Morgunblaðið - 10.10.1968, Síða 12

Morgunblaðið - 10.10.1968, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 1968 Erlendur Jónsson skrifar um BÓKMENNTIR Manngildi ofar kennisetning RITFERILL Guðmundar G. Haga líns nær yfir hálfa öld og ári betur’ ef talið er frá þeirri rit- smíð h£ins, sem fyrst birtist á prenti, en þrem árum miður hálfri öld, sé talið frá útkomu fyrstu bókarinnar. Hálf öld hlýtur að teljast löng starfsævi. Og sá aldarhelming- ur, sem Hagalín hefur verið að skrifa og senda frá sér bækur, sýnist enn lengri fyrir þá sök, að um samfellt breytingaskeið hef ur verið að ræða. Svo margt hefur borið til nýlundu, oft og tíðum svo óvænt og óforvarand- is, að hið liðna hefur fyrir bragðið virzt horfið og gleymt eftir furðuskamma stund. Bylt- ingar, heimstyrjaldir og tækni- undur hafa sífellt verið að reisa múra milli þeirrar veraldar, sem var, og dagsins í dag. Við, sem höfum ekki lifað nema hálfan aldur Hagalíns eða rösklega það, verðum því að lesa okkur til og spyrja hina eldri og knýja svo á eigin ímyndun til að fylla í eyðurnar, viljum við gera okkur í hugarlund, hvernig veröldin horfði Við ungum manni fyrir fimm til sex áratugum. Þegar Hagalín var að komast til vits og ára, sátu kóngar og keisarar að völdum í flestum löndum. Við skulum hafa það fyr ir satt, að hugtök eins og frelsi og lýðræði hafi þá verið fersk- ari og innihaldsríkari en síðar varð. Hins vegar munu margir hafa látið sig litlu skipta, hvað fólst í srðum eins og jafnaðar- stefna. Og kommúnismi má hafa svifið fáfróðum almúga fyrir hug skotssjónum líkt og fjærstu ké- metur, sem lærðir menn kunnu einir nokkur skil á. Hugtakið heimsstyrjöld var senn tekið að ummyndast í blákaldan veru- leika. Heimskreppa var ekki kom in í orðabækur, en íslenzkur rithöfundur hafði samið sögu um skókreppu. Málfrelsi var ekki eldra en svo, að það taldist enn til munaðar. Sumir kunnu sér ekki læti og brúkuðu það i ó- hófi. Stjórnmál voru 1 senn hug- sjón, íþrótt og dægrastytting, sömuleiðis trúmál, sem enn voru ofarlega á baugi, logandi við- kvæm. Vísindin og tæknin þró- uðust hratt og markvisst, ævin- týri líkast. Framfarirnar vöktu fögnuð og bjartsýni, meðan 6- reynt var, hversu einnig mátti beita til eyðingar furðuverkum vélaaldar. En þrátt fyrir allar framfar- irnar í veröldinni, stóðu íslend- ingar enn á sínu frumstæða stigi, og er raunar óþarft að rekja þá sögu. Framtíð sjálfstæðs þjóðlífs á íslandi var enginn sjálfsagður hlutur heldur spurning um manndóm. fslenzkir rithöfundar höfðu að stöðu til samanburðar, því þeir voru að verða Evrópumenn, ef ekki smámyndir af heimsborgur- um, sumir hverjir. Verðandimenn urðu gagntekn- ir af realisma í Kaupmannahöfn og sendu rit sitt þaðan heim til íslands í byrjun níunda tugar- ins. Sumir þeirra jafnvel „gerðu í“ því að vera óþjóðlegir, ef þannig mætti fremur koma heima mönnum til að rumska undir ask loki sínu. Þorgils gjallandi, bú- andakarl, sem hékk ævilangt við heimasnagana, las bækur sam- tímahöfunda á Norðurlöndum og varð þannig einn af þeim. Einar Benediktsson og Þor- steinn Erlingsson sendu frá sér fyrstu bækur sínar ári fyrr en Hagalín fæddist. Þeir stjökuðu við værukærum lýð, Einar með stórmannlegri eggjun, Þorsteinn með töfrandi ósvífni. „Sjá, hinn ungborna tíð vek- ur storma og stríð“, kvað Ein- ar og má varla hafa órað fyrir, hve bókstaflega þau orð mundu rætast. Frá Vesturheimi kvaddi, sér hljóðs íslenzkt skáld, sem horfði ekki af lægri sjónarhóli en Ein- ar og Þorsteinn. Einnig kveð- skapur Stephans G. víkkaði sjón hring þeirra, sem heima sátu. Annar íslenzkur höfundur tók að semja leikrit á dönsku og varð frægur af. Þó danska yrði ekki til frambúðar ritmál ís- lenzkra höfunda — sem betur fer — var Jóhann Sigurjónsson brautryðjandi á sína vísu. Mið- að við aðstæður var dæmi Jóns Trausta þó ef til vill merkileg- ast. Með