Morgunblaðið - 05.10.1968, Síða 17

Morgunblaðið - 05.10.1968, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. OKTÖRBR 1#W 17 Hallmann Sigurðsson — Minningarorð 1 DAG verður útför Hall- marms Sigurðssonar gerð frá Út- skálakirkju, en hann lézt í sjúkrahúsinu í Keflavík laugar- daginn 30. sept. sl., á 84. aldurs- ári. Hallmann var Húnvetningur, fæddur að Svarfhóli í Miðfirði hinn 10. ágúst 1885. Þar bjuggu þá foreldrar hans, Sigurður Halldórsson, skáld og fraéðimað- ur og kona hans Sigurlaug Bjarnadóttir. Tveggja ára gamall missti Hallmann móður sína og fluttist þá að Fremri-Torfustöðum í Miðfirði. Þar ólst hann upp með föður sínum og stjúpu, Kristínu Þorsteinsdóttur frá Þúfu í Kjós. Alsystkin, er komust upp, átti Hallmann engin. En foreldrum hans höfðu fæðzt tveir synir á undan honum, sem báðir dóu í frumbernsku. Þrjú hálfsystkin átti Hallmann, Halldór Sigurðs- son frá Þverá, nú búsettur í Reykjavík, Guðrúnu Sigurðar- dóttur, nú á sjúkrahúsi í Reykja vík og Ólöfu Sigurðardóttur, húsfreyju á Gauksmýri. Hallmann fór að heiman þeg- ar hann var 16 ára. Vann hann þá á ýmsum stöðum. Hann stunda'ði sjó á Austfjörðum. En á þeim tímum var þar uppgang- ur mikill, blómlegt atvinnulíf og sjór stundaður af kappi á sumr- um. Suður í Garð fluttist hann 1908 og kvæntist hið sama ár, 9. maí, Ráðhildi Ágústu Sumar- liðadóttur, ættaðri af Vatnsleysu strönd, dugnaðar og merkiskonu, er var manni sínum samhent í störfum að heill heimilisins. Hún lézt 3. okt. 1965. Böm þeirar hjóna voru sjö. Tvö dóu í bemsku, en þau, er upp komust voru þessi: Matthías, búsettur í Keflavík, Sigurður, búsettur í Garði, Þorbjörg, bú- sett í Króki í Ölvesi, Óskar var búsettur í Keflavík, hann lézt 1. apríl sl. — og Sigurlaug, bú- sett í Keflavík. Allan sinn búskap bjuggu þau í Garðinum. Fyrstu misserin í Vörum, síðan í Sigríðarkoti, sem nú er komið í eyði, í 2—3 ár, en frá 1920 bjuggu þau í Lambhús- um, og vi*ð þann bæ var Hall- mann oft kenndur. Sjómennskan var lengst af hans aðalstarf. Framan af var hann á opnum bátum, síðar á vélbátum, en 1922 rálðist hann á togarann Skúla fógeta með Gísla skipstjóra Þorsteinssyni frá Meiðastöðum. Var Hallmann síð- an á togaranum með Gísla og síðan Þorsteini bróður hans, þar til Skúli fógeti fórst vestan við Staðarhverfi í Grindavík 10. apríl 1933. Þrátt fyrir þá hrakn- inga, er þeir skipbrotsmenn urðu að þola, hélt Hallmann áfram störfum á sjónum og var næsta ár á togaranum Kára Sölmund- arsyni, með Karli skipstjóra Guðmundssyni. Þá hætti hann sjómennsku á togurum, en var næstu árin á vélbátnum Árna Árnasyni me'ð Kristni skipstjóra Árnasyni og mun síðasta vertíð Hallmanns þar, hafa verið síld- arvertíðin 1943. Eftir það vann Hallmann öll algeng störf í landi og síðustu árin áður en hann missti heilsuna vann hann aðal- lega í frystihúsinu í Gerðum. Hallmann var hraustmenni og eftirsóttur sjómaður meðan hann gaf sig að þeim störfum. Hann var alla tíð heilsuhraust- ur og kenndi sér vart meins, enda mátti segja, að hann ynni fullan vinnudag þar til hann var nær áttræðu. En 1965 veiktist hann skyldilega og gekk þá und ir erfiða uppskur'ði. Var hann í sjúkrahúsinu í Keflavík upp frá því og komst aldrei til fullrar heilsu. Við fyrstu kynni var Hall- mann fáskiptinn og allt að því þurr’ á manninn, en við