Morgunblaðið - 10.10.1968, Síða 19

Morgunblaðið - 10.10.1968, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 1968 19 Bylting reynd í Suöur-Vietnam Saigon, París, Washington 9. október AP BYLTINGARTILRAUN gegn stjórn Suður Vietnam var gerð í dag, en hún var bæld niður. Áreiðanlegar heimildir AP frétta stofunnar í Saigon sögðu, að margir háttsettir menn innan hersins væru viðriðnir málið og hefðu verið handteknir og að öllum líkindum mætti búast við f jölda mörgum handtökum næstu daga. Skömmu áður en byltingartil raunin var gerð var g«efin út skipun frá stjórn landsins, þar sem hernum er skipað að vera við öllu búinn, þar sem til meiri háttar atburða kunni að draga. AP fréttastofan segir, að mjög sé enn óljóst, hverjir hafi stað- ið að byltingartilrauninni, né heldur sé vitað um nánari atr- iði. Sá orðrómur komst á kreik í Saigon, að náinn bandamaður og samstarfsmaður Ky, varafor seta, Le Nguyen Khang, hers- höfðingi, sé flæktur í málið. Það hefur ekki verið staðfest. Talsmaður bandaríska utanrík isráðuneytisins lýsti í dag undr- un sinni vegna byltingartilraun- arinnar og kvaðst ekkert hafa um málið að segja að svo stöddu. Aðrir embættismenn í Washing- ton sögðu, að þeir hefðu vitað, að mikill viðbúnaður hefði ver ið í Saigon síðustu daga, er njósn hefði borizt um að bylt- ing væri ef til vill í aðsigi. Tuttugasti og fimmti samninga fundur fulltrúa Bandaríkjanna og Norður Vietnam stóð í París í dag. Árangur varð enginn. —UR YMSUM ATTUM Framhald af hls. 14 í stuttu máli þessi: Mannhelgi (réttur til lífs og lima). Friðhelgi (réttur til frelsis, bann vi’ð ólögmætum handtök- um). Réttur til sanngjarnrar máls- meðferðar fyrir dómi. Friðhelgi einkalífs (fjölskyldu, heimilis ag bréfa). Hugsana- og trúfrelsi. Tjáningar- og skoðanafrelsi. Funda- og félagafrelsi. Réttur til hjúskapar og fjöl- skyldustofnunar. Eignarréttur. Menntunarréttur. Réttur tii þátttöku í almenn- um kosningum. Ferðafrelsi og réttur til að ráða heimilisfangi. Þá er í mannréttindasáttmál- anum bann við ómannúðlegum refsingum, þrælahaldi, nauðung- arvinnu, afturverkandi hegning- arlagaákvæðum, mismunun manna, útlegð og almennri brott vísun útlendinga úr landi. Brot gegn mannréttindasátt- málanum koma fyrst til með- ferðar hjá Mannréttindanefnd Evrópu. Aðildarrí'ki getur kært annað aðildarríki fyrir brot gegn sáttmálanum. Þetta heíur gerzt 7 sinnum, síðast kom fram kæra á hendur grísku herforingja- stjórninni í septem'ber 1967. Þá geta einstaklingar kært ríki fyr- ir mannréttindanefndinni vegna brota á sáttmálanum. Sem fyrr er að vikið er ákvæðið um þess- ar kærur markverðasta nýjungin í mannréttindasáttmálanum. Það er áskilið, að viðkomandi ríki hafi gefið sérstaka yfirlýsingu nm, að það gangist undir ákvæð- in um kærurétt einstaklinga. Af þeim 16 ríkjum, er hafa fullgilt mannréttindasáttmálann, hafa 11 gefið slíka yfirlýsingu. Þau eru Austurríki, Belgía, Bretland, Danmörk, Holland, írland, ís- land, Luxembourg, Noregur, Sví- þjóð og Vestur-Þýzkaland. Fimm ríki hafa fullgilt mannréttinda- sáttmálann án þess að viður- kenna kærurétt