Morgunblaðið - 22.09.1968, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.09.1968, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1968 TiSraunir ú söltun síld ur í plusttunnur í TÍMARITINU Ægi, sem er ný- komið út, er birt grein um til- raunir á söltun síldar i plasttunn- ur. Ægisgreinin er frásögn um þessi mál, sem birtist í upplýs- ingabréfi skrifstofu Síldarút- vegsnefndar i Reykjavík. Þar sem hér er um mjög athyglisvert mál að ræða birtir Morgunblað- ið greinina í heild hér á eftir: TILRAUNIR SÍLDAR- ÍTVEGSNEFNDAR í Upplýsingabréfi til síldar- saltenda á Suður- og Vesturlandi frá skrifstofu Síldarútivegsnefnd ar í Reykjavík, nr. 6/1964 var skýrt frá tilraunum, sem gerðar höfðu verið fram að þeim tíma með notkun plasttunna undir saltaða Suðurlandssíld. Fyrstu sýnishornin, sem bárust, voru framleidd í Austurríki og V-í»ýzkalandi og reyndust tunn- urnar ekki nothæfar miðað við þær kröfur, sem hér eru gerðar. Síðan 1964 hefir tilraunum með notkun plasttunna undir Suðurlandssíld verið haldið áfram og fylgzt hefir verið með þróuninni hjá öðrum þjóðum í þessu efni. Einkum beimdist athyglin að plasttunnum, sem Austur-Þjóð- verjar hófu að framleiða skóimmu síðar og ætlaðar voru sérstak- lega undir saltsíld, en ekki er vitað til þess að aðrir en Austur- Þjóðverjar hafi hafið framleiðslu á plasittunnum sérstaklega í þeim tilgangi. Voru teknar upp viðræður um málið við austur- þýzka aðila og skipzt á skoðun- um run kostd og galla tunnanna. Þar sem ætla má að síldar- saltendur hafi áhuga á að kynna sér hvað A-Þjóðverjar hafa að segja um reynslu sína af plast- tunnum, fer hér á eftir í isl. þýð- ingu bréf þeira dags. 19. júlí 1967. Skýrsla Austur-Þjóðverja. í sambandi við bréf vort dags. 18. 5„ þar sem vér skýrðum frá svörum VEB Plastverarbeitungs- werk við spumingum yðar, viljum vér hér með skýra yður frá rök- stuðningi VEB Hochseefischerei fyrir notkun á polyethyllentunnum og reynslu af notkun þeirra. 1. Notkun á plasttunnum 1 stað trétunna til geymslu og flutnings á saltsíld má 1 aðalatriðum rekja til hagsmuna þjóðarbúskaparins: Sparnaðar á timbri, varðveizlu vörugæða saltsíldarinnar, aukinnar framleiðni 1 fiskiðnaðinum. 2. í stað þess timbur, sem hing- að til hefir verið notað 1 síldar- tunnur, kemur plastefnið lágþrýsti polyethylen. Til þessa efnis verður þá að gera eftirfarandi kröfur: Skilyrðislaust notagildi við mat- vælageymslu, mikið höggþol, mikil lögunarheldni u ndir langvarandi fargi, lögunarheldni og höggþol á ritasvæðinu — 30 gr. C til - 90 gr. C, iangur endingartími, viðgerðarmðgu leikar (suðuvinna), góðir hreins- unarmöguleikar, hrindi frá sér vatn svo að gerlar setjist ekki 1 efnið. Lágþrýstipolyethylen hefir full- nægt á prýðilegan hátt fyrrnefnd- um kröfum, að þeirri undantekningu að tunnur haldi lögun undir lang- varandi fargi. Með tilliti til þess, að tunnur haldi lögun undir langvarandi fargi (eins og t.d. þegar tunnum er hlað- ið í mörg lög) væri einungis pol- ymer-blandan polyarcrylmitril-but adien-styrol heppilegri, en hvergi í heiminum hefir enn verið unnt að framleiða svo stór ílát úr þessu plasti. Auk þess er það ófáanlegt. Lágþrýstipolyethylen er þess vegna — innan takmarka tæknilegra mögu leika — hinn heppilegri efniviður 1 stað timbursins, sem áður hefir verið notað i síldartunnur. 3. Þróun polyethylen-tunnanna á grundveUi reynslu fiskiðnaðarins af notkun þessara tunna. 3.1. Árið 1962 voru tíu PE-tunn- ur frá Austurríki prófaðar á fisk- flota Rostock-samsteypunnar og var þá slegið fastari, í aðalatriðum, nothæfni PE-tunna undir saltsíld. Nokkrir gallar voru þá á þessum innfluttu tunnum: Óhandhægar vegna óheppilegrar lögunar, of veikar málmgerðir um opið, of þröng op, svo að erfitt var að tæma tunnurnar, þeim hætt- ir frekar til að aflagast en tré- tunnum. 