Morgunblaðið - 10.10.1968, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 1968
Útgefandi
I'ramkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstj ómarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Riistjdrn og afgrei'ðsla
Auglýöingar
Áskriftargjald kr. 130.00
1 lausasölu
Hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Sigurður Bjlamason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6. Sími 10-100.
Aðalstræti 6. Sími 22-4-80.
á mánuði innanlands.
Kr. 8.00 eintakið.
ALÞINGI OG VERK-
EFNI ÞESS
egar Alþingi, 89. löggjafar-
þing frá endurreisn Al-
þingis kemur saman til fund-
ar í dag, beinist athygli ís-
lenzku þjóðarinnar enn einu
sinni að þessari fornu og
merku stofnun, Frá stofnun
Alþingis eru nú liðin 1038 ár.
Það er því elzta þjóðþing ver
aldar. Sú staðreynd breytist
í engu við það, að fundir
þess voru felldir niður frá
aldamótunum 1800 til ársins
1845, er hið endurreista Al-
þingi kom fyrst saman.
Alþingi . varð í upphafi
mæniásinn í hinu fslenzka
þjóðveldi. í störfum þess fram
um aldimar spegluðust örlög
þessarar litlu þjóðar. Á hin-
um forna þingstað, Þingvöll-
um við Öxará, gerðist einn
merkasti þáttur íslandssög-
unnar. Þar voru lög sett og
þar voru dæmdir dómar. Þar
var varizt ásælni erlends
valds og staðið á rétti þjóðar-
innar af mannviti og hygg-
indum. Það kom síðan í hlut
hins endurreista Alþingis að
hefja baráttuna fyrir endur-
heimt sjálfstæðisins. Sú bar-
átta tók langan tíma, en lauk
með algjörum sigri.
Jafnhliða sjálfstæðisbarátt
unni og í framhaldi af henni,
hefur Alþingi haft forustu um
uppbyggingu hins íslenzka
þjóðfélags. Undir forustu
þess hefur á örskömmum
tíma tekizt að gera hið ís-
lenzka samfélag að full-
komu nútíma þjóðfélagi, sem
býður borgurum sínum hlið-
stæð lífskjör við það sem
bezt gerizt í nálægum lönd-
um.
En engan þarf að undra
þótt svalir vindar leiki oft
um Alþingi. Fyrr á árum
greindi menn að vísu á um
leiðir í sjálfstæðisbaráttunni,
en í stórum dráttum má segja
að þjóðin stæði bak við sjálf-
stæðiskröfurnar og fylkti sér
um leiðtogana, sem hæst bar
og af mestri víðsýni og fórn-
fýsi börðust fyrir frelsi lands-
ins.
Nú snúast störf Alþingis
að sjálfsögðu einnig um það,
að varðveita fengið frelsi. En
starfssvið Alþingis er orðið
allt annað og víðtækara nú
en áður var. Nú liggur við
borð, að það skammti á hvers
manns disk með fjölþættum
afskiptum á öllum sviðum
þjóðlífsins. Þess vegna sætir
það engri furðu, þótt hörð
gagnrýni beinizt oft að á-
kvörðunum þingsins.
Höfuðverkefni þess þings,
sem nú kemur saman, er að
snúast gegn miklum vanda,
leggja grundvöll að nýjum
og heilbrigðari rekstri at-
vinnutækjanna í landinu og
bægja á braut hættu á at-
vinnuleysi og víðtækum vand
ræðum. Á þessum vandamál-
um verður þetta þing að taka
af festu og kjarki. Enda þótt
þjóðin gagnrýni þing og
stjórn, ætlazt hún engu að
síður til þess að það gegni
þeirri frumskyldu sinni að
stjórna, að gera tillögur um
lausn vandamálanna, og sjá
um að þær verði framkvæmd
ar, landi og lýð til heilla.
SUMMUM JUS
- SUMMA
INJURIA
F atneskur málsháttur úr
lagamáli hljóðar á þessa
leið:
Summum jus — summa
injuria.
