Morgunblaðið - 05.10.1968, Side 12

Morgunblaðið - 05.10.1968, Side 12
12 MORGUNRLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1908 the seekers. ÞEGAR plöturnar byrja að selj ast, er tími velgengninnar haf- inn. Þegar nafnið nær efstu sæt um vinsældalistanna, ásjónurn- ar birtast á sjónvarpsskermin- um ... og peningarnir flæða inn. Það er þá, sem draumur hljóm- sveitanna rætist. En sitthvað er gæfa og gjörvuleiki, því að þeir eru alls ekki svo fáir, mennirn- ir, með hæfileika, er bíða eftir En í febrúar síðastliðnum var þóð svo söngkonan Judith Dur- ham, sem kallaði félaga sína sam an og sagði þeim blákalt, að henni þætti samkomulagið ekki nógu gott, og þess vegna hefði hún ákveðið að hætta. Og eftir nokkra mánuði voru þeir félag- ar hennar komnir á sömu skoð- un. Seekers höfðu ákveðið löngu áður, að ef eitthvert músík. Bn Yardbirds voru heppnir, því að Jeff Beck tók við af Eric og gaf honum lífið eftir hvað hæfileika og getu snerti. Og nú tóku lögin frá the Yardbirds að streyma upp í efstu sæti vinsældalistanna. Þau voru öll mjög sérkennileg og frumleg og féllu vel í smekk fólksins. En Yardbirds gáðu ekki að sér og gengu lengra í frumleg- heitunum en hollt var, og smám saman hættu lögin þeirra að fara inn á listana. Fólkið skildi ekki, hvað þeir voru að fara og sneri sér því að öðrum auðskild ari tónverkum frá köppum, þar sem voru Troggs og Dave Dee og Co. og fleiri. Síðan sneri Yardbirds sér að bandaríska markaðinum, sem gekk svo vel, að þeir dvöldu langdvölum í Ameríku og komu helzt ekki til Englands nema í heimsókn. Þá varð Jeff Beck að hætta vegna veikinda og Paul Samwell-Smith hóf störf hjá hljómplötufyrirtæki. í þeirra stað kom svo Jimmy Á slóðum œskunnar I UMSJA Stefcíns Haildórssoncu: og Trausta Valssonar Þrjár þekktar hljómsveitir hætta að þeir „uppgötvist", að þeir verði hinir stóru í heími pop- tónlistar, sem organdi yngis- meyjar og yngissveinar tilbiðja, þrá að heyra í og sjá. Þess vegna kemur það alltaf eins og skrattinn úr sauðar- Ieggnum að heyra, að þessi eða hin hljómsveitin sé hætt á há- tindi frægðarferils og velmeg- unar fylgjandi riddaratignir og beinharðir peningar. En þetta gerðu Springfields. Svo gátu hinir upprunalegu Animals (án Eric Burdons), og nú hafaþrjár mjög þekktar hljómsveitir á stutt um tíma farið eins að: Cream, Yardbirds og Seekers. Kvatt úr hásæti vinsældanna. Við skulum aðeins líta á sögu þessara þriggja hljómsveita, stikla á því helzta. THE SEEKERS. Meðlimir the Seekers voru Judith Durham, Bruce Woodley, Keith Potger og Athol Guy. Öll fæddust þau í Ástralíu nema Keith, sem fæddist á Ceylon, en fluttist ungur til Ástralíu. Þau hittust árið 1964 og byrjuðu að syngja saman í tómstundum sín- um að loknum vinnudegi. (Bruce og Athol störfuðu við auglýsingafyrirtæki í Mel- boume, Judith var einkaritari bókmenntafræðings og Keith stjórnaði útvarpsþáttum). Þau komu fram f sjónvarps- þáfctum í Melbourne og öðluðust strax miklar vinsældir. Þá á- kváðu þau að íara til Bretlands og freista gæfunnar þar. Þau réðu sig sem skemmtikrafta um •borð í farþegaskipum, sem sigldu um heimshöfin. Eftir nokkurra mánaða siglingu stigu þau á brezka grundu. Þrem vikum síðar komu the Seekers svo fram í einum þekkt- asta og vinsælasta sjónvarps- þætti Breta, „Sunday Night at the Palladium". Síðan léku þau inn á sína fyrstu hljómplötu lag- ið „I’ll Never Find Another You“, sem var tvær vikur í efsta sæti vinsældalistanna. Lagið