3.2. Vegna þeirrar reynslu, sem fékkst með þessum tilraunum, var framleidd PE-tunna, sérstaklega ætluð fiskiðnaðinum, í samvinnu við VEB Plastverarbeitungswerk, Schwerin, frá 1963, og voru sérstök einkenni hennar þessi: Sívöl lögun með íjórum röngum til styrktar, utanmál voru í sam- ræmi við sömu mál 100 lítra tré- tunnu (þvermál 540 mm, hæð með loki 730 mm), vegna sívalnings- lögunar hennar var rúmtakið hins vegar meira (1381tr.). Meiri þétt- leiki en á austurrfsku tunnunum vegna annarra aðferðar við þétt- inguna. — Þéttigúmmíið er á inn- fleti tunnuopsins (á austurrisku tunnunum var það á mjórri rönd tunnunnar). Hægt er að lyfta tunnunni ör- ugglega með krókum, eins og venja er. Stærra op á tunnunni. Alþjóðleg reynsla var engin á 'ramleiðslunni og eiginleikum slikra íláta með svo stóru opi. 3. 3. Prófanir þær, sem fram fóru á PE-tunnunum (140 litra), fráapríl 1965, á loggortum á sjó, leiddu eftirfarandi galla í ljós: Sumpart ófullnægjandi þéttleiki við lokið. Bætt var úr þessum ó- galla, þegar athugun hafði fram farið á framleiðslutækni plastverk- smiðjunnar. Mikil aflögun tunnanna, meðan þær voru geymdar liggjandi í vöru skemmum og þar af leiðandi leka hætta við lokið (pækiltap). Of mik U þyngd fullra tunna, vinnuskil- yrði voru þess vegna erfið, eink- um á skipsfjöL Ófullnægjandi skrið festa á þilfari. Þessi galli var bættur með því, að járnhring var komið fyrir á botn inum við gerð tunnunnar. Á hinn bóginn kom i ljós, að saltsíldin var í óaðfinnanlegu á- standi I þeim tunnum, sem þéttar höfðu haldizt, þegar þær voru lagð ar á land. Auk þess skýrðu skipshafnimar svo frá í skýrslum sínum um til- raunirnar, að þar sem niður féllu hin tímafreku beykisstörf og þétti prófanir á trétunnum með sjó hefði verið mun fljótlegra að verka síldina í plasttunnumar. 3.4. Árið 1965 voru plasttunnur þess vegna aðallega hafðar til send ingar í verzlanir og verkunariðn- að. Sönnuðu plasttunnur kosti sína, enda þótt það værl einróma álit að ókostur væri, hve mikið þær tækju. Er óskað eftir tunnum, sem enda þótt það væri einróma álit, taka 50—60 lítra. Auk þess myndast loftbólur við lok þau, sem nú em notuð og hvelfast út. Loftbólurnar leiða til gæðarýrnunar. Frekari galli reyndist fólginn í lokunarihringnum, sem var of veik byggður og lítt ryðvarinn. f við- skiptum þótti það óhagræði, þar sem geymslurúm var of litið, að tunnumar vom óhentugar til sölt unar. 3.5. Til að færa sönnur á mat- vælageymslugildi, einkum á salt- síld, hafði Stofnun úthafsveiða og fiskverkunar umsjá með framkv. langvarandi geymslutilrauna (um 4ra mánaða tíma) á saltsíld í plast og trétunnum úr sama farmi frá septembermánuði 1965. Niðurstaðan er sú, að plastið hafði engin á- hrif á gæði síldarinnar. öðru máli gegndi um þá síld, sem geymd var í trétunnum, því að 4 mán- ðum liðnum var hún orðin skemmd vegna pækiltaps. Vegna reynslu manna af notkun 140 lítra tunna voru smíðaðar tunn ur, sem tóku 120, 100 og 60 lítra, sem útiloka helztu vankantana og halda einkum lögun sinni betur. Sem stendur er verið að breyta til og láta síldarflotann taka upp plasttunnur. Notaðar eru tunnur með 100 lítra rúmtaki, einkum til notkunar á sjó, og tunnur með 60 lítra rúmtaki, sem aðallega eru hafðar við afgreiðslu til einstakra fyrirtækja. Verkamenn þeir, sem vinna við slíkar tunnur, segja einum rómi, að þær hafi margvíslega kosti um- fram trétunnur. f sambandi við spurninguna við söltun á skipsfjöl I tunnur eða geyma getum vér skýrt yður frá eftirfarandi: Floti vor hefir meðferðis salt í plasttunnum. Á sjó er saltað i hverja einstaka