fordæmi sínu sannaði hann, að snauður almúgamaður, alinn upp á sveit, óskólagenginn sem að líkum lætur, gat ferðazt um heiminn eins og hinir, mennt- azt af eigin rammleik og síðan orðið rithöfundur í fremstu röð. Hér eru helzt dregin dæmi úr bókmenntunum af skiljanlegum á stæðum. En auðvitað gegndi sama máli um önnur svið þjóðlífsins. Unga kynslóðin undi ekki kyrr- stöðunni, hafnaði forsjá hinna eldri og fór sínar eigin leiðir. Eldri kynslóðin mátti horfa upp á, að reynsla hennar væri vegin og léttvæg fundin. Það var naumast tilviljun, að Hagalín skyldi í fyrstu skáld- sögu sinni lýsa baráttu ungu kyn slóðarinnar fyrir endurbættum at vinnuháttum, baráttu hennar við reynda og harðvítuga feður og máttarstólpa, sem stóðu svo grunnmúraðir í fortíðinni, að þeir hvorki gátu né vildu skilja nýja tímann. n Það, sem skildi aldamótaár- in þó ef til vill gerst frá síðari tímum, var óttaleysið — eða eig- um við heldur að segja trúnað- artraustið — sem þjóðirnar ólu í brjósti vegna langvarandi frið- ar. Þá hafði engin heimsstyrj- öld geisað og ósennilegt, að fólk hafi almennt gert sér í hugar- lund, að slíkt og þvílíkt gæti komið fyrir. Friður hafði verið í álfunni um áratuga skeið. Smá- skærur, sem fréttist af öðru hverju í fjarlægum heimshorn- um, voru — fyrir sjónum fs- lendinga að minnsta kosti — lít- ið annað en tilefni blaðafrétta, náðartími föðurlandsvina og æv- intýramanna, skringileg og reyf- araleg íþrótt í líking við bardaga riddarasagna og fornald- arsagna. Vafasamt er, að evrópskir menntamenn hafi rennt grun í, að stórþjóðir álfunnar mundu brátt standa hver andspænis annarri, gráar fyrir járnum, og verða svo — aldrei samar. Hagalín var kominn hátt á sextánda ár, þegar fyrri heims- styrjöldin skall á. Vitaskuld hef- ur hann átt margt ólært á þeim tíma. En sextán ára unglingur, sem hefur alizt upp í litríku, at- hafnasömu umhverfi, hefur þeg- ar orðið fyrir margvíslegum var anlegum áhrifum. Væri ekki svo, skipti uppeldi ekki heldur slíku máli, sem af er látið. Lífsskoðun Hagalíns, eins og hún kemur fram í skáldverkum hans, skilst líka tæpast, nema haft sé í huga, að hann er hálft í hvoru aldamótamaður, alinn upp og hálfmótaður fyrir fyrra stríð svo undrafjarlægur sem sá tími virðist nú vera. Sú bjartsýni, athafnaþrá, um- bótavilji og umfram allt tiltrú á mannkynið og traust á einstakl- ingnum, sem lesa má milli lín- anna í næstum hverju skáld- verki Hagalins, sýnist koma heim og sarnan við sjónarmið þess tíma, að minnsta kosti eins og sú tíð horfir við okkur nú — úr fjarlægð að sjá. „Þau ár eru liðin og koma aldrei aftur," skrifar Gunnar Gunnarsson, vonsvikinn og furðu lostinn, þegar heimsstyrj- öldin fyrri hafði brennt mark sitt í sögu mannkynsins og vit- und hans sjálfs. Ekki svo að skilja, að Haga- lín hafi orðið fyrir viðlíka á- hrifum af styrjöldinni og Gunn- ar og aðrir rithöfundar, sem stóðu í nánd við ófriðinn. Gunn- ar var orðinn rithöfundur í Dan- mörku, áður en styrjöldin skall á, en Hagalín ekki einu sinni kom inn í skóla. Gunnar stóð í nánd við atburðina, en Hagalín f jarri þeim. Sá var þó mergurinn máls- ins, að undirtónn tímanna hafði breytzt — skoðanirnar, lifnaðar- hættirnir, mannlífið allt, næstum að segja. Rás atburðanna hlaut að hafa áhrif á hvern þann, sem kominn var til nokkurs þroska, hvort sem hann var staddur fjær eða nær . m Hagalín var, eins og einatt gerðist fyrrum, kominn undir tví tugt, þegar hann hóf nám í skóla — elztu menntastofnun þjóðar- innar, sem til skamms tíma hafði gengið undir heitunum lærði skólinn eða latínuskólinn, enhét nú í samræmi við nýja tíð: menntaskóli. Og víst var annað og hagnýtara efni numið undir því breytta nafni. En undirstað- an hafði minna breytzt. Mennta- skólanum var hreint ekki ætlað að útskrifa menntamenn í þeim skilningi, sem við leggjum nú i orðið, það er menn, sem hugsa, tala