega á fjárlögum, sem
margan undrar. En að því hlýt-
ur þó að koma að gögn þessi
vsrði knúin frarn úr því hyl-
dýpis myrkri, sem ástundað hef
ur verið að láta umlykja þessi
mál, svo að segja allt frá stofn-
un fyrirtækisins, sem „átti“ að
gegna forystuhlutverki í fiski-
ræktarmálum göngu- og vatna-
fiska á íslandi.
Þá er að snúa sér aftur að
líðandi sumri og stórfréttunum
frá Veiðimálastofnuninni um
hinar gífurlegu laxagöngur í árn
ar en hinsvegar engar fréttir um
laxagöngur í Kollafjarðarstöð-
ina. Og hver kann nú ástæðan
að vera fyrir þessari þögn?
Þannig spyrja nú margir um
þessar mundir.
Liggur þá ekki beint við að
ætla að engar fréttir hafi verið
að segja í þessum efnum frá
Kollafjarðarstöðinni, eða með
öðrum orðum sagt: Hefur ekki
sáralítill lax gengið í stöðina 1
sumar? Að öðrum kosti ætla
menn að ekki hefði verið jafn
10 ARA ABYRGÐ
TVÖFALT
EINANGRUNAR-
20ára reynsla hérlendis
SIM111400 EGGERT KRISTJANSSON &CO HF
r
10 ÁRA ÁBYRGÐ
TAUSCHER- SOKKAR - SOKKABUXUR
BEZTA VARAN - MESTA ÚRVALIÐ
Þér getið valið um
margar gerðir af
TAUSCHER
sokkum og sokka-
buxum, eftir yðar
eigin óskum og þörf-
um.
OG TAUSCHER-
vörugæðin eru al-
kunn.
Perlonsokkar:
MENUETT _ ^
SCHERZO 30 demer*
Sokkabuxur:
Barna: brugðnar
mynstraðar
Krepsokkar:
Þunnir: 20/ denier
Þykkari: 40/1 denier
Kven:
Helanca 20/1 den.
Helanca 30/1 den.
HINIR VINSÆLU TAUSCHER -sokkar og sokkabuxur fást í
flestum vefnaðar- og snyrtivöruverzlunum um.land allt, í úrvali
lita og gerða.
UMBOÐSMENN :
ÁGLST ÁRMAMIM HF. SÍMI 22100
kyrfilega þagað í þessum efn-
um og raun hefur borið vitni.
En nú er að víkja að dálítið
eftirtektarverðu atriði í þessu
sambandi, sem fréttnæmt er. Á
nauða ómerkilegum auglýsinga
bæklingi — auðum á bakhlið-
inni — sem dreift var í tug-
þúsundatali yfir gesti á Land-
búnaðarsýningunni í Laugardaln
um í ágústmánuði síðastliðnum,
var sagt að stöðin væri opin
öllum og að þangað væri öllum
frjálst að koma til að sjá og fræð
ast. Margir hafa eflaust hag-
nýtt sér þetta „góða boð“ og er
ég undirritaður einn þeirra, svo
sem ofur skiljanlegt er. Nú er
mér tjáð af mörgum gestum, er
Landbúnaðarsýninguna sóttu, að
þar hafi einn af starfsmönnum
Veiðimálastofnunarinnar marg
sagt við sýningargesti, að þá
þegar væru gengnir í Kollafjarð
arstöðina á þessu sumri, sem er
að líða, um 300 laxar, og þetta
var um miðjan ágúst. Ekki ómerk
ar fréttir?
Þegar hinsvegar þetta er rit-
að, hinn 15. september 1968, er
mér sagt, að sennilega séu ekki
yfir 225 laxar gengnir í Kolla-
fjarðastöðina á líðandi sumri.
Þetta er þó ókki vitað með vissu
enn, þar sem ekki hefur verið
endanlega gengið úr skugga um
göngulaxafjöldann, en um veru-
leg frávik frá þessari tölu getur
tæpast verið að ræða. Vitanlega
ætti þó að vera „rafmangnstelj-
ari“ við slíkt ríkisfyrirtæki, sem
gæfi dalega nákvæmlega og tor-
tryggnislaust til kynna upplýs-
ingar um laxagengd í stöðina. Hitt
er svo öllu verra og reyndar
mjög alvarlegt, en það er ásig-
komulag þeirra laxa, margra
hverra, er í Kollafjarðarstöðina
hafa gengið í sumar. Vægast
sagt, mun það vera afar illt.
Laxarnir koma sumir særðir og
kaunum hlaðnir í stöðina og
verða síðan alsettir sveppagróðri
svo ekki er sjón að sjá, en það
mun orsakast fyrst og fremst af
frámunalega lélegu og litlu
vatni stöðvarinnar, sem margnot
að er, sama. vatnið, fyrst í
eldishúsinu, síðan í kössum og
tjörnunum og svo loks í lóninu,
sem laxinn á að ganga í úr
hafinu. Ástand þetta er svo al-
varlegt að það er ekki hægt að
iþegja yfir því til lengdar, enda
mun sérstaklega að því vikið
síðar og á öðrum vettvangi. Vert
er líka að minna á það, að marg-
ir aðrir en ég hafa áður bent á
þennan höfuðgalla stöðvarinnar.
