Morgunblaðið - 05.10.1968, Page 28

Morgunblaðið - 05.10.1968, Page 28
RITSTJORN • PRENTSMIÐJA AFGR EIÐSLA • SKRIFSTO FA 5ÍIVII '10*100 LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1968 SAS býður Flugsambandi Færeyja hluta Fí í Færeyjaflugi Engar viðrœður um málið hafa farið fram við Flugfélag Islands SAS hefur boðið Flugsambandi Færeyja hluta Flugfélags íslands í Færeyjafluginu, að því er Arge fréttaritari Mbl: í Færeyjum sím ar. Þessar upplýsingar komu fram á aðalfundi Flugsambands- ins og var þar sagt, að með þessu yrði stefnt að því að Flug- sambandið yfirtæki hlutverk Flugfélags fslands frá og með 1. apríl 1969. Mun Flugsambandið þar með taka við öllum rekstri Færeyjaflugsins. Lögþingið í Færeyjum mun auka höfuðstól Flugsambandsins um 500.000 krónur og verður hlutaféð þá tæplega ein milljón krónur. Flugsambandið verður þó fyrir þann tíma að hafa feng- ið samning Faeroairways ógilt- an, en sambandið gekk inn í skuldbindingar þess, er það var gert upp. Að formi til er þessi samningur enn í gildi. Að svo stöddu mun Skipafé- lag Færeyja ekki leggja til pen- inga í Flugsambandið, þar sém Lögþingið hefur sett þau skil- yrði, að það eigi a.m.k. 50% í Flugsambandinu. Mbl. bar þessa frétt undir for- stjóra Flugfélags fslands, Örn Johnson og sagði hann: Á sínum tíma, er Flugfélag ís- lands og SAS gerðu samning um sameiginlegan rekstur Færeyja- SAMKVÆMT upplýsingum frá Síldarútvegsnefnd hefir til þessa verið samið um fyrirfram- sölu á samtals 353 þús. tunnum af saltaðri Norður- og Austur- landssíld til Sviþjóðar, Sóvét- ríkjanna, Finnlands, Bandarikj- anna, Danmerkur og Vestur- Þýzkalands. Heildarsöltun Norð flugsins, sem tók gildi á sl. vori, var g;rt ráð fyrir því, að Fær- eyingum yrði boðin þátttaka í rekstrinum að einum þriðja. Eins og nú er hefur SAS á hendi % hluta samningsins og Flugfélagið %, þótt það annist rekstur flugs- ins. Engar viðræður hafa átt sér stað um að Flugfélagið léti eftir sinn hluta að þessum samningi, sem gildir í 3 ár, eða til 1. apríl 1971. ur- og Austurlandssíldar nemur nú 104.743 tunnur. Af þessu magni hafa 66.095 tunnur verið saltaðar um borð í skipum á veiðisvæðinu. Samningaumleitanir standa yf ír um fyrirframsölu á Suður- Iandssíld. Dráttarbrautin á Fyrirframsölur nema 353 þúsund tunnum Saltað hefur verið i 104.743 tunnur Skafti Áskelsson sýnir sjávarútvegsmálaráðherra, Eggert G. Þorsteinssyni, nýju strandferðaskipin, sem verið er að smíða á Akureyri. — Ljósm. Sv. P. Opið í dag SKRIFSTFOA Sjálfstæðisflokks- ins í Sjálfstæiðshúsinu við Aust- urvöll verður opin í dag frá kl. 9—6. Verður þar tekið á móti skilum í Landshappdrætti flokks ins. Slökkviliðið var í fyrrakvöld, kl. 23.15, kvatt að bifreiðaverk- stæði í Krossmýrarbletti. Þar logaði upp úr þekju á talsvert stóru húsi og var mikill eldur. Slökkvistarf gekk greiðlega, en miklar skemmdir urðu af eldin- Akureyri, 4. október. NÝJA dráttarbrautin á Akur- eyri var vígð og formlega tekin í notkun í morgun, en þá var m.s Helgafell dregið á land. Egg- ert G. Þorsteinsson .sjávarútvegs málaráðherra, vígði brautina með því að ræsa vinduna, sem dregur vagn brautarinnar. Tveir bílar voru á verkstæð- inu, Volkswagen og jeppabifreið Skemmdust bílarnir mjög mikið og eru þeir líklegast ónýtir. Verkstæðið var mannlaust, er eldsins varð vart. Athöfnin hófst kl. 10.30 með því að forseti bæjarstjórnar, Bragi Sigurjónsson flutti ávarp og bauð gesti velkomna. Síðan gekk ráðherrann inn í .vinduhús- ið og sneri hjóli, sem setti afl- vélar brautarinnar í gang. Pétur Bjarnason, verkfræðingur, sem hefur haft umsjón með gerð brautarinnar af hálfu hafnar- nefndar Akureyrar leiðbeindi ráðherranum. Setning Helgafells gekk ágæt- lega, en skipið er 2194 brúttólest- ir og 88,2 m að lengd. Það verð- ur botnhreinsað næstu daga af starfsmönnum Slippstöðvarinn- ar h.f. Áður hafa verið tekin á land 8 skip, þar af fjórir