Morgunblaðið - 22.09.1968, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.09.1968, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1968 Markar árið 1968 endalok þess tímabils sem hófst með Franklin D. Roosvelt? Humphrey reynir nýja baráttuaðferð, og skeytir ekki um að efla fylgi sitt í Suðurríkjunum LÍKURNAR eru nokkiurn veg- inn jafnar fyrir því, að á árinu 1968 ljúki því vaildaskeiði demó- krataflokksins í Bandaríkj'unum, sem hófst með Franklin D. Roose welt. Á þessu ári hefur demókrata- flokkurihn varpað fyriir borð þeim baráttuaðferðum, sem hóf- ust til vegs með Thomas Jeffer- son Franiklin D. Roosewelt færði sér svo snilldarlega í nyt. Þessi baráttuaðferð hefur haldið demókrötum í Hvíta húsinu í 28 ár af 36 og meirihluta í þimginu í 32 ár af 36 árum. Þessi baráttuaðferð varð til að Roosewelt náði fjórum sinmum kjöri. Harry Truman beitti sams konar aðferðum og tókst að ná kosningu 1948. Það sama gerði John F. Kennedy árið árið 1960, þegar hann valdi Lyn- don Johnson varaforsetaefmi sitt, þrátt fyrir mótmæli Norðurríkj- anma. En í ár, 1968, hefur Humphrey vísað á bug því kerfi, sem hef- ur gert þessi og fleiri krafta- vérk fyrir demókrataflokkinn. í þess stað hefur hann hugsað sér að finma upp nýja sigurfor- múlu, sem flokkurinn hefur ekki reynt áður. Ellefu ríki inman hins gamla Suðurríkjasambands og fimm ríki sem liggja á mörkum þeirra og norðurríkj anna mynduðu kjarnann að kjörfylgi Roose- welts. Þessi sextán ríki ráða nú yfir 174 af 270 kjörmönmum, sem frambjóðamdi þarf til að ná kosnimgu. Þegar Roosewelt hafði tryggt sér þessi ríki, sneri hann sér að stórborgunum í norðri og lamds- svæðum utan suðunríkjanna til að afla sér þess fylgis sem nauð- synlegt var tll að bera sigur úr býtum. Átta stórborgaríki kjósa 216 kjörmenn, Kaliifomia, Illinois, Massachussetts, Michigam, New Jersey, New York, Ohio og Pennsylvamia. Rosewedt fékk stuðning sjö af átta. Árið 1936 vann hanm þau öll. Þetta kerfi brást ekki allt Roosewelt tímabilið. Þrátt fyrir klofning inmam flokksins var það einmitt þetta kerfi og sarns kon- ar baráttuaðferð, sem kom Harry Truman í forsetastól 1948. Hann fékk 7 af 11 í suðri, 4 af 5 í miðríkjunum og 4 af 8 stór- borga ríkjum. Framboð Dwights D. Eisen- howers var af nokkrum öðrum toga spunnið en venjuileg for- setaframboð. Hann vamn 7 af ríkjunum 16 í kosningum og 9 af 16 fjórum árum síðar. Gegn Richard Nixon tókst þeim John Kennédy og Lyndon Johnson hins vegar að halda 9 af 16 ríkjunum í suðri og einnig miðrikjunum. essi ríki réðu úr- slitum um sigur demókrata. Hubert Humphrey virðist ætla að hafa annan hátt á baráttu sinni. Áætlun hans er eitthvað í þessa átt: Hann hyggst reyma að vinna Texas, sem hefur 25 kjörmenn. Hann vonast til að vinna Norður- Karólínu sem hefur 13. Hefur vonir um Missouri með 12 kjör- mönnum og Vestur-Virginiu með 7. Auk þess hefur hann í hyggju Hubert H. Humphrey — reynir nýja baráttuaðferð — án aðstoðar suðurrikjanna. að stefh'a sérstaklega að því að vinna fylgi ýmissa verkamamna og minnihlutahópa í stórborga- ríkjunum. Ef bætast við 40 kjör- menn frá Kalifomiu, 26 frá Ililinois, 14 frá Massachusefts, 21 frá Miohigan, 17 frá New Jersey, 43 frá New York, 29 frá Pennsylvaniu. Þessi ríki eiga samtals að kjósa 190 kjörmenn og þá er heildartalan komin upp í 247 og skortir nú aðeins 23 á þá tölu, sem frambjóðandi þarf til að bera sigurorð af keppi- nautinum Nixon. Franklin D. Roosevelt — sigr- aði fjórum sinnum, með aðstoð suðuríkjanna. Við þessar tölur eiga svo að bætast 8 kjörmenn frá Connec- ticut, 10 frá Minnesota, 4 frá Hawai, 4 frá Rhode eyju, 4 frá Maine, 3 frá Colombia og eru þá umframkjörmenn orðnir tiu. Sérfræðingar í röðum demó- krata sjá að þessi áætlun er mjög naum og ekki má neitt út að bera til að hún fari algerlega út um þúfúr. Skoðanabannanir, sem demókratair hafa látið fram kvæma á eigin vegum sýna, að fylgi Humphreys í mörgum stór- borganna er ekki eins mikið og traus-t og búizt hafði verið við. Og þessar skoðaniakannanir leiða einnig í Ijós þá varhugaverðu sfaðreynd, að fylgi varaforsetans meðal fólks af Gyðingaættum og meðal negranna er ekki eins mikið og það var. Unga fólkið, sem