einstaklinga. Þau eru Grikkland, ítalía, Kýpur, Malta og Tyrkland. Tvö af aðild- arríkjum Evrópuráðsins hafa enn ekki fullgilt sáttmálann, — Frakkland og Sviss. Mannréttindanefnd Evrópu tók í fyrsta skipti við kæru frá ein- staklingi 1955. Frá þeim tíma og fram til síðustu áramóta höfðu borizt 3.450 slíkar kærur. Flest- um kæru-m er vísað frá eftir sérstaka frumathugun, en um síðustu áiramót hafði nefndin samþykkt að láta fara fram frek- ari rannsókn á 49 kærum frá einstaklingum og þremur kærum frá ríkisstjórnum, þ. á m. á kær- unni gegn Grikklandi. Ef sættir takast ekki, meðan málið er til mieðferðar hjá mannréttinda- nefndinni, er hugsanlegt, að mál- inu sé áfrýjað til mannréttinda- diómstólsins. Áfrýjun er ekki heimil einstaklingum, aðeins mannréttindanefndinni eða ríki, sem er aðili máls. Ef málinu er ekki áfrýjað til mannréttinda- dómstólsins, fær ráðherranefnd Evrópuráðsins það til meðferðar. Af framansögðu er ljóst, að mannréttindanefnd Evrópu er ætlað að afgreiða flestar kærur um brot gegn mannréttindasátt- mála Evrópu. Þaff eru affeins sér- stök mál, sem tll mannréttinda- dómstólsins fara, en hann getur aftur á móti kveffiff upp dóma, sem affildarríkin hafa skuldbund- iff sig til aff hlíta. Þegar að dóm- stólnum er komið, hefur ein- staklingur sá, sem í upphafi kann að hafa kært vegna brots gegn mannréttindasáttmálanum, að mestu misst forræði sakar- innar, og verður hann að setja traust sitt á talsmenn mannrétt- indanefndarinnar á dómþingun- um. Þó geta kærendur komið fyrir dóminn í samræmi við viss- ar reglur. Flutningur mála fyrir mannréttindadómstólnum fer í upphafi fram skriflega, en síðari hluti hans fer fram munnlega og fyrir opnum dyrum. Til þessa hefur sjö málum verið áfrýjað til mannréttinda- dómstólsins. „Lawless-málið“ var höfðað gegn írlandi fyrir að hafa haft mann að nafni Lawless í haldi án dóms og laga. Dóm- stóllinn sýknaði írland með dómi árið 1961. Ári síðar var „De Becker málið“ fellt niður, þar sem breytingar höfðu þá verið gerðar á belgiskum iögum um hömlur gegn vissri atvinnustarf- semi fyrrverandi samstarfs- manna Þjóðverja. Á sl. sumri var Vestur-Þýzkaland sýknað af kær-u, sem byggðist á því að manni hefði verið haldið of lengi í varðhaldi („Wemhoff-málið). Hins vegar komst mannréttinda- dómstóllinn að þeirri niðurstöðu í öðru máli um svipað efni, að ríkisstjórn Austurríkis hefði ekki gætt fullkomlega ákvæð- anna um sanngjama dómsmeð- ferð (,,Neumeister-málið“). Á sl. sumri féll einnig dómur þess efnis, að belgíska stjórnin hefði ekki virt að öllu leyti jafnrétti, er hún beitti lögum um tungu- málanotkun í skólum. Mál það, sem hér um ræðir, var nefnt „málið um belgísku tungumála- deiluna". Bæði í þessum dómi og I dómnum í „Neumeister- málinu" voru viðkomandi ríkis- stjórnir sýknaðar af flestum kæruatriðum, en taldar sekar að því er varðaði eitt atriði í hvoru máli. Nú eru rekin fyrir mann- réttindadómstólnum tvö mál, sem kölluð eru „Stögmiiller — “ og „Matznetter-málið“, og snúast þau bæði um dómsmálastjórnina í Austurríki. f Mannréttindadómstóli Evrópu Moskvu, 9. október (AP-NTB) RÉTTARHÖLD hófust í Moskvu í dag í málum fimm sovézkra borgara, sem sakaðir eru um aff hafa reynt aff efna til mótmæla- affgerffa á Rauffa torginu í Moskvu gegn innrásinni í Tékkó slóvakíu hinn 25. ágúst síffastliff- inn. Erlendir fréttamenn fengu ekki aðgang að réttarsalnum í dag ,en talsmaður dómsins sagði fréttamönnum, að reiknað væri með því að réttarhöldin stæðu í þrjá daga. Sakborningarnir fimm eru ákærðir fyrir „að koma saman á Rauða torginu hinn 25. ágúst, í miðju Moskvuborgar, og reyna að beina að sér athygli vegfar- enda með hrópum og framkomu, sem væri móðgun við virðingu sovézku þjóðarinnar“, eins og segir í tilkynningu Tass-frétta- stofunnar sovézku. Meðal sakborninga eru frú eiga sæti 18 dómarar, en að jafn- aði taka 7 þeirra þátt í meðferð hvers máls. Málum verður ekki áfrýjað til dómstólsins nema af ríki, sem í hlut á, eða af mann- réttindanefndinni, og er það áð- ur skýrt. Þá er ennfremur nauð- synlegt að ríki það sem kært hefur verið, hafi gert eitt af tvennu: samþykkt málskotið sér- staklega eða gefið almenna yfir- lýsingu um, að hún gangist undir lögsögu dómstólsins. Slíka yfir- lýsingu hafa 11 ríki gefið, þau hin sömu og hafa viðurkennt málskotsrétt einstaklinga til mannróttindanefndarinnar. Fyrsti forseti mannréttinda- dómstólsins var Bretinn McNair lávarður, en René Cassin tók við starfi hans 1965. Cassin var end- urkjörinn dómsforseti á sl. sumri, en lýsti því skömmu síðar yfir, að vegna aldurs óskaði hann eftir að hætta forsetastörfum. Hefur eftirmaður hans nú verið kjörinn, og er hann Henri Rollin frá Belgiu. Þótt Cassin láti um þessar mundiT af forsetastörfum, mun hann halda áfram að sitja í Mannréttindadómstóli Evrópu sem almennur dómarL fslenzkir lögfræðingar eiga sæti í Mannréttindanefnd Evr- ópu og mannréttindadómstóln- um. Theodór B. Líndal prófessor á nú sæti í mannréttindanefnd- inni, en fyrirrennarar hans eru Hermann Jónasson fyrrum for- sætisráðherra, Friðjón Skarphéð- insson yfirborgarfógeti og Sigur- geir Sigurjónsson hæstaréttarlög- maður. Sigurgeir Sigurjónsson er nú dómari í Mannréttindadóm- stóli Evrópu, en áður skipaði Einar Arnalds hæstaréttardómari það sæti. — Nokkuð hefur verið ritað á íslenzku um Mannrétt- indasáttmála Evrópu og stofnan- ir þær, sem gerðar hafa verið að umtalsefni í grein þessari. Er þar að geta greina eftir Friðjón Skarphéðinsson í Tímariti lög- fræðinga 1958, Einar Arnalds í sama tímariti 1961 og Sigurgeir Sigurjónsson í tímaritinu Úlf- ljóti 1963. Sigurgeir Sigurjónsson ræddi um þessi efni í útvarps- fyrirlestri í apríl sl., og mun fyrirlesturinn birtur í Tímariti lögfræðinga á næstunni. Larissa Daniel, kona rithöfund- arins July Daniels, sem nú situr í fangelsi, og Pavel Litvinov, sonarsonur Maxims Litvinovs. fyrrum utanríkisráðherra Sovét- ríkjanna. Hinir þrír sakborning- arnir eru minna þekktir. Þeir eru Vadim Delone ,ljóðskáld, Konstantin Babetsky, málfræð- ingur, og Vladimir Dremlyuga, verkamaður. Verði sakborningarnir dæmdir fyrir rógburð og óspektir á al- mannafæri, eins og til stendur, eiga þeir á hættu allt að þriggja ára fangelsisvist. Málflutningsskrifstofa Einars B. Guðmundssonar, Gufflaugs Þorlákssonar, Guffmundar Péturssonar, Axels Einarssonar, Aðalstræti {J, III. hæð. Símar 12002, 13202, 13602. 