tunnu með við- eigandi saltmagni. Fiskimennirnir hafa gengið úr skugga um, að pækilmyndun er greinilega betri 1 plasttunnunum. Fyrir nokkrum árum gerðum vér tilraun með söltun i geymi í landi en þessi tilraun mistókst, af þvi að ekki fengust hentug ílát. Ef svo skyldi fara, að Síldarútvegsnefnd nói samsvarandi árangri, mundum vér hafa áhuga á upplýsingaskipt- um um reynslu vora, og biðjum vér yður að láta oss vita um þetta. Hér hefir þá verið getið afstöðu VEB Deutsche Hochseefischerei. Megum vér leyfa oss að leggja með þessu tilboð frá VEB Plast- verarbeitungswerk, Schwerin, sem varðar þrjár stærðir, 120, lítra, 100 lítra og 60 lítra. Vér væntum þess að viðræðum þeim, sem hafnar hafa verið, verði brátt haldið áfram. Með vinsamlegum kveðjum (Sign) Wilke Tilefni þess, að minnzt er á þró- arsöltun í bréfinu, er það að síld arútvegsnefnd lét fyrir nokkrum ár um gera tilraunir í Keflavík með söltun síldar í sérstökum þróm(sbr uppl. bréf nr. 13. 1967), en í upp- lýsingaskiptum milll Síldarútvegs nefndar og Fiskikombinatslns 1 Rostock kom fram að ef tunnur væru eingöngu ætlaðar sem útflutn ingsumbúðir í stað þess að vera einnig „verkunarumbúðir myndu kröfur þær sem gera þyrfti tll tunnanna breytast. Sýnishorn þau, sem um getur í bréfinu, bárust skrifstofu Síldarút- vegsnefndar í Reykjavík á s.l. ver tíð og voru gerðar tilraunir með notkun þeirra 4. febrúar s.l. á sölt- unarstöð Júpiters og Marz í Reykja vík. Fer hér á eftir skýrsla Haralds Gunnlaugssonar og Bjöms Jóhanns sonar um tilraunina. Það ákal fram tekið að tunnur nr. I og H eru hinar umræddu a-þýzku tunnur, en tunna nr. III er brezk plasttunna sem Skeljungur h.f. flutti inn skv. beiðni Síldarútvegsnefndar, en sú tunna er ekki framleidd sem síld- artunna. Tilraunir hér á landi. Saltað var í 3 plasttunnur. Áður en síldin var lögð í tunnur- nar var rúmtak þeirra mælt, hverr ar fyrir sig (viktað í þeim ferskt vatn) og þær tölumerktar. Jafn- framt var lengd tunnanna mæld, til þess að auðveldara væri að glöggva sig á lögun þeirra, sem ekki er hin sama og á venjulegum tunnum: Nr. I. Rúmtak 143 1. lengd 74 cm. Nr. II. — 134 1. — 74 cm. Nr. III. — 121 1. — 74 cm. Tunnur I og II em af sömu gerð ljósar að lit og lokin fest á með spennu. Tunna III er grá að lit með skrúfuðu loki. Stinnleiki og styrkur plastsins í þessum tunnum virðist vera mjög áþekkur og í öðmm sýnishornum af plasttunn- um sem hingað hafa borizt. Söltunin fór fram 4.2. sl. á sölt- unarstöð Júpiters og Marz. Tunn- urnar vom fylltar upp að loki og lokað strax. í tunnurnar fór: Nr. I. Síld 116 kg. saltsk. 28 kg. Nr. II. — 116 kg. — 28 kg. Nr. HI. — 104 kg. — 25 kg. Þegar er tunnunum hafði verið lokað voru þær lagðar, eins og venja er til. Kom þá strax í ljós leki með loki á tunnu I og reynd- ist ekki unnt að þétta hana. Var tunnan þá reist og látin standa. Nr II og nr. III virtust ekki leka og vom þvi látnar liggja yfir nótt ina. Að morgni næsta dags, 5.2, var tunna II farin að leka verulega með lokinu, Þann dag voru tunn- urnar fluttar í húsakynni Rann- sóknarstofnunar fiskiiðnaðarins og rafa síðan verið geymdar þar í 10 gr. C hita. Innan skamms fór tunna m einnig að leka með lokinu og varð þvi að láta hana standa upp á endann, eins og nr. I og n. Mjög nákvæmlega var fylgzt með tunn- unum og verkun síldarinnar. Okk- ur tókst að þétta lokin svo dugði stutta stund. Lögðum að því búnu tunnumar og settum undir þær hálsatré. En innan skamms fór aft ur að leka með lokinu. Það sem skeður er þetta: Tunnurnar þola ekki að liggja á sléttu gólfi. Á þær kemur sléttur flötur, er þær laga sig eftir gólf- inu — þær dalast og geiflan kem- ur fram ó opi þeirra. Þó venjuleg hálsatré séu sett