togarar, en Helgafell mun vera stærsta skip, sem tekið hefur verið upp í íslenzka dráttarbraut. Brautin hefur reynzt vel. Að athöfninni lokinni bauð Skafti Áskelsson, forsfjóri Slipp- stöðvarinnar, gestum hafnar- stjórnar að skoða húsakynni Mikill eldur í bifreiðaverkstæ&i um. Töfluþjófurinn sat inni fyrir sprengiefnaþjófnað — megnið af töflunum enn ófundið ÞJÓFURINN, sem brautzt inn í Ingólfs Apótek aðfara- nótt þriðjudags og stal um 15000 taugaróandi töflum, er fundinn og reyndist það vera sami maðurinn og stal sprengi efninu í Kópavogi um helgina. Rannsóknarlögreglunni var í fyrrakvöld bent á, að í húsi einu við Háagerði hefðu menn taugaróandi töflur undir hönd um. Þegar hún kom á staðinn voru þar fjórir menn, vart viðmælandi sakir annarlegra áhrifa. Við leit í húsakynnun- um fundust 1500 Valiuim-töfl- ur þar í kökuboxi og aðrar 500 fundust á einum mann- anna. Þeir voru allir handtekn ir og við yfirheyrslur í gær tilnefndu þeir þann, sem hafði útvegað þeim töflurnar. Var rannsóknarlögreglan fljót að hafa upp á honum, því hann sat inni í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg fyrir sprengiefnaþjófnaðinn. Ját- aði hann strax á sig innbrot- ið í Ingólfs Apótek, en kvaðst ekki vita, hvar afgangurinn af töflunum væri niður kom- inn. Þessi maður var handtek inn á þriðjudagsmorgun í þessu sama húsi við Háagerði og var hann þá undir ann- arlegum ábrifum. stöðvarinnar og framkvæmdir I Auk þess hafði nokkur hópur við smíði nýju strandferðaskip- fólks safnazt saman til að vera anna. við þessa hátíðlegu athjfn. Þá Viðstaddir voru ýmsir em- var fréttamönnum gefinn kostur bættismenn ríkisins, allþings- á að vera viðstaddir þennan menn, forstjórar skipafélaga o.fl. hluta hátíðahaldanna, — Sv. P. Eldsvoði á Hofs- ósi í gœrmorgun Hofsósi, 4. október. UM tíuleytið í morgun kom upp eldur í íbúðarhúsi hér í þorp- inu, húsi Jóhanns Eiríkssonar, afgreiðslumanns Skeljungs. Brann allt innan úr húsinu, sem er stéinhús og þar með gamalt og gróið heimili. Logn og sól- skin var en nokkurt frost. — Slökkvistarfi var ]okið um kl. 14. Jóhann var einn heima, er elds ins varð vart. Hafði hann brugð- ið sér frá til þess að afgreiða benzín á bíl, en skildi eftir pott á eldavélinni, en í honum var hann að bræða mör. Er hann kom aftur inn var húsið alelda í innlnndsflugi í Dnnmörku SAMKVÆMT samningi SAS og Flugfélag íslands um Færeyja- flug snemma á þessu ári, var gert ráð fyrir að Fokker Fri- endship-flugvélin, sem notuð hef ur verið á leiðinni til Færeyja yrði á innanlandsleiðum í Danmörku í vetur. Hinn 1. októ- ber fækkaði ferðum til Færeyja og hóf þá flugvélin innanlands- flugið. SAS leigir nú flugvélina af sameiginlegum sjóði félaganna og mun flugvélin halda uppi á- ætlunum milli Kaupmannahafn- ar annars vegar og Rönne og Billund hins vegar. Á flugvél- inni verða íslenzkar áhafnir. að innan. Missti Jóhann allt inn- bú sitt sem var gamalt og fallegt heimili — lágt vátryggt eða að- eins fyrir 100 þúsund krónur. Hið eina sem bjargaðist var skrif- borð Jóhanns, en í því voru á annað hundrað þúsund krónur í peningum. Jóhann bjó í húsinu ásamt dótt ursyni sínum, en hann var að heiman, er eldsins varð vart. Norðurstjarnnn hráefnislítil ENGIN Skipuleg leit er nú að síld hér sunnanlands, að því er Pétur Pi tursson, forstjóri Norð- urstjörnunnar í Hafnarfirði tjáði Mbl. Þó mun einn bátur úr Grindavík hafa verið að leita fyr ir sér. Pétur tjáði Mbl. að forráða- menn Norðurstjörnunnar væru vonsviknir, vegna óskipulegrar leitar, en verksmiðjan á nú orð- ið lítið hráefni og horfir illa með vinnslu, ef ekki rætist úr. Nýr lyfsali í Kópavogi í fréttatilkynningu frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, er Mbl. barst í gær, hefur Matthí- asi Ingibergssyni, lyfsala, verið veitt lyfsöluleyfi í Kópavogs- kaupstað frá og með 1. janúar 1969.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.