Morgunblaðið - 28.09.1968, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 28.09.1968, Qupperneq 11
MORGUNBLABIÐ, LAUGARDAGUR 28. SEPT. 1968 11 er þvi fyrir nokJvru lokið og íbúarnir fluttir í þau. Hús þessi eru dönsk og voru flutt inn í ein ingum og sett saman á staðnum. Stærð þeirra er 108 og 116 ferm. Áætlað verð þeirra var frá 900 þús kr., en söluverð reyndist 1,3 millj. kr., eða yfir 20 prs. umfram áætlun. Deilt hefur verið um það, hvort timburhús hentuðu íslenzkum að stæðum, en víða erlendis er þessi byggingarmáti mikið tíðkaður, t. d. á Norðurlöndum. Hafa timbur hús reynst þar nokkuð vel, en þurfa mikið viðhald. Líta ber til þess, að íslendingar hafa einn- ig töluverða reynslu af slík- um húsum, þar sem timbur var á tímabili aigengasta byggingar- efni. Reynslan af þeim húsum var að vonum misjöfn, enda gæði efnisins heldur ekki sambærilegf við það, serh nú tíðkast. Ný og betri efni, t. d. til varnar fúa hafa verið fundin upp. Athygli vekur, við kaup Breið Iholtshúsanna, að þau eru öll eins, keypt af sama innflytjenda. Með því mun hafa náðst heldur hagstæðara verð, en ekki er hægt að tala um, að tilrauna- starfsemin á þessu sviði nái langt. Vitað er, að verksmiðjufram- leidd hús hafa reynst mjög mis- jafnlega erlendis, og því hefði verið eðlilegt að hafa húsin af mismunandi tegundum til að sjá hver hentuðu bezt íslenzkum að- stæðum. Þá hefði heldur ekki ver ið úr vegi að láta innlenda að- ila byggja a.m.k. eitt hús. Fram- kvæmdanefndin bauð húsin úft, en enginn innlendur aðili gerði tiiboð i þau. Samt sem áður hefði verið mjög æskilegt að nota þetta tækifæri og kanna hvaða möguleika innlendir aðilar hefðu til samkeppni á þessu sviði. Senni legt er að þeir gætu byggt jafngóð hús fyrir svipað verð, a.m.k ef tekið er tillit ti'l þess, að nú fyrir skömmu var frá því skýrt í fréttum, að reist hefði verið íslenzkt timburhús uppi í Borgarfirði l>að var reyndar ekki nema 80 ferm., en kostaði nær helmingi minna en dönsku Breið holtshúsin. MISHEPPNUÐ TILRAUNA- STARFSEMI? Sem fyrr segir var það eitt af hlutverkum og skyldum Farm kvæmdanefndarinnar að gera til raunir með og prófa nýja bygg- ingartækni, en það er skoðun margra, að um stöðnun hafi ver- ið að ræða í íslenzkum bygg- ingariðnaði á undanförnum ár- um. Hún er samt minni en af er látið. íslendingar hafa fylgzt vel með því, sem er að gerast erlendis í þessum málum, og má þakka það verkfræðingum okk- ar, sem menntast allir meira og minna erlendis. Hafa þeir komið fram með margar nýjungar, sem hafa verið til hagsbóta m.a. fyrir byggingariðnaðinn. En ætíð er það góðra gjáída vert, að gera tilraunir, ekki sízt ef það gæti leitt til lækkaðs byggingarkostn aðar. Hitt er svo annað mál og umdeilanlegra hversu mikiðfjár magn er skynsamlegt að leggja í slíka tilraunastarfsemi, einkum ef taka skal það úr sjóðum Hús- næðismálastjórnar, sem ekki eru of digrir fyrir. Þá ber að gæta að því að erfiðara er að koma ýmsum nýjungum við hérlendis, þar sem byggingarheildir eru yfirleitt fremur litlar. Sú nýjung, sem mest kveður að hjá F.B. í Breiðholtsbygging- unum er notkun stálmóta við uppsteypu útveggja. f stuttu máli fer steypuvinnan þannig fram, að þegar platan hefur verið steypt, eru veggirnir steyptir í sérstökum stálmótum, sem eru einangruð, og því möguleiki að vinna við þau í frosti, sem er mikill kostur hérlendis. Síðan eru veggirnir reistir og loftunum rennt yfir þá á sporbrautum. Mun unnt að nota mótin 72 sinn- um, með nokkru viðhaldi. Mót þessi eru dönsk uppfynding, og hafa verið notuð nokkuð þar, og ennfremur í Þýzkalandi. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem slík mót eru notuð við upp- steypu íhúðahúsa hérlendis. ís- lenzkir aðalverktakar notuðu slík mót við svokallaðar Meistara- vallablokkir, og mun sú reynsla, sem af þeim fékkst þar, hafa verið síður en svo uppörvandi. Sömu mótin og notuð voru við þær byggingaframkvæmdir eru nú notuð við kjallaraveggina í Breiðholtinu, en til viðbótar var keypt stálmót fyrir álitlega upp- hæð. Þau taka gömlu mótunum fram að því leyti, að þau eru aðeins boltuð saman efst og neðst og því er fljótlegra að setja þau upp. Það er samróma álit for- svarsmanna F.B. og annarra sem um byggingarmál fjalla, að mót þessi séu sérstaklega erfið við- ureignar þar sem húsin eru vin- killaga, eins og í Breiðholtinu. Það var reyndar ekki Framkv.- nefndin, sem ákvað það skipu- lag, en hún ákvað byggingar- aðferðina, og má segja, að skyn samlegra hefði verið að bíða með þessar nýjungar, þar til tæki- færi gafst til þess að nota þær. við hentugri aðstæður. Einingarnar voru heldur ekki nógu stórar til þess að hægt væri að steypa gluggana fasta og varð því að noía timburein- ingar, sem að sögn forráðamanna F.B. reyndust mjög dýrar, eða allt að tvöfalt dýrari en stein- einingarnar, auk þess sem erfið- lega gekk að tengja þær saman. Varð að kveðja til erlenda sér- fræðinga með viðeigandi kostn- aði til þess að ganga frá sam- skeytingum. z Einn aðalkostur stálmótanna er sá, að dýr undirbúningsvinna undir málningu á að vera óþörf. Ekki tókst að ná þessum kosti fram í byggingum F.B. Gripið var til þess ráðs í Breiðholtinu að sandspar^la vegg ina — það er til muna ódýrara en fínpúsning, en áiferð veggj- anna er einnig miklu grófari og óskemmtilegri, og sennil. munu flestir húsbyggjendur velja frem ur fínpúsninguna, þótt dýrari sé. Ein af nýjungum F.B. við inn- réttingar íbúðanna var að leggja parket á öll gólf. Fór sá liður mikið fram úr kostnaðaráætlun, eða efni og vinna um 30 prs., auk þess sem mjög kostnaðar- sarnt reyndist að koma nauðsyn- legum lögnum undir gó'lfið. í reyndinni mun parketið hafa kostað nær jafnmikið og fyrsta flokks gólfteppi. Enn ein nýjung hjá F.B. er að nota asbest á þök húsanna. Asbest er vel þekkt byggingar- efni hérlendis, og mun ekki of- sagt að það hafi reynst misjafn- lega, enda efnið mismunandi að gæðum. öllum ber þó saman um að járnþök eigi að hafa marg- falda endingu á við asbest, og hinn litli verðmunur, sem er við innkaup, verði fljótur að hverfa þegar viðhaldið tekur við. Að sögn forráðamanna F. B. eru fyrirhugaðar margháttaðar breytingar á síðari byggingar- stigum — þeir hafa lært af reynálunni, eins og það er orðað. Spumingin er hins vegar sú, hvort það hafi ekki verið nokk- uð dýrkeypt reynsla, og hvort ekki sé hægt að koma á nýjung um í byggingamálum, án þess að renna blint í sjóinn og prófa sig áfram? Það er varla hægt að ætlast til þess að almenn- ingur sé fús að leggja framfjár- muni til slíkrar tilraunstarfsemi, sízt ef útlit er á því, að hún beri ekki jákvæðan árangur. Skal nú vikið að nokkrum breytingum sem fyrirhugaðar eru í næsta áfanga. Haldið verður áfram með stál- mótin, en jafnframt reynt að fá stærri einingar, þannig að g'lugg ar verði steyptir í, og á þann hátt verði hægt að losna við dýrar þéttingar milli timbur og steineininga. Hætt verður við parketgólfið, og í þess stað er ætlunin að vélpússa gólfið um leið og steyp an harðnar. Af því fyrirkomu- lagi leiðir að ekki verður hægt að koma fyrir neinum lögnum í gólf, og verða t.d. vatnslagnir utan á veggjunum. Er þar ekki um nýjung að ræða, þar sem lagnir voru yfirleitt hafðarþann ig í frumbernsku fólenzkrar bygg ingarlistar. Þá hefur komið fram sú hug- Fjölbýlishús byggingameistar a í byggingu. mynd, að nota álplötur á þök- in í stað asbastsins