Þetta þýðir: Hið mesta rétt
læti getur haft í för með sér
hið mesta ranglæti.
Þessi gamli málsháttur
kemur upp í hugann þegar
lesinn er hæstaréttardómur-
inn yfir Kristjáni Ragnari
Sigurðssyni, eiganda vélskips
ins Ásmundar, er gerður var
upptækur vegna stórfellds á-
fengissmygls skipverja á bátn
um, er höfðu tekið hann á
leigu. Eigandi skipsins, Kristj
án Ragnar Sigurðsson kom
hvergi nálægt þessum afbrot-
um. Hann hafði leigt skip sitt
til fiskveiða og hafði ekki
minnstu hugmynd um lög-
brotahugarfar leigutaka
sinna. En vegna skýláusra á-
kvæða í refsilöggjöf, hefur
bátur hans nú verið gerður
upptækur með ákvörðun hér-
aðsdóms og síðar með stað-
festingu Hæstaréttar. Þetta
þýðir að maðurinn missir
ekki aðeins skipið, heldur
falla nú á hann allar þær
skuldir, sem á því hvíldu.
Þannig getur farið, þegar
fylgt er út í yztu æsar laga-
bókstaf refsilöggjafar, enda
þótt vitað sé að hinn dæmdi
sé gersamlega saklaus af sak-
arefni.
Dómur hæstaréttar verður
ekki vefengdur. En réttlætistil
finning íslendinga krefst þess
að hér verði gripið í taumana.
Hefur nú verið ákveðið að
veita Kristjáni Ragnari Sig-
urðssyni sakaruppgjöf. Ríkis-
stjórnin mun síðan leggja fyr
ir Alþingi frumvarp um
Mannréttindadómstóll Evrópu að störfum í Strasbourg. René Cassin er í forsetastóli. Einar
Arnalds hæstaréttardómi er lengst til vinstri af dómendum.
Þór Vilhjálmsson, orófessor:
Mannréttindadómstóll Evrópu
RENÉ Cassin, forseti Mannrétt-
indadómstóls Evrópu í Stras-
bourg, var í dag sæmdur friðar-
verðlaunum Nobeis. 1 hinum al-
mennu fréttum Morgunblaðsins,
sem birtast sama dag og þessi
greinarstúfur, mun nánar sagt
frá hinum aldna Iögvitringi og
mannvini, sem nú hefur verið
sæmdur þessum háa heiðri. Þess
hefur verið óskað, að hér séu
rifjuð upp lesendum til fróð-
leiks nokkur atriði um mann-
réttindadómstólinn og annað
honum skylt.
Fyrir 20 árum samþykkti Alls-
herjarþing Sameinuðu þjóðanna
mannréttindayfirlýsingu sem
kunnugt er. Þar voru nefnd
margs konar mannréttindi, en
hins vegar var ekki lögð bein
skylda á ríkin í Sameinuðu þjóð
unnum til að virða réttindin og
tryggja. — Um þetta leyti var
unnið að stofnun Evrópuráðsins,
og var ákve'ðið, að það skyldi
stuðla að samvinnu um mann-
réttindamál og beita sér fyrir
því, að ríkin í Vestur- og Suð-
ur-Evrópu skyldu gangast und-
ir lagalega bindandi ákvæði um
þau.
Árangurinin kemur fram í
Mannréttindasáttmála Evrópu,
sem undirritaður var 4. nóvem-
ber 1950, en gekk í gildi 3. sept-
ember 1953. Breytingar og við-
bætur felast í 5 samningsvið-
aukum, sem undirritaðir voru á
árunum 1952—1966, en einungis
tveir þeirra hafa enn tekið gildi.
