Morgunblaðið - 22.09.1968, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 19©8
17
Falsspá
Eltt af þeim fyrirbærum nú-
tímans, sem oftast er vitnað tfl,
eru hinar svokölluðu skoðana-
kannanir, sem við ýmsa eru
kenndar en tfðast eru tengdar
við Ameríkana nokkurn Gallup
að nafni. Þessar atkvæðagreiðsl-
ur fjalla um flest milli himins
og jarðar, enda telja sumir þser
mikilvægan leiðarvísi um afstöðu
almennings. Sízt skulu brigður á
það bornar, að svo kunni oft a'ð
vera, og víst er það, að þeir, sern
telja kannanirnar gagna sér í vil,
halda þeim gjarnan mjög á lofti,
en hinir gera að sama skapi
minna úr þeim. Margir hafa bros
að að afstöðu Johnsons Banda-
ríkjaforseta til þessara atkvæða-
greiðslna. A fyrstu stjórnarárum
hans gengu þær honum yfirleitt
í vil og hélt hann þeirn þá mjög
fram. Síðar urðu þær honum í
vaxandi mæli óhagstæðar — þó
með nokkrum sveiflum, — og
hefur forsetinn síðan gert mun
minna úr gildi þeirra. Hinn kunni
brezki vinstri stjórnmálamaður
Bevan var þessum könnunum
Séð yfir Reykjavík
REYKJAVÍKURBRÉF
hinsvegar ætfð mjög andsnúinn,
hann taldi þær til þess lagaðar
að draga kjark úr forustumönn-
um, sem yrðu að fara sínu fram,
hvernig sem vindurinn blési. Um
þetta eru sem sagt skiptar skoð-
anir, en hvað sem þeim líður, þá
eru mörg dæmi þess, að úrslit
kannananna eru engan veginn
eins örugg og oft er látið í veðri
vaka. Nýjasta dæmið um það
voru sænsku þingkosningarnar
sl. sunnudag. Eftir síðustu skoð-
anakönnun fyrir kosningar áttu
sósíaldemókratar að fá 44,6% af
atkvæðum en borgaraflokkarnir
þrír, Miðflokkur, Þjóðarflokkur
og Hægri menn, samtals 48,3%.
Þegar þetta er skrifað, eru endan
legar tölur raunar ekki fyrir
hendi, en vitað er, að úrslitin
urðu á allt annan veg. Sósíal-
demókratar unnu frægan sigur,
meiri en jafnvel hinir bjartsýn-
ustu sjálfra þeirra höfðu látið
sér til hugar koma.
Aldrei fyrr haft
hreinan meiri-
hluta
í trausti á skoðanakannanir
voru flestir ósparir á fullyrðing-
ar fyrir kosningarnar. Þannig
sagði t.d. hið kunna brezka viku
rit Economist, sem talið er eitt
hið áreiðanlegasta sinnar tegund
ar í heiminum, daginn fyrir kosn
ingarnar:
„Tage Erlander hefur verið
full 22 ár forsætisráðherra án
þess að flokkur hans hafi nokk-
urn tíma haft hreinan meirihluta
í neðri deild sænska þingsins.
Það eina, sem nú er alveg víst,
er, að hann muni ekki vinna slík
an meirihluta hinn 15. sept. Alit
annað er óvíst.“
Hinu brezka vikuriti skjátlað-
ist jafnt og c?ðrum. Hin eina, sem
það sagði, að væri alveg víst, að
ekki yrði, bar einmitt að hönd-
um. Um ástæðumar til þessara
úrslita deila menn að sjálfsögðu,
eins og ætíð hlýtur a'ð verða.
Það á jafnt við í Svíþjóð og á Is-
landi, að í hvorugu landinu þarf
kjósandi að gera nokkrum öðr-
um grein fyrir því, hvern hann
£aus, og ennþá síður hvaða
ástæður réðu vali hans. Mörgum
kjósendum er og áreiðanlega ekki
sjálfum ljóst, hvað úrslitum réði
1 hans eigin huga. Þess vegna fer
fjarri, að aðrir geti me'ð nokkurri
vissu um það sagt. Vissar stað-
reyndir eru þó augljósar, og
menn fara nokkuð nærri um
aðrar. Eitt aðalandstöðublað
Tage Erlanders, Svenska Dag-
bladet, höfuðmálgagn Hægri-
fflokksins í Svíþjóð, byrjaði for-
-Laugardagur 21 sept.
ustugrein sína um úrslit kosn-
inganna, sem það kallaði „Sigur
kosning Erlanders,“ á þessa
leið:
„Erlander forsætisráðherra er
hinn augljósi sigurvegari kosn-
inganna."