og skrifa frjálst og óþving- að. Skólinn var forskóli fyrir verðandi embættismenn. Nem endur skyldu vandir á að vinna og — ef til vill ekki síður —að hlýða. Hvor tveggja eiginleikinn hafði lönigum talizt nauðsynleg- ur kónglegum embættismanni. Af hinu höfðu farið minni spurn- ir, að kónglegur embættismaður þyrfti að hugsa, nema slíkt væri talið miður æskilegt samkvæmt reynslu undangenginna alda. Vafalaust hefur skólinn upp- fyllt þær kröfur, sem í reynd voru til hans gerðar. Allt um það átti þjóðin enga stofnun til að skóla og a'la upp menntamenn. Því var ekki að furða, þó ýmsir ungir menn, sem voru í raun og veru að sækjast eftir menntun fremur en borg- aralegum réttindum, flosnuðu upp frá námi. Skemmst er frá að segja, að Hagatín leiddist námið og kennslan að íslenzkunni undan- skilinni, sem Sigurður Guð- mundsson (síðar skólameistari) kenndi, hvarf úr skóla í miðjum klíðum og gerðist ritstjóri aust- ur á Seyðisfirði. Og hefst þá saga hans sem blaðamanns og rithöfundar. IV Blaðamennska Haga'líns á Seyðisfirði er ekki markverður kapítuli að öðru leyti en því, að ýmsar greinar sem hann skrif- ar þar í blöðin, varpa nokkru ljósi á ölt ritstörf hans upp frá því. Fyrst skal mefna langan greinaflokk, sem hann nefniir Nokkur orð um íslenzkan sagna skáldskap, sérprentaðan síðar. Var'la er tilviljun, að Hagalín skuli gerast svo margorður um það efni. Um þessar mundix gefst einmitt betra tóm en nokkru sinni fyrr til að skyggna íslenzka skáldsagnaritun, þar eð allir íslenzkir skáldsagnahöf- undar, sem nokkuð kvað að, eru annað hvort gengnir eða full- reyndir, engar nýjungar á döf- inni. Það stundarhté, sem nú veitist, verður svo bezt notað, að litið sé yfir farinn veg, áð- ur en lengra skal haldið. En greinalllokkur Hagalinis um sagnaskáldskapinn er ekki sérlega athyglisverður. Hagalín er enn of háður dómum eða öllu heldur fordómum e'ldri kyn stóðarinnar. Til dæmis ger- ir hann Einari H. Kvaran of hátt undir höfði á kostnað Jóns Trausta og bergmálar þannig raddir, sem kveðið höfðu við síð ustu árin. Ef til vill er hann með þessum langa greinafllokki að skrifa sig lausan frá fyrir- rennurum sínum. Eftirtektarverðari er greinin. Rithöfundarnir og þjóðin. Út frá þeirri grein má í raun og veru lesa stefnuskrá Hagalíns sem ungs atvinnúhöfundar. Þar leit- ast hann við að kveða niður þá almenmu firru, að ósvikinn skáld skapur verði aðeins til í tóm- stundum og hjáverkum, bendir í því sambandi á fornritin, sem hljóti að vera saman skrifuð af mönnum, sem hafi haft ærin fjár ráð og tíma tit skrifta. Hagalín finnur á sér eins og aðrir ungir menn á þessum tíma, að hann stendur á tímamótum í sögu þjóðarinnar. Stöðnunin er rofin. Líðandi stund á öll- um fyrri tímum skilið að heita nýr tími, nútími. Hagallín á enga kjörandstæðingS í líking við afturhald það, sem Verðandi menn beindu skeytum sín- um að. Kannski er óþarft að kveða niður hið gamla. Það er & förum, hvort eð er. Gerist ekki fremur þörf að bjarga þvl, sem verðmætt kann að vera fráeldri tíð? „Eitt er víst", segir Hagaltn 1 þessum skrifum slnum, „að eitt hvert Mð fyrsta sporið ... verð- ur 1 skáldriti að bera saman gamalt og nýtt, gera upp reikn- ingana og fá þar jákvæða út- Gólfdúkur — plast- vinyl og línólíum. Postulíns-veggflísar — stærðir 7Vsixl5, 11x11 og 15x15. Ameriskar gólfflísar — Godd Year, Marbelló og Kentile. Þýzkar gólfflísar — DLW. HoIIenzkur Fiesta dúkur — eldhúss- og baðgólfdúkur. Málningarvörur — frá Hörpu hf., Málning hf. og Slipp- fél. Rvíkur. Teppi — ensk, þýzk, belgtsk nylonteppL Fúgavamarefni — Sólinum, Pinotex. Silicone — úti — inni. Veggdúkur — Somvyl, frönsk nýjung. Vinyl veggfóður — br. 55 cm. Veggfóður — br. 50 cm. SÓLBRÁ, Lougovegi 83 KULDAÚLPUR á skólabörn. UNGBARNAFATNAÐUR og LEIKFÖNG í úrvali. Guðm. Gíslason Hagalin

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.