fylgdi McCarthy að málum og einnig þek sem fylgdu Robert heitn- um Kennedy eru þess síður en svo fýsandi að styðja Humphrey. Voldug venkalýðsfélög, sem víða hafa verið kjarni í fylgi demókrataflokksims eru full bræði vegna kynþáttaóeirða og glæpa, sem farið 'hafa mjög í vöxt. Auk þess fara áhrif verka- lýðsforystunnar mjög þverrandi, þar sem hagur margra verka- manna hefur stórlega vensnað sjI. ár. Mönnum ber ekki s’aman um, hvort framboð George Wallace, fyrrum ríkisstjóra í Alabama muni koma Humphrey til góða eða ekki. Blaðamaður U.S. News Report er þeirrar skoðunar, að fylgismenn Humphreys telji Wallaee vera lyenivopn Hump- hireys í kosningabaráttunni og leiða að því ýmiis rök, sem Nixon og fyligismenn hans hrekja að sjálfsögðu og leiða fram önnur rök. Ýmsar raddir eru uppi um það í suðurríkjunum, að Wallace muni draga sér fylgi það sem eLla hefði fairið til Nixons. Flest- ir eru á eiinn máli um, að Walace muni hæglega geta fengið mest atkvæðamagn í fimm ríkjum, það eru Louisiana, Missisippi, Alabama, Georgia og Suður Karolina. Fylgismenn Humphreys segja að enginn vafi geti leikið á því, að ella hefði Nixon fengið mörg þeirra at- kvæða í þessum ríkjum, sem fairi nú yfir á Wallace. Þau fimm ríki, þar sem Walloe er talinn sigurstrainglegur kjósa 47 kjör- menn. Barry Goldwater hlaut stuðning þessara 47 kjörmanna við síðustu kosningar 1964. Demokratar í suðurríkjunum eru og þeirar skoðunar, að ýmis önnur suðurríki muni reyna ljá Wallace fylgi sitt, og sé því aug- ljóst að hann taki atkvæði aðal- lega frá Richard Nixon. En í báðum flokkunum, demó- krataflokknum og repúblikana- flokknum segja atkvæðamiklir stjórnmálamenn, að svo kunni að fara, að hvorki Richard Nixon né Hubert Humphrey hljóti þann meirihluta sem nauðsyn- legur er til að ná forsetakjöri. f stjórnarskrá Bandarikjanma er kveðið svo á um, að hljóti hvor- ugur frambjóðenda meirihluta kjörmanna — hvað svo sem at- kvæðamagn er mikið — þá hefúr fúILtrúadeiild Bandaríkjaþings síðasta orðið. Deildinni er heimilt að kjósa hvem þann þriggja frambjóðanda, sem henni þókn- ast — burt séð frá atkvæða- maigni. Nái Riohard Nixon kosningu, annaðhvort með hjálp George Wallaoe, eða með því að fá nægi- legt kjörmannafylgi, er hefur verið staðfest svo að ekki verður um viLlzt, að Hubert Humphrey hefur orðið á illileg mistök í skipulagningu og áætlun. Ef demókratar missa ítök sín í Hvíta húsinu úr höndum sér er trúlegt að repúblikanar fái meiri hluta í full'trúadeildiinni, en demókratar munu sennilega halda meirihluta í öldungadeild- inni. Fari svo segja skipulagssér- fræðingar demókrata að þrír möguleikar komi til greina. — Að repúblikanar ráði lög- um og lofum í stjómmálalífi bandarísku þjóðarinnar næstu 8 til 12 árin, eins og varð eftir kjör Warren G. Harding árið 1920. — Demókrataflokurimn verði endurs’kipulagður, og forysta hans algerilega „stokkuð upp,“ — Að innbyrðisbarátta hefjist rnilli demókrata í suðurríkjun- um, milli frjálslyndra og svert- ingjakjósemda sem fylgja gömilu línunni um að ná undirtökumium í flokkmum. Margir demókratar segja, að árið 1968 marki þáttasikil og boði endalok þess tímabils, sem hófst með kjöri Frankiin D. Roose- welt, og jafnvel þó Hubert Humphrey beri sigur úr býtum sé óhjákvæmilegt að ný og yingri og víðisýnni öfl gerist áhrifa- meiri um stefnu og stjóm flokksins. Framkvæmdasjóður íslands og Ríkisóbyrgðasjóður eru fluttir að Hafnarsfrœti 10,3. hœð 22-24 30280-32262 UTAVER Belgísk, þýzk og ensk gólfteppi. Sama lága verðið BIKARKEPPNIN í KNATTSPYRNU. MELAVÖLLUR: í dag kl. 2 fer fram leikur milli Fram og Vestmannaeyja Mótanefnd. Söngfólk, Kópavogi Meðal kennslugreina við Tónlistarskóla Kópavogs, er söngur. Upplýsingar veittar á skrifstofu skólans, félagsheimilinu 2. hæð. Opið kl. 10—12 og 5—7 sími 41066. Bridgefólk Starfsemi deildarinnar hefst í Ingólfskaffi þriðju- daginn 24. þ.m. með þriggja kvölda tvímenningskeppni. Öllum heimil þátttaka. Þátttaka tilkynnist í síma 19179. Bridgedeild Breiðfirðinga. j:n Þurrkgrindur á baðker. Baðtjöld ásamt upphengjum. Taukassar og taukörfur. W.C. burstar 1 hylkjum. J. Þorláksson & Norðmann M.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.