Morgunblaðið - 22.09.1968, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.09.1968, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNU'DAGUR 22. SEPTEMBER 19&8 19 Hugrún skrifar: Frá Pompei VESÚVÍUS, nafnið eitt er hxollvekjandi. l>ótt fjallið sé nú meinleysislegt á svipinn, eru minningar ógna og skelf- inga við það bundnar. Þarna liggur það fram á lappir sín- ar me*ð tvær kryppur upp úr bakinu, eins og óargadýr, sem bíður síns tíma tii árása. Þrátt fyrir yfirvofandi hætt- ur nær byggðin orðið upp í miðjar hlíðar, rétt eins og kynslóðimar hafi gleymt því sem var, eða ætli að bjóða náttúruöflunum byrginn. En Vesúvíus lætur ekki að sér hæða. Ég er ekki að spá neinu þótt ég segi, að það sem hefir komið fyrir, getur kornfð aftur. Árið 63 eftir Krist, lagði jarðskjálfti mik- inn hluta borgarinnar Pom- pei í eyði, og var tæplega búið að byggja hana upp atft- ur árið 79 þegar Vesúsíus færði hana í gaf í eldgosi. Það var verið að leggja marmara á aðaltorgið þegar ógnirnar byrjuðu og lögðu alla borgina í eyði, ásamt Herculaneum og nokkrum öðrum bæjum. Brennisteini og heitri ösku rigndi yfir bygg'öina og eyddi öllu lífi. 6—7 metra þykkt lag lá yfir hinum blómlega bæ Pompei, sem áður hafði verið mið- stöð skemmtana og lysti- semda. Allt er í heiminum hverfult. Eins og kunnugt er grófst fjöldinn ailur af mönn um og skepnum undir ösku- laginu og öll verðmætin sem fórust verða aldrei metin. Þeir sem undan komust á þessum skelfingartíma, reyndu sfðar að grafa- eftir einhverju af eigum sínum, en varð lítið ágengt, því hitinn hafði eyðilagt mikið af því sem til náðist. Þó er furðu- legt hve margir heillegir hlutir koma upp úr rústun- um. Síðar breiddist hraun yfir öskulagið, og engin merki sáust um að þama hafði staðið borg. Nú er að- eins eftir að grafa upp einn þriðja hlutann. Og nú göngum við tuttug- ustu aldar kynslóðin um götur þessarar fomu borgar, sem hefur sofið þymirósar- svefni í allar þessar mörgu aldir, og horfum á hjólförin eftir vagna íbúanna, sem höfðu byggt hana upp. Marm- arinn á torginu dunar undir fótum okkar eins og hann hefði verið lagður þar i gær eða fyrradag. Og við beinum sjónum okkar að veggskraut- inu í húsum ríkismannanna, sem gefur ekki eftir list nú- tímans, hinni sönnu list. Bað- húsin bera vott um mikla verkhyggni og velmegun. Vegna þess að borgin grófst fyrst undir ösku og vikurlag hafa helrúm myndazt þar sem legið hafa menn og dýr, tré og plöntur, svo hægt hef- ir verið að ná ýmsu úr rúst- unum algjörlega heillegu, þannig að gjörð hefir verfð af því afsteypa úr gifsi. And- litsdrættir og svipbrigði koma greinilega fram á mönnum og skepnum, svo furðulegt er. 1 útjaðri borgarinnar hafa fundizt stórar villur, með Frá Pompei. miklu skrauti og listahand- bragði. Miklu af munum hef- ir verið komið fyrir á safni í Napóli, en þó er nokkuð af þeim til sýnis í borgarrúst- unum, ásamt afsteypum af mönnum og dýrum. Eins og gefur að skilja eru húsin þak- laus, þau hafa sligazt undan þunganum sem yfir þeim lá. Nokkur vatnsrör frá þessum tíma eru þarna til sýnis, og líkjast þau mjög rörum sem við notum. Götur og gang- stéttir eru mjóar, og víða lagðar með höggnu hraun- grýti. Það hefir veri’ð mjög handhægt svo nærri eldfjall- inu. Á okkar miklu umferðar- öld myndi það ekki heppilegt talið, en á þessum árum voru engir bílar á ferð eða þunga- vélar, aðeins vagnar og kerr- ur. Þegar litið er til baka verður tíminn svo imdarlega stuttur á svona stað. Það fer þytur um borgarrústirnar. Enn er dagur að kvöldi kom- inn. 1 niðurlagi síðustu greinar minnar varð meinleg prent- vila: Sonur — átti að vera synir. Hermenn gæta hungr- aöra flóttamanna — Sveitir IMígeríuhers stutt frá flugvöllum Biafra Lagos, 19. sept. (NTB) Talsmaður Rauðakrossins i Lagos, höfuðborg Nígeríu, sagði í dag, að svo mikill sultur ríkti meðal flóttamanna í þeim héruð- um í Suðaustur-Nígeríu, sem áð- ur lutu yfirráðum Biafra, að þangað hafi nú verið sendar her sveitir til að hafa hemil á flótta mönnunum og koma í veg fyrir að þeir berjist um þær litlu birgð ir matvæia, sem fyrir hendi eru. Að sögn Reuters fréttastofunn ar eru um 250 þúsund skráðir flóttamenn í sérstökum fóltta- mannabúðum á þessu