Morgunblaðið - 22.09.1968, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.09.1968, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 196« 15 ■Míræður á morgun: Halldór Jónasson frá Hrauntúni Níræður verður á morgun, mánudaginn 23. september Hall- fiór Jónasson frá Hraiuntúni í Þingvállasveit, en þar er hann borinn og barnfæddur og er nú einn eftirlifandi hinna gömlu Þingvellinga. Hann hefur nú um alllangt skeið verið vistmaður í Hrafnistu og haft þar með hönd- úm vörzlu bókasafns heimilisins. Hefur hann rækt það starf með stakri samviskusemi og alúð Var Halldór ekki með öllu ó- vanur slíkri bókaumsjón er hann kom að Hrafnistu, því um áratugaskeið rak hann litla forn bókaverzlun í Bókaskemmunni á Klapparstígnuim rétt ofan við gatnamót Laugavegar. Hvarf hann að bókasölunni er hann varð að bregða búi eftir föður sinn í Hrauntúni, er Þingvellir voru gerðir að þjóðgarði og sauð fjárbúskapur bænda þar, sem búsafkoman byggðist á, var með öllu bannaður. f Bókaskemmunni eignaðist Halldór marga þeirra vina er enn fylla vinahóp hans. Ekki komu nær allir í Bókaskemmuna til hans í viðskiptaerindum, held ur til þess að ræða við hann um dægurmálin og leita hjá hon- um álits. Bar þá mjög á góma stjórnmál sem ásamt almennum þjóðmálum 'hafa alltaf verið á- hugamál Halldórs. Þó hann sé orðinn háaldraður maður er andlegt þrek hans með ólíkind- um af svo öldruðum manni að vera. Má heita að sama hvar borið sé niður í umræðum um stjómmálaatburði, allt frá fyrstu árum heimastjórnarinnar og fram á vora daga, að um þau mál er Halldór afarfróður. Hef- ur hann oft rekið sér yngri menn á gat í slíkum viðræðum. Hann var í hópj þeirra manna er fastast skipuðu sér um Hannes Hafsitein og kann Hall- dór frá mörgu að segja frá stjórnmálaátökum á þeim árum Hann kynntist persónulega mörgum hinna dugmestu stjóm- málamanna, allt frá dögum Hannesar Hafsteins fram á síð- ustu áratugina og getur sagt skemmtilega frá þessum mönnu og stórpólitískum fundum sem haldnir voru hér í Reykjavík í gamla daga. Enn hefur Halldór sínar ákveðnu skoðanir og tekur óhikað, sem fyrr afstöðu til manna og málefna og hefur mér altaf þótt skína þar í gegn sterk áhrif frá kynnum hans af Hann- esi Hafstein og Jóni Þorlákssyni. Þótt Halldór væri bóndi á af- skektum bæ og um margt erfið- um til búrekstrar á mestu mann- dómsárum sínum, gaf hann sér ætíð tíma til að lesa góðar bækur og allmikið ferðaðist hann, en Ferðafélag íklands markmið þess og starf hefur Halldór ætíð metið mikils. Lofgerðarrolla verð ur þetta engin um hinn aldna heiðursmann, hann myndi telja slíkt kátbroslegan hégóma einn. Yfirlætisleysi hans væri al- gjörlega misboðið ef hér á eftir færi röð sterkra lýsingarorða um ágæti hans. Nokkru eftir að Hálldór lokaði Bókaskemmunni á Klapparstíg, og hætti daglegu amstri fluttist hann austur í Hveragerði og var þar um skeið vistmaður elliheimilisins, en fluttist svo aftur til borgarinnar og varð