Nú er það staðreynd að eng-
inn snemmgenginn lax hlefur
gengið í Laxeldisstöð ríkisins í
Kollafirði, hvorki í sumar né
endranær. Það eru því einvörð-
ungu síðgengnir laxar, sem þar
hafa verið kreystir og klakið
út undan, seiðin síðan alin, seld
og dreift í ótalmargar laxveiðiár
landsins og svo að sjálfsögðu til
hiagnýtingar í stöðinni sjálfri
Það er því ekkert undarlegt þótt
laxinn gangi seint í stöðina á
sumri hverju. Laxastofnanir, sem
aldir hafa verið í stöðinni munu
aðallega úr þrem ám: Elliðaán-
um, Miðfjarðará og Víðidalsá og
þó sennilega að % hlutum af
Elliðaárstofni. Öllum þessum
laxastofnum hefur þó kyrfilega
verið blandað saman og lítt eða
ekki hirt um að halda stofnuruim
hreinum eða aðskildum, hvað þá
heldur að gerðar hafi verið
nokkrar raunhæfar tilraunir um
kynbætur á laxi í stöðinni. Það
hefur því að mínu viti verið
unnið algerlega neikvætt að fisk
ræktarmálum í Kollafjarðarstöð
inni og afleiðingin er sú, að árn-
ar, sem fengið hafa seiði úr
Kollafjarðarstöðinni, hafa bein-
línis verið afræktaðar margar
hverjar á tvennan hátt:
1. Með seiðum undan smálaxi
— að mestu, og
2. Með seiðum undan síðgengn
um laxi.
Það er fyrst og fremst þetta
tvennt, sem kúnið hefur rnig til
að kveðja mér hljóðs á ný um
málefni þessi, eftir nærri árs
þögn í blöðum um fiskræktar-
málin, sem ég taldi rétt, meðan
endurskoðun og breytingar á
laxveiðilöggj öfinni fer fram.
Þegar ég hinsvegar sé fram á
það, að mikil dá er fyrir dyr-
um í Laxeldisstöð ríkisins i
Kollafirði, neikvæð stefna ríkj-
andi þar í fiskræktarmálum, yf-
Framhald á hls. 24
SVEINN KRISTINSSON SKRIFAR UM:
KVIKMYNDIR
Laugarásbíó.
Á flótta til Texas
(„Texas across the river“)
Amerísk mynd.
Framleiðandi: Harry Kellert.
Leikstjóri: Michael Gordon.
Meðal leikenda: Dean Martin,
Alain Delon, Rosemary For-
syth.
Faðir Önnu Taylor er ekki
lítið upp með sér af væntan-
legum Sengdasyni. Þetta er
glæsiíegur ungur maður og
prýði’egur í viðkynningu, en
það sem vegur þó þyngst er
það, að hann er af spænskum
aðli og loðinn vel um lófana.
En það óhapp hendir rétt fyrir
giftinguna, að hinum væntan-
lega tengdasyni, Don Baldasar,
(Álain Delon) er hrynt á fyrr-
verandi kærasta Önnu, hrekk-
ur sá út um glugga og bíður
bana' af. Fellur nú sá grunur
á Baldasar, að hann hafi ban-
að manninum af ásettu ráði.
Til að forðast dauðadóm, sér
aðalsmaðurinn því þann gxænast-
an að reyna að flýja yfir landa-
mærin til Texas (frá Louisiana),
en Texas heyrði þá enn ekki til
Bandaríkjunum.
Síðan fjallar myndin um
ævintýralegan flótta Baldasar
til Texas. Það kemur sér vel
fyrir hann að fá fyrir tilviljun
tvo vaska samfylgdarmenn,
hvítan mann — leikinn af Dean
Martin — og Indíána nokkurn.
Anna Taylor heldur og fljót-
liega á eftir tilvonandi eigin-
manni, enda koma, eins og fyrr
segir, lögleg forföll í veg fyrir,
að kærastinn fyrrverandi reyni
framar að truflia tilfinningar
henniar eða áform.
Önnur kona kemur síðar við
sögu sem ein af aðalpersónun-
um. Er hún af Indíánaættum
og verður því óbeint valdandi,
að Indíánabjóðflokkur einn
reynir að ráða niðurlögum
flóttafólksins. — Er sú saga
öll flóknari og efnismeiri en
svo, að ég sjái ástæðu til að
endursegja hana hér.
Kvikmynd þessi er af
kúrekaættkvíslinni, en þó fyrst
og fremst hugsuð sem skop-
mynd. Efniviður kúrekamynda
er raunar af sjá’fu sér oft
harla skoplegur, þótt ekki sé
honum beinlínis stillt upp og
auglýstur sem slíkur, og því
er nærliggjandi að velja þess
konar efnivið í skopmyndir. —
Framan af sýningu sjást þess
fá merki, að kvikmynd þessi
muni vekja nokkum umtals-
verðan áhuga hjá áhorfendum,
en hún sígur á. Gerast þá
ýmsir atburðir, sem erfitt er
annað en brosa að, og orða-
skipti em oft allhnyttin.
fslenzki textinn er hins veg-
ar hnoðnaglalegur á köflum
hnyttiyrði eru viðkvæm í þýð-
ingu. — Þó er hann tiltölulega
góður miðað við það, sem lak-
ast hefur sézt hér í kvik-
myndahúsum.
Leikur er góður í mynd þess-
ari, sviðsetning kunnáttusam-
leg og fagrar senur. Þarna er
eitthvað fyrir flesta, allt frá
heiftúðlegum bardögum við
Indíána til ástarlota við hinar
merkilegustu kringumstæður.
— Líklega mætti segja, að þetta
væri mynd fyrir alla fjölskyld-
una, ef sú einkunn væri ekki
löngu útjöskuð orðin af of-
notkun.
S. K.