svæði, og 200 þúsund til viðbótar halda sig í frumskóginum þar í nánd. Eru flóttamennirnir mjög erfiðir við- fangs, að sögn fréttastofunnar, vegna hungurs. Tilkynnt var í Umuahia í dag að undanfarinn hálfan mánuð hafi rúmlega eitt þúsund óbreytt- ir borgarar verið drepnir í loft- árásum flughers Nígeríu á þorp og bæi í Biafra. Auk þess hafa um þrjú þúsund horgarar særzt, margir alvarlega. Mest hefur mannfallið orðið á markaðstorg- um, í sjúkrahúsum og í flótta- mannabúðum. Harðast úti urðu íbúar þorpsins Aguleri í Obitsha- héraði, en þar féllu 510 borgarar í Ioftárás, sem gerð var á mark- aðstorg þórpsins. Haldið er áfram flugferðum með matvæli frá eyjunni Fern- ando Po til Biafra, þótt land- svæði Biafra fari stöðugt minnk- andi og her stjórnarinnar í La- gos nálgist flugvellina, sem not- aðir hafa verið. í frétt frá Kaup mannahöfn segir að danskar Rauða-kross flugvélar hafi far- ið sjö ferðir með matvæli aðfara nótt miðvikudags, og hafa vél- arnar flutt flóttamenn frá Bi- afra á heimleiðinni til Fernando Po. í fyrri viku tókst hersveitum Lagos-stjórnar að ná bænum O- guta á austurbökkum Niger- fljótsins, og flýðu þá íbúarnir heimili sín. Hélt stjórnarherinn bænum í hálfan annan sólar- hring en hörfaði þaðan undan sókn Biafnahers. Miklar skemmd ir urðu í bænum, en íbúarnir hafa nú flestir snúið heim. Þrett án kílómetrum frá bænum er Uli flugvöllurinn, sem mikið hefur verið notaður til matvælaflutn- inga, og var óttazt að hann félli í hendur stjórnarsveitanna eftir fall Oguta. Nú er hinsvegar flugvöllurinn opinn á ný. Annar flugvöllur, sem aðal- lega hefur verið notaður við mat vælaflutninga, er í Obilag®, og er haft eftir áreiðanlegum heim ildum í Lagos að sveitir úr stjórnarhenrum eigi aðeins 16 kílómetra ófarna að þeimr velli. Einnig sækir stjórnarherinn að Umuahia, síðustu borginni, sem enn er í höndum uppreisnarhers Biafra. Segir talsmaður Lagos- stjórnar að sveitir undir stjórn Benjamins Adekunle ofursta, sem hlotið hefur viðurnefnið „svarti sporðdrekinn", séu 30 kílómetrum frá Umuahia. Adekunle ofursti kom fram í sjónvarpi í gærkvöldi, og sagði þá að hermenn sínir hefðu fellt alls 195 franska málaliða, sem börðust með her Biafra. Voru Frakkar þessir vel búnir frönsk- um vopnum, að sögn ofurstans. Sagði Adekunle að þrátt fyrir yfirlýsingar frönsku stjórnarinn ar um að hún hafi engin af- skipti af borgarastyrjöldinni í Nígeríu, hljóti henni að vera kunnugt um að franskir her- menn búnir frönskum vopn- um berjist með sveitum Biafra- hers. Kvaðst ofurstinn hafa sann anir fyrir því, að frönskum yf- irvöldum hafi verið heitið námu réttindum í Biafra fyrir hernað- araðstoð gegn Nigeríu. >á sagði hann að Frakkar væru ekki ein ir um aðstoðina, því málaliðar frá Zambíu, Tanzaníu og Kína berjist með Biaframönnum. Sendinefnd Nígeríu á fundi leiðtoga Afríkulanda, sem hald- inn var í Algeirsborg, er nú kom inn heim til Lagos. Formaður nefndarinnar var Obafemi Awo- lowo, og sagði hann við heim- komuna, að litlar horfur væru nú á því að friðarviðræðum milli fulltrúa Biafra og Nígeríu yrði haldið áfram. Hafa viðræður staðið yfir öðru hvoru á undan- förnum mánuðum, og þær verið haldnar í Addis Abeba, London, Kampala og Niamey. Miðuðu við ræðurnar að því að finna leið til að binda enda á borgara- styrjöldina, sem nú hefur staðið í 15 mánuði. Enginn árangur hef ur náðst í viðræðunum, og sagði Awolowo að tilgangslaust væri að halda áfram, nema fulltrúar Biafra skiptu um skoðun og féllu frá kröfu sinni um sjálf- stæði Biafra. TILBOÐ óskast í fólksflutningabifreiðina R-4338, Buick, árgerð 1962, í því ástandi, sem bifreiðin er nú, en hún er vélarlaus. Tilboðum sé skilað til undirritaðs, er gefur nánari upplýsingar, í síðasta lagi föstudaginn 27. þ.m." Skiptaráðandinn í Reykjavík, 20. 9. 1968. Sigurður M. Helgason. HOF býður yður margar tegundir af ryagarni, smyrna- og ryaefni, ryapúða, teppi og vegghengi með mynstrum. Feikna úrval af garni fyrir hekl og prjón. Hannyrða- vörur o. fl. Engin hækkun ennþá. HOF, Hafnarstræti 7. MIINID BÓKA- 0G TlMARITAÚTSÖLUNA GRETTISGÖTU 16 - SÍMI 133 89 IV1IKIÐIJRVAL KOIHIÐ SKOÐIÐ EITTHVAÐ FYRIR ALLA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.