9. október 1968 Þór Vilhjálmsson. Réttarhöld í Moskvu Hótelbruni í Zurich — Saufján ára gamall starfsmaður kveikti í — a.m.k. tíu manns biðu bana Zurich, Sviss, 9. október, AP—NTB TÍU manns biðu bana, að minnsta kosti átta meiddust hættulega og tíu hlutu minni háttar meiðsli, er eldur kom upp í gistihúsi við eina helztu verzlunargötu Zurich borgar snemma í morgun. Lögreglan hefur handtekið sautján ára sendil, sem starfaði á hótel- inu og hefur hann játað að hafa kveikt í. Hann kveðst hafa sprautað eldfimum vökva á viðarstiga á fyrstu hæð gistihússins og bar síðan eld að. Eldurinn læsti sig upp alla stiga hótelsins og þar sem þeir voru úr viði hrundu þeir fljótlega og fólk á efri hæð- um gat ekki forðað sér úr eldhafinu þá leiðina, og marg ir köstuðu sér út um glugga í ofboði. Eitt hundrað og fimmtíu slökkviliðsmenn börðust í þrjá klukkutíma við að ráða niðurlögum eldsins og verja næstu hús. Þegar eldurinn hafði verið slökktur var gisti húsið rústir einar. Lögreglan segir, að þessi eldsvoði hafi verið einn hinn mesti í Zur- ich í mannaminnum. Flestir þeirra sem fórust voru erlend ir ferðamenn. - KOSYGIN Framhald a( bls. 1 ingunni, að stjórnir Sovétríkj- anna og Finnlands haldi fast við þá stefnu að vinna að því að tryggja frið, auka öryggi í Ev- rópu og efla friðsamlega sambúð með öllum þjóðum. Ennfremur segja þeir það eindregna skoð- un sína, að góð vinátta land- anna eigi ekki sízt rætur að rekja til sameiginlegra hags- muna þjóðanna í efnahagsmál- um, og samvinna um þau mál hafi orðið báðum þjóðum til far sældar. Kosygin og Kekkonen komu til Helsingfors í dag, en höfðu áður verið á gedduveiðum í Hangö. Tilkynnt var eftir brott för Kosygins, að hann hefði boð ið Kekkonen, forseta og Kois- isto, forsætisráðherra í óopin- bera fiskveiðiheimsókn til Sov- étríkjanna. Ekki var tilkynnt um komu Kosygins til Finnlands fyrr en rétt í þann mund er hann lenti þar. Jóhann Ragnarsson hæstarétturlögmaffur. Vonarstræti 4. - Sími 19085, ■■ JRichard Tiles 10 VEGGFLÍSAR Fjölbreytt litavaí. h. mmmm hf. Suðurlandsbraut 4. Sími 38300. r c/j-% Hfll k, z ^sas> VINNINGAR 2 MERCEDES BENZ 220 VERÐMÆTI KR.: 854.000,00 VERÐ KR.: 100 DREGIÐ S. NÖVEMBER 1968 PLAST- ÞAK- GLUGGAR — fyrirliggjandi — Einfaldir og tvöfaldir. 60x60 cm. 90x90 cm. Laugavegi 15. Sími 1-33-33. Bifreiffakaupendurt Þeim fækkar óðum Rambl- er Classic bílunum notuðu, sem við bjóðum án útborg- unar — gegn fasteignaveði, en nokkrir eru enn eftir. Ennfremur bjóðum við með hagstæðum greiðslu- skilmálum t. d. eftirtalda bíla: Rambler American árg. ’66. Scout jeppi árg. ’67. Willys jeppi árg. ’68 (nýr). Dodge Dart árg, ’66. Chevy II, árg. ’65. Tveir bílar, Lítiff inn í sýningarsali okkar, Hringbraut 121. Verzliff þar sem úrvaliff er mest og kjörin bezt. Rambler- umboðið JON LOFTSSON HF. Hringbraut 121 — 10600 lllllllllllllllllll

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.