undir tunnurnar, halda endamir ófram að síga og djúpt far kemur í tunnuna undan hálsatrénu. Það er ljóst að uppgufun er eng in úr þessum tunnum, gagnstætt því sem er úr trétunnunum, Þarfn ast þær því minni pæklunar á með an síldin er að verkast, en aftur á móti stærri saltskammts 1 upp- hafi. Sökum þess hve tunnurnar reyndust illa gafst ekki tækifæri til að ganga út skugga um rve mikill þessi munur er. Nákvæm athugun fór fram á síldinni, er hún hafði legið 7 vik- ur I salti og var þá tekið alveg upp úr tunnu XI. Síldin reyndist ekki vel verk- uð og fiskurinn ber ýmis ein- kenni ófullverkaðrar síldar. Fiskur inn var þó íullkomlega saltrunninn samkv. rannsókn Rannsóknarstofn- unar fiskiðnaðarins reyndist salt- magnið vera tsíp 15 prs. og litið eitt meir« neðst en efst I tunnu — Flakafita mældist frá 12,5prs.-14,3 prs. Niðurstöður af tilrauninni eru f, fæstum orðum þær, að tunnurnat eru algerlega óhæfar til að verka í þeim slid. Þær þola ekki að liggja jafnvel ekki í einu lagi (hæð) og erfitt er að færa þær úr stað. Flutningur á þeim væri helzt framkvæmanlegar á þann hátt að láta þær standa tvær til fjórar saman í þar til gerðri grind. Ath, Ekki er ástæða til að efast um að hægt væri að smíða nægi- lega sterkar plasttunnur, er hefðu til að bera helztu kosti trétunna. En áður en lagt væri I frekari kostn að við plasttunnur, teljum við ráð- legt að salta — Þegar i upphafl næstu vertíðar — í þrjár 120 1. plasttunnur og til samanburðar jafn framt í þrjár venjulegar trétunnur. (Undir plasttunnurnar þyrfti að gera sérstaka stóla svo hægt væri að láta þær liggja án þess að á þær komi leki — og snúa þeim). Slíkri tilraun er ætlað að leiða í ljós: 1. Hvort sild verkast eins í báð- um tunnutegundunum. 2. Hve miklu þarf að muna á saltskammti vegna þess að rýrnun J pækli er minni í plasttunnunum. 3. Hversu mikill munur er á pæklunarþörflnni á meðan sfldin er að fullverkast. Reykjavík, 12 apríl 1968. Har. Gunnlaugsson Björn Jóhannsson. Þess skal getið að verð hinna a-þýzku plasttunna, fob Ham- borg, er sem hér segir skv. til- boði frá VEB Plastverarbeitungs werk, Schwerin, dags. 14. júní 1967: 120 lítra tunna US $ 12/50 100 — — - - 10/95 60 — — - - 9/40 Þrátt fyrir þær óhagstæðu nið urstöður, sem hingað ttl hafa orð ið af tilraunum Síldarútvegs- nefndar með notkun plasttunna undir saltsíld, verður tilraunun um haldið áfram í samráði við Rannsóknastofnun fiskiðnaðar- ins, sem nú hefir tekið að sér að fylgjast með framvindu þessara mála. Þess skal og getið, að ver- ið er að gera hér á landi til- raunir með söltun síldar í dansk ar 60 lítra plasttunnur sem Vig- fús Friðjónason, útgrn., hefir flutt inn og munu þær tunnur vera mun ódýrari en austur-þýzkar tunnur af sömu stærð. Enda þótt hinar gamalkunnu trétunnur séu ennþá notaðar ein göngu sem umbúðir um saltsild hjá öllum framleiðs luþj óðum salt síldar, að A-Þjóðverjum og Rúss um undanskildum (Rússar munu einnig byrjaðir að nota plast- tunnur í tilraunaskyni), bendir margt til þesis að dagar tré- tunnanna verði brátt taldir. Má í þvi sambandi geta þesa að heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkj- unum eru sögð hafa í hyggju að banna notkun trétunna undir saltsíld o.fl. matvælL Það er því brýn nauðsyn, að állir þeir aðilar, sem að fram- leiðslumálum saltsíldar standa, fylgist með þróun umbúðamál- anna og vinni saman að því að gera áframhaldandi tilraunir með nýjar og hentugri umbúðir en trétunnurnar.“ V-þýzk plaettunna A-þýzk plastunna ' V-þýzk plasttunna Venjuleg trétunna Brezk plasttunna Síldartunnur úr öðru efni en tré hafa hvergi verið framleiddar til þessa nema í A-Þýzkalandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.