Hefur slíkt verið reynt nokkuð erlendis og gefið góða raun og má segja að æskilegt væri að gera tilraun með slíkt hérlendis, þár sem ekki er ólíklegt að í framtíðinni gefti íslendingar sjálfir framleitt slík ar p'lötur. Þá á að gera nokkrar innan- húsbreytingar. Á að miinnka geymsslurými íbúðanna, en auka sjálft íbúðarhús- næðið. Verður m.a. þvottahús í hverri íbúð, þar sem reynslan hefur sýnt, að húsmæður kjósa fremur að hafa sérþvottahús í hverri íbúð en eitt stórt sam- eiginlegt þvottahús. Hefur það rutt sér mikið til rúms hér á undanförnum árum og í fjöl- nörgum f jölbýlishúsum eru þvott hús í hverri íbúð. Á þessu sviði hefur F.B. getað lært af reynslu byggingameistaranna og notað sér hana. Hitt verður að teljast meiri nýjung, að áformað er að hafa enga skápa í svefnherbergj um. VÍSITÖLUVIÐMIÐUN Vísitala byggingarkostnaðar er reiknuð út þrisvar sinnum á ári eftir verðlagi í febrúar, júlí og október. Tíl viðmiðunar við út- reikninga vísitölunnar er notað svokallað vísitöluhús, sem er á- kveðið hús í Reykjavík. Lýsing vísitöluhússins er í stórum drátt um á þá leið, að það stendur eitt sér, er kjallari tvær hæðir og íbúðarris. Flatarmál kjallar- ans er 115 fermetrar, flatarmál hæðanna 110,9 fermetrar og flat armá'l rishæðar er 104,8 fermetr- ar.Rúmmál hússins er samtals 1205 rúmmetrar og eru öll mál miðuð við utanmál og neðri brún. Út- og innveggir hússins eru úr steinsteypu og loft úr járnbentri steinsteypu. f vísitöluhúsinu eru fjórar íbúðir: f kjallara er 2ja herbergja íbúð, auk éldhúss, baðs og anddyra. Á hvorri hæð og í risíbúðinni eru 4 herbergi, auk eldhúss og baðs. Húsið er allt múrhúðað, veggir og loft málað og gólfdúkur er á stigum og á gólfi. Samkvæmt vísitölunni í febrú ar 1968 kostaði bygging vísitölu hússins 3.570.827,00 kr., eða verð á rúmmetra 2.922,00. Vísitalan byggingarkostnaðar fjölbýlishúsa er reiknuð út frá vísitöluhúsinu og var hún í febrúar 1968 kr. 2.629,00 á rúmmetra. Ekki er tek ið tillit til vaxta á byggingar- tímanum í tölum þessum. Byggingarkostnaður fjölbýlis- húsanna í Breiðholti nemur kr. 2.710,00 á rúmmetra, og er því nokkru meiri en byggingarvísi- tala fjölbýlishúsanna, en lægri en vísitala sambýlishúsanna, sem forráðamenn framkvæmdanna er hafa miðað útreikninga sína við. Sézt á lýsingu visitöluhússins hér að framan hversu raunhæf sú viðmiðun er. Þess ber að geta að frágangur Breiðholtsíbúðanna er með nokkuð öðrum móti en vísitöluhússins, þar sem F. B. skilar sínum íbúðum með full- frágengnum gangstígum, bíla- stæði og frágenginni lóð. en kostn aður við þessar framkvæmdir mun vera um 30 þúsund krónur á íbúð. Hvaða tflgangi þjónar þaðhjá FB. að bera saman rúmmetra- verð fjölbýlishúsa sinna, og vísi töluhússins sem er sambýlishús? Hér er um mjög ólíkar bygging- ar að ræða, svo sem af framan- greindri lýsingu má sjá, og eru t.d. lóða — og gatnagerðagjöld sambýlishúsanna töluvert hærri en fjölbýlishúsa. Hefði ekki ver ið eðlilegra fyrir F.B. að gefa út samanburð á verði þeirra og verði vísitölufjö'lbýlishússins, þó jafnvel sá samanburður hefði verið óhagstæður fyrir þá. Það er alveg rétt, sem F.B. hefur haldið fram, að byggingarmeist- arar hafa selt hér á undanföm- um árum íbúðir yfir vísitölu- verðinu, en það eru engin rök og engin skýring á því, af hverju F.B. tókst ekki að byggja íbúð- ir sínar á því verði. Benda má jafnframt á, að einstökum aðil- um hefur tekizt að byggja íbúð- ir sem hafa verið verulega und- ir vísitöluverðinu, þrátt fyrir að þeir hafi búið við langtum ó- hagstæðari skilyrði en F.B. KOSTNAÐARÁÆTLUN STÓÐST EKKI Er auglýst var eftir umsókn- um um íbúðir Framkvæmdanefnd arinnar 24. maí 1967 var um- sækjendum