Morgunblaðið - 05.10.1968, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1966
15
Silfurbærinn Taxco hangir upp í hlíff fjalianna. Dómkirkjan gnæfir yfir. Fremst til hægri er
Hótel Real de Taxco.
Vatn virðist ýmist vera af mjög
skornum skammti eða þá að stór
flóð verða og rífa með sér vegi
og hús, þegar verulega rignir og
vatnið fossar niður af öllu þessu
geysistóra vatnasvæði. Þarna
var einmitt verið að vinna að
viðgerð á vegum eftir síðustu
flóð. Hafði vatnið rifið stór
stykki úr þessum dýrmæta
steypta vegi, en þeir eru fáir í
Mexíkó. Enda hafa Mexikanar
löngum riðið um land sitt á litlu
fráu hestunum sínum.
Acapulco er nú orðið einhver
vinsælasti baðstaður í heimi,
enda yfirbragðið all alþjóðlegt.
Borgin liggur í hálfhring um
stóran flóa með nokkrum eyjum,
þar sem sjóræningjaskip áttu sér
vissan felustað á sínum tíma.
Hvít fíngei*ð sandströnd liggur
með öllum flóanum. Innan við
hana er breiðgatan með pálma-
Niður fjalllendið frá Mexíkó
njóta baðstrandalífsins þarna i
Acapulco. Ýmiskonar tilbreyting
er líka á boðstólum. Skemmti-
staðirnir eru fjölmargir og róm-
antízkir. Boðið er upp á skemmti
siglingu um flóann og mi'lli eyj-
anna og einnig má taka sér
leigubíl og aka út á fjarlæga
strönd, sem hægt er að hafa
mæstum fyrir sig einan. I>ar hitti
ég Mexikanskan eftirlitsmann,
sem umsvifalaust klifraði, eins
og api, upp í pálmatré og sótti
mér kókoshnetu, þegar ég bað
um að drekka. Hann hjó með
sveðju ofan af hnetunni og fékk
mér hana. Safinn var sætur og
svalandi.
Norður með ströndinni eru
baðstrendur, þar sem Mexikanar
leigja hengirúm undir trjánum,
til að hvíla sig og horfa' á sól-
arlagið. Þeir bjóða um leið upp
á kókoshnetu, sem ofurlitlum
ginsnafsi hefur verið bætt út í,
ef maður er þyrstur. Þá er ekki
úr vegi að fara og horfa á hina
frægu sundmenn frá Acapulco,
sem klifra hátt upp í kletta, biðj
ast fyrir við upplýst altari og
stinga sér svo með blys í hendi
niður í sjóinn í klettagjá langt
- til baðstrandarinnar í Acapulco
I MEXIKÓ hlýnar ekki mest
eða kólnar ef farið er norður
eða suður, heldur miklu frem-
ur þegar farið er ofar eða neð-
ar í fjöllin. Þessvegna verður
stöðugt heitara, þegar ekið er
frá Mexikóborg til Acapulco á
Kyrrahafsströndinni. Þá lækk-
ar maður sig úr 2200 m. hæð
niður að sjávarmáli og ekur
alltaf niður í móti eftir nýjum
steinsteyptum vegi, sem hlykkj-
ast niður hlíðarnar.
Fyrsti bærinn, sem verður á
leið okkar, er hinn blómstrandi
Cuarnavaca. Þar strax hefux
hið eilífa vorveður í Mexikó-
borg breyzt í eilíft sumarveður.
Allt frá dögum Aztekanna hef-
ur þetta verið eftirlætis sumar-
dvalarstaður þeirra efnaðri.
Cuarnavaca hýsti á sínum tíma
Spánverjann Cortes, einnig
Maximilian keisara og Karlottu
keisarafrú, og nú hefur slangur
stíl en húsin sem fyrir eru.
Þess vegna hefur ekkert breyzit
þar í langan tíma og ekkert ríf-
ur hinn yndislega heildarsvip
þessa fjallabæjar. Hótelin eru
því flest í fremur litlum bygg-
ingum í gömlum stíl, þar sem
gjarnan er gengið inn í herberg-
in frá svölunum. Taxco er borg
silfursins, sem fyrst var unnið
þarna úr jörðu fyriur 4 öldum.