vistmaður í Hrafnistu sem fyrr segir. Á þessum heimil- um hefur hann eignazt vini og kunningja meðal vistmanna og starfsfólks. Þótt Halldór sé enn afar and- lega hress, er heyrn hans tekin að bi'la og ekki verður því neitað að hann er nú ekki eins léttur á fæti og er hann varð 85 ára. Ekki eru það þó nerna nokkrar vikur síðan hann skrapp með vini sínum austur á Þingvöll og var viðstaddur guðsþjónustu í Þingvallakirkju og hitti að messu lokinni ýmsa gamla kunn- ingja. Er ég hitti hann nokkr- um dögum síðar, sagði hann mér frá förinni austur, ljóm- andi af ánægju: Þetta var góður dagur á Þingvöllum. Eng- an mann tel ég mig þekkja sem betur kann að meta góðan dag á Þingvöllum en einmitt Halldór frá Hrauntúni. Við vinir hans og kunningjar óskum honum ti'l hamingju með níræðis afmælið, og vonum að á björtu ævikvöldi fái hann ennað njóta ánægjulega sumardaga í Þingvallasveit. Sv. Þ. RITSTJORN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA*SKRIFSTOFA SÍMI 10.10Q somvyl SOMMER NÝ TEGUND AF „PVG“ VEGGDÚK Á BÖÐ OG ELDHÚS AUÐVELT AÐ LÍMA Á VEGGI OG HALDA HREINUH. ER 2.5 MM. ÞYKKUR, HYLUR ÞVÍ VEL SPRUNGNA OG HRJÚFA VEGGI, ÁN ÞESS AÐ FYRIR MÓTI Á YFIRBORÐINU. HLJÓÐ- OG HITAEINANGRAR, FALLEGUR OG STERKUR. J. Þorláksson & Norðmann hf. BEZT að auglýsa í MORGUNBLAÐINU Sterkir og endingargóðir snjóhjólbarðar Gerðir fyrir snjónagla MICHELIN snjóhjólbarðarnir komnir Stærðir: 165—15 XN (590—15 ) kr. 2.022.— 155—15 XN (560—15 ) kr. 1.749,— 145—13 XN (525/560—13) kr. 1.391,— 145—12 XN (550—12 ) kr. 1.408.— 145—14 XN kr. 1.491.— EGILL VILHJÁLMSSON H.F. Laugavegi 118, sími 2-22-40. ^)/s0if-s»LLabuxur og nælon-sokkar viðurkennd gæðavara framleidd úr bezta nælongarni ,,TENDRELLE“ nælon. Fara vel á fæti. Falleg áferð — Tízkulitir. WOLSEY-sokkabuxur framleiddar í 20 og 30 denier. WOLSEY-sokkar í 15—20 og 30 denier. WOLSEY hefir áratuga reynslu í sokka-framleiðslu. WOLSEY eru seldir í Reykjavík: Parísarbúðin. Austurstræti 8. London dömu- deild, Austurstræti. Verzl. Tíbrá, Laugavegi 19. llolts Apóteki, Langholtsvegi 84. í HAFNARFIRÐI: Geir Jóelssyni skóverzlun og Hafnar- fjarðar Apóteki. 'ÍÁJofáey LicecU er ue tUM NÝJAR ÍBÚeiR TIL SÖLU á einum fegursta stað í Hraunbæ. fbúðir þessar eru 2ja og 3ja herb. og seljast alveg fullfrágengnar. í eldhúsi eru vandaðar eldhúsinnrétt- ingar, og eldavélar, með aðskildum bakaraofni, fyrir ofan eldavélina er eldhúsvifta með lykteyðandi kolafilt. Vé’ar þessar eru frá hinu þekkta firma SIEMENS. Baðherb. eru með vönduðum hreinlætistækjum og vandlega flísalögð. Mikið er af skápum í íbúðinni og allar inni- hurðir úr harðvið. í þvottahúsi eru allar nýtízku þvottavélar. Gufubaðstofa í kjallara. Sérinngangur í hverja íbúð og sérgeymsla í kjallara. Ibúðir þessar geta verið til afhendingar innan 3ja vikna. Komið og skoðið, teikningar liggj a fyrir á skrifstofunni. FASTEIGNASALAN, Óðinsgötu 4.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.