Sagan endur-
tekur sig
Eins og fyrr segir hefur Erland
er verið forsætisráðherra í 22 ár,
enda orðinn roskinn maður, fædd
ur 1901, og er nú kominn á elli-
laun. Sá flokkur, sem stóð sig
næst bezt í kosningunum, Mið-
flokkurinn, styðst aðallega við
fylgi bænda og er undir forustu
Hedlunds gamals bónda. Hann
er ívið eldri en Erlander, og
kemur mönnum saman um að
þakka Hedlund persónulega sig-
ur flokksins.
Athyglisvert þykir, að þegar
Tage Trlander háði sína fyrstu
kosningabaráttu, þá nýorðinn
flokksformaður og forsætisráð-
herra á árinu 1948, hafi atburð-
irnir fyrri hluta áirs í Prag það
ár, þegar kommúnistar hrifsu'ðu
þá völdin til sín og Masaryk
fannst látinn með grunsamlegum
hætti, orðið til að bjarga Sósíal-
demókrötum að því sinni. Þá
hafi fylgi kommúnista lækkað
úr 11,2% í 6,3% og hafi það fylg
istap þeirra þá ráðið úrslitum.
Með svipuðum hætti hafi fylgis-
tap kommúnista nú, þegar fylgi
þeirra minnkaði einnig um nær
helming niður í rösklega 3%,
o'rðið til þess að styrkja a'ðstöðu
Social-demokrata mjög, þó að
fleira komi einnig til.
Óttuðust
glundroðann
Vegna þess hversu kosninga-
úrslitin í Svíþjóð komu mönnum
á óvart, velta menn orsökunum
hvarvetna fyrir sér, jafnt hér á
landi sem annarsstaðar. Hörð-
ustu andstæðingar stjórnarinnar
í borgaraflokkunum telja að
frekari íhugun málsatvika breyti
ekki skoðun á höfuðorsökum úr-
slitanna, og segja að,
öruggt sé, að stórsigur
Sósíaldemókrata yfir kommún-
istum byggist á atburðunum í
Tékkóslóvakíu. Segja megi, að
nokkuð föst regla sé aðkjósendur
breyti ógjarnan um stjórn á mifcl
um óróatímum í utanríkismálum.
Þá hafi stjórnin miskunnarlaust
notað sér hið mikla afl verka-
lýðshreyfingarinnar í kosninga-
baráttunni og þau tök, sem Sósíal
demókratar hafi aflað sér yfir
sænska útvarpinu, bæði hljóð-
varpi og sjónvarpi, enda hafi
þessa gætt bæði í fréttaflutningi
og málsútlistun. Þessar skýring-
ar einar hrökkvi þó ekki til.
Borgaraflokkarnir verði einnig
að líta í eigin barm, því að inn-
byrðis sundrung eigi ríkan þátt
í að úrslitin hafi orðið önnur en
þeir vonuðust til.
Vafalaust á þessi sfðasta skýr-
ing við rík rök að styðjast, því
að Erlander lagði höfuðáherzlu
á það í kosningabaráttu sinni, að
borgaraflokkarnir væru sammáJa
um það eitt að skamma sig og
reyna að fella ríkisstjórnina, en
þegar kæmi að lausn vandamál-
anna væri í þeirra hóp hver hönd
in upp á móti annarri. Ef ríkis-
stjórnin neyddist því til að segja
af sér, blasti alger grundroði við.
Langlíklegast er að þessi ótti
við glundroða hafi ásamt at-
burðunum í Tékkóslóvakíu gert
gæfumuninn. Ásakanir um mis-
notkun verkalýðshreyfingar og
útvarps bera fremur keim af sár
indum hinna sigruðu. Hitt er
víst, að ef Sósíaldemókratar
hefðu ekki tekið á öllum sínum
kröftum og gengið ótrauður og í
órjúfanlegri heild til baráttunn-
ar, þá hefði illa fyrir þeim far-
ið.
Hér hefur þeirri kenningu ver
ið haldið fram, að andúð sú sem
sumum þykir hafa gætt hjá
sænsku stjórninni í garð utan-
ríkisstefnu Bandaríkjanna eigi
verulegan þátt í kosningaúrslit-
um. Gegn þessu má benda á, að
einmitt Tékkóslóvakíumáli'ð gaf
sænsku stjórninni færi á að
birsta sig gegn Sovétstjórninni,
sem hún áður var ásökuð fyrir
að vera of leiðitöm. Allt eru þetta
óvissar getgátur. En staðreyndin
er, að skv. skoðanakönnunum í
Svíþjóð hefur orðið meginbreyt-
ing á afstöðu almennings til stór
veldanna. í september 1967 var
spurt um, hvort Rússland eða
Bandaríkin gerðu meira til að
tryggja reglu og réttlæti í heim-
inum. Þá svöruðu 35% Rússland
en 65% Bandaríkin. Nú í septem
ber svöru'ðu 11% Rússland og
89% Bandaríkin.