En námugröftur hófst þar í ann-
að sinn fyrir um 30 árum. Silf-
ursmíði er gömul listiðn í
Mexikó. Mayarnir, Incarnir og
Aztebarnir áttu sína listfengu
silfursmiði, enda var það gullið
og silfrið þeirra, sem Spánverj-
arnir girntust mest. I tilefni
Olympíuleikanna slá Mexikanar
nú 25 i>esó silfurpeninga. I
Taxco eru silfursmíðaverkstæði
með sölubúð hlið við hlið. Mað-
ur reikar á milli búðanna og
verður alveg ruglaður af að
A affalveginum milli Mexikóborgnr og Acapulco.
af auðugum Bandaríkjamönn-
um á eftirlaunum sezt þar að.
Sagt er, áð þetta séu fyrstu
heimkynni hitabeltisplantna eins
og bananaplöntunnar og sykur-
reyrsins vestanhafs, að ó-
gleymdri Jólastjörnunni, sem
við þekkjum hér á íslandi í
pottum. Út yfir steinveggina
kringum húsin hanga hvarvetna
þessir fjólurauðu blómaklasar,
sem fegra svo umhverfið í
Mexikó. Utan við fátæklegu leir-
kofana við veginn og óhreinu
dyrahellurnar kemur maður
auga á þessi fagurrauðu blóm,
sem skyggja á ömurleikann að
baki. Skyldu íbúar þessara húsa
líka njóta slíkrar fegurðar, eða
bætir hún kannski ekkert úr?
Neðar í fjöllunum er silfur-
bærinn Taxco. Hann hangir ut-
an í fjallshlíð með sínum mjóu
snarbröttu götuslóðum, sem
lagðir eru ójöfnum götusteinum.
Þessir mjóu vegir eru vissulega
fremur ætláðir hestum en bíl-
um, og ekki er gott að komast
leiðar sinnar á háum hælum.
Þarna er gott að taka sér næt-
urgistingu. Ekki er leyfilegt að
byggja neitt í Taxco í öðrum
burði við nautaötin frægu í
hringleikahúsunum í Mexíkó
borg, sem allir töluðu um. Um
kvöldið voru bæjarbúar, ungir
sem gamlir, samankomnir á zo-
calo, torginu í miðjum bænum,
fyrir framan íburðarmikla
kirkju heilagrar meyjar af Gua-
dalupe, þar sem messa hafði ver
ið sungin fyrr um daginn. Stúlk
urnar leiddust hring efitir hring
um torgið og pi'ltarnir stóðu og
gáfu þeim hýrt auga. Og brátt
var farið að dansa. Þorpshljóm
sveitin lék í ,,el kiosco“ á miðju
torginu. Þar voru hinir skemmti
legu mexikönsku marimbaleikar
ar, meðan hávær hátalari skellti
velja sér smáhluti úr öllum
þeim ósköpum, sem eru á boð-
stólum. Allt er þetta sterling-
silfur, inniheldur 92,5% af silfri,
og er fylgzt vel með því af hinu
opinbera að ekki sé frá vikfð.
Ég var stödd í einni slíkri silf-
urbúð í þessum litla fjallabæ,
þegar ég sá út um opnar dyrn-
ar bíl með íslenzka fánanum. Og
þar sem ég hafði nýlega hitt
danska vini frá Kanada óvænt
þarna í búðinni, fannst mér ekki
ólíklegt að íslendingar gætu
líka verið á ferðinni. Bílstjórinn
við stýrið virtist þó æði Mexi-
kanalegur. Spurningunni um
það, hvort hann vissi hvaða fána
hann væri með, svaraði hann á
þá leið áð líklega væri hann
írskur. Nei, fáninn væri íslenzk-
ur, en því var hann þarna á
bílnum hans? — Vegna þess,
senora, að þetta er fallegasti fáni
sem til er og enginn annar í
Mexikó hefur hann á bílnum
sínum, var svarið. Og svo brosti
hann út að eyrum.