samdi Tom Springfield, bróðir hinnar þekktu söngkonu Dusty Springfield, og fyrrverandi með limur söngtríósins the Spring- fields. Tom samdi einnig næstu lög, sem the Seekers sungu inn á plötur lögin „ AWorld Of Our Own“ og „The Carnival Is Ov- er“. öll þessi lög urðu mjög viin- sæl og seldust í yfir milljón ein tökum hvert. Eftir þetta voru the Seekers komnir í fremstu röð og hafa síðan gert hvert lagið á fæt ur öðru vinsælt, en þó mun vafa laust lagið „Georgy Girl“ lengst lifa. Það er úr samnefndri kvik mynd og var valið sem eitt af fimm hugsanlegum Óskarsverð- launalögum árið 1967. þeirra vildi hætta, þá væri upp- sagnarfresturinn sex mánuðir, svo að the Seekers hættu ekki fyrr en í Júlí síðastliðnuna. Um framtíðaráætlanir þeirra fjórmenninga er það að segja, að Judith Durham ætlar sér að halda áfram að syngja inn á hljómplötur, Bruce Woodley og Keith Potger ætla að helga sig lagasmíði, en Athol Guy tekur við starfi sem stjórnandi sjón- varpsþátta í Ástralíu. Page, sem lék á sólógítar, en Chris Dreja sneri sér að bassa- gítarnum — og Yardbirds héldu áfram að leika fyrir bandaríska unglinga. í jú'lí s.l. klofnaði svo hljóm- sveitin í tvennt: Keith og Jim stofnuðu hljómsveitina Together en Jimrny og Chris halda áfram sem Yardþirds. Orsökin fyrir þessum síðustu skakkaföllum hljómsveitarinnar mun vera sú, að Keith og Jim fylgdu allt ann- THE CREAM. arri stefnu í tónlistinni en Jimmy og Chris. THE CREAM. Snemma sumars 1966 barst sú frétt út um pop-heiminn, að þrír af beztu blues-leikurum Bretlands ætluðu að stofna hljómsveit með því furðulega nafni Cream. Rjóminn. Tákn- rænt nafn, þar sem hér var um að ræða toppmúsíkanta, rjóm- ann af h'ljóðfæraleikurum í Bret landi. Meðlimirnir voru: Eric Clapton, er hafði leikið með Yardbirds (sjá nánar í grein- inni um Yardbirds) og John MayallB Bluesbreakers, Jack Bruce og Peter „Ginger“ Bak- er, sem báðir höfðu leikið með Graham Bond ORGANization. Jack hafði einnig spilað með Mannfred Mann. Cream komu fyrst fram á mik- illi tónlistarhátíð í Windsor í Englandi í ágúst 1966. Um svip- að leyti kom út fyrsta p'latan þeirra „Wrapping Paper“. Hún seldist vel, og Cream fengu góð- ar undirtektir alls staðar. Næsta platan þeirra hét „I Feel Free“, og komst hún ofarlega á vin sældarlista Bretlands. Hæggeng hljómplata „Fresh Cream“, kom út um svipað leyti og fékk góða dóma. Sigurgangan var hafin. Allir kepptust um að hrósa Cream og nöfnin Clapton og Bruce og Bak er urðu næstum því eins þekkt og Lennon og McCartney. Næsta hljómplatan þeirra, hæg- geng, var „Disraeli Gears“. Hún hlaut frábæra dóma og þá sérstaklega lagið „Tales Of Brave Ulysses“. Cream héldu til Bandaríkjanna og slógu þar í gegn svo um munaði. Hin sér- kennilega hárgreiðsla, sem Eric og Ginger skörtuðu, varð tízku fyrirbæri. En fyrst og fremst var það þó músíkin, sem vakti athygli. Plötur þeirra seldust í risaupplög.um og þeim græddist mikið fé. Bandaríkin eru stór og Cream eyddu miklum tíma í ferðalög og hljómleika. í Bretlandi voru aðdáendurn- ir síður en svo ánægðir. Það sem af er þessu ári hafa Cream haldið sig mestmegnis í Banda- ríkjunum, því að þar græða þeir mest. En peningarnir voru ekki aðalatriðið fyrir þá félaga. Eric var langt frá því að vera ánægð ur með músíkina, sem þeir spil- uðu, og sama má segja um þá Ginger og Jack. Þess vegna á- kváðu þeir félagar að hætta, þeg ar öllum þeirra ráðningum er lokið — en það verður innan fárra mánaða. En