Mannréttindasáttmáli Evrópu er
merkur og nýstárlegur. Með
honum skuldbinda aðildarríkin
sig til að veita borgurunum til-
tekin réttindi. Jafnframt er séð
um, að þær skuldbindingar verði
meira en or'ðin tóm. Er það geirt
með því að heimila einstakling-
um að kæra meint brot á sátt-
málanum til Mannréttindanefnd-
ar Evrópu og með því að heim-
ila málskot frá nefndinni til
Mannréttindadómstóls Evrópu.
Með því að leyfa einstaklingum
að kæra sína eigin ríkisstjóm
fyrir alþjóðlegri stofnun var far-
ið inn á braut, sem áður hafði
vart þekkzt, og í þessari heim-
ild fólst mesta og markverðasta
nýjungin í mannréttindasáttmála
Evrópu.
Réttindin, sem tryggð eru með
Mannréttindasáttmála Evrópu,
er fyrst og fremst hin gamal-
kunnu borgara- og stjórnmála-
réttindi, sem nefnd eru t.d. í ís-
lenzku stjórnarskránni. Þau eru
Framhald á bls. 19
breytingu á fyrrgreindum
lagaákvæðum. Er ástæða til
þess að fagna þeirri ákvörð-
un.
GUÐMUNDUR
GÍSLASON
HAGALÍN
Fslendingar eru fámenn þjóð,
en land þeirra er stórt
og úr alfaraleið. Þrátt fyrir
það hafa menningarstraumar
ávallt leikið um landið. Við
höfum jafnvel getað miðlað
öðrum þjóðum af reynslu
okkar.
Þegar íslendingur talar við
útlending, er hann áður en
varir farinn að ræða um bók-
menntalegan arf þjóðar sinn-
ar og þá ást, sem almenning-
ur hér á landi hefur ávallt
haft á íslenzkri menningu og
bókmenntum. Við getum af
fáu státað. Þó kemur öllum
saman um, að við getum bor-
ið höfuðið hátt, þegar minnzt
er á þennan arf.
Það er gleðiefni að á okkar
dögum hefur bókin haldið
velli í íslenzku þjóðlífi. Þjóð-
in fylgist af lífi og sál með
störfum skálda sinna og rit-
höfunda. Einn þeirra, sem
hvað mestan þátt hefur átt í
reisn samtímabókmennta
okkar, er Guðmundur Gísla-
son Hagalín, sem er sjötugur
í dag. Hann er einn sérstæð-
asti og persónulegasti rithöf-
undur sem við eigum og fáir
standa dýpri rótum í arfi og
menningu þjóðarinnar en
hann. Bækur hans sumar eru
svo íslenzkar að gerð og upp-
runa, að erfitt mundi vera að
þýða þær á erlendar tungur.
Svo mikla rækt hefur Haga-
lín lagt við sérkennilegt
tungutak þess fólks, sem hann
hefur kynnzt og upplifað. Svo
rík að list og gamalgrónum
frásagnararfi eru beztu verk
hans, að engum blandast hug-
ur um, að þau munu lifa með
þjóðinni um ókomin ár.
En Guðmundur Gíslason
Hagalín hefur gert meira.
Hann hefur borið gæfu til að
standa sterkur og ákveðinn á
verðinum fyrir frelsi og lýð-
ræði hér á landi. Hann hefur
aldrei látið bilbug á sér finna,
aldrei hlaupið eftir erlendum
fyrirsögnum, aldrei keypt sér
frið, eða list sinni brautar-
gengi, heldur hefur hann
ávallt verið reiðubúinn að
verja það, sem hann trúir að
eigi að vera hlutskipti þjóð-
arinnar: að búa við frelsi og
fullkomið lýðræði, að verða
aldrei öfgastefnum að bráð.
Morgunblaðið þakkar Guð-
mundi Gíslasyni Hagalín
störf hans og list, og mælir
áreiðanlega fyrir munn fjöída
lesenda sinna, er það þakkar
honum ekki sízt staði0 c1.’.
hans og einarða barátte m
öfgum —• gegn þe; ■■■■- ö'
sem hafa viljað feigt ð
bezta ; arflc'f.! o :
íslen ' u þjó u.