látnar í té upplýsing ar um áætlun verð íbúðanna. Við afhendingu fyrstu íbúðanna voru endanlegar kostnaðartölur birtar og kom þá á daginn að áætlun var nokkuð langt frá því að standast. Fer hér á eftir sam- anburður á áætluðu verði íbúð- anna og raunverulegu útsöju- verði þeirra: Stærð: 68 fm. (2 herb.) 78 fm. (2 herb.) 83. fm. (3 herb.) 92 fm. (3 herb.) 97 fm. (4 herb.) 104 fm. (4 herb.) bundnari samningum við verk- taka, en svo virðist sem þeir samningar hafi ekki verið gerðir í tæka tíð, en í fréttatilkynn- ingu nefndarinnar frá 11. maí , 1968, segir m.a.: „unnt hefur reynst að festa verðið á þessu stigi málsins, vegna þess annars vegar, að hækkanir af völduim gengisfellingar eru að mestu fram komnar, og hins vegar sök um þess að framkvæmdanefnd- inni tókst að binda verðhækk- anir vegna fyrirsjáanlegra kaup gjaldshækkana á næstunni við fastákveðanr fjárhæðir í þýð- ingamestu verksamningnum." VER» BYGGINGAMEISTARA Hér að framan hefur verið fjallað um niðurstöður þeirra for senda sem réðu því hvernig verk ið var framkvæmt. Miklu máli skiptir einnig spurningin um það hvort íbúðir F.B. séu þrátt fyrir allt ódýrari en íbúðir bygg- ingarmeistaranna. Það skal tek- ið fram, að örugt reyndist að gera ítadlegan og nákvæman saman- burð á verkinu, þar sem bygg- ingameistararnir selja ibúðir sín ar yfirleitt á öðrum byggingar- ' stigum en F.B. skilar sínum íbúð um. Algengast er að byggingar- meistararnir selji íbúðir annað hvort fokheldar, eða tilbúnar undri tréverk, en innréttingam ar eru síðan mjög misjafnar og sniðnar að smekk og efnahag hvers kaupanda. Við könnun á ibúðarmarkað- inum kom í ljós, að nú að undan fömu hafa orðið talsverðar breyt ingar. Þrátt fyrir verðhækkanir hafa fbúðir fremur lækkað i verði og ræður þar mestu um að eftir- spurnin og kaupgetan er minni en áður. Við sölu á eldri íbúð- um er yfirleitt farið fram á minni Söluverð með vöxtum 767.000,00 883.000,00 934.000,00 1016.000,00 1097.000,00 1132.000,00 Áætlað verð 655.000,00 745.000,00 785.000,00 860.000,00 910.000,00 970.000,00 Söluverð án vaxta 743.000,00 856.000,00 905.000,00 984.000,00 1063.000,00 1097.000,00 Af framangreindri töflu má sjá að hækkunin er eigi svo lít- il. Skýringar á þeim hafa verið þær, að áætlunartalan sé miðuð við verðlag í maí 1967, en á framkvæmdatímabllinu hafi orð- ið umtalsverðar hækkanir auk gengisfellingarinnar s.l. vetur. Auk þess hafi vextir ekki verið reiknaðir með í upprunalegu á- ætluninni. Það er rétt, að á byggingar- timabilinu hafa orðið umtalsverð ar hækkanir. Framan af, eða fram í október 1967, ríkti hér stöðugt verðlag, verðstöðvun, og á þeim tíma keypti F.B. verulega inn af vörum. Gengisfellingin hafði að sjálfsögðu áhrif til hækkunar hjá F.B. sem öðrum framkvæmda aðilum í byggingariðnaðinum. Við samninga við verktaka hafði F.B. hins vegar í skjóli fjármagns síns og stærðar verk- efnis, möguleika á hagstæðari og útborgun en áður, og seljandi lánar tfl lengri tíma. Hvaða á- hrif hinar nýju ráðstafanir rík- isstjórnarinnar hafa á þessa. þró un er tæpast hægt að segja um á þessu stigi, þótt líkur bendi til að íbúðir muni hætta að lækka í verði. Beinast lá við að gera saman- burðinn á íbúðum, sem byggðar í eru í Breiðholtshverfinu á sama tíma og við líkar ytri framkv,- aðstæður. Við Eyjabakka 2—6 hafa veT- ið til sölu 2ja, 3ja og 4ra her- bergja íbúðir. Eru þær seldar tilbúnar undir tréverk þ.e. að fulllokið er við þær að utan. fbúðirnar hafa aTlar sérþvotta- hús og geymslur í kjallara Verð á 68 ferm. 2ja herbergja íbúð þannig er kr. 600 þús., en jafn- stór íbúð F.B. fullfrágengin kost Framh. á bls. 19

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.