Fyl^issveiílur
Ekki er síður fróðlegt að lesa
það, sem nú er rifjað upp um
sveiflur í fylgi hinna sænsku
flokka á síðustu áratugum. Mjög
sjaldgæft er, að einn flokkur fái
hreinan meirihluta í kosningum
til neðri deildar sænska þings-
ins. Að því leyti er sigur
Sósíaldemókrata nú nær einstæð
ur. Hitt er sagt engan veginn
jafn sjaldgæft, að flokkur vinni
skjótlega aftur upp tap, sem
hann hafi áður beðið, eins og
Sósíaldemókratar 1964 og 1966.
Þvert á móti megi segja, að slík-
ar sveiflur séu reglan í sænskum
stjórnmálum á eftirstríðsárun-
um. Hægri flokkurinn hafi á ár-
inu 1948 be'ðið einn hinn mesta
ósigur, er hann nokkru sinni hafi
hlotið, en hafi þegar á árinu
1952 aftur unnið á og hafi sá
uppgangur haldið áfram þann
áratug. Miðflokkurinn hafi tapað
á meðan hann var í samvinnu
við Sósíaldemókrata á árunum
eftir 1950, en aftur tekið að vinna
á 1958 og haldið áfram á þeirri
braut þangað til hann sé nú orð-
ínn stærstur hinna borgaralegu
flokka. Þjóðarflokkurinn hafi
beðið gífurlegan ósigur 1958, en
snúist hafi á betri veg fyrir hann
strax á árinu 1960. Orðrétt segir
Svenska Dagbladet:
„Svipaðan feril má einnig
rekja hjá kommúnistum. Eftir að
þeir höfðu verið í pólitískri eyði
mörk í upphafi sjötta áratugsins
fóru þeir að vinna þingsæti á
næsta áratug, en sá vinningur
hefur nú að nýju þurrkazt út. Að
því er varðar Sósíaldemókrata,
þá hafa þeir einnig á skömmu
bili, hlotið skjótan afturbata eftir
mjög mikinn hnekki. Hreinn
meirihluti þeirra nú er í
áhrifamikilli mótsetningu við ó-
sigrana 1964 og 1966. Allt þetta
sýnir hversu ákaflega breytileg
stjórnmálagæfan er, hversu fljótt
glæsilegur kosningasigur getur
breytst í erfiðleika. Ýmsir hafa
spurt sjálfa sig hvað liggi á bak
við þessar miklu breytingar, sem
engan veginn er hægt að segja,
að séu einkennandi eingöngu
fyrir Svíþjóð.“
Styður rússneska
þjóðin ritskoðun?
í frjálsum þjóðfélögum verða
menn í stjórnmálabaráttu jafnt
að vera viðbúnir sigrum sem
ósigrum, og gæta þess að of-
metnast ekki af sigri né æðrast
yfir ósigri. I einræðisríkjum eru
viðhorfin önnur. Þar er yfirlýst-
ur vilji valdahafana að tryggja
sjálfum sér áframhaldandi völd
á hverju sem gengur og hvað sem
óskum þegnanna líður. Á mánu-
daginn var fagmaði Moskvublað-
ið Pravda mjög samþykktum
tékkneska þingsins um harða
ritskoðun og eftirlit með öllutn
fjölmiðlunartækjum. Blaðið sagði
berum orðum:
„Vorir tékknesku vinir geta
Verið sannfærðir um, að í þess-
um efnum muni þeir njóta full-
komins stuðnings sovézku þjóð-
arinnar.“
Auðvitað er sovézka þjóðin
alls ekki spurð. Þa'ð eru vald-
hafarnir í Sovét-Rússlandi, sem
ákvarðanir taka að þjóðinni for-
spurðri. Hitt kann að vera, að á
meðan sovézku þjóðinni er hald-
ið í villu og vanþekkingu um
raunverulega atburðarás, bæði í
hennar eigin lamdi og annars-
staðar, þá sé hún valdhöfumum
samþykk. Um það veit þó eng-
inn og sumir glöggir stjórnmála-
menn spá því, að sá tími nálgist
óðum, a'ð sovézka þjóðin, eða
réttara sagt hin rússneska, hristi
af sér þá hlekki, sem hún enn
lætur leggja sig í. Hvers komar
fréttaburður mótar hug hennar,
má sjá af því, að fyrir fáum
dögum var í rússnesku blaði far-
ið um það fjálgum orðum, að
Tékkar tækju þátt í söng og
dansi með rússneskum hermönn-
um á götum tékkneskra borga
og fjölmargir Tékkar byðu rúss-
neskum hermönnum heim til mið
degisverðar. Einum eða tveimur
dögum síðar fjargviðraðist hins
vegar Pravda yfir því, að „öfga-
menn“ hefðu dreift mannfjölda,
sem safnazt hefði saman til að
hlusta á rússneskan hermanna-
konsert.