nánari kynni komu í ljós rík réttlætis- kennd og hlýhugur til allra þeirra, er bágt áttu og lægra hlut biðu í lífsbaráttunni. Þótt sjómennskan með sínu vægðarlausa striti yrði hlutskipti Hallmanns meginhluta ævinnar, þá átti hann sér hugarheima, sem lágu fjær hinu daglega striti. Hann var bókhneigður mjög og las allt, er hann komst yfir, einkum þó fræðirit. Hann var næmur vel og hafði afbragðs minni. Þessar gáfur hans nýtt- ust honum vel, þegar hann á efri árum, sjúklingur í sjúkra- húsi, tók sér penna í hönd og festi á blað með góðri rithönd ýmislegan fróðleik, er hann hafði fest sér í minni, um byggð og býli í heimabyggð sinni, Gerðahreppi, á fyrrihluta þess- arar aldar. Greinar þessar birt- ust í Faxa, blaði Suðumesja. Einnig birtust þar minningar hans um ferð til Suðurnesja ár- ið 1904. Fyrir tveimur árum skrifaði Hallmann athyglisverða grein, er hann birti í Alþýðu- blaðinu um dragnótaveiðar í Faxaflóa og áhrif þeirra á fisk- veiðar þar. Allar báru þessar greinar vott um athyglisgáfu góða, gott minni og skýra hugs- un, þrátt fyrir sjúkleika og aðr- ar erfiðar áðstæður. Með Hallmanni er fallinn í valinn kjarnakvistur frá alda- mótunum síðustu. Hann þekkti af eigin raun erfiðleika þessa tíma og kunni því að meta allt FÉLAGSIÍF Knattspyrnufélag Reykjavík- ur, handknattleiksdéild Æfingatafla fyrir veturinn 1968—1969: Mfl., 1. fl. og 2. fl. karla. Þriðjudaga kl. 21.25—23.05. Fimmtud. kl. 21.20—23.00. (íþróttah. í Laugardal). Laugardaga kl. 14.10—15.00. 2. flokkur karla. Sunnudaga kl. 16.20—17.10. 3. flokkur karla. Mánudaga kl. 21.20—22.10 (íþróttah. á Seltj.nesi). Laugardaga kl. 13.20—14.10. 4. flokkur karla, A og B lið. Sunnudaga.kl. 15.30—16.20. Mánudaga kl. 18.05—18.55. 4. flokkuT karla, C, D og E lið. Sunnudaga kl. 9.30—11.10. Meistarafl, og 1. fd. kvenna. Mánudaga kl. 22.10—23.00 íþróttah. á Seltj.nesi). Föstudaga kl. 21.25—23.05. 2. flokkur kvenna. Sunnudaga kl. 8.40—9.30. Föstudaga kl. 20.35—21.25. 2. fl. kvenna (byrjendur). Sunnudaga kl. 8.40—9.30. Föstudaga kl. 19.45—20.35. Fjölmennið og mætið stund- víslega. Stjórnin. það, &r áunnizt hefur, til þess að rétta hlut þeirra, er við lægstu kjör eiga jafnan að búa. Ég kveð hann með þökk fyrir góð kynni og flyt bömum hans og öðrum ættingjum samúðar- kveðju. Ragnar Guðleifsson. Verzlunin VALVA auglýsir Ungbarnafatnaður í úrvali. Verzlunin Valva, Álftamýri 1, Verzlunin Valva, Skólavörðstíg 8. Nýlenduvöruverzlun til sölu eða leigu nú þegar vegna forfalla. Góð kjör ef samið er strax. Áhugamenn sendi nöfn sín til blaðsins fyrir mánu- dagskvöld merkt: „Verzlun — 2174“. Getum tekið nokkur eldhús og fataskápa til afgreiðslu strax. INNRÉTTINGAR II/F., Suðurlandsbraut 12 — Sími 81670. r Míl /s(n VINNINGAR 2 MERCEDES BENZ 220 VERÐMÆTI KR.: 854.000,00 VERÐ KR.: 100 DREGIÐ 5. NÓVEMBER 1968 Unglingslelpu óskust til sendiferða á skrifstofu blaðsins. Vinnutími kl. 9—12 fyrir hádegi. JNtftttltlM&frito 22-24 0-322S2 LITAVER Belgísk, þýzk og ensk gólfteppi. Sama lága verðið Listdansskóli Cukýjar Pétursdóttur Lindarbæ Reykjavík og Félagsheimili Kópavogs, Kópavogi. Kennsla hefst mánudaginn 7. október. Síðasti innritunardagur í dag kl. 2—7 í síma 40486. DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS 000

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.