Morgunblaðið - 05.10.1968, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 196®
3
„Get ekki lýst tilf inningum
minum
Birmingham, 4. okt. AP
Sexburamóðirin frú Sheila
Ann Thorns, sá í fyrsta sinn
í dag þá fimm af sexburunum
sem lifa. Klæddist hún sér-
stökum slopp og grímu og fór
ásamt manni sínum til þess að
líta á börn þeirra í sérstakri
barnadeild sjúkrahússins í
Birmingham, þar sem hún og
böm þeirra hjóna dveljast. í
tilkynningu sjúkrahússins
segir að börnunum færi
sæmilega fram, enda þótt þau
væru eðlilega mjög veik-
burða enn. Við höldum áfram
að vera vongóð um, að börn-
in geti lifað“. Börnin, þrjú
stúlkubörn og tvö sveinbörn,
eru höfð í hitakössum undir
stöðugu eft'irliti sérfræðinga.
Normann Thorns, faðir sex
Eg á engin orö“
Segir sexburafaðirinn
Frú Sheila Ann Thorns, móðir sexburanna. Mynd þessi
var tekin af henni á sjúkrahúsinu fyrir fæðinguna.
Mynd þessi er af þeim fimm af sexburunum, sem eru á lífi. Þeir em hafðir í hitaköss-
um í Birmingham fæðingarsjúkrahúsinu. Af þeim eru þrjú stúlkuböm og tvö svein-
börn, en sjötta barnið, sem var stúlka, lézt klukkustund eftir fæðinguna. Börnin vógu
0.9-1.3 kg. Fyrst var þeim gefið sykurvatn, en nú eru þau alin á brjóstamjólk og er
þess gætt, að hafa nóg af henni til staðar á sjúkrahúsinu.Börain fæddust tveimur
mánuðum fyrir tímann.
Norman Thorns, faðir sexbur
anna. Hann er 33 ára gamall
og starfsmaður í bílaverk-
smiðju í Birmingham. „Ég get
ekki lýst tilfinningum mín-
um. Ég á engin orð“, sagði
hann Við fréttamenn.
buranna, rædidi stuttlega við
blaðamenn í gær. „Við trú-
um ekki á heppni“, sagði
hann, „en ég er viss um, að
sú staðreynd, að börnin fædd
ust á þrítugsafmæli konu
minnar, hefur allt að segja.
Er það nú afmælisgjöf. Ég
get ekki lýst tilfinningum mín
um. Ég á ekki orð“
Þegar hann var spurður að
þvj í dag, hvort hann ætti
erfitt með að þekkja börnin
í sundur, svaraði hann: „Mér
finnst þau öl'l vera eins“.
Thorns skýrði frá því, að
hann befði ákveðið að þiggja
tilboð að upphæð 100.000
pund (um 13,7 millj. ísl kr.)
frá dagblaði einu fyrir sögu
fjölskyldunnar og myndir af
henni svo að hann gæti
tryggt framtíð barnanna.
STAKSTEINAR
Umbætur og
gagnrÝni
Það er einkennileg afstaða til
umbótatillagna, að þær feli endi
lega í sér gagnrýni á það, sem
fyrir er eða hefur verið gert áð
ur. Framsóknarblaðið túlkar t.d.
stjórnmálayfirlýsingu ungra
Sjálfstæðismanna á þann veg, að
í henni felist þung gagnrýni á
verk Viðreisnarstjómarinnar.
Þetta er alrangt. Auðvitað verð
uir Viðreisnarstjórnin að sæta
gagnrýni eins og aðrir og eng-
um dettur i hug, að ekkert megi
finna að störfum hennar og
stefnumálum um nær áratugar-
skeið. 1 stjórnmálayfirlýsingu
ungra Sjálfstæðismanna er hins
vegar horft fram á við, bent á
verkefnin í þjóðfélaginu næstu
þrjá áratugi og sett fram sjónar-
mið ungra Sjálfstæðismanna í
stórum dráttum um það, hvem-
ig beri að Ieysa þessi verkefni.
Túlkun Framsóknarblaðsins virð
ist fela það í sér, að tiltekin
ríklsstjórn geti á tilteknu
tímabili leyst öll vandamál þjóð-
félagsins og síðan geti menn
setzt í helgan stein. En það er
öðru nær. Þjóðfél%gið er í stöð-
ugri framþróun. Það koma stöð-
ugt fram ný verkefni og vanda-
mál, sem þarf að leysa. Þess
vegna verða menn sífellt að taka
afstöðu til mála með opnum huga
og gera sér grein fyrir því, að
jafnvel stórfelldar umbætur á
einu tilteknu sviði geta kannski
verið úreltar nokkrum árum síð-
ar. En þessi afstaða FVamsókn-
arblaðsins er raunar í fullu sam
ræmi við þá stefnu „ungu“ mann
anna í Framsóknarflokknum aðð
vilja hverfa 30 ár aftur í tím-
ann í stað þess að horfa fram á
við.