Missagnir og
misskilningur
Að vonum eru uppi ýmsar get-
gátur um gang viðræðna stjórn-
málaflokkanna. Sjálfir munu full
trúarnir hafa komið sér saman
um að birta ekkert frá viðræð-
unum nema með sameiginlegri
fréttatilkynningu, eins og gert
var eftir fyrsta fundinn. Síðan
hafa sllkar tilkynningar ekki
verið birtar og verður það ekki
skilið á annan veg en þann,
a'ð ekkert hafi gerzt, sem frásagn
arvert sé. Af fyrstu fréttatilkynn
ingunni var ljóst, að nokkurn
tíma mundi taka að safna nauð-
synlegum gögnum. Það er því
fráleitt, sem eitt blaðið sagði nú
í vikunni, að umræður í nefnd-
inni hafi aðallega snúist um
myndun þjóðstjórnar. Tal um
slíkt á þessu stigi málsins er
alveg út í hött. Hinn eini eðli-
legi framgangsmáti er sá, að
menn reyni fyrst að koma sér
saman um málefnalega lausn
þess vanda, sem við er að etja.
Því aðeins að slík lausn sé eygj-
anleg, er tímabært að tala um,
hvernig hún verði bezt tryggð,
og þá er eðlilegt, að tij athug-
unar komi, hvort stjórn allra
flokka þ.e. þjóðstjórn sé æskileg.
Bæði í Tímanum og Þjóðviljan-
um hefur verið talað um það,
að stjórnin ætti að segja af sér.
Slíkt er bersýnileg fásinna.
Stjórnleysi nú væri með öllu
óverjandi og mundi magna vand
ræðin í stað þess að draga úr
þeim. Það gefur viðræðum stjórn
málaflokkanna aukið gildi, að í
þeim taka þátt ábyrgir stjómar-
flokkar, sem hafa rétt og skyldu
til að gera nauðsynlegar ráðstaf-
anir eftir því, sem þörf krefur.
Svigurmæli um, að stjórnin
hafi gefizt upp og ætti þess vegna
að segja af sér, eru staðlaus.
Erfiðleikarnir eru svo miklir, að
eðlilegt er að öllum sé gefinn
kostur á að sýna ábyrgðartil-
finningu sína og bera fram til-
lögu áður en málum er ráðið til
lykta. Ef þeir skerast úr leik,
eiga þeir um það við sjálfan sig
samvizku sína og kjósendur, en
geta ekki ásakað aðra fyrir að
þeim hafi af ásettu ráði verið
haldið utan við þegar mest við
lá. Framsóknarmenn mættu og
minnast þess, að þegar nauðsyn
krafði, a'ð þjóðstjórn væri mynd-
uð vorið 1939, þá áttu sér stað
langvinnir samningar um mál-
efni og stjórnarmyndun áður en
tækist að koma slíkri stjóm á
laggirnar. En engum datt þá í
hug það snjallræði til þess að
greiða fyrir málum að sitjandi
stjóm, sem í áttu sæti Hermann
Jónasson, Eysteinn Jónsson og
Skúli Guðmundsson segði af sér
fyrr en önnur þingræðisstjóm
væri mynduð. Eins er það frá-
leitt að ásaka ríkisstjórnina fyrir
að hafa ekki lagt hendur í skaut,
heldur sjá málum borgið eftir
því, sem atvik standa til, sbr.
setning bráðabirgðalaganna um
innflutningsgjald og ferðalag Jó-
hanns Hafsteins iðnaðarmálaráð-
herra til samninga við Sviss-
lendinga um hröðun byggingar
álverksmiðju ..... Af þessum
sökum er hins vegar ástæða til
að spyrja: Er það í raun og veru
svo, að stjórnarandstæðingar e'ða
a.m.k. kommúnistar séu enn á
móti því, að álverksmiðjan sé
reist og telja hana til skaðræðis-
verka? Ef svo er, þá er Ijóst, að
þeir hafa ekkert lært.