þeir hafa ski'lið eftir sig tvö sannkölluð listaverk: Tvær hæggengar hljómplötur sem hafa verið gefnar út undir nafninu: „Wheels Of Fire“. THE YARDBIRDS. Keith Relf (söngvari og murrn hörpuleikari), Erik Clapton (só'lógítar) Chris Dreja (rythma leikari), Paul Samwell-Smith (bassaleikari) og Jim McCarthy (trommuleikari) höfðu allir leik ið með öðrum hljómsveitum, áð- ur en þeir stofnuðu the Yard- birds. Hljómsveitin fékk það hlutskipti að feta í fótspor the Rolling Stones sem aðalh'ljóm- sveit í Crawaddy-klúbbnum í Richmond. En það var langt frá því að vera auðvelt, þar sem Rollingarnir höfðu þar öðlazt miklar vinsældir og hlotið góða aðsókn. Bn Yardbirds stóðu sig vel, og á fáum mánuðum tókst þeim að ná sama áhorfendafjölda — og heldur betur, því að þeir sílógu öll fyrri met Rollinganna í aðsókn. Þeir stóðu sig einnig mjög vel í hinum margfræga Marquee-klúbb í London. Þar var m.a. hljóðrituð hæggeng hljómplata með Yardbirds, sem seldist vel og fékk góða dóma. En það var lagið „For Your Love“, sem gerði þá fræga. Það komst í efsta sæti vinsældalist- anna í Bretlandi og ofarlega í Bandaríkjunum og seldist í yf- ir mi'lljón eintökum. Lagið er eft ir Graham Gouldman, sem m.a. hefur samið lögin „No Milk To- day“ (Herman’s Hermits) og „Bus Stop“ (Hollies). En þá dundi reiðarslagið yf- ir: Eric Clapton sagði skilið við hljómsveitina á þeim forsendum að hún væri farin að spila pop- The Who setja Ameríku «x endann annan OKKUR hafa borizt í hendur ummæli nokkurra blaða vestan- hafs um hina æðisgengnu hljóm leikaför the Who um Bandarík- in, en þeir hafa leikið þar og sungið við feikna vinsældir um nokkurt skeið. WORLD COUNTDOWN: Peter Townshend beygði gítarinn sinn á hljóðnemanum, notaði hann sem sverð, skylmdist nokk ra stund, og rak síðan magnar- ann í gegn. En þar sem unnt var að leika með honum ennþá, þótt undarlegt megi virðast, þá mölbraut Peter gítarinn á gólf- inu. Brotunum henti hann svo yfir andstutta áhorfendur sína. Trymbill Keith Moon varpaði trommu á öxl sér og yfirgaf sam kunduna. Mjög svo áhrifamikil sýning. SACRAMENTO UNION: Fyr- ir þremur árum síðan mölbraut Peter Townshend gítarinn sinn, vegna þess að nef hans var svo langt. „Ég verð venjulega ógur lega reiður“, sagði hann, „svo að eg nota allar líkamshreyfing- ar og mölbrýt gítara, til þess að áhorfendur dragist að líkama minum en hugsi ekki um nefið mitt.“ Peter Townshend segir: „Pop tónlistin hefur orðið alvarleg og leiðinleg. Við viljum breytingar meiri hávaða, rýmra verksvið, fleiri bellibrögð, dónalegri og meira kynæsandi sviðsfram- komu“. LOSANGELES TIMES: Keith Moon er e.t.v. mest æsandi trommuleikari pop-tónlistarinn- ar í dag. Svo ótrúlega snjall og glæsilegur við trommurnar, að undrun sætir. Saman heldur hljómsveitin þá mest æsandi hljómleika, sem völ er á. Þessir brezku fjór- menningar hafa unnið sér gífur- legt álit. Sérgreining þeirra er margbreyfcnin á hinu torvelda rokki, allt frá hinu stamandi „My Generation“ til smáóperu, sem fjallar um trúmennsku, ó- trúnað og fyrirgefningu. Hljóð- færin þrjú og raddirnar fjórar vekja upp æsandi tiifinningar, sem gera meira en að bæta upp jarðarfarasöngtextana beirra. The Who hafa heimsófct Bandaríkin nokkrum sinnum, en kunningsskapurinn hefur langt því frá skapað þeim fyrirlitn- ingu, heldur opnað betur hinn víða sjóndeildarhring gagnrýn- enda oe fréttasnána. ÞETA ER TÓNLIST.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.