Opnun
þjóðfélagsins
Athygíisvert er að grundvall-
arstefna Sjálfstæðisflokksins í
ríkisstjórninni hefur einmitt ver
<
\
i
Hernámsárin „1940 - 45"
síðari hluti brátt f rumsýndur
GERð seinni hluta kvikmynd
ar Reynis Oddssonar, Hernáms-
árin „1940-45“— 67-68, er nú
alveg að Ijúka. Er ráðgert að
framsýna hana nú um miðjan
októbar. Munu sýningar hefjast
samtímis í Reykjavík og á Akur
eyri, en seinna verður hún sýnd
í flestum kvikmyndahúsum lands
ins. Þessi hluti er beint fram-
hald af mynd þeirri, sem sýnd
var í Háskólabíói og Stjörnu-
bíói fyrir um það bil ári.
Eins og flestir muna fjallaði
fyrri hlutinn um gang stríðsins
almennt og gaf fó'lki tækifæri
til að fylgjast með gangi mála
i Evrópu jafnframt hernámi ís-
lands. Síðari hlutinn er aftur á
móti allur tekinn á fslandi, sett-
ur saman úr heimildamyndum,
sem kvikmyndafélög í Holly-
wood tóku hér á stríðsárunum.
Einnig eru þættir, sem teknir
eru á síðustu tveim árum sér-
staklega fyrir þessa mynd. Eru
það meðal annars viðtöl við ým-
ist fólk, sem mikið kom við sögu
stríðsins hér. Það skal tekið fram
til að forðast misskilning, að þótt
myndin sé unnin að miklu leýti
úr mvndum sem teknar voru
fvrir rúmum 20 árum, eru eæði
VviVmjrndatökunnar f'fl'lega
þau sömu og við sjáum á kvik-
myndatjaldinu í dag.
Kom í ljós þegar fyrri hlut-
inn var sýndur, að fólki fannst
hlutur íslands heldur lítill. Úr
þessu er fyllilega bætt nú, þar
sem þessi mynd fjallar eingöngu
um ísland og málefni þess, sam-
skipti amerísku hermannanna
við íslendinga er m.a. sýnt hvern
ig amerikanarnir eyddu frístund
um sínum hér, svipmyndir frá
böllum og „partýum". Þá er og
„ástandinu“ gerð allýtarleg skil.
Er óskandi að fó'lk láti liggja
milli hluta þótt kunnugu aldliti
bregði fyrir, eða einhver þekki
Framhald á bls. 27
ið í samræmi við þær raddir, sem
hæst ber nú í röðum ungs fólks
að það þurfi að opna þjóðfélag-
ið og stjórnmálaflokkana. Þeg-
ar Sjálfstæðisflokkurinn tók við
stjórnarforustu síðari hluta árs
1959, hófust forustumenn hans
einmitt handa um að opna þjóð-
félagið, aflétta þeim boðum og
bönnum, sem þá voru á öllum
athöfnum e'instaklinga. Þá var
arfleifð vinstri stjórnarinnar sú
að menn gátu ekkert gert og ekk
ert fengið nema með því að
sækja undir einhverja stjóra *
málamenn eða embættismenn. Síð
ar hefur orðið gjörbreyting á
þessu. Það sem unga fólkið gagn
rýnir í dag eir fyrst og fremst
leifarnar af hinu lokaða þjóðfé-
lagi vinstristjórnar áranna. Þeir
sem eru þrítugir í dag og vora
tvítugir, þegar núverandi ríkis-
stjóm komst til valda, geira sér
fulla grein fyrir þessu. Annað
mál er, að þeir, sem eru tvítug-
ir í dag voru aðeins 10 ára þá.
Þess vegna er varla hægt að
ætlast til þess að þeir hafi sömu
yfirsýn yfir hlutina. En þeim er +
í lófa lagið áð kynna sér þá.
Það fer því fjarri, að gagnrýni
unga fólksins nú beinist að
stjómarháttum Viðreisnarstjóm
arinnar. Gagnrýnin er í sam-
ræmi við stefnu Viðreisnarstjóm
arinnar og beinist að því að
halda áfram því umbótastarfi,
sem hún hóf fyrir nær einum
áratug.
\