í Taxco var hátíð, þegar ég
kom þar um á leiðinni upp fjöll-
in aftur. Þar var nautaat, ósköp
ómerkilegt, held ég, í saman-
2. GREIN
yfir mann alþjóðlegri dansmús-
ík frá öðrum enda torgsins.
Syngjandi og spilandi marim-
baleikarar setja vissulega svip
sinn á Mexikó. Útlendingar geta
að vísu 'líkt eftir tónlisit þeirra,
en ekki náð þessum heillandi blæ
stóra guitarsins, slætti huehuetl-
trumbunnar, ískrandi veini
trompetsins og falsetto rödd ten
órsins, sem flytur áheyrendum
sögu um hetjur og ástir, þrár
og tryggðarof. Þessir tónar eru
einstaklega heillandi og heyrast
víða. Ef maður vill gleðja ein-
hvern, þá er auðvelt að 'leigja
sér marimbahljómsveit og koma
spilandi heim til hans. Og þá
verður glaumur og gleði.
Ekki dugar þó að setjast að í
miðri fjallshlíðinni. Næsta morg
un er haldið áfram niður eftir.
Landslag breyitist sífellt og jörð
in verður þurrari og heitari.
Höfunður meff stóra sverfffiskinn sinn — og Ameríkanarnir
tveir, sem engan fiskinn fengu í veiffiferffinni á bátnum, er sést
í baksýn.
trjám og hinum megin við hana
röð af stórum og glæsilegum
hótelum. Gestimir eiga því greið
an aðgang að þessari fallegu bað-
strönd, enda hefur enginn einka
strönd þarna. Sjálf bjó ég í ekki
mjög stóru en yndislegu hóteli,
Las Hamacas, fyrir miðjum flóa.
Hamacas þýðir hengirúm, en
hótelið er byggt í gamalli pálma
plantekru og hægt að koma fyrir
hengirúmum milli trjánna. Inn
á milli þeirra er sundlaug og bar
í stráhýsi, þar sem gestirnir
söfnuðust gjarnan saman með
svalandi drykk og bók eftir há-
degið, fegnir að fá forsælu eftir
sólina og brennandi sandinn á
ströndinni um morguninn. Þama
er nokkurs konar pensionar
fyrirkomulag, eins og svo víða
á hótelum í Mexiko. Maturinn
er góður og hans neytt í opnu
veitingahúsi í garðinum. Einn af
eigendum þessa hótels og fleiri
slíkra er eiginmaður íslenzkrar
konu, Emu Geirdal Cordobes,
og dveljast þau hjónin þar stund
um með börn sín. En þau voru í
frii í Porto Rico um þessar mund
ir, var mér sagt. Hótelið var á-
kaflega þægilegt á allan hátt.
Hvaða íalendingur sem er,
mundi gera sig ánægðan með að
fyrir neðan. Bæði má standa á
útsýnispalli í klettunum á móti
og horfa á þá eða sitja í nær-
liggjandi veitingahúsi, sem byggt
hefur verið inn í klettavegginn.
Þessir sundmenn frá Acapu'lco
eru þekktir fyrir list sína og
strákar byrja kornungir að æfa
það að stinga sér úr klettum í
sjóinn. Sá sem sér þá í fyrsta
skipti, grípur andann á lofti.
Þó allt þetta væri ævintýri
lýkast, þá varð mér það þó mest
ævintýri á þessum slóðum að
veiða sverðfisk í flóanum á stöng.
Leigður er bátur að morgni.
Þeim, sem aldrei hefur svo mik-
ið sem veitt smáfisk eins og lax
á stöng, bregður í brún, þar sem
hann situr hinn rólegasti í sól-
stól í bátnum sínum og heldur
lauálega um stöngina, sem rekin
er í holu í stólnum, þegar kipp-
ir í og glitrar á risastóran blá-
svartan kropp, sem svífur á bak-
ugganum rétt aftan við bátinn,
áður en hann hverfur í djúpið
og rekur ört línuná af hjólinu.
Ekki er þó með sanni hægt að
segja að ég hafi háð bardagann
við sverðfiskinn ein og óstudd.
Varla hafði hann bitið á,
Framh. á bls. 21
Acapulco mcð